Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Side 23
DV. MÁNUDAGÚR t.':ÁPilíIi-Í98Ö.
231
Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir
Þáttaskil þegar
Þorbergur fékk
rauða sppaldið
- Saab tapaði öðrum leik sínum í úrslitakeppninni.
Þorbergur rekinn út af fyrir að hrinda leikmanni í hraðaupphlaupi.
Algjör vttleysa, segir Þorbergur.
Frá Gunnlaugi Jónssyni, fréttaritara
DV í Svíþjóð:
Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari
og leikmaður Saab, fékk að sjá rauða
spjaldið er Saab lék annan leik sinn
í úrslitakeppninni um sæti í All-
svenskan rétt fyrir helgi. Saab lék
þá gegn H-43 á heimavelli og mátti
þola tap, 17-20.
„Þetta var algjör vitleysa. Hann
kastaði sér niður og dómararnir létu
blekkjast," sagði Þorbergur sem var
vikið af leikvelli fyrir fullt og allt í
byrjun síðari hálfleiksins fyrir að
brjóta á einum leikmanni H-43 í
hraðaupphlaupi. Staðan var þá 11-9
fyrir Saab og flest benti til þess að
liðið mundi vinna sinn annan sigur
í úrslitakeppninni. Eftir atvikið
brotnaði lið Saab niður og eftirleik-
urinn reyndist leikmönnum H-43
auðveldur, liðið sigraði sem áður
sagði, 20-17.
Þorbergur virkaði þó ekki sann-
færandi í leiknum. Hann á enn við
meiðsli að stríða og skoraði ekki
mark.
Nokkuð var skrifað um útafrekstur
Þorbergs í sænsk blöð. Flest eru þau
á einu máli um að brot Þorbergs
hafi réttlætt rauða spjaldið og að
dómararnir hafi sýnt hugrekki með
þvi að veita það fyrir framan troð-
fulla höll af stuðningsmönnnum
Saab.
Eins og fyrr hefur verið greint frá
þá sigraði Saab í fyrsta leik sinum í
keppninni. Liðið vann þá Viking frá
Helsingborg á útivelli nokkuð
óvænt. Róðurinn þyngist heldur nú
hjá Þorbergi og félögum. Þrjú félög
af þeim sex sem í keppninni eru vinna
sér sæti í Allsvenskan.
-fros
Tvö mörk Jóns Þórs
- þegar ÍBK og Breiðablik skildu jöfn í fyrsta leik litlu bikarkeppninnar, 2-2
Frá Magnúsi Gíslasyni, fréttaritara
DV á Suðurnesjum:
ÍBK og Breiðablik skildu jöfn, 2-2,
í fyrsta leik litlu bikarkeppninnar
sem hófst í leiðinlegu veðri með leik
ÍBK og Breiðabliks á laugardaginn.
Jón Þór Jónsson að jafna leikinn er
hann skoraði úr þvögu eftir varn-
armistök Keflvíkinga. Jón Þór var
síðan aftur á ferðinni stuttu seinna
er hann skoraði keimlíkt mark en
lokaorðið áttu Keflvíkingar. Óli Þór
Magnússon einlék í gegnum vörn
Kópavogsbúa á lokamínútunum og
skoraði. Á síðustu sekúndunum
munaði síðan litlu að Jóni Þór tæk-
ist að tryggja ÍBK öll stigin en skot
hans fór í þverslá og yfir. -fros
• Þorbergur Aðalsteinsson.
Breiðablik var heldur sprækari
aðilinn framan af en það voru engu
að síður heimamenn sem náðu for-
ystunni. Rúnar Georgsson lyfti þá
boltanum yfir Örn Bjarnason, hinn
nýja markvörð Blikanna, og í netið.
Um miðjan siðari hálfleikinn náði
• Kári Elíson.
• Nokkrir keppendanna á íslandsmótinu í kraftlyftingum.
Kári Elíson vann besta afrekið á Islandsmótinu í
kraftlyftingum sem fram fór á Akureyri
Frá Þráni Stefánssyni, fréttaritara
DV á Akureyri:
Kári Elíson frá Akureyri náði best-
um árangri allra keppenda á íslands-
meistaramótinu í kraftlyftingum sem
fram fór á Akureyri. Kári, sem oft
gengur undir viðurnefninu „Tígris-
kötturinn", hlaut að launum bikar
og sæmdarheitið meistari meistar-
anna. Kári, sem keppti í 75 kg flokki,
náði bestum árangri allra keppenda
miðað við líkamsþyngd í bekkpressu,
þar sem hann setti nýtt íslandsmet,
og í réttstöðulyftu. Bestan árangur
í hnébeygju átti hins vegar Hörður
Magnússon.
Það var Kári sem setti eina ís-
landsmetið í karlaflokki á kraftlyft-
ingamótinu sem fram fór í Iþrótta-
höllinni á Akureyri. Kári lyfti 172,5
kg í bekkpressu en fyrra metið átti
hann sjálfur, 170 kg.
Tvö unglingamet voru sett á mót-
inu. Magnús Ver Magnússon átti
þau bæði. Hann lyfti sömu þyngd og
Kári í bekkpressu, 172,5 kg, og setti
einnig unglingamet í réttstöðulyftu,
275 kg.
Þá var í fyrsta sinn keppt í 48 kg
flokki kvenna og árangur eina kepp-
andans, Magneu Sturludóttur, því
skráð íslandsmet. Hún lyfti 80 kg í
hnébeygju. 40 kg í bekkpressu og 100
DV-mynd JGH
kg í réttstöðulyftu. Samanlagður ár-
angur hennar var 220 kg.
Annars er óhætt að segja ao árangur hafi
oftast verið meiri á íslandsmótum. Eitt Islands-
met og tvö unglingamet geta varla talist annáð
en rýr uppskera en vonandi tekst kraftlyftinga-
mönnum okkar að bæta sig meira er fram í
sækir. Annars urðu sigurvegarar þessir í flokk-
unum:
Aðalsteinn Kjartansson lyfti keppnislaust í
60 kg flokki. Aðalsteinn lyfti samtals 375 kg,
þar af 170 í réttstöðulyftu, 140 kg í hnébeygju
og 65 kg í bekkpressu.
í næstléttasta flokknum, 67,5 kg flokki, sigr-
aði Már óskarsson frá Fáskrúðsfirði. Már lyfti
samanlagt 480 kg. Hann lyfti 200 kg í réttstöðu-
lyftu, 185 kg í hnébeygju og 95 kg í bekkpressu.
Kári Elíson, sem nú keppti í 75 kg flokki,
lyfti 662,5 kílóum samanlagt. Kári lyfti 260 kg
í réttstöðulyftu, 230 kg í hnébeygju og íslands-
met hans í bekkpressunni var 172,5 kg.
Reykvíkingurinn Halldór Eyþórsson vann
sigur í 82,5 kg flokki. Halldór lyfti samtais 710
kílóum. 280 kílóum í réttstöðulyftu og hné-
beygju og 150 kg í bekkpressu.
Baldur Borgþórsson vann sigur í 90 kg flokki
þar sem keppnin var líklega hvað hörðust. Bald-
ur lyfti 740 kílóum, þar af 285 kg í hnébeygju,
270 kg í réttstöðulyftu og 185 kg í bekkpressu.
Magnús Ver Magnússon sigraði í 100 kg
flokki. Hann lyfti samtals 717 kg. Magnús lyfti
275 kg í réttstöðulyftu, 270 kg í hnébeygju og
172,5 kg í bekkpressu.
„Hnébeygjutröllið“, en það viðurnefni hefur
Hörður Magnússon átt, stóð undir nafni. Hann
vann besta afrek mótsins í hnébeygju er hann
lyfti 340 kg. Þá lyfti hann 320 kg í réttstöðu-
lyftu og 195 kg í bekkpressu. Samanlagður
árangur hans var 855 kg sem nægði honum til
sigurs í 110 kg flokki.
Víkingur Traustason vann sigur í 125 kg
flokki er hann lyfti 872,5 kg samanlagt. Hjalti
Árnason varð í öðru sæti eftir harða keppni
með 865,5 kg. Árangur Víkings var sem hér
segir: 332,5 kg í hnébeygju, 330 kg í réttstöðu-
lyftu, 210 kg í bekkpressu.
Torfi ólafsson var eini keppandinn í þyngsta
flokknum, +125 kg. Torfi lyfti einnig mestu
allra keppenda eða 880 kg samanlagt.. Torfi lyfti
350 kg í réttstöðulyftu, 330 kg í hnébeygju og
200 kg í bekkpressu. Torfi reyndi einnig við
íslandsmetið í réttstöðulyftu en tilraun hans
við 372,5 kg mistókst.
Þá er aðeins eftir að geta um sigurvegarann
í 52 kg flokkki kvenna. Þar vann Sjöfn Jóns-
dóttir sem lyfti samtals 220 kg. 90 kg í réttstöðu-
lyftu, 80 kg í hnébeygju og 50 kg í bekkpressu.
-fros
„Tígriskötturinn varð
meistari meistaranna