Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1986, Page 25
DV. ÞRIÐ JUDAGUR 8. APRÍL1986.
25
Sandkorn Sandkorn
Landsbyggðarfólk er ekki allt-
of hrifið af umferðarmenningu
Reykvíkinga
Reykvískur
dónaskapur
Það er alltof algengt að
reykvískir ökumenn sýni
kollegum sínum utan af
landsbyggðinni ókurteisi i
umferðinni. Það er ekki
aðeins að fullorðið fólk ætti
■uð sjá sóma sinn i að sneiða
hjá slikri framkomu.
„Strákapör“ af þessu tagi
gætu hreinlega valdið slys-
um þegar hæst lætur, eins
og eftirfarandi saga sýnir
Ijóslega:
Fyrir fáeinum dögum var
kona utan af landi stödd í
Reykjavík. Hún ók bíl með
E-númeri eftir Kleppsveg-
inum. Konan ók á vinstri
akrein og var á 60 kílómetra
hraða, þeim mesta sem
leyfður er á Kleppsvegin-
um.
Segir nú ekki að ferðum
konunnar fyrr en hún heyr-
ir langdregið flaut fyrir
aftan sig. Var þar komin
Reykjavikurbill á fullri
ferð. Konan hélt í fyrstu að
þetta væri einhver sem hún
þekkti. Það fóru þó að
renna á hana tvær grímur
þegar R-bíllinn skaust fram
úr henni, sveigði síðan
þvert fyrir bil hennar,
þannig að hann henist upp
á gangstétt. Um leið og R-
billinn rauk fram úr sáu
farþegar hans sóma sinn í
að senda konunni dóna-
merki, svona eins og
krakkar tiðka fram til 6-7
ára aldurs.
Nei, það er ekki ofsögum
sagt af reykvískri umferð-
armenningu.
1. apríl í
Eyjum
Þeir hafa liklega verið
margir sem hlupu 1. april á
þeim ágæta degi. Þó hefur
þátttakan i hlaupinu hvergi
verið jafnalmenn og í
Framhaldsskólanum í
Vestmannaeyjum.
Að sögn blaðsins Frétta
var nemendum FIV til-
kynnt fyrir páskahátiðina
að þeir ættu að mæta i skól-
ann strax næsta þriðjudag
eftir páska. Þótti mörgum
þetta heldur stutt páska-
leyfi en um það þýddi
ekkert að fást. Skipuninni
skyldi hlýtt.
A þriðjudagsmorguninn
drifu menn sig í fötin og
mættu galvaskir i skólann
klukkan 8. En þegar þang-
að kom blasti við þeim
ófögur sjón. Á miða í einum
glugga skólabyggingarinn-
ar stóð einfaldlega:
„Ha-ha! 1. april. Sjáumst
á morgun kl. 8. Skólastjóri
og kennarar FÍV.“
Nemendur gátu því lallað
heim og lagt sig aftur.
Útsala á
flugmiðum
Útsala á farmiðum BSRB
til félagsmanna er að verða
sérfyrirbæri í þjóðfélaginu.
Fólk mætir um miðjar næt-
ur og bíður fram á miðjan
næsta dag til að verða ekki
af hnossinu. Er það mál
manna að þarna ráði frum-
skógarlögmálið fyrst og
fremst ferðinni. Hljóti að
vera til einhver önnur og
sómasamlegri aðferð til að
útdeila farmiðunum.
Og svo er það spurningin
um félagsmenn sem eru
hreyfihamlaðir eða ef til
vill algerlega bundnir í
hjólastóla. Skyldu þeir eiga
einhvern sjens í selskapinn?
Hættir Jón
Baldvin?
I nýjustu Viku er meðal
annars galopinskátt viðtal
við Bryndísi Schram. Þar
lætur Bryndís hlutina heita
réttum nöfnum eins og
fyrri daginn og er ekkert
að skafa utan af því sem
hún segir. Hún er til dæmis
spurð hvort hún ætli að
halda ótrauð áfram i póli-
tíkinni. Því svarar hún
þannig:
„Já, ég held að ég sé ekki
að taka neina stóra áhættu.
Þetta er spennandi og það
verður gaman að sjá hvað
kemur út úr þessu í vor.
Ég er þekkt og það hjálpar
mér líklega eitthvað. Ég
veit að vísu ekki hvort
nokkrir af yngri áhorfend-
um mínum frá árum
Stundarinnar eru komnir á
réttan aldur, en pabbarnir
eru það allavega...“
Og svo taka líklega ein-
hverj ir góðkratar kipp
þegar þeir lesa eftirfarandi
fullyrðingu Bryndísar i við-
talinu:
„Ég er til dæmis alveg
viss um að ef Alþýðuflokk-
urinn fær ekki nógu mikið
fylgi í næstu alþingiskosn-
ingum, þá mun Jón Baldvin
segja af sér. Þá er það kom-
ið á hreint að þjóðin vill
Bryndís lætur móðan mása i
Vikunni.
bara engar breytingar..."
Það verður annars gaman
að vita hvað telst vera nógu
mikið fylgi fyrir Jón Bald-
vin. Það kemur væntanlega
í ljós í næstu alþingiskosn-
ingum.
Hættir Jón Baldvin?
Umsjón:
Jóhanna S. Sigþórsdóttir.
^UREYRI/VG/VAí/
Gerist Áskriftarslminn
áskrifendur! á Akureyri er 25013
ATHUGIÐ! Afgreiðsla okkar
Tekið er á móti smáauglýsingum Skipagötu 13
í síma 25013 og á afgreiðslunni. er opin virka daga kl. 13—19
Skipagötu 13. og laugardaga kl. 11 — 13.
Blaðamaður
á Akureyri,
Jón G. Hauksson, hefur aðsetur á sama stað.
Vinnusími hans er 26613, heimasími 26385.
Laugaveg 1-120. oddatölur
Lindarbraut
Miðbraut
Grandaveg
Hringbraut 95-út
Bræðraborgarstíg
Holtsgötu
Skipholt 27-70
Hjálmholt
Laugaveg168-178
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 120., 124. og 127. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Kvistalandi
3, þingl. eign Árna Gíslasonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykja-
vik á eigninni sjálfri fimmtudag 10. apríl 1986 kl. 15.00.
Borgarfógetaembaettið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 134., 138. og 145. tbl. Lögbiitingablaðs 1985 á Lang-
holtsvegi 19, talin eign Sigurðar Guðjónssonar, fer fram eftir kröfu Gjald-
heimtunnar i Reykjavík og Landsbanka Íslands á eigninni sjálfri fimmtudag
10. apríl 1986 kl. 11.00.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 134., 138. og 145. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Sogavegi
156, þingl. eign Daníels Þórarinssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar
í Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudag 10. april 1986 kl. 16.00.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
annað og siðasta á Kvistalandi 23, þingl. eign Guðmundar Ingimundarson-
ar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík og Róberts Ama Hreiðars-
sonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudag 10. april 1986 kl. 15.15.
___________________Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 119., 122. og 125. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Huldu-
landi 3, þingl. eign Leifs Gunnarssonar, fer fram eftir kröfu Iðnlánasjóðs á
eigninni sjálfri fimmtudag 10. apml 1986 kl. 14.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 134., 138. og 145. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á hluta í
Skipasundi 85, þingl. eign Guðmundar Þórðarsonar, fer fram eftir kröfu Iðn-
lánasjóðs á eigninni sjálfri fimmtudag 10. apríl 1986 kl. 11.30.
Borgarfógetaembaettið i Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 119., 122. og 125. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Grundar-
landi 2, þingl. eign Jónasar Jónssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar
í Reykjavík og Kópavogskaupstaðar á eigninni sjálfri fimmtudag 10. apríl
1986 kl. 13.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 120., 124. og 127. tbl. Lögbirtingablaðs 1985 á Kjam/egi
4, þingl. eign Kristjáns A. Kristjánssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar
i Reykjavík á eigninni sjálfri fimmtudag 10. april 1986 kl. 16.30.
___________________Borgarfógetaembaettið í Reykjavik.