Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1986, Blaðsíða 10
10
DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986.
Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd
ferðar. En einn af viðskiptavinum
hans hafði látist af vineitrun. Fjórir
til viðbótar lágu þungt haldnir af
eitrun. Giovannini ætlaði að bera
vitni til þess að njóta vemdar réttví-
sinnar en mafían var vitaskuld ekki
á þeim buxunum að láta hann sleppa
þann veg.
Milljarðahagnaður
Þegar um er að ræða jaíh svívirði-
leg vélabrögð og þama hafa verið
höfð í frammi, það er að segja blönd-
un víns með metýlalkóhóli (tréspírit-
Umsjón:
Guðmundur
Pétursson
us) til þess að auka vínandainnihald
þess þá skapast óhugnanlegur hagn-
aður á skammri stundu. Prófessor
Mario Fregoni, sem starfaði við há-
skólann í Piacenza, hélt þvi fram,
að sá timi hefði virst liðinn, þar sem
menn ykju alkóhólmagnið í víninu
með því að bæta út í það sykri. Með
því móti lækkar kostnaðurinn við
vínfiramleiðsluna um einn þriðja.
Með notkun methýlalkóhóls tutt-
ugufalJast sá spamaður.
Japan vill láta í sér heyra
Japanir vinna nú stöðugt að því
að ávinna sér aukin völd og áhrif á
alþjóðavettvangi og kvarta yfir því
að áhrif þeiira á þeim vettvangi séu
ekki i neinu samræmi við efnahags-
legt ríkidæmi landsins og fjáríram-
lög þeirra til alþjóðastofnana.
Japanskir stjórnmála- og embætt-
ismenn hafa ekki hikað við að
gagmýna bágborinn hlut Japans í
valdahringum alþjóðastofhana og
segja að á sama tíma og'þjóðir heims
líti til landsins sem fyrirmyndar í
efnahagslegum skilningi og fari fram
á japanska efnahagsaðstoð hunsi
þær óskir Japans um aukna beina
aðild að alþjóðastofnunum.
Japanskir embættismenn hafa nú
lýst áhuga sínum á því að Japan
öðlist aukin áhrif í alþjóðastofnun-
um eins og Alþjóða gjaldeyrissjóðn-
um, Alþjóðabankanum og á
vettvangi Sameinuðu þjóðanna.
Ný þjóðerniskennd
Sterk þjóðemiskennd hefur löng-
um einkennt japanskt þjóðfélag og
stjómkerfi, þó minna hafi borið á
henni eftir ósigurinn í síðari heims-
styrjöld.
Vestrænir fréttaskýrendur í Japan
em ekki frá því að ný þjóðemis-
kennd sé að rísa upp á meðal
japanskra viðskipta- og embættis-
manna, er margir hverjir hafa af
eigin raun tekið þátt í uppbyggingu
lands síns frá rústum síðari heims-
styrjaldar og hafa með eigin augum
séð þá gífúrlegu efnahagsbyltingu
er átt hefur sér stað í landinu á örf-
áum áratugum.
Það em þessir menn er fréttaskýr-
endumir segja að séu óánægðir með
skertan hlut lands síns á alþjóða-
vettvangi, á sama tíma og kröfur
viðskiptaþjóða Japans um heim all-
an um japanska forystu í efnahags-
og viðskiptamálum aukast um allan
helming.
„Sem einn efhahagsrisa heimsins
erum við beðnir að taka að okkur
margs konar hluti fyrir hendur en á
hinn bóginn eigum við okkur hvergi
talsmenn. Þurfum við raunvemlega
að gerast herveldi aftur til að rödd
okkar heyrist?" sagði kunnur jap-
anskur viðskiptafrömuður er ekki
vildi fáta nafns síns getið.
Aukinn hlutur á alþjóðavett-
vangi
Japanski ríkiskassinn leggur ár-
lega fram 5 prósent af heildarfjár-
magni Alþjóða gjaldeyrissjóðsins en
á móti hefur Japan aðeins 2 prósent
UMSJON:
HANNES
HEIMISSON
af starfsmönnum sjóðsins. Á sama
tima leggja Bandaríkjamenn fram
20 prósent af heildarfjármagni sjóðs-
ins en hafa 25 prósent starfsmanna
hans.
„Við vinnum nú að því að fá hlut
okkar aukinn meðal starfsmanna
Alþjóða gjaldeyrissjóðsins," sagði
talsmaður fjármálaráðuneytisins í
síðustu viku.
Hjá Alþjóðabankanum starfar nú
51 Japani af 3175 starfsmönnum
bankans. Þar em nú 803 Banda-
ríkjamenn og 340 Bretar. Þrátt fyrir
það er Japan nú annar stærsti hlut-
hafi í Alþjóðabankanum á eftir
Bandaríkjunum og leggur fram 20
prósent af fjármagni bankans,
Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna
er Japan í þriðja sæti á eftir Banda-
ríkjunum og Sovétríkjunum hvað
fjárframlög varðar. Japan er í raun-
inni annar stærsti fjárstyrkjandi
Sameinuðu þjóðanna ef miðað er við
frjáls árleg framlög aðildarríkja.
Japan telur það ennfremur ekki í
samræmi við efiiahagslegt mikilvægi
sitt að vera ekki varanlegur meðlim-
ur í öiyggisráði Sameinuðu þjóð-
anna. Til að svo megi verða þarf að
gera breytingu á stofhsáttmála ráðs-
ins er bannar Möndulveldunum
rrverandi, báðum þýsku ríkjunum,
’talíu og Japan, fulla aðild að ráðinu.
fyi
Iti
Aukinnar óánægju gætir nú í Japan með það sem embættismenn og stjórnmálamenn þar í landi kalla skertan hlut landsinsáalþjóðavettvangierekkisam-
ræmist stöðu landsins í efnahagslegu tilliti og mikilvægi í efnahagslifi heimsins.
Stendur mafían á bak við
hneykslið um „vín dauðans“?
Sextíu 200 lítra tunnur með
methýlalkóhóli
Aðrir, sem fangelsaðir hafa verið
vegna rannsóknar þessa vínhneyksl-
is, eru meðal annarra Mario Spar-
rotti, eigandi fyrirtækisins Acri
Cemica, og Gioseppi Franzoni, sem
virðist einn aðalbakmaður þeirra
aðila er selt hafa „vín dauðans" úr
landi. Hjá Sparrotti var lagt hald á
sextíu 200 lítra tunnur af methýl-
alkóhóli. Franzoni hefur verið
sakaður um að selja á síðustu fjórum
mánuðum um 3000 lítra af víni blön-
duðu með methýl og á meðal vínteg-
unda, sem „göfgaðar" hafa verið á
þennan hátt, er „Barbera E’Asti",
en það er töluvert þekkt víntegund.
Þekktar víntegundir í spilinu
Nú liggur það ljóst fyrir að það
eru ekki einvörðungu ódýr borðvín
sem blönduð hafa verið methýl held-
ur einnig þekktari tegundir. Svo sem
„Mebiolo“, „Prosecco Dei Colli
Trevidiani", norður-ítölsk Trokai-
vín og „Barolo". Einnig hefur verið
lagt hald á töluvert magn af Vermo-
uth.
Vínhneykslið á Ítalíu verður stöðugt
umfangsmeira á meðan valköstur-
inn hækkar nær daglega. Grunur
leikur á því að mafían hafi haft fing-
ur með í spilinu við blöndun vínsins,
og að hinn illa fengni hagnaður nemi
milljörðum króna.
Gizur Helgason, fréttaritari DV í
Zurich:
Vínhneykslið á Ítalíu verður stöð-
ugt umfangsmeira. Tuttugu manns
hafa nú þegar látist af völdum hins
eitraða víns og enn fleiri liggja þungt
haldnir á sjúkrahúsum af víneitrun.
Allt þykir benda til þess að mafían
standi að baki þessari blöndun met-
hýlalkóhóls.
Napólí-mafían
Giuseppe Zurlo, ritari i ítalska
landbúnaðarráðuneytinu, lét hafa
það eftir sér í síðustu viku, að senni-
lega væru einhverjir „bakhjarlar"
þessa hneyklismáls starfandi í sjálfu
ráðuneytinu. Antonio Fusco, suður-
ítalskur vínhöndlari, hefur verið
fangelsaður og í yfirheyrslu sagði
hann að hann hefði orðið fyrir vélr-
áðum „camorra", eins og mafían í
Napólí er kölluð.
Dularfullt dauðsfall vitnis
Fleiri spor liggja til Suður-Ítalíu
eða nánar sagt Apulien, þar sem vit-
að er að mafían hefur tögl og hagldir
í vínverslunir.ni. Samkvæmt aðferð-
um mafíunnar þá ríkir dularfull
leynd um dauða Alto Giovannini,
sem var ekinn niður á fáfarinni götu
og beið samstundis bana af. Gio-
vannini sem sjálfur verslaði með
„vín dauðans" hafði ætlað sér að
láta sig hverfa. Hafði hann þegar
pakkað föggur sínar niður til brott-
Tuttugu dánir og valkösturinn fer hækkandi