Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1986, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1986, Side 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL1986. 15 Laun að verðleikum Lengi býr að fyrstu gerð og mikil- vægi góðra kennara fyrir börn okkar verður seint þakkað meðal þjóðarinnar. Þekking okkar á eigin ritmáli var vegvísir okkar til frelsis og sjálf- stæðis. Á sama tíma var öðrum nýlenduþjóðum hins menntaða, vestræna heims skilað af sér í ólæsi, menntunar- og þekkingar- leysi á eigin verðmæti og getu. Hér gerir fólk sér grein fyrir því að heimur án menntunar er hlut- skipti alltof margra þjóða og stendur þeim fyrir þrifum. Menntun er máttur og eina vopn okkar í framtíðinni. Það er auðséð að því minni menntun, sem þjóðir hafa, því auðveldari bráð verða þær hinum menntaðá heimi. Kennarar Laun kennara hafa farið sílækk- andi undanfarin ár í samanburði við aðra landsmenn. Kennarar eru opinberir starfs- menn og telja verður að þeir skili 8 stunda vinnudegi sem og aðrar stéttir. Hver kennari hefur 23-27 nem- endur í bekk og kennir hann einn nokkrar kennslugreinar alla vik- una. Laun kennara eru um 25 þúsund krónur á mánuði eða um eitt þús- und krónur á nemanda. Segja má því að dagslaun kenn- ara séu um kr. 1000 og til saman- burðar má geta þess að margir ráðamenn þjóðarinnar fara með um KOLBRUN S. INGOLFSDOTTIR HUSMOÐIR A SELTJARNARNESI og yfir 20 þúsund krónur á dag á ferðalögum erlendis og telja sig vel þess virði. Sem foreldri vildi ég mun frekar borga kennara barna minna þessa upphæð heldur en að rækta hin dýru samskipti á erlendri grund enda sendiráð til slíkra hluta. Nýlega festi einn ráðherra sér glæsivagn á 2,6 milljónir króna sem þjóðin borgar auk aksturs, bensíns og bílstjóra. Ef við gerum ráð fyrir því að ráð- herrann sitji í 4 ár í embætti gerir fullt kaupverð bílsins um 1780 krónur á dag sem er um helmingi hærri upphæð en laun kennara. Þessi tvö opinberu dæmi eru ágæt til viðmiðunar á því hvað sé hvers virði innan stjórnsýslunnar. lengur og stuðningur foreldra við kennara er mikilvægur þáttur í uppeldishlutverki heimila og skóla. Foreldrar Foreldrar hafa látið launamál kennara nær afskiptalaus. Mennt- unin er alfarið í höndum hins opinbera sem í reynd er ekkert annað en við sjálf. Það er skylda okkar að sjá svo um að börn okkar sæki skyldunám sitt. Hið opinbera Menntun er dýr og sárgrætilegt að vita til þess að börn okkar skuli þurfa að hafa annars flokks kennslu þegar nóg er til af kennur- um. Hér er kennaraháskóli, sem mennta á kennara, en alltof margir fara ekki til kennslu að loknu námi a „Foreldrar geta tæplega setið hjá ^ miklu lengur og stuðningur foreldra við kennara er mikilvægur þáttur í upp- eldishlutverki heimila og skóla.“ Hinu opinbera er á móti skylt að kenna börnum okkar hið lögskip- aða námsefni en það er engin skylda að „ófaglært" fólk sé ekki gjaldgengt til kennslu í skólum landsins. Alþingismenn og ráðherrar eru nær einvaldir í því hvernig mennt- un barna okkar er háttað og hvaða laun kennarar barna okkar fá. Foreldrar ráða litlu þar um en foreldrafélög skólanna ættu að fjalla um launamál kennara og setja fram skoðun sína á því hversu mikils virði einn kennari er fyrir 25 börn. Foreldrar geta tæplega setið hjá vegna betri kjara annars staðar. I fyrra var eytt í ferðalög erlend- is á vegum hins opinbera upphæð sem samsvárar árslaunum meira en 100 kennara. Reykjavíkurborg eyðir tugum milljóna í afmælisárið sem lítið mun skilja eftir sig. Nær hefði verið að tölvuvæða alla skóla borgarinnar fyrir af- mælispeningana. Það væri varan- leg gjöf til barna okkar til framtíðarinnar. Hvers eiga börn okkar að gjalda miðað við kostnað á ýmsu innan þjóðfélagsins sem stingur illa í augu? „Nær hefði verið að tölvuvæða alla skóla borgarinnar fyrir af- mælispeningana. Það væri varanleg gjöf til barna okkar, til framtíðarinnar." Lágmarkslaun kennara verða að vera um kr. 2500 á dag fyrir kennslu í 25 manna bekk eða um kr. 100 á barn (svipað og einn sígarettu- pakki) ef vel á að standa að menntun þjóðarinnar í framtíðinni. Þjóðin verður að hafa efni á þessu því menntun viðheldur frelsi og þekkingu og hvaða foreldri vill að börn þess og barnabörn séu verr að sér en það sjálft? Kolbrún S. Ingólfsdóttir Á ári friðarins í heimi vopna og víga Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að árið 1986 skuli vera ÁR FRIÐARINS. Bandaríkjaforseti hafnaði tilboði Mikhaíls Gor- batsjovs um að leiðtogarnir hittist í einhverri borg Vestur-Evrópu til að semja um stöðvun kjamorku- sprenginga. Bandaríkin hafa ögrað Líbönum og grannríkjum þeirra með heræfingum við strendur þeirra og Bandaríkjastjórn leggur ofurkapp á að fá 100 milljóna doll- ara fjárveitingu handa contra- skæruliðum sem berjast gegn lög- legri ríkisstjórn Nicaragua. Þá hvílir skugginn af morði Olofs Palme yfir heiminum um þessar mundir. Á þessum viðsjárverðu tímum bauð Friðarnefnd Sovétríkjanna friðarhreyfingum Vestur-Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada til Moskvu til að skýra fyrir þeim af- stöðu Sovétríkjanna til friðarmála. Jöfn ábyrgð Sem kunnugt er hefur þess tals- vert gætt innan friðarhreyfinga í hinum vestræna heimi að Banda- ríkin og Sovétríkin séu talin bera jafna ábyrgð á vígbúnaðarkapp- hlaupinu og bæði stefna að heims- styrjöld og heimsyfirráðum. Fólk virðist hafa gleymt því að í síðari heimsstyrjöldinni misstu Sovétrík- in 20 milljónir manna en Bandarík- in 150.000 sem allir féllu langt frá bandarískri grund meðan heilar borgir í Sovétríkjunum voru lagðar í rúst. Ég held það hljóti því að vera augljóst hverjum manni sem heiðarlega vill skoða hlutina í sam- hengi að þjóð, sem beið slíkt afhroð, muni ekki vilja stríð og skiptir þá ekki máli hvaða þjóð- félagskerfi hún býr við. Fimmtudaginn 13. mars lagði ég af stað frá Kastrupflugvelli til MARÍA ÞORSTEINSDÓTTIR STARFSMAÐUR SOVÉSKU FRÉTTASTOFUNNAR APN Á ÍSLANDI. Moskvu. Með mér í flugvélinni var danska sendinefndin. Hún var mjög „breið“ í pólitískum skiln- ingi. Fyrst skal þar frægan telja hinn aldna Hermod Lannung, 90 ára gamlan stjórnarmeðlim í Rad- íkala flokknum og forseta „World Federalist Movement", ég veit ekki íslenska þýðingu á nafninu en í Svíþjóð var mér sagt fyrir nokkrum árum að þetta væru samtök stofnuð af þingmönnum í hinum vestræna heimi, sem ekki eru kommúnistar, eftir síðari heimsstyrjöld. Hermod Lannung kvaðst oft hafa komið til íslands og eiga þar marga vini, m.a. Steingrím Hermannsson for- sætisráðherra. Einnig kvað hann Ólaf Thors hafa verið góðan vin sinn þó ekki væru þeir um allt sam- mála. í sendinefndinni voru einnig Vilum Hansen, fulltrúi dönsku friðarnefndarinnar, Otto Dilsman og Gréta Gramm frá dönsku verka- lýðshreyfingunni, Niki Brown frá kristilegum samtökum fyrir af- vopnun og Fritz Feldt, varaformað- ur í samtökum sósialdemókrata gegn kjarnorkuvopnum og hernað- arstefnu. Frá Noregi voru Eva Nordland frá Konum fyrir frið og Roy Peter- -sen frá norsku friðar'nefndinni. Frá Svíþjóð Bo Wirmark, formaður sænska friðarráðsins (regnhlífar- samtök friðarhreyfinga í Svíþjóð), Gunnar Ekegárd frá sömu samtök- um, L. Herngren prestur frá kristi- legum friðarsamtökum, Hermann Backman frá sænskum kvekurum og Mats Ejnarsson frá sænsku frið- arnefndinni. Síðdegis föstudaginn 14. mars var ráðstefnan sett. Hún hófst með því að Júrí Zhukov, formaður sovésku friðarnefndarinnar, minntist Olofs Palme. Sagði hann m.a. að þar hefði göfugur mannvinur og einn ötulasti boðberi friðarins á síðari árum fallið fyrir morðingjahendi. Umræður 15. mars hófst fundur með því að Vadim Zagladin, fulltrúi utanríkis- nefndar Sovétríkjanna, skýrði tillögur Sovétríkjanna um afvopn- unarmál. Hannfjallaði um einhliða stöðvun þeirra á kjarnorkusprengitilraunum, sem staðið hafa frá ágúst sl. og fram- lengdar hefðu verið, fyrst til 31. mars en síðan verði ákveðið að framlengja þangað til ef, og þegar, Bandaríkin færu að gera slíkar til- raunir á ný. David Hosetter, formaður sam- takanna „Survival“ í Bandaríkjun- um, taldi möguleika á að Bandaríkin færu þá ekki að sprengja á ný enda þótt þau svör- uðu ekki beint. Jörgen Reents, fulltrúi umhverf- isverndarmanna í Vestur-Þýska- landi (græningja): Hvað gefur okkur von um að Reagan stöðvi sprengingarnar og ef ekki hvað þá um fækkun vopna í Evrópu? Júrí Lebedev, yfirmaður í sov- éska hernum: Það er hægt að fækka vopnum í Evrópu án beinna tengsla við annað, jafnvel þó það versta gerist í Bandaríkjunum. H. Buchbinder, frá sósíaldemó- krötum í Sviss: Hvað verður gert við meðaldræg vopn ykkar þegar þau hafa verið tekin niður í Evrópu og hvað um slík vopn í Asíu? Lebedev: Þegar við tökum vopn okkar niður eyðileggjum við þau og við erum reiðubúnir til að taka niður öll vopn á gagnkvæmnis- grundvelli. Meðaldræg vopn í Asíu eru til að vegá upp á móti banda- rískum vopnum í S-Kóreu og á eyjunum á Kyrrahafi. Þar eru 280 bandarísk flugvélamóðurskip. Þá er breskum og frönskum vopnum einnig beint að skotmörkum í Sov- étríkjunum og þau verða orðin fleiri en 1000 árið 1990 ef svo held- ur sem horfir. Hermod Lannung: Hvað um eftir- lit með þessum framkvæmdum? Levedev: Við samþykkjum hvaða eftirlit sem er, þar á meðal eftirlit á staðnum. Tillaga hinna sex ríkja í fimm heimsálfum er langskyn- samlegust af því sem enn hefur komið fram, við myndum þó einnig skoða aðrar tillögur sem fram kæmu. Vincenzio Kolli, friðarmiðstöð- inni Assisi, Ítalíu: Hvenær fer sovéski herinn frá Afganistan? Vadim Zagladin: Hann fer strax og ástand í málum verður þannig að ríkisstjórn Afganistans telji sig ekki lengur þurfa að hafa hann. Bandaríkin gera allt til að halda honum þar með því að fjármagna hryðjuverkahópa til að senda inn í landið en það er nákvæmlega það sama og gert er við Nicaragua. David Hostetter: Þetta erþað sem við leggjum áherslu á, hliðstæðuna milli skæruliða í Pakistan og contra-skæruliða. Það er ekki hlustað á okkur. Erwin Harbottle: Herforingjar fyrir frið i Bretlandi: Hræðileg til- hneiging að hlusta ekki á sjónar- mið annarra. Undirstaða tor- tryggninnar er vígbúnaðurinn. Við verðum að leggja jafna áherslu á að byggja upp traust og taka niður vígbúnað. Þar með lauk fyrri degi viðræðn- anna. Síðari dagurinn fjallaði um traust milli þjóða og segi ég frá honum síðar. María Þorsteinsdóttir. a „Ég held það hljóti því að vera aug- ^ ljóst hverjum manni sem heiðarlega vill skoða hlutina í samhengi að þjóð, sem beið slíkt afhroð, muni ekki vilja stríð og skiptir þá ekki máli hvaða þjóðfélagskerfi hún býr við.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.