Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Side 48

Dagblaðið Vísir - DV - 07.04.1986, Side 48
Hafir þú ábendingu eða vitn- eskju um £rétt - hringdu þá í sima 687858. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta firéttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. MÁNUDAGUR 7. APRÍL 1 986. Helgi í efsta sæti ~~ásamt6öðrum Helgi Ólafsson gerði jafntefli við Tyrkjann Smejkal í 8. umferð opna skákmótsins í New York, sem tefid var í gær. Hann er þar með efstur með 6 vinninga ásamt sex öðrum. Jón L. vann Bandaríkjamanninn Bonin í gær og er Jón með 5 vinn- inga. Margeir er einnig með 5 vinninga, hann gerði jafntefli við Bischoff frá Vestur-Þýskalandi. Karl Þorsteins tapaði fyrir Adrijan frá Ungverjalandi og er með 4'/» vinning eftir 8 umferðir. Helgi var hress er DV hafði sam- band við hann í morgun, sagðist alveg eins eiga von á að vinna í síðustu umferð, sem tefld verður í —^éag, en hann hélt að andstæðingur sinn yrði Bandaríkjamaðurinn Benko. „Þetta getur þó farið alla vega, ég get líka orðið efstur ásamt mörgum eða alls ekki hlotið vinn- ing,“ sagði Helgi. Það er til mikils að vinna því fyrstu verðlaun í mótinu eru 16 þúsund dollarar eða tæplega 700 þúsund íslenskar kr. -KB Áfram ítölsk - vín í Ríkinu „Það er ekkert sem bendir til þess að þau vín, sem hér eru til sölu, séu eitruð," sagði Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, þegar DV grennsl- aðist fyrir um hvort fyrirhugaðar væru einhverjar sérstakar ráðstaf- anir hjá ÁTVR vegna eiturefna sem fundist hafa í ítölskum vínum. „Ekkert þeirra fyrirtækja, sem selja okkur, hafa verið bendluð við þetta og auk þess eru þau vín, sem við höfum á boðstólum frú Ítalíu, eldri en þau vín sem eiturefni hafa fund- ist í. Það stendur því ekki til að s stöðva sölu á þeim vínum sem þegar eru komin í verslanir en við munum að sjálfsögðu viðhafa fyllstu vark- ámi í viðskiptum okkar við ítalska ‘ " vínframleiðendur og fylgjast með hvemig aðrar einkasölur á Norður- löndum bregðast við. Og til frekara öryggis höfum við beðið landlækni að vera í sambandi við kollega sína erlendis og fylgjast með þessu rnáli," sagði Höskuldur. -VAJ Geriö uerösamanburö og pantiö úr 'Tsimi: 52866 LOKI Ég býð mig ekki fram sem smakkara í ríkinu. Flakið af TF-ORM þar sem það liggur utan í fjallshlíðinni. Fyrir ofan má sjá klettabelti, en slysstaðurinn er í um 700 metra hæð. DV-mynd GVA. Flugslysiö á Snæfeilsnesi: Mennirnir tveir mikið slasaðir Líðan mannanna tveggja, Pálmars Gunnarssonar og Kristjáns Guð- mundssonar, sem komust af í flugslys- inu í Ljósufjöllum, er eftir atvikum góð. Þeir liggja á gjörgæsludeild Borg- arspítalans. Mennirnir, sem eru að koma til meðvitundar, eru mikið slas- aðir. Læknar gerðu að meiðslum þeirra í gær. Þeir voru mikið brotnir á útlimum. Þeir Pálmar og Kristján voru fluttir til Reykjavíkur aðfaranótt sunnu- dagsins. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti þá upp í Ljósufjöll á Snæfells- nesi og flaug með þá til Stykkishóliíis. Þar var TF-GTO, flugvél Sverris Þór- oddssonar, til staðar. Hún flaug með þá til Reykjavíkur. -SOS FLUGLEIÐ FLUGVÉLARINNAR Flugleið flugvélarinnar TF-ORM frá ísafirði, yfir Stykkishólm í blindflugi, og slysstaðurinn í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi. Veðrið á morgun Aðgerða- lítið veður Á morgun verður hæð yfir Græn- landi og fremur aðgerðalítið veður á landinu og í kringum það. Vindur verður hægur á norðan á Norður- og Austurlandi og þar þykknar upp með skúraveðri. Heldur mun birta til á Suður- og Suðvesturlandi og vindátt verða austlæg. Víða verður skýjað og skúrir eða él á stöku stað. Hitastigið verður yfir frostmarki út við ströndina en um 3-4 stiga frost inn til landsins. -S.Konn. Sjálfstæðismenn á Egilsstöðum: Helgi efstur Einar Rafn Haraldsson, fréttaritari DV á Egilsstöðum: Sjálfstæðismenn ú Egilsstöðum héldu prófkjör á laugardaginn vegna sveitarstjómarkosninganna í vor. Alls greiddu hundrað og tólf atkvæði og er kosningin bindandi fyrir öll sæti. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Helgi Halldórsson yfirkennari. 2. Guðbjört Einarsdóttir úrsmiður. 3. Ásdís Blöndal fóstra. 4. Sigurður Ananíasson matreiðslu- maður. 5. Jónína Einarsdóttir verslunar- maður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.