Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1986, Blaðsíða 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 1986. 5 Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir Hólmavík 21. október 1985: Orsök óhappsins talin ónákvæm vinnubrögð, svo sem hik flugkennarans, hár aðflugshraói og óheppileg notkun vængbarða. Flugkennslan í landinu áhyggjuefni flugslysanefndar: Kennarann skorti flugtakskunnáttu „Með tilvísun til síendurtekinna óhappa þar sem vanhæfni og aga- leysi flugkennara hefur komið við sögu er eindregið lagt til að hið fyrsta verði komið á bóklegu og verklegu grunn- og endurhæfingar- námskeiði fyrir flugkennara," segir í tillögu sem fylgdi skýrslu flugslysa- nefiidar um flugóhapp á Hólmavík- urflugvelli sem varð þann 21. október í fyrra. Flugkennara tókst þá ekki að stöðva flugvél sína eftir lendingu á flugbrautinni þannig að hún rann út af endanum og ofan í skurð. Orsök óhappsins voru talin óná- kvæm vinnubrögð, svo sem hik flugmannsins, hár aðflugshraði og óheppileg notkun vængbarða. Með- verkandi orsakir voru hugsanlega misvindi og skert bremsuskilyrði á flugvellinum. Flugkennurum verði brýnd sjálfsögun Flugslysanefnd lagði einnig til eft- ir óhappið að rík áhersla yrði lögð á það við flugskólana að þeir brýndu flugkennara sína í að sýna sjálfeög- un og vera gott fordæmi nemanna. Þremur vikum eftir Hólmavíkur- óhappið mistókst kennsluflugvél flugtak af flugvellinum við Leiruvog í Mosfellssveit þannig að flugvélin rann brautina á enda og hafiiaði úti í sjó. Þetta gerðst þann 13. nóvemb- er. Flugvélinni hafði verið lent vegna veðurs á flugvellinum í Mosfells- sveit. Eftir að hafa beðið þar til veðrinu slotaði hóf flugkennarinn flugið á ný. Loftferðaeftirlit Flugmálastjómar telur að það að flugkennaranum láð- ist að hreinsa vængi flugvélarinnar fyrir flugtakið, svo og hik og röng vinnubrögð við flugtakið, hafi valdið óhappinu. I skýrslu um óhappið segir: „Ekki verður hjá því komist að álíta að undirbúningur flugsins hafi verið nokkuð óvandaður. Flugkenn- arinn lét flugnemann sjálfan kanna veður en hann var því óvanur og spurði ekki um þróun veðurs í Reykjavík næstu klukkutíma." Kunni ekki flugtak af mjúkri braut Síðar segir: „Flugmaðurinn taldi flugvöllinn hafa verið deigan og það hefði verið orsök þess að flugtakið tókst ekki. Hann sá þó ekki ástæðu til þess að skilja nemann eftir og láta hann fara með bíl til Reykjavíkur þótt svo hefði verið og flugvélin væri nálægt há- marksþunga. Athugun loftferðaeftirlitsins, stað- fest meðal annars af viðstöddum flugmönnum, þar á meðal yfirkenn- ara Flugtaks, sýndi að brautin var hörð og góð, nema á nokkurra metra kafla um miðbikið og við vesturend- ann, þar sem sjórinn bleytti hana upp. För flugvélarinnar gátu einnig bent til þess að ekki hafi verið beitt réttri aðferð við flugtakið, þar sem nefhjólið hefur sigið aftur á brautina og það því dregið enn úr möguleik- um hennar að geta flogið af braut- inni. Þetta var síðan staðfest með hæfri- isprófi þegar í ljós kom að kenna- rann skorti á kumiáttu í flugtaks- tækni af mjúkri braut. Álíta verður það kæruleysisleg vinnubrögð að ganga ekki rækilega úr skugga um að vængimir væru hreinir og án ísingar og krapa, svo og að láta hjá líða að hreinsa þá vel fyrir flugtakið. Má í því sambandi benda á að sandpappírslagað hrím á vængjum getur auðveldlega skert lyftikraft þeirra um að minnsta kosti 30 pró- sent. Það verður að telja líklegt að þetta sé aðalástæða þess að flugvélin flaug ekki. Flugmaðurinn sagði að flugvélin hefði ekki náð nema 50 hnúta hraða, en sé réttri tækni beitt er þetta næg- ur hraði til þess að hefja C-150 flugvél til flugs,“ segir í skýrslu flug- slysanefhdar. Sjö slys og óhöpp hjá flug- kennurum og flugnemum í fyrra Lokaorð Karls Eiríkssonar, for- manns flugslysanefhdar, í inngangi ársskýrslu nefhdarinnar fyrir árið 1985, eru þessi: „Árið 1985 urðu ekki dauðaslys í flugi á íslandi. Hins vegar urðu all- mörg slys og óhöpp, sem mörg hver hafa valdið miklum áhyggjum. Ber þar fyrst og fremst að nefha fjögur slys og óhöpp, þar sem flugkennarar hafa verið við stjómvölinn, auk þriggja óhappa er hentu flugnema í skólaflugi. Það er mjög áríðandi að átak verði gert í því að kanna og viðhalda hæfni flugkennara. Telja verður að flugöryggi verði aldrei komið í gott horf nema vel sé staðið að flug- kennslu." -KMU Blindrahappdrættið: Losnar ekki við tvo nýja bíla Einhverjir tveir kaupendur miða í happdrætti Blindrafélagsins hafa ekki áttað sig á að þeir eignuðust hvor sinn Mazdabílinn á dögunum. Af 35.000 útgefhum miðum vom aðeins 150 óseldir og aðeins var dregið úr seldum miðum. Talið er að báðir lukkumið- amir hafi verið seldir í lausasölu í miðborg Reykjavíkur. Arrnar þeirra hafði komið endursendur frá Suður- eyri við Súgandafjörð svo einhver þar kann að vera ólukkulegur. Ljóst er að Blindrafélagið hefúr haft árangur sem erfiði af þessu happ- drætti. Þar sem miðinn var seldur á 200 krónur og næstum allir seldust hafa væntanlega komið tæpar sjö milljónir króna inn. Þar frá dregst kostnaður en miðamir vom eingöngu seldir gegnum skrifctofu félagsins og í lausasölu. Og að sjálfeögðu dregst verð vinninganna frá tekjunum, gangi þeir út sem telja verður líklegt. Forstöðumaður happdrættisins, Dóra Hannesdóttir, svaraði þeirri við- kvæmu spumingu hvort Blindrafélag- ið eða einhver aðili tengdur því hefði ef til vill keypt hluta upplagsins og spilað þar með í happdrættinu þannig að það hefði aldrei komið til tals. „Það er ekki til í dæminu," sagði Dóra, „við náðum þessum árangri með gífurlegri vinnu og eftir að við auglýstum að einungis yrði dregið úi' seldum miðum gjörbreyttist afetaða fólks. Við það stóðum við að sjálfeögðu." Og þá em það vinningsnúmerin. Það fyrra er 9334, það seinna 8023. Á fyrra númerið vannst Mazda 626 GLX sed- an, á seinna númerið Mazda 323 GLX sedan. HERB Alsírflug Flugleiða að hefjast Áætlunarflug Flugleiða milli Alsír og Frakklands fyrir alsírska ríkisflug- félagið, Air Algerie, hófet í gær. Til flugsins hafa Flugleiðir leigt tvær þot- ur, af gerðinni Lockheed Tristar og DC-8. Sæmundur Guðvinsson, blaðafull- trúi félagsins, sagði að samið hefði verið um áætlunarflugið til fjögurra mánaða til að byija með. Fyrir það fengi félagið um 400 milljónir króna. Vonir stæðu hins vegar til að verkefri- ið yrði framlengt upp í eitt ór. Vegna sumaranna á eigin flugleið- um hafa Flugleiðir leigt erlendar áhalhir til Alsírflugsins. Verði samn- ingurinn framlengdur má búast við að íslenskar áhafiúr fari í flugið. Amarflug hefur einnig samið við Air Algerie um flug með pílagríma til Saudi Arabíu og til baka. Það flug hefet 20. júlí og stendur í 45 daga. Amarflugsmenn hafa sagst fá 270 miUjónir króna fyrir verkefiúð. -KMU Mosfellssveit 13. nóvember 1985: Orsök óhappsins kæruleysislegur undir- búningur flugs og vankunnátta flugkennara í flugtakstækni. BEN1D0RM Sólarlandaferðir á viðráðanlegu verði Brottfarardagar og okkar ótrúlega hagstæða verð 9. okt. 26. júní 17. júlí 18. sept. 7. ágúst 28. ágúst 2 i smáibúð, 3 vikur 20.460,- 24.640,- 26.780,- Hótel með morgunverði og kvöldverðarhlaðborði 29.690,- 33.840,- 36.240,- flug og bill 3 vikur. kr. 17.800,- Beint flug í sólina Ennfremur leiguflug á þriggja vikna fresti til annarra eftirsóttra sólskinsstaöa. Maflorka, Costa Brava, Costa del Sol Íbúðir og hótel á eftirsóttustu stöðunum. íslenskir fararstjórar og fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir. Uppselt i nokkrar ferðir og litið eftir i flestar hinar. Gerið sjálf verðsamanburð FLUGFEROIR SOLRRFLUG Vesturgötu 17 símar 10661, 15331, 221OO.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.