Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1986, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1986, Blaðsíða 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 1986. Peningamarkaður Innlán með sérkjörum Alþýðubankinn: Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri og 65 ára og eldri. Inn- stæður þeirra yngri eru bundnar þar til þeir verða fullra 16 ára. 65-69 ára geta losað inn- stæður sínar með 9 mánaða fyrirvara, 70-74 ára með 6 mánaða fyrirvara og 75 ára og eldri með 3ja mánaða fyrirvara. Reikningarnir eru verðtryggðir og með 8% vöxtum. Þriggja stjömu reikningar eru með hvert innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og með 9% nafnvöxtum. Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Inn- stæður eru óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15% og ársávöxtun 15%. Sérbók. Við fyrsta innlegg eru nafnvextir 10% en 2% bætast við eftir hverja þrjá mán- uði án úttektar upp í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu er 13,64% á fyrsta ári. Búnaðarbankinn: Sparibók með sér- vöxtum, Gullbókin, er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4% ársávöxtun á óhreyfðri innstæðu eða ávöxtun 3ja mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,75% í svonefnda vaxtaleið- réttingu. 18 mánaða reikningur er með innstæðu bundna í 18 mánuði á 14,5% nafnvöxtum og 15% ársávöxtun, eða ávöxtun 6 mánaða verð- tryggðs reiknings reynist hún betri. Iðnaðarbankinn: Bónusreikningar eru annaðhvort með 10,5% nafnvöxtum og 10,8% ársávöxtun eða verðtryggðir og með 3% vöxt- um. Hærri ávöxtunin gildir hvern mánuð. Á hreyfðum innstæðum gildir verðtrygging auk 1% vaxta í úttektarmánuðinum. Taka má út tvisvar á hverju 6 mánaða tímabili án þess að vaxtakjör skerðist. Vextir eru færðir 30.06. og 31.12. Landsbankinn: Kjörbók er óbundin með 13% nafnvöxtum og 13,4’%, ársávöxtun eða ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reiknings reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast 0,7% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. 100 ára afmælisreikningur er verðtryggð- ur og bundinn til 15 mánaða. Vextir eru 7,25% og breytast ekki á meðan reikningurinn verð- ur í gildi. Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrst 8%, eftir 2 mánuði 8,25%, 3 mánuði 8, 50%. 4 mánuði 9%. 5 mánuði 9,5% og eftir 6 mánuði 12%, eftir 12 mánuði 12,5% og eftir 18 mánuði 13%. Sé ávöxtun betri á 3ja eða 6 mánaða verðtryggðum reikningum gildir hún um hávaxtareikninginn. 18 og 24 mánaða reikningar eru bundnir og verðtrvggðir og gefa 7.5 og 8% vexti. Útvegsbankinn: Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverðtrvggðra reikninga í bankanum. nú 13%. eða ávöxtun 3ja mánaða verðtryggðs reiknings mtó 1% namvöxtum sé hún betri. Samanburður er gerður mánað- arlega en vextir færðir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda almennir sparisjóðs- vextir, 8%, þann mánuð. Verslunarbankinn: Kaskóreikningur er óbundinu. Þá ársfjórðunga sem innstæða er óhreyfð eða aðeins hefur verið tekið út einu sinni eru reiknaðir hæstu vcxtir sparifjár- reikninga í bankanum. Nú er ársávóxtun annaðhvort 13,1% eða eins og á verðtiyggðum 6 mánaða reikningum með 3% nafnvöxtum. Af úttekinni upphæð reiknast almennir spari- sjóðsvextir, 8,5%, og eins á alla innstæðuna innan þess ársfjórðungs þegar tekið hefur verið út oftar en einu sinni. Innlegg fær strax hæstu ávöxtun sé það óhreyft næsta heila ársfjórðung. Vextir færast fjórum sinnum á ári og leggjast við höfuðstól. Þeir eru alltaf lausir til útborgunar. Sparisjóðir: Trompreikningur er verð- tryggður og með ávöxtun 6 mánaða reikninga með 3% nafnvöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaða er gerður samanburður á ávöxtun með svokölluðum trompvöxtum, 12,5%, með 13% ársávöxtun. Miðað er við lægstu inn- stæðu í hverjum ársfjórðungi. Reynist trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyfðar innstæður innan mánaðar bera trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða, annars almenna spari- sjóðsvexti, 8%. Vextir færast misserislega. 12 mánaða reikningur hjá Sparisjóði vél- stjóra er með innstæðu bundna í 12 mánuði, óverðtryggða en á 15,5% nafnvöxtum. Þeir eru færðir einu sinni á ári og ársávöxtun er því einnig 15,5%. 18 mánaða reikningar. Nokkrir stærri sparisjóðanna eru með innstæðu bundna óverðtryggða í 18 mánuði en á 14,5% nafn- vöxtum og 15,2% ársávöxtun. Spariskírteini Spariskírteini Ríkissjóðs lslands eru seld í Seðlabankanum, viðskiptabönkum, sparisjóð- um, hjá verðbréfasölum og í pósthúsum. Nýjustu skírteinin eru að nafnverði 5, 10 og 100 þúsund krónur, nema vaxtamiðabréf sem, eru 50 þúsund að nafnverði. Þau eru: Hefðbundin, til mest 14 ára. Með þriggja ára binditíma eru ársvextir 7%, Qög- urra ára 8,5% og sex ára 9%. Verðbætur, vextir og vaxtavextir greiðast með höfuðstól við innlausn. Meö vaxtamiðum, til mest 14 ára, innleysanleg eftir fjögur ár. Ársávöxtun er 8,16% á verðbættan höfuðstól hverju sinni og vextir greiðast út 10.01. og 10.07. ár hvert. Við innlausn greiðast verðbætur með höfuð- stól. Gengistryggð skírteini eru til fimm ára. Þau eru bundin safngjaldeyrinum SDR (til- tekin samsetning af dollar, pundi, yeni, þýsku marki og frönskum franka). Vextir eru 8,5%. Höfuðstóll, vextir og vaxtavextir greiðast í einu lagi við innlausn. Almenn verðbréf Fasteignatryggð verðbréf eru til sölu hjá verðbréfasölum. Þau eru almennt tryggð með veði undir 60% af brunabótamati fasteign- anna. Bréfin eru ýmist verðtryggð eða óverðtryggð og með mismunandi nafnvöxtum. Þau eru seld með afíollum og ársávöxtun er almennt 12 16% umfram verðtryggingu. Húsnæðislán Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóði ríkis- ins, F-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til einstaklinga 782 þúsundum króna, 2-4 manna; fjölskyldna 994 þúsundum, 5 manna og fleiri 1.161 þúsundum, 7 manna og fleiri (í sértilvik- um) 1.341 þúsundum. Lánin eru til 31 árs. Lán til kaupa á eldri íbúðum, G-lán, nema á 1. ársfjórðungi 1986: Til kaupa í fyrsta sinn er hámark 391 þúsund krónur til einstakl- ings, annars mest 195 þúsund. 2-4 manna fjölskylda fær mest 497 þúsund til fyrstu kaupa, annars mest 248 þúsund. 5 manna fjöl- skylda eða stærri fær mest 580 þúsundir til fyrstu kaupa, annars mest 290 þúsund. Láns- tími er 21 ár. Húsnæðislánin eru verðtryggð með láns- kjaravísitölu og með 3,5% nafnvöxtum. Fyrstu tvö árin er ekki greitt af höfuðstól, aðeins vextir og verðbætur. Útlán lífeyrissjóða Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður ák veður sjóðfélögum lánsrétt, lánsupp- hæðir, vexti og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30 60 mánuðir. Sumir sjóðir bjóða aukinn lánsrétt eftir lengra starf og áunnin stig. Lán eru á bilinu 150 1000 þúsund eftir sjóðum, starfstíma og stigum. Lánin eru verð- tryggð og með 5% vöxtum. Lánstími er 15-42 ár. Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt er að færa lánsrétt við flutning milli sjóða eða safna lánsrétti frá fyrri sjóðum. Nafnvextir, ársávöxtun Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknað- ir í einu lagi yfír þann tíma. Séu vextir. reiknaðir og Iagðir við höfuðstól oftar á ári verða til vaxtavextir og ársávöxtunin verður þá hærri en nafnvextjmir. Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuði á . 10% nafnvöxtum verður innstæðan í lok tíma- bilsins 1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé innstæðan óverðtryggð í verðbólgu dregur úr raunávöxtun sem því nemur og hún, getur jafnvel orðið neikvæð. Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuði á 10% nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eft- ir 6 mánuði. Þá verður upphæðin 1050 krónur og ofan á þá upphæð leggjast 5% vextir seinni 6 mánuðina. Á endanum verður innstæðan því 1.102,50 og ársávöxtunin 10,25%. DráHarvextir Dráttarvextir eru frá 01.04.1986 2,25% á mánuði eða 27% á ári. Vísitölur Lánskjaravísitala í júní 1986 er 1448 stig en var 1432 stig í maí og 1425 stig og í apríl. Miðað er við grunninn 100 í júní 1979. Byggingarvísitala á 2. ársfjórðungi 1986 er 265 stig á grunninum 100 frá 1983 en 3924 stig á grunni 100 frá 1975. Húsaleiguvísitala hækkaði um 5% 01.04. en um 10% næst þar áður, frá 01.01. Þessi vísitala mælir aðeins hækkun húsaleigu þar sem við hana er miðað sérstaklega í samning- um leigusala og leigjenda. VEXTIR BANKA 0G SPARISJÓÐA (%) INNLÁN MEÐ SÉRKJÖRUM SJA SÉRLISTA 11.-20.06 1986 iílilliiiiiljiil innlAn óverðtryggð SPARISJÓÐSBÆKUR Óbundin innstaða 9.0 9.0 8.0 8.5 8.0 9.0 8.5 8.5 8.5 8.0 SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsogn 10.0 10.25 10.0 9.0 8.5 10.0 8.5 9.0 10.0 9.0 6 mán. uppsogn 12.5 12.9 12.5 9.5 11.0 10.0 10.0 12.5 10.0 12 mán.uppsogn 14,0 14.9 14.0 11.0 12.6 9.0 12.0 9.0 SPARNAÐUR - LANSRÉTTUR Sparað 3-5 mén. 13.0 13.0 8.5 10.0 8.0 10.0 Sp. 6 mán. og m. 13.0 13.0 9.0 11.0 10.0 10.0 3.0 TÉKKAREIKNINGAR Avisanareikningar 6.0 6.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 Hlaupareikningar 4.0 3.0 2.5 3.0 4.0 4.0 3.0 3.0 3.0 INNLÁN VERÐTRYGGÐ SPARIREIKNINGAR 3ja mán. uppsógn 6mán. uppsógn 1.0 3.5 1.0 3.0 1.0 2.5 1.0 2.5 1.0 3.5 1.0 2.5 1.0 3.0 1.0 3.0 1.0 3.0 innlAn gengistryggð GJALDEYRISREIKNINGAR Bandaríkjadollarar 7.0 7.5 6.0 6.0 6.0 6.5 6.0 6.5 6.25 Sterlingspund 11.5 10.5 9.5 9.0 9.0 10.5 9.5 11.5 9.5 Vestur-þýsk mörk Oanskar krónur 4.0 7.5 4.0 7.5 3.5 7.0 3.5 7.0 3.5 6.0 3.5 7.5 3.5 7.0 3.5 7,0 3.5 7.0 útlAn úverðtryggð ALMENNIR VlXLAR (lorvextir) 15.25 15,25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 15.25 VIDSKIPTAVlXLAR 3) (forvextir) kge 19.5 kge 19.5 kge kg' kge kge ALMENN SKULDABRÉF 2) 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15.5 15,5 15.5 15.5 VIÐSKIPTASKULDABRÉF 3) kge 9.0 20,0 kge 9.0 20.0 kge 9.0 kge 9.0 kge 9.0 kge 9.0 HLAUPAREIKNINGAR útlAn verðtryggð YFIRDRATTUR 9.0 9,0 7.0 skuldabréf Að 21/2 ári 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 4.0 Lengri en 21 /2 ár 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 5.0 ÚTLAN TIL FRAMLEIÐSLU SJANEÐANMALS1) 1) Lán til framleiðslu á innanlandsmarkað eru á 15,0% vöxtum. Vegna útflutn- ings, í SDR 8%, í Bandaríkjadollurum 8,5%, í sterlingspundum 11,75%, í vestur- þýskum mörkum 6,25%. 2) Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskilalána er 2%, bæði á verðtryggð og óverðtryggð lán. 3) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, á þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge, hjá þeim bönkum sem þannig er merkt við, einnig hjá flestum stærstu sparisjóðunum. Atvinnumál Atvinnumál Atvinnumál Þjóðin hefúr mjög þokkalegar tekjur - en rekstur þjóðfélagsins leggst á fárra herðar íslenska þjóðin aflar mjög þokka- legra tekna. Þetta sést af samanburði við þjóðartekjur þar sem þær eru hæstar annars staðar. í hópi tuttugu og einnar þjóðar eru íslendingar nú í 12. sæti í tekjuöflun á íbúa. Þetta er mælt í bandarískum dollurum og það hefúr breytt miklu við fall dollar- ans. Miðað við gengi hans á alþjóða- vettvangi á síðasta ári voru íslendingar í 6. sæti í tekjuöflun á mann. Sú staðreynd að við öflum mikils Qár á alþjóðlegan mælikvarða mælt þýðir ekki endilega að við vöðum í gulli. „Útgjöld á mann eru tiltölu- lega mun hærri hér en í öðrum löndum. Við erum að reyna að halda hér uppi dvergríki sem veiti sömu þjónustu og kröfúhörðustu milljóna- þjóðir búa við. Þetta kostar mikið og leggst á fárra herðar, af þvi ein- faldlega að þjóðin er fámenn," segir Bolli Bollason, hagfræðingur hjá Þj óðhagsstofnun. Bandaríkin hafa verið með mesta þjóðarframleiðslu á mann. Með breyttu gengi dollarans er Sviss komið á toppinn. En athyglisverðara er að Japan er að ná Bandaríkjunum, einnig eftir gengisfall dollarans. Fyr- ir 20 árum var þjóðarframleiðsla á mann fjórfalt meiri í Bandaríkjunum en í Japan, í dollurum. Vegna þess hve dollarinn vegur þungt í milli- ríkjaviðskiptum og þjóðarbúskap okkar Islendinga mælist þjóðarfram- leiðsla okkar á mann álíka á gengi 1985 og nýjasta gengi dollarans, um 11.000 dollarar. I Sviss er þjóðarframleiðslan á mann nú komin yfir 18.000 dollara, samkvæmt síðasta gengi. í Banda- ríkjunum er hún yfir 16.000 dollarar á mann, í Japan og Noregi yfir 15.000 dollarar á mann, í Svíþjóð og Dan- mörku yfir 14.000 dollarar á mann, í Kanada og Vestur-Þýskalandi vel yfir 13.000 dollarar á mann, í Frakk- landi, Austurríki og Hollandi vel yfir 11.000 dollarar á mann og þar næst um 11.000 dollarar á mann hér á landi. Skammt á eftir eru Belgía, Ástralía og England. Talsvert þar á eftir koma Nýja Sjáland og Ítalía. írland og Spánn koma enn lengra á eftir og síðast koma svo Grikkland og Portú- gal. I Portúgal eru þjóðartekjur á mann aðeins 2.200 dollarar. Allar þessar tölur taka til framleiðslu þjóð- anna 1985. Á súluritinu táknar ljósa súlan þjóðarframleiðsluna á meðal- gengi dollars í fyrra en dökka súlan þjóðarframleiðsluna á nýju dollara- gengi. HERB Atvinnukönnun í byggingariðnaöi: Margir sjá fram á verkefnaskort í nýrri atvinnukönnun Landssam- bands iðnaðarmanna í byggingariðn- aði kemur i ljós að miðað við síðasta ár verður hlutfallslegur samdráttur í byggingu íbúðarhúsnæðis á þessu ári. A árinu 1985 voru um 30% verkefna þátttökufyrirtækjanna við byggingu íbúðarhúsnæðis en samkvæmt áætlun fyrirtækjanna fyrir árið 1986 má gera ráð fyrir að um 23% verkefna verði við íbúðabyggingar. Hlutfall viðhalds- og viðgerðarverkefna var á árinu 1985 um 22% og búast má við að það hlut- fall haldist svo til óbreytt á þessu ári. í könnuninni var spurt um starfs- mannafjölda, verkefnastöðu, helstu verkefni nú í upphafi sumars og á sama tíma í fyrra og uppsagnir fastra starfsmanna. Svör bárust frá 87 fyrir- tækjum sem hafa samtals um 1600 starfsmenn í þjónustu sinni eða um 20% þeirra sem starfa við byggingar- iðnað á vegum einkaaðila. í ljós kom að starfsmenn í byggingariðnaði á landinu öllu voru um 7% færri í byij- un apríl sl. en á sama tíma í fyrra. Mestur hefúr samdrátturinn orðið í múrun. Aftur á móti gera áætlanir fyrirtækjanna ráð fyrir um 14% starfs- mannaaukningu á tímabilinu apríl til júlí og mest mun fjölgunin verða í múrun. Á fyrstu þrem mánuðum þessa árs hafði 46 fastráðnum starfsmönnum verið sagt upp hjá þeim fyrirtækjum sem tóku þátt í könnuninni, þar af voru 36 starfsmenn á höfúðborgar- svæðinu. Uppsagnir á tímabilinu apríl til júní voru hins vegar mjög óveruleg- ar. Á tímabilinu frá júlí til september á þessu ári gera iðnaðarmenn í húsa- smíði ráð fyrir mestum verkefnaskorti, eða um 41% þátttakenda. Næst komu veggfóðrarar og dúkalagningarmenn en um 36% þátttakenda bjuggust við verkefnaskorti á tímabilinu. Húsamál- arar gera aftur á móti ráð fyrir nægri atvinnu á sama tímabili. Ef borin er saman verkefúastaðan á tímabilinu apríl-júní og svo júlí- sept- ember kemur í ljós að á fyrra tímabil- inu eru einungis 8% þátttakenda sem sjá fyrir verkefhaskort á móti um 19% síðsumars. -S.Konn. Hlutfallsleg breyting á fjölda starfsmanna (%) Apr. '85-apr. '86 Apr. '86-júl. ‘86 Verkt.starfsemi/húsasm. -4,9 16,6 Húsasmíói 4.2 -4,6 Tréiðnaöur - 14.8 4.8 Húsamálun 0,0 26,4 Múrun -43,8 47,2 Pípulagning 6,9 15,1 Rafvirkjun -7.4 19,0 Veggfóörun og dúkal. 14,3 25,0 ALLAR IÐNGREINAR -6.6 13,6 Idnaðarmenn -4,5 6,3 Verkamenn -16,1 35,7 Aðrir starfsmenn 6,8 7.6 STARFSMENN ALLS -6.6 13,6 Verkefhastaða Hlutfall (%) þátttakenda semskorti (r) verkefni: Apríl-júni '86 Júlí-sept. '86 Verkt.starfsemi/húsasm. 6,7 12,1 Húsasmíði 13,0 40,9 Tréiðnaður 12,2 28,6 Húsamálun 0,0 0.0 Múrun 0.0 31,0 Pípulagning 7,0 14,3 Rafvirkjun 13,6 13,6 Veggfóðrun og dúkai. 0.0 36,1 ALLAR IÐNGREINAR 8.0 18,7

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.