Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1986, Síða 6
6
iH .. ■ , : ■ :i i .:
DV. ÞRIÐ JUDAGUR 8. APRÍL1986.
Viðskipti Viðskipti Viðskipti Viðskipti
Peningamarkaðurinn
Innlán með sérkjörum
Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru
fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn-
stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir
verða fullra 16 ára. 65 74 ára geta losað inn-
stæður með 6 mánaða fyrirvara, 75 ára og
eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarn-
ir eru verðtryggðir og með 8% nafnvöxtum.
Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með
9% nafnvöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá
lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn-
stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafn-
vextir eru 15% og ársávöxtun 15%.
Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir
10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mánuði
án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu er 13,64% á fyrsta ári.
Búnaðarbankinn: Sparibók með sér-
vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13%
nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun á óhreyfðri
innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð-
tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri
úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið-
réttingu.
18 mánaða reikningur er með innstæðu
bundna í 18 mánuði á 13,75% nafnvöxtum og
14,2% ársávöxtun, cða ávöxtun 6 mánaða
verðtryggðs reiknings reynist hún betri.
Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru
annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10,8%
ársávöxtun eða vcrðtryggðir og með 8%
vöxtum. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð.
Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging
auk 1% vaxta í úttektarmónuöinum. Taka
má út tvisvar ó hverju 6 mónaða tímabili ón
þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir
30.06. og31.12.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með
13% nafnvöxtum og 13,4'X» órsóvöxtun eða
óvöxtun 6 mónaða verðtryggðs reiknings
reynist hún bctri. Af hverri úttekt dragast
0,7% ísvonefnda vaxtaleiðréttingu.
100 ára afmælisreikningur er verðtrvggð-
ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7.25'X,
og breytast ekki ó meðan reikningurinn verð-
ur í gildi.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur
hefur stighækkandi vexti ó hvert, innlegg.
fyrst 8'X„ eftir 2 mónuði 8.25'X,V 3 mónuði
8,50'X„ 4 mónuði 9'X„ 5 mónuði 9.5% og eftir
6 mónuði 12%, eftir 12 mónuði 12.5'X, og eftir
18 mánuði 13%. Sé óvöxtun betri ó 3ja eða 6
mónaða verötrvggðum reikningum gildir hún
um hóvaxtareikninginn.
18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir
og verðtryggöir og gefa 7,5 og 8"„ vexti.
Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort
hæstu óvöxtun óverðtrvggðra reikninga í
bankanum, nú 12.4%. eða óvöxtun 3ja món-
aöa verðtryggðs reiknings með 1% nafnvöxt-
um sé hún betri. Samanburöur er geröur
mónaðarlega en vcxtir færðir í órslok. Sé
tekiö út af reikningnum gilda almennir spari-
sjóðsvextir.8%. þann mónuð.
Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er
óbundinn. I»ó órsfjórðunga, sem innstæðá er
óhrcyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu
sinni. eru reiknaöir hæstu vextir sparifjór-
reikninga í bankanum. Nú er órsóvöxtun
annaðhvort 12.9'X, eða einsogó verðtrvggðum
6 mónaöa reikningum með 3% nafnvöxtum.
Af úttekinni upj)ha»ð reiknast almennir
sparisjóðsvextir. 8.5%. og eins ó alla innstæð-
una innan þess órsfjóröungs þegar tekið hefur
vcrið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax
hæstu óvöxtun sé það óhrevft næsta heila
órsfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum ó
ári og leggjast við höf'uðstól. Þeir eru alltaf
lausirtil útborgunar.
Sparisjóðir: Trompreikningur er verð-
tryggður og meö óvöxtun 6 mónaða reikninga
með 3'X, nafnvöxtum. Sé reikningur oröinn
3ja mánaða er gerður samanburður ó óvöxtun
með svokölluðum trompvöxtum. 12.5'%,. með
13% ársóvöxtun. Miöaö er við lægstu inn-
stæðu í hverjum órsfjórðungi. Reynist tromp-
vextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt
ó vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæöur inn-
an mónaðar bcra trompvexti sé innstæðan
eldri en 3ja mánaða. annars almenna spari-
sjóðsvexti. 8%. Vtíxtir færast misscrislcga.
12 mánaða reikningur hjó Sparisjóði
vélstjóra er með innstæðu bundna í 12 món-
uði. óverðtryggða en ó 15.5'%, nafnvöxtum.
Þeir eru færðir einu sinni ó óri og órsóvöxtun
er því einnig 15.5%.
18 mánaða reikningar 5 sparisjóða eru
með innstæðu bundna óverðtrvggða í 18
mónuði en ó 14.5% nafnvöxtum og 15.2%
ársávöxtun. Sparisjóðirnir í Keflavík. Hafn-
arfirði, Kópavogi, Borgamesi og Sparisjóður
Reykjavíkur bjóða þessa reikninga.
Spariskírteini
Spariskírteini Ríkissjóðs íslands eru seld í
Seðlabankanum, viðskiptabönkum. sparisjóð-
um, hjá verðbréfasölum og í j)ósthúsum.
Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og
100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem
eru 50 þúsund að nafnverði.
Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með
þriggja ára binditíma eru órsvextir 7%, fjög-
urra ára 8,5% og sex ára 9%- Verðbætur,
vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól
viö innlausn. Með vaxtamiðum, til mest 14
óra, innleysanleg eftir fjögur ór. Ársávöxtun
er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni
og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ór hvert.
Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð-
stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára.
Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til-
tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku
marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5'X„
Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í
einu lagi við innlausn.
Almenn veröbréf
Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjó
verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með
veði undir 60')„ af brunabótamati fasteign-
anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverð-
tryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau
eru seld miíð afföllum og órsávöxtun er al-
mennt 12 16% umfram verðtryggingu.
Húsnæðislán
Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis-
ins, F-lán, nema ó 1. ársfjórðungi 1986: Til
einstaklinga 782 þúsundum króna. 2 4 manna
fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri
1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik-
um) 1.341 þúsundum. I^ónin eru til 31 órs.
Lón til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema
ó 1. órsfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn
er hómark 391 þúsund krónur til einstaklings,
annars mest 195 þúsund. 2 4 manna fjölskylda
fær mest 497 þúsund til fyrstu kaupa. annars
mest 248 þúsund. 5 manna fjölskylda eða
stærri fær mest 580 þúsundir til fyrstu kaupa.
annars mest 290 þúsund. Ijánstími er 21 ór.
Húsnæðislónin eru verötryggð með láns-
kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum.
Fyrstu tvö órin er ekki greitt af höfuðstól.
aðeins vextir og verðbætur.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífcyrissjóðir eru í landinu. Hver
sjóður ókvcöur sjóðfélögum lónsrétt, lónsupj)-
hæðir. vexti og lónstíma. Stysti tími að lóns-
rétti er 30 60 mónuðir. Sumir sjóðir bjóða
aukinn lónsrétt eftir lengra starf og óunnin
stig. Lón eru ó bilinu 150 1000 þúsund eftir
sjóðum. starfstíma og stigum. Lónin eru verð-
tryggð og með 5% vöxtum. Lónstími er 15 42
ár.
Biðtími eftir lónum er mjög breytilegur.
Hægt er að færa lónsrétt við flutning milli
sjóða eða safna lónsrétti fró fyrri sjóðum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í heilt ór og reiknaðir
í einu lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir
og lagöir viö höfuðstól oftar ó óri verða til
vaxtavextir og órsávöxtunin verður þó hærri
en nafnvextirnir.
Ef KKK) krónur liggja inni í 12 mánuði ó
10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok
tímabilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður
því Wy(}. Sé innstæðan óverðtryggð í verð-
Ixjlgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur
og hún getur jafnvel orðið neikvæð.
Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 inánuði á
10'X, nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eftir
6 mónuði. Þó verður ujiphæðin 1050 krónur
og ofan ó þá ujiphæð leggjast 5% vextir seinni
6 mónuðina. Á endanum verður innstæðan
því 1.102.50 og ársóvöxtunin 10,25%.
Dráttarvextir
Dróttarvextir eru fró 01.04.1986 2.25% á
mánuði eða 27% ó óri.
Visitölur
Lánskjaravísitala í apríl 1986 er 1425 stig
en var í mars 1428 stig og í febrúar 1396 og
janúar 1364 stig. Miðað er við grunninn 100
í júní 1979.
Byggingarvísitala á 2. ársfjórðungi 1986
er 265 stig ó grunninum 100 frá 1983 en 3924
stig á grunni 100 frá 1975.
Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04.
en um 10% næst þar óður. frá 01.01. Þessi
vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar
sem við hana er miðað sérstaklega í samning-
um leigusala og leigjenda.
VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) __________01.-10.04. 1986
INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM 1 I lí í ■ t i 11 li
SJA sérlista li 2i 11 11 11 II Ú
INNLÁN ÚVERÐTRYGGO SPARISJÖÐSBÆKUR Öbundín innslæða 9.0 9.0 8.0 8,5 8.0 9.0 8.0 8.0 8.5 8.0
SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsögn 10.0 10.25 10.0 9.0 8.5 10.0 8.5 9.0 10.0 9.0
6 mán.uppsögn 12.5 12.9 12.5 9.5 10.5 10.0 10.0 12.0 10.0
12 mán.uppsogn 14,0 14,9 14.0 11.0 12,0 12.0
SPARNAOUR - LÁNSRÉTTURSparaö3-5mán. 13.0 13.0 8.5 10.0 8.0 9.0 10.0 9,0
Sp. 6mán. ogm. 13.0 13.0 9.0 11.0 10.0 10.0
TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 6.0 6.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0
Hlaupareikningar 4.0 3.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0
INNLÁN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0 1.0
6 mán. uppsögn 3.5 2.5 2.5 3.0 3.5 2.5 3.0 3.0 3.0
INNLÁN GENGISTRYGGÐ GJALDEYRISREIKNINGAR Bandarikjadollarar 8.0 8.0 7.0 7.0 6.5 7.5 7.0 7.0 7.5
Sterlingspund 11.5 11.5 10.5 11.0 11.5 11.5 11.5 11.5 10,5
Vestur-þýsk mörk 4.5 4.5 3,5 4.0 3.5 4.0 3.5 3.5 4.0
Oanskar krónur 9.5 9.5 7.0 8.0 7.0 7.5 7.0 7.0 8.0
ÚTLÁN ÚVERÐTRYGGÐ ALMENNIR VlXLAR (forvextir) 15.25 15,0 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15,25 15,25
VIÐSKIPTAVÍXLAR 3) (forvextir) kge 19.5 kge 19.5 kge kge kge kge
ALMENN SKULDA8RÉF 2) 15.5 15.5 15,5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15,5
VIÐSKIPTASKULDABRÉF 3) kge 20.0 kge 20.0 kge kge kge kge
HLAUPAREIKNINGAR YFIRDRATTUR 9.0 9.0 9.0 9.0 7.0 9.0 9.0 90 9.0
ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ SKULDABRÉF Að 21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4,0 4.0 4.0 4.0 4.0
Lengrí en2 1/2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0
ÚTLÁN TIL FRAMLEIÐSLU SJÁ NEÐANMÁLS1)
I l)Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útfiutnings, í
SDR 9,25%, í Bandaríkjadofiurum 9,0%, í sterlingspundum 1325%, í vestur-þýskum
mörkum 5,75%. 2)Vaxtaáiag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2%, bæði á
verðtryggð og óverðtryggð lán. 3) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum,
á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er
merkt við, einnig hjá flestum stærstu sparisjóðunum.
í dag gilda sömu forsendur á fasteignamarkaðnum og á árunum 1950-70 en þá var útborgun í íbúðum 5o%.
Tillögur Félags fasteignasala um 50% útborgun í íbúðum:
„Sömu forsendur í dag
og 1950-70“
Félag fasteignasala gaf út þá yfir-
lýsingu fyrir skömmu að þeir myndu
hvetja fólk til að hefja fasteignavið-
skipti með lægri útborgun. Það hefiir
tíðkast um margra ára skeið að fólk
borgi i það minnsta sem samsvarar
7o% af íbúðarverði á einu ári. Nú
segja fasteignasalar eðlilegt að út-
borgun lækki í 50%. Um áramótin
var gert átak i að lækka útborgun
fasteigna í 60%. Svo virðist sem þetta
átak hafi mistekist. En af hverju telja
fasteignasalar að nú eigi að lækka
útborgun í 50% af kaupverði eignar?
DV spurði Þórólf Halldórsson, for-
mann Félags fasteignasala, þessarar
spumingar.
„Það eru allt aðrar forsendur í þjóð-
félaginu í dag en voru um áramótin
eftir að ASÍ/VSÍ samningamir eru um
garð gengnir. Með breyttum forsend-
um er nú allt útlit fyrir minnkandi
verðbólgu. En kjami málsins er að
vextir af eftirstöðvum hafa verið 20%
síðan 1979, miðað við 75% útborgun.
Þessir vextir eru nú allt í einu orðnir
jákvæðir raunvextir og í raun okur-
vextir samkvæmt lögum. Einnig er
miklu erfiðara að borga svo háa út-
borgun þegar verðbólga er lítil."
„A árunum 1950-70 var verðbólgu-
stigið svipað og það er núna og á
þessum árum var útborgunin 50% og
eftirstöðvar til 10 ára. Við emm því
að sigla inn í svipað tímabil."
„Ef við gemm ráð fyrir 5o% út-
borgun þá er nú boðið upp á verð-
tryggðar eftirstöðvar til 10 ára miðað
við lánskjaravísitölu og 2-3% vexti,
eða kaupsamning þar sem eftirstöðv-
ar verða með hæstu leyfilegu nafn-
vöxtum. Þá er verið að tala um sama
lánstíma en óverðtryggt. Nafnvextir
á almenn skuldabréf verða samkvæmt
auglýsingu frá Seðlabanka íslands
hverju sinni. Þessir vextir em núna
15,5% og skiptast í 9% gmnnvexti og
6,5% verðbótaþátt."
„Tillögur okkar um áramótin um
6o% útborgun fengu slæma kynn-
ingu. Fólk, þá á ég við kaupendur,
er einnig hrætt við hugtakið verð-
trygging vegna þess misgengis sem
varð milli launa og lánskjaravísitölu
þegar laununum var kippt úr sam-
bandi við vísitöluna. Nú hefur fólk
tvo valkosti við greiðslu á eftirstöðv-
um: hæstu nafnvexti, sem í dag eru
15,5%, eða verðtryggingu og 2-3%
vexti.“
„í næstu viku munum við halda
námsstefnu fyrir fasteignasala og
sölumenn í Félagi fasteignasala til
þess að allir séu með á nótunum og
séu færir um að leggja þetta fyrir
kaupendur og seljendur. Það má þo
ekki gleyma því að þetta er frjáls
markaður. Það er ekki gefið mál að
5o% útborgun verði reyndin þó að
fasteignasalar mæli með því. En það
verða geysileg umskipti ef þetta
tekst.“ - En hvernig mun boltinn
rúlla af stað?
„Það væru eðlileg viðbrögð af hálfu
seljanda að samþykkja kauptilboð
með þeim fyrirvara að hann gæti
keypt á sambærilegum kjörum, þ.e.
með 5o% útborgun," sagði Þórólfur
Halldórsson.
-EH
„Druslurnar verðlausar
f kjölfarið á tollalækkun á bílum
eru gamlir bílar, sk. druslur, nánast
verðlausar og samkvæmt upplýs-
ingum DV er stórum hluta slíkra
bíla ekið beint á haugana. Gömul
módel af bílum, sem áður var hægt
að koma í verð, seljast ekki. Að
sögn bílasala getur verið um að
ræða bíla allt að árgerð 1978 sem
er keyrt rakleiðis á haugana. Oftast
er um að ræða sk. austantjaldsbíla,
eins og Lada, pólska Fiat og Skoda
svo eitthvað sé nefnt. Menn keyrðu
frekar bílana á haugana en að fá
eitthvert smáræði fyrir þá á bíla-
partasölum.
„Gamlir bílar, sem ganga og eru
í lagi, seljast ekki. Árgerðir 1974-75
og þaðan af eldri eru mikið til verð-
lausar,“ sagði Ólafur Friðsteinsson,
sölustjóri hjá Velti, í samtali við
DV. Eftir að bílverð lækkaði fær
fólk betri bíla en áður fyrir sama
pening. Einnig vandar fólk meira
valið og spekúlerar."
Ólafur sagði ennfremur að hann
hefði ekki trú á því að notaðir bílar
ættu eftir að lækka þrátt fyrir að
margir, sem ættu von á nýjum bílum
frá umboðunum, þyrftu að losna við
eldri bíla. „Bílar í milliklassa stoppa
ekki við. Einnig erum við að ganga
inn í góða tíma. Það er að koma
sumar og þá glæðist alltaf bílasala."
-EH
mn
Hri IbÚÖ
ríT I pniTticnnsBin
i uu'Aw Siguröston h«.: * I UITfllTIC 1»
1 1.46010.5606*
FASTEIGNASALAN
ERUNDl
.^-.HOiTSSTwn __
LsíduMÚla 17 Husafe// , foSZX
MassxsnVAGN