Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Page 21
DV. MÁNUDAGUR 7. APRÍL1986. íþróttir íþróttir íþróttir • Pétur Guðmundsson sést hér skora körfu í landsleik í Laugardalshöll gegn Hollendingum. Pétur hefur náð undraverðum árangri í íþrótt sinni á undan- förnum dögum og óhætt er að fullyrða að afrek Péturs er mesta afrek íslensks íþróttamanns frá upphafi. Lið Los Angeles Lakers er geysilega gott og þar komast ekki nema snillingar í lið. Æðsti draumurinn hjá öllum körfuknatt- leiksmönnum er að fá að leika fyrir Lakers, núverandi heimsmeistara. Það er toppurinn og segja má að Pétur Guðmundsson hafi komi«t á tindinn á ferli sínum um daginn þegar Los Angeles Lakers bauð honum til sín. Von- andi er þó að Pétur eigi eftir að ná enn lengra og ekki er í fljótu bragði hægt að koma auga á eitthvað sem getur komið i veg fyrir að þessi stæðilegi mið- herji skipi sér á bekk meðal allra bestu körfuknattleiksmanna heimsins. Nú þegar er hann á meðal þeirra bestu í körfuknattleiknum í heiminum. 21 Fyrsta tap Lakers í fímmtán leikj- um í Houston „Ég átti alls ekki stórleik en gerði engar vitleysur i þessum leik og held að ég hafi bara staðið mig þokkalega. Það átti enginn í liðinu afgerandi góðan leik. Það er eins og menn séu almennt að hvíla sig fyrir úrslita- keppnina," sagði Pétur Guðmunds- son körfuknattleiksmaður en í nótt léku Pétur og félagar hans hjá Los Angeles Lakers gegn Houston Roca- kets í Houston og tapaði Lakers leiknum með sex stiga mun, 109-103. „Ég lék með í 9 mínútur, sem er nálægt því að vera minn venjulegi leiktími, með öðrum orðum hvíldar- tími Kareem Aabdul Jabbars. Ég skoraði 3 stig og hirti 5 fráköst og er alls ekki óánægður með það. Jab- bar var nokkuð slakur að þessu sinni og það hafði mikið að segja. Hann skoraði aðeins fjögur stig í fyrri hálf- leik og það er ekki mikið þegar hann er annars vegar. Hann tók síðan aðeins við sér í síðari hálfleik og skoraði þá 14 stig og 18 í leiknum samtals," sagði Pétur Guðmundsson í samtali við DV í nótt. 14 sigrar i röð hjá Lakers Los Angeles hefur hingað til farið með sigur af hólmi frá viðureignum við Houston Rockets i Houston í Texas. í síðustu fjórtán leikjum í Houston hefur Lakers farið með sig- ur af hólmi. Þess má einnig geta að risinn Kareem Abdul Jabbar hefur átt stórleiki i Houston. í síðustu sex leikjum gegn Houston i Houston hefur Jabbar skorað 41 stig að með- altali. Það er því greinilegt að kappinn hefur verið langt frá sínu besta í nótt. Það sama er raunar hægt að segja um flesta aðra leik- menn liðsins. Að sögn Péturs er greinilegt að lykilleikmenn liðsins, þeir sem leika mest, eru að hvíla sig fyrir lokaátökin en flestallir körfu- knattleiksunnendur telja víst að Lakers leiki gegn Boston í úrslitum NBA-deildarinnar. Leikmenn Hous- ton urðu að vinna sigur gegn Lakers í gærkvöldi til að tryggja sér rétt til að leika í úrslitakeppninni í vor. Þar með datt Denver Nuggets út úr myndinni. Boston Celtics tapaði óvænt Boston Celtics, sem tapað hefur fæstum leikjum allra liðanna í NBA-deildinni, lék í gærkvöldi gegn Fíladelfía 76ers og fóru leikar þannig að Boston tapaði með eins stigs mun og það var snillingurinn Julius Er- wing, Dr. J, sem skoraði sigurkörf- una með gríðarlega fallegu langskoti fyrir utan þriggja stiga línuna. Sig- urkörfuna skoraði Júlli læknir þegar nákvæmlega ein sekúnda var eftir af leiktímanum. Leikir þessara liða hafa yfirleitt verið jafnir og spenn- andi en úrslitin að þessu sinni voru mjög óvænt fyrir þær sakir að í lið 76ers vantaði fjöldann allan af snill- ingum. Þar ber fyrst að nefna miðherjann Moses Maloone, sem er meiddur, Andrew Toney, sem er einn snjallasti bakvörðurinn í NBA-deildinni, og þá var varamið- herji liðsins ekki heldur með í gærkvöldi. Fleiri fastamenn vantaði í liðið. Það bjuggust þess vegna flest- ir við auðveldum sigri Boston en allar spár fóru fjandans til og leik- menn 76ers fögnuðu gífurlega í leikslok. Skrifar Pétur undir á morgun? Mjög miklar líkur eru á því að Pétur Guðmundsson skrifi undir samning við Lakers í kvöld eða á morgun. Síðari tíu daga samningur hans við Lakers rennur út í dag. Þar með er hann endanlega kominn í lið- ið hjá Lakers sem telja, verður ótrúlegt afrek. Það að Pétur skuli hafa komist í þetta heimsfræga körfuknattleikslið, sem eingöngu er skipað snjöllustu körfuknattleiks- mönnum heimsins, er slíkt afrek að leita verður lengi að lýsingarorðum til að lýsa þessu mesta afreki íslensks íþróttamanns frá upphafi. Það er svo sannarlega glæsilegt að ísland skuli eiga fulltrúa í NBA-deildinni og það hjá besta félagsliði í heimi. • Næsti leikur hjá L.A. Lakers er á morgun en þá leika Pétur og félag- ar gegn Portland Trail Blazers en þar ætti Pétur að kannast vel við sig því með Portland lék hann eitt keppnistímabil í NBA-deildinni. -SK. „Eg skil ekki þessa framkomu“ - sagði Amór Guðjohnsen sem var tekinn út úr aðalliði Anderlecht án nokkurra skýringa. Anderlecht enn á toppnum í Belgíu og Waterschei vann Frá Kristjáni Bernburg, fréttaritara DV í Belgíu: Ég skil ekki þessa framkomu. Ég var búinn að eiga þokkalega góða leiki með aðalliðinu þótt ég segi sjálf- ur frá og þess vegna skil ég ekki af hverju ég er tekinn út úr liðinu án nokkurra skýringa,“ sagði Arnór Guðjohnsen sem var óvænt tekinn út úr aðalliði Anderlecht fyrir leik þess gegn Lierse í 1. deild belgísku knattspyrnunnar. Framkoma forráðamanna And- erlecht gagnvart Arnóri er ekki upp á marga fiska en algengt er þó að forráðamenn félaga hunsi leikmenn sem eru á leið frá félaginu. Arnór lék því aðeins með varaliði Anderlecht um helgina. Leikur liðs- ins var gegn Lierse og vannst, 3-1. Arnór átti mjög góðan leik og skor- aði eitt markanna. Aðalliðið vann 3-0 sigur með mörk- um Lozano, Grún og Van Ros- enbrúck en sá síðasti skoraði sjálfsmark. Önnur helstu úrslit urðu þau að Waterschei lyfti sér af botninum með óvæntum sigri á Beerschot, 2-0, og Club Brúgge vann Seraing, 2-1. !""Andri ] ! áfram ■ ! hjá ! i Víkingi i Nú er ljóst að Andri Marteins-1 ■ son mun leika með Víkingi á. I komandi keppnistímabili. Andri | _ var á sínum tíma orðaður við Þór ■ | frá Akureyri og fór reyndar í æf-1 ■ ingabúðir til liðsins um páskana. I I Hann mun hins vegar ákveðinn í1 I að gera sitt besta til að hjálpa fé-1 ■ lögum sinum í Hæðargarðinum - I til að endurheimta sæti félagsins | " í fyrstu deild. -fros ■ Anderlecht hefur nú forystu í 1. deildinni með 50 stig en Brúgge er í öðru sæti. Hefur hlotið 48 stig. -fros • Arnór Guðjohnsen. Geurts sektaður Frá Kristjáni Bernburg, fréttaritara DV í Belgíu: Fyrrum leikmaður Anderlecht, Geurts, var um helgina dæmdur í 200 þús. franka sekt og skilorðisbundið tveggja ára fangelsi fyrir að þiggja svarta peninga frá félagi sínu á árinu 1972. Geurts var fyrsti leikmaðurinn sem tekinn var fyrir vegna skattamála en eins og DV greindi frá eru íslend- ingar í hópi þeirra sem grunaðir eru um að hafa þegið fé frá belgískum knattspyrnufélögum án þess að telja það fram til skatts. -fros

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.