Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Síða 44
I
%
DV. MÁNUDAGUR 7. APRÍL1986.
'*°r IHi<l - pnnrn/Mf -/>t
Sviðsljós
Sviðsljós
Sviðsljós
Sviðsljós
íþá ffömlu ffóðu
Nýjar myndir sýna Karl prins og Diönu með synina við sömu tækifæri
og á meðfylgjandi ljósmynd frá 1937. Þarna var krýning föður Elísabet-
ar orðin að veruleika.
Bretar birta nú af kappi gamlar
myndir frá æskuárum Elísabetar
drottningar og rifja upp gamlar
sögur frá yngri árum þeirra syst-
ranna, Elísabetar og Margrétar
Rósu. Líklega er þekktust sagan
af þeim tveimur þegar þær, eftir
krýningu föður þeirra, sátu saman
og ræddu framtíðina.
„Fyrst pabbi er orðinn kóngur
Elisabet, sem síðar varð drott-
ing Bretaveldis, með yngri syst-
ur sinni, Margréti Rósu.
verður þú þá að verða drottning
einhvern tíma seinna?“ spurði
Margrét stórusystur og hafði
greinilega þungar áhyggjur.
„Já, svo er víst,“ svaraði Elísabet
þeirri stuttu.
„Ojjjbara - aumingja þú,“ var
síðasta viðbragð Margrétar áður
en hún hentist í burtu. Elísabet
sat ein eftir og það voru lítil gleði-
merki að sjá í andlitsdráttunum.
Ábyrgðin af krúnunni steyptist yfir
prinsessuna litlu með fullum þunga
strax við krýningu föður hennar.
Og þá er loksins komið að trúlofun-
armyndinni af nýjasta parinu í
bresku kóngafamilíunni, Sarah
Ferguson og Andrew Bretaprins.
Með myndinni fylgdu þær upplýs-
ingar að hann hefði borðið fram
bónorðið á sama stað og Karl prins
bað Diönu - Floors Castle í Skotl-
andi. Það þarf stundum að leggja
á sig heilmikinn flæking til þess
að segja réttu setningarnar á rétt-
um stað og stundu berirðu prinstit-
il á bakinu. Valið á eiginkonunni
herma fréttir hins vegar að Diana
hafi séð um algerlega hjálparlaust
fyrir Andrew mág sinn - hún hafði
mikla þörf fyrir jafnöldru af hress-
ari gerðinni í hina annars form-
föstu konungsfjölskyldu.
Prinsessu-
plata
Sú eldhressa Stefanía prins-
essa i Mónakó sendi frá sér
fyrstu plötuna fyrir nokkr-
um vikum og viðtökumar
hafa verið með ágætum. I
Frakklandi einu saman eru
strax seldaryfir 100.000
plötur.
Platan er sérstök að því
leyti að á annarri hliðinni
er Irrestible á ensku en á
hinni Ouragan á frönsku og
ætti hún því að hafa sölu-
möguleika utan heima-
landsins. Örfáir dagar eru í
útkomu skífunnar á Banda-
ríkjamarkaði en þar er
henni spáð ekki lægri sölu-
tölum. Engin yfirlýsing hef-
ur ennþá fengist frá Rainier
fursta um málið.
DÓTTIR TAYL0R 0G BURT0N
Liz Taylor og Richard
Burton hefðu síst getað
kvartað yfir að vera ekki í
sviðsljósinu en börnin
þeirra hafa haldið sig
ákveðið til hliðar.
Hérna er þó fjölskyldu-
mynd af einu barnanna,
maka og afkomanda.
Maria Burton heitir hún
og starfar sem fyrirsæta en
með á myndinni eru eigin-
maðurinn, Steve Carson, og
dóttirin, Elizabeth Diane,
sem heitir eftir ömmunni
heimsfrægu.
Önnum kafin kona
- CORY!
Hin nýja súperstjarna í stjórnmálum þeirra Filippseyinga -
Cory Aquino - er kona önnum kafin og þrátt fyrir þátttöku í
hinum ýmsu málum á opinberum vettvangi hefur hún gefið sér
tíma til annarra hluta - konan á til dæmis ein fimm börn. Þau
eru að vísu orðin nokkuð stálpuð, ein dætranna gift og komin
með barn. Fremur lítið hefur ennþá komið fram í fjölmiðlum
um Cory Aquino til þessa, konuna sem á einum mánuði varð
þjóðhöfðingi og bókstaflega stökk inn á spjöld sögunnar. Með-
fylgjandi mynd sýnir Aquino, börn, tengdabarn og barnabörn
- Kris, tengdasonurinn Edldon Cruz, Ballsy með soninn Justin,
Cory, Noynoy, Pinky og Viel.