Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Page 39
DVt fMÁN'WAÖ u R 7,í A í 936.1
3%
mm
>» ''~~S- . "* ~w>í-
Ernir eru nú í
heimsókn á
Reykjavikur-
svæðinu, 2 eða
jafnvel 3. Að
sögn Ævars
Petersen dýra-
fræðings er
algengt að ernir
flækist hingað
og þangað um
landið utan
varptímans en
aðalheimkynni
þeirra eru Vest-
urland og Vest-
firðir.
Ævar sagði
að ernir héldu
sig mest í sjáv-
armálinuen
þeir lifa á fiski
og hræjum. „Ég
vona bara að
fólk hafi gaman
af þeim, þeir
eru hættulausir
og lítil hætta á
að þeir birtist i
túninu hjá
fólki,“ sagði
Ævar. Örninn á
myndinni vakti
athygli Sel-
tjarnarnesbúa
er hann sveim-
aði um i fjör-
unni við Gróttu.
-KB
Starfsfólk Rakara- og hárgreiðslustofu Leifs Osterby.
Rakarastofa í gamla bankanum
Frá Kristjáni Einarssyni, fréttaritara
DV á Selfossi:
Síðastliðin 22 ár hefur Leif 0sterby
hárskeri rekið stofu við aðalgötu
bæjarins, nánar tiltekið við Austur-
veg númer 34. En nýlega tók Leif sig
upp og flutti um set við sömu götu
eða í Gamla bankann.
Nýja húsnæðið er stærra en það
gamla og hefur það verið innréttað á
skemmtilegan máta. Gamli andinn
svífur um burðarbita og annað gamalt
tréverk sem fengið heíur að halda sér.
Með tilkomu nýju stofunnar var
þjónustan aukin, þrír hárskerar sjá
um að klippa og raka, hárgreiðslu-
dama hefur aðsetur í bankastjóra-
skrifstofunni með sína þjónustu og
tvær afgreiðslustúlkur sjá um við-
skiptin í snyrtivörudeildinni. Ný-
breytni þessi hefur mælst vel íyrir,
Leif sagði að nú kæmu inn höfuð sem
hann hefði aldrei séð áður (enda
þjónustusvæðið stórt fyrir þær tvær
stofur sem reknar eru á Selfossi).
(Þessar tvær eru í Ámessýslu, engin
í Rangárvallasýslu eða V-Skaftafells-
sýslu.)
Sumarhúsavist
með fótboltaívafi
Líklegt má telja að hugur margra,
hérlendis sem erlendis, verði bundinn
við hnöttótta tuðru allan júnímánuð.
Þá fer fram heimsmeistarakeppni í
knattspymu í Mexíkó. Fæstir hafa
tök á að bregða sér alla leið til
Mexíkó til þess að líta á dýrðina. Það
vita Hollendingar sem bjóða íslend-
ingum að sækja sig heim og sameina
dvöl í sumarhúsum sjónvarpsglápi
þar sem hægt er að horfa beint á leiki
heimsmeistarakeppninnar.
Ferðaskrifstofan Samvinnuferðir-
-Landsýn hefur um þessar mundir
selt tíu þúsund Islendingum dvöl í
siunarhúsum í Hollandi frá því að
slíkar ferðir liófust. Vegna þessara
tímamóta datt mönnum í hug að gera
eitthvað til hátíðabrigða. Ferðaskrif-
stofumenn báðu Hollendingana að
gera eitthvað sniðugt og þeir stungu
upp á fótboltaglápinu og veittu um
leið afslátt á sumarhúsavistinni. Sá
afsláttur er um ellefu þúsund krónur
fyrir fjölskyldu sem er í sumarhúsi í
þrjár vikur. Hollendingamir verða
einnig í íþróttaskapi og skipuleggja
um leið ýmsar íþróttir og uppákomur.
Hafi menn alls ekki áhuga á fótbolt-
anum er einfaldast að nýta afsláttinn
en kveikja ekki á sjónvarpinu.
Helgi Jóhannsson, framkvæmda-
stjóri Samvinnuferða-Landsýnar,
sagði að með afslættinum kostaði
sumarhúsaferð til Hollands um
fimmtán þúsund krónur á mann,
miðað við eina fjölskyldu í húsi. Það
verð væri mjög hagstætt og líkur á
að sumarhúsin í Hollandi seldust best
af þeim ferðum sem í boði væru hjá
ferðaskrifstofunni í sumar. Mall-
orkaferðimar, um þúsund sæti,
hefðu að vísu selst upp á skömmum
tíma, en nú væru bókanir til Hollands
nær tólf hundruð. Helgi sagði að
greinilegt væri að fólk fylgdist vel
með verði ferða og ódýrar ferðir seld-
ust fljótt upp.
Nýjung, sem ferðaskrifstofan reynir
í ár, er að bjóða fólki svokölluð S/L
hótel. Þá er pöntuð ferð á ákveðinn
stað en á hvaða hóteli fólk lendir
liggur ekki fyrir fyn- en tíu dögum
fyrir brottför. Með þessu móti nást
hagstæðari samningar en tryggt er
að hótelið sé af ákveðnum gæða-
flokki, hreinlegt og herbergi með
baði. Þetta hefúr tíðkast í nálægum
löndum en ekki verið reynt áður dögum.
hérlendis. Margir voru efins um að
Íietta gengi en raunin varð önnur.
slendingar virðast tilbúnir að reyna
þetta. Ferðirnar, sem í boði voru með
þessum hætti, seldust upp á fimm
+
BARNFÓSTRUNÁMSKEIÐ
Rauði kross (slands heldur námskeið fyrir barn-
fóstrur dagana 14., 15., 16. og 17. apríl nk. kl.
19-22 daglega í Nóatúni 21. Námskeiðið er
ætlað 11 ára og eldri og námskeiðsgjald er kr.
750.
Innritun og nánari upplýsingar í síma 26722 frá
kl. 10-16daglega.
Rauði kross Islands
Úrval
vid allra hœfi
' J§
fijps
Æ
SLYSAVARNA
FÉLAG
iISLANDS,
' íítS ■ ->.
Ætmm
S ý'1- ■, >d,•■■: g# ■ v ’jÆtU
t *
stípmSwm
JV1-1
XI ILIJjJIA
I B UÐAH APPDRÆTTI
IBUÐIR
að verðmæti 1.8 milljón hver
DRÖGUM
ANNAÐ KVÖLD
Miðasala við björgunarsveitarbíl í Austurstræti
og á skrifstofu S.V.F.Í. Grandagarði, í dag og
á morgun kl. 9—12 og 13—17.
VIÐ ÞÖRFNUMST ÞÍN
- ÞÚ OKKAR