Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1986, Qupperneq 2
2
Fréttir
DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986.
Fréttir
Fréttir
Göndull gæti hafa
grandað flugvélinni
Veður norður af Snæfel lsn es(j al 1-
garði á laugardag var það slæmt fyrir
flugvélar að það gæti verið meginor-
sök þess hvernig fór fyrir TF-ORM.
Háloftaathugun sem gerð var frá
Keflavíkurflugvelli á hádegi á laug-
ardag, skömmu fyrir flugslysið, sýnir
að skilyrði í lofthjúpnum yfir Vestur-
landi voru hagstæð fyrir myndun
fjallabylgja og hins hættulega rotors,
eða gönduls, sem allir flugmenn ótt-
ast.
Veðurtunglamynd, sem tekin var
um svipað leyti, sýnir greinilegar
fjallabylgjur á þessu svæði.
Ennfremur bendir háloftaathugun
til að talsverð ísing hafi verið í yfir
þrjú þúsund feta hæð og upp í átta
þúsund feta hæð.
Flugmaður TF-ORM tilkynnti sig
yfir Stykkishólmi í sex þúsund fetum
en bað síðan um lækkun niður í fimm
þúsund fet.
Vindur á láglendi á flugleið vélar-
innar var sex til sjö vindstig af suðri.
í þrjú þúsund feta hæð, en svo hátt
ná Ljósufjöll, voru hins vegar níu
vindstig. I vindsveipum má ætla að
vindhraði hafi verið miklu meiri.
Veðurfræðingar telja líklegt að í
þessum skilyrðum hafi norðan við
Ljósufjöll, hlémegin, ekki aðeins ver-
ið fjallabylgjur heldur einnig veður-
fyrirbrigði sem á ensku kallast rotor
en nefnt hefur verið göndull á ís-
lensku.
Borgþór H. Jónsson veðurfræðing-
ur skrifaði vorið 1984 grein um fjalla-
bylgjur. Borgþór segir að í fjallabylgj-
um verði flugmenn að hafa í huga að
búast megi við mikilli kviku, miklu
upp- og niðurstreymi, hæðarmælis-
skekkju, stundum mikilli ísingu og
að lægsta „örugga“ flughæð sé ekki
alltaf örugg í fjallabylgjum.
„Mesta hættan í fjallabylgju er
kvikan í og neðan við rotorinn og
niðurstreymið hlémegin við fjallgarð-
inn og rotorinn." segir Borgþór.
„Niðurstreymið hlémegin við rotor-
inn og uppstreymið neðan við hann
geta hrifið flugvél inn í rotorinn ef
flugmaður reynir að fljúga ofan eða
neðan við hann. Enginn flugmaður
ætti að reyna slíkt. Hitamismunur frá
hitastigi ISA (International Standard
Atmosphere) og raunhita í lofthjúpn-
um og þrýstingsfall vegna bylgju-
streymisins ásamt miklu niður-
streymi nálægt fiallatindum, en þeir
eru oftast huldir skýjakambinum,
valda því að flugmaður sem flýgur í
lægstu „öruggri" flughæð rekst oftast
á fiallið í staðinn fyrir að fljúga yfir
það. Flugmaður sem flýgur inn i rotor
missir algjörlega stjóm á vélinni. Það
fer því mest eftir heppni og gerð vélar-
innar hvort hann sleppur lifandi frá
því,“ segir Borgþór í grein sinni.
Hvort og að hve miklu leyti þessi
veðurfyrirbrigði áttu þátt í flugslys-
inu getur enginn fullyrt um á þessu
stigi. Flugslysanefnd á eftir að fá ná-
kvæma skýrslu Veðurstofunnar,
yfirheyra þá sem komust lífs af og
kanna aðra þætti, svo sem hugsan-
lega vélarbilun.
-KMU
FJALLABYLGJA
MINNI
Þessi teikning sýnir hvernig
fialla.
fiallabylgjur og göndull geta orðið hlémegin
Flugslysanefnd rannsakar flak TF-ORM í Ljósufiöllum.
DV-mynd GVA.
Stöðvaðist annar hreyfill TF-ORM ?
„Bíðum eftir að geta
yfirheyrt mennina
sem komust af“
- segir Pétur Einarsson flugmálastjóri.
TF-ORM var á hárréttri flugleiö
„Það er nú unnið á fullu við að
tína saman hin margvíslegu gögn
og yfirheyrslur hafa farið fram. Það
er þó einn þáttur eftir í sambandi
við rannsóknina á flugslysinu á
Snæfellsnesi. Sá þáttur er mjög stór.
Það er að yfirheyra farþegana tvo
sem komust lífs af í slysinu," sagði
Pétur Einarsson flugmálastjóri í
samtali við DV í gær.
Þegar Pétur var spurður um hvort
það gæti verið að annar hreyfill
TF -ORM hefði stöðvast á flugi
sagði hann: „Það kemur í ljós þegar
mennimir tveir verða yfirheyrðir.
Það verður kannað hvort þeir urðu
varir við að annar hreyfillinn hefði
stöðvast. Annar mannanna sat fyrir
aftan flugmanninn og hinn aftast í
vélinni. Þeir hefðu orðið varir við
það ef hreyfill hefði stöðvast," sagði
Pétur.
Pétur sagði að verið væri að skoða
myndir af slysstað og flugvélinni,
fara yfir það sem menn Flugslysa-
nefndar skrifuðu og töluðu inn á
segulbönd á slysstað.
„Það er ljóst að gífurleg ísing,
fiallabylgja og niðurstreymi var á
svæðinu við Ljósufiöll. Flugmaður
TF-ORM var á hárréttri flugleið í
blindflugi þegar slysið átti sér stað.
Það verður mikið kapp lagt á að
finna hvað varð til þess að flugvélin
missti flugið og skall í hlíð Ljósu-
fialla,“ sagði Pétur. -SOS
Sjöunda mesta slys
íslenskrar flugsögu
Flugslysið í Ljósufiöllum á Snæ-
fellsnesi á laugardag er það sjöunda
mannskæðasta sem hent hefur íslensk
loftför. Aðeins þrisvar áður hafa fleiri
farist með íslenskum loftförum hér-
lendis.
Mannskæðustu slys íslenskrar flug-
sögu eru þessi:
183 létust er DC-8 þota Flugleiða
fórst í aðflugi að flugvellinum við
Colombo á Sri Lanka í nóvember
1978.
25 létust er DC-3 flugvél frá Flug-
félagi íslands flaug á Hestfiall í
Héðinsfirði austan Siglufiarðar í maí
árið 1947.
20 létust er DC-3 flugvél frá Flug-
félagi íslands fór í sjóinn undan
Vatnsleysuströnd í janúar árið 1951.
12 létust er Viscount-vél Flugfélags
íslands fórst í aðflugi að Fomebu-
flugvelli við Osló í apríl árið 1964.
8 létust er Fokker-vél frá Flugfélagi
íslands fórst á eyjunni Mykines í
Færeyjum í september árið 1970.
7 létust er Sikorsky S-55 þyrla fórst
við bæinn Hjarðarnes á Kjalarnesi í
janúar árið 1975.
Tvisvar áður hefur það gerst að
fimm manns hafi farist í flugslysi:'
árið 1973 þegar TF-VOR, Beechcraft-
flugvél Björns Pálssonar, fórst í Búr-
fiöllum norðaustan Langjökuls og
árið 1982 þegar Piper Aztec-vélin
TF-FHJ flaug á Kistufell í Esju.
-KMU
Svæðinu lokað
Lögreglan á Snæfellsnesi hefur lok-
að svæðinu upp að Sóldeyjardal í
Ljósufiöllum þar sem flugslysið varð.
Nú er beðið eftir að hægt verði að
ná flaki TF-ORM niður, en það er í
640 m hæð. Frá því að flugslysið varð
hefur verið til skiptis frost og hláka
á svæðinu.
-sos
ÞAU FÓRUST MEÐ FLUGVÉLINNI
Smári Ferdinandsson flug-
maður, 34 ára.
Kristján Sigurðsson bóndi, 49
ára.
Sigurður Auðunsson hagræö- Auöur Erfa Albertsdóttir, unn-
ingarráðunautur, 56 ára. usta Pálmars S. Gunnarssonar.
h' jí4
Erla Björk Pálmarsdóttir, árs-
gömul, dóttir Auöar Erlu og
Pálmars.
ÞEIR KOMUST AF
Pálmar S. Gunnarsson lög- Kristján Guömundsson sjó-
reglumaöur, 36 ára, unnusti maður, 29 ára.
Auðar Erlu.