Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Qupperneq 28
28
nv. MÁNT7DAGUR 7. APRÍL1986.
Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir
Uverpool-liðin mætast á
Wembley í lokaorrustunni
- tiyggðu sér bæðí sætí í úrslitum enska bikarsins í
framlengingu í leikjum sínum og eiga nú bæði mögu-
leika á að vinna tvöfalt. Man.Utd þokast nær toppnum
Liverpool-liðin Everton og Liverpool unnu leiki sína
í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar er þau sigr-
uðu andstæðinga sína, Sheffíeld Wednesday og
Southampton, naumlega á laugardaginn. Liðin munu
því mætast í úrslitaleik keppninnar, sem verður síð-
asti leikur keppnistímabilsins í Englandi, þann tíunda
maí á Wembley leikvanginum í Lundúnum.
á *. \%*
• Graeme Sharp. Skoraði i fram-
lengingunni.
URSLIT
Sheff. Wednesday Everton 12
Southampton -Liverpool 0-2
1. deild
Chelsea-Ipswich 1-1
Coventry-Man. United 1-3
Leicester-Tottenham 1-4
Man. City-Arsenal 0-1
Oxford-Aston Villa 1-1
Watford-Newcastle 4-1
WBA-Nott. Forest 1-1
2. deild
Blackburn-Middlesbrough 0-1
Crystal Palace-Bradford 2-1
Huddersfield-Stoke 2-0
Hull-Sheff. United 0-0
Millwall-Grimsby 1-0
Norwich-Brighton 3-0
Portsmouth-Leeds 2-3
Shrewsbury-Charlton 2-1
Sunderland-Fulham 4-2
3. deild
Blackpool-Wolves 0-1
Bournemouth-Plymouth 1-3
Bristol City-Lincoln 1-1
Bury-Bristol Rovers 1-1
Cardiff-Walsall 1-1
Chesterfield-Swansea 4-1
Derby-Brentford 1-1
Notts County-Reading 0-0
Wigan-Doncaster 0-1
York-Newport 3-1
Leikið á föstudaginn
GiIIingham-Rotherham 30
4. deild
Aldershot-Hartlepool 0-1
Cambridge-Swindon 1-1
Mansfield-Burnley 0-0
Orient-Crewe 1-0
Port Vale-Hereford 0-1
Wrexham-Peterborough 0-1
Leikið á föstudagskvöld
Colchester-Chester 2-3
Exeter-Rochdale 2-0
Halifax-Stockport 0-0
Scunthorpe-Preston 1-3
Southend-Torquay 1-2
Tranmere-Northampton 1-3
Sigurmark Sharp
Everton, sem leikið hefur í úrslit-
um bikarkeppninnar tvö síðustu ár,
varð fyrir tveimur slæmum áföllum
á laugardaginn. Gary Lineker féll á
læknisskoðun fyrir leikinn gegn
Sheffield Wednesday á Villa Park í
Birmingham og um miðjan fyrri hálf-
leikinn meiddist Trevor Steven.
Meiðsli þessara tveggja lykilmanna
liðsins bættust ofan á meiðsli mark-
varðarins Neville Southall sem
slasaðist í leik enskra við Sovétríkin.
Alan Harper tók stöðu Stevens og
það var hann sem skoraði fyrsta
mark leiksins á fjórðu mínútu síðari
hálfleiksins eftir að lið Sheffield
hafði verið öllu hættulegra í fyrri
hálfleiknum. Carl Shutt jafnaði fyrir
Sheffield þremur mínútum síðar og
fleiri urðu mörkin ekki í síðari hálf-
leiknum þrátt fyrir gott færi Graeme
Sharp á lokamínútunni, sem fór for-
görðum.
Sharp bætti fyrir mistök sín á sjö-
undu mínútu framlengingarinnar er
hann skoraði fallegt mark sem
tryggði Everton sigurinn.
Wright fótbrotnaði og Rush
skoraði
Leikur Liverpool og Southampton
fór fram á White Hart Lane, heima-
velli Tottenham. Southampton varð
fyrir hroðalegu áfalli undir lok fyrri
hálfleiks þegar enski landsliðsmið-
vörðurinn, Steve Wright, fótbrotnaði
eftir samstuð við Peter Shilton,
markvörð Southampton. Reiknað er
með að Wright muni ekkert geta æft
næstu sex vikurnar og hann mun því
• Mark Falco skoraði fjögur mörk.
vart leika meira með liði sínu á
keppnistímabilinu, né með Englandi
á HM í Mexíkó.
Liverpool var heldur sterkari aðil-
inn í leiknum sem var spennandi en
yfirburðir liðsins komu ekki í ljós
fyrr en í síðari hálfleiknum. Þá fór
Ian Rush í gang og skoraði tvívegis,
bæði mörkin voru skoruð af stuttu
færi, á 99. mínútu og 104. mfnútu.
Þess má geta að Liverpool hefur
aldrei unnið sigur í ensku bikar-
keppninni.
Man. Utd færist nær
Á meðan Everton og Liverpool
voru að vinna sigra sína í bikarnum
færðist Manchester United nær þeim
í stigatöflu 1. deildarinnar með því
að vinna Coventry 1-3 á útivelli. Það
voru þeir Colin Gibson og Bryan
Robson sem skoruðu fyrir Man. Utd
í fyrri hálfleiknum. Nick Pickering
minnkaði muninn fyrir Coventry í
byrjun síðari hálfleiksins en Gordon
Strachan innsiglaði sigur Manchest-
erliðsins með marki úr vítaspyrnu.
Quinn rekinn út af
Arsenal vann nú loks sigur eftir
slakt gengi að undanfömu. Liðið
hélt á Maine Road og tók öll stigin
þaðan. Það var Stewart Robson sem
skoraði eina mark leiksins. Hinn
hávaxni framherji Arsenal, Niall
Quinn, var rekinn af velli.
Chelsea tapaði stigum
Chelsea tapaði stigum á heimavelli
sínum er liðið fékk Ipswich í heim-
sókn. Það var David Speedie sem
náði forystunni fyrir Chelsea en
Mark Brennan náði að jafna fyrir
Ipswich.
Falco skoraði fjögur
Mark Falco var í essinu sínu fyrir
Tottenham á Filbert Street í Leicest-
er. Falco skoraði öll fjögur mörk liðs
síns í leiknum og varð því fyrstur til
að skora fernu í 1. deildarleik í Eng-
landi á þessu keppnistímabili. Steve
Lynex skoraði eina mark heima-
manna úr vítaspyrnu.
Stórsigur Watford
Watford vann einnig stórt er liðið
fékk Newcastle í heimsókn. Brian
Talbot, Gary Porter, Nigel Gibbs og
Smiley skoruðu mörk Watford en
sjálfsmark Steve Sherwood var eina
mark Newcastle.
Botnliðið náði stigi
Botnlið WBA náði stigi á heima-
velli gegn Nottingham Forest. Það
var Johnny Method sem náði foryst-
unni fyrir Nottinghamliðið en
Martin Bennett jafnaði fyrir heima-
menn.
Mel Charles náði forystunni fyrir
• Ian Rush reyndist liði sínu dýrmætur um helgina. Hann skoraði bæði
mörk Liverpool í leiknum gegn Southampton.
Oxford í leik liðsins við Aston Villa
en Simon Stainroad náði að jafna.
Tíu stiga forskot Norwich
Ekkert virðist nú geta komið í veg
fyrir sigur Norwich í 2. deild. Liðið
vann öruggan sigur á Brighton um
helgina, 3-0, og á meðan mátti liðið
í öðru sæti, Portsmouth, þola tap á
heimavelli sínum fyrir Leeds. Eins
og staðan er í dag bendir þó flest til
þess að Portsmouth muni fylgja Nor-
wich upp í fyrstu deild.
hsím/-fros
•Bryan Robson. Hann kom Manc-
hester United á sporið í Leicester.
STAÐAN
1. deild
Liverpool 36 20 10 6 73-36 70
Everton 35 21 7 7 74-38 70
Man. United 36 20 8 8 60-29 68
Chelsea 34 18 9 7 50-42 63
Arsenal 35 18 7 10 43-38 61
West Ham 32 18 6 8 51-30 60
Luton 36 16 10 10 54-38 58
Nott. Forest 36 17 7 12 63-49 58
Sheff. Wed. 35 16 8 11 52-51 56
Newcastle 35 15 10 10 54-53 55
Watford 33 15 7 11 57-46 52
Tottenham 36 15 6 15 57-44 51
QPR 37 13 6 18 45-56 45
Man, City 37 11 10 16 40-50 43
Southampton 35 11 8 16 42-46 41
Ipswich 35 10 7 18 28-46 37
Coventry 38 9 10 19 45-64 37
Leicester 36 8 11 17 49-66 35
Oxford 36 8 11 17 53-71 35
Aston Villa 36 7 13 16 39-57 34
Birmingham 36 8 5 23 29-57 29
WBA 37 4 10 23 29-80 22
2. deild
Norwich 36 23 7 6 77-34 76
Portsmouth 36 20 6 10 61-35 66
Charlton 34 17 8 9 60-39 59
Wimbledon 34 16 10 8 45-32 58
Hull 37 15 11 11 59-50 56
C. Palace 36 16 8 12 45-42 56
Sheff. United 36 15 9 12 56-52 54
Brighton 36 15 8 13 59-53 53
Oldham 36 14 8 14 56-54 50
Stoke 36 12 13 11 43-46 49
Millwall 35 14 6 15 51-51 48
Barnsley 35 12 11 12 37-38 47
Bradford 34 14 5 15 44-49 47
Grimsby 37 12 10 15 51-54 46
Huddersfield 37 12 10 15 48-61 46
Shrewsbury 37 12 8 17 46-57 44
Leeds 36 12 8 16 48-61 44
Blackburn 37 10 12 15 43-55 42
Sunderland 36 10 10 16 40-55 40
Middlesb. 37 10 9 18 38-48 39
Carlisle 34 10 6 Í8 37-60 36
Fulham 34 8 5 21 37-55 29