Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1986, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1986, Blaðsíða 17
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 1986. 17 iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Hörður Magnússon skorar eitt af þremur mörkum sínum í leiknum. „Auðvitað var gaman að skora þrjú mörk‘ ‘ „Þetta var fyrst og fremst sigur liðs- heildarinnar. Menn börðnst hver fyrir annan. Liðið náði vel saman og það var auðvitað gaman að skora þrjú mörk,“ sagði Hörður Magnússon, hetja FH-inga gegn Vestmannaeying- um í Kaplakrika í gærkveldi. FH-ingar unnu auðveldan sigur, 4:1, og Hörður skoraði þrennu í leiknum. Slakur fyrri hálfleikur Leikurinn fór rólega af stað og fátt markvert gerðist fyrstu mínútumar. En á 12. mín. kom fyrsta markið, Pálmi Jónsson sendi hnitmiðaða sendingu inn í vítateig ÍBV, beint á höfuðið á Herði Magnússyni sem skallaði af ör- yggi i markið. FH-ingar sóttu mun meira eftir markið og litlu munaði að þeir bættu öðru marki við þegar Pálmi Jónsson komst í gegnum vöm Eyja- manna en í stað þess að skjóta sjálfur renndi hann knettinum til hliðar á Inga Bjöm en Hörður Pálsson, mark- vörður ÍBV, bjargaði. Rétt fyrir hlé átti Ingi Bjöm skot yfir úr ágætis marktækifæri. Vestmannaeyingar ógnuðu varla FH-markinu í fyrri hálf- leik, þeim gekk mjög erfiðlega að ná saman á miðjunni. En þeir hóíú síðari hálfleik mun betur en heimamenn og Ingi Sigurðs- son átti lúmskt skot sem Gunnar Straumland varði í hom. En FH-ingar komu aftur inn í leikinn og á 60. mín. bættu þeir öðm marki við. Löng send- ing kom inn í vítateig ÍBV, en þar mistókst vamarmönnum að hreinsa frá og Ingi Bjöm beið á réttum stað eftir boltanum og skoraði. Sjö mínút- um- síðar bmnaði Pálmi upp að endamörkum eftir sendingu frá Inga Bimi, gaf síðan vel fyrir markið og þar kom Hörður á fullri ferð og skall- aði knöttinn glæsilega í bláhomið og staðan því orðin 3:0 fyrir FH. En að- eins þrem mínútum síðar minnkuðu Vestmannaeyingar muninn. I-öng sending fram völlinn og Bergur Ágústsson stakk vamarmenn FH af og renndi knettinum í netið án þess að Gunnar markvörður kæmi vömum við. Og skömmu síðar komst Bergur aftur í gegn en nú sá Gunnar við hon- um og varði vel. Vestmannaeyingar virtust nú endanlega missa móðinn og FH-ingar náðu undirtökunum. Og á 84. mín. kom fjórða mark FH og enn var Hörður á ferðinni, komst framhjá vamarmönnum ÍBV og skoraði af harðfylgi. FH-ingar heíðu getað bætt við fleiri mörkum í lokin því að vöm ÍBV var illa á verði. En leiktíminn rann út og þriðji sigur FH staðreynd. ÍBV er á botninum sem fyrr án sigurs með aðeins eitt stig og fall í aðra deild blasir við ef leikur liðsins batnar ekki. I liðinu em margir ungir og efhileg- ir leikmenn en þeir hafa litla sem enga reynslu. Leikmenn ná ekki vel saman herji. FH-liðið hafði yfirburði gegn slökum Eyjamönnum. FH-ingar höfðu ekki sigrað í fimm síðustu leikjum svo að það var kominn tími til. I liðinu em margir góðir leikmenn sem eiga að geta sýnt góða hluti. Hörður Magnús- son átti mjög góðan leik og var sannarlega hetja liðsins. Einnig var Ingi Bjöm skæður í framlínunni og dró oft með sér fleiri en einn mann og um leið losnaði um aðra. Þá var vömin ömgg lengst af og oft náðist upp ágætis spil á miðjunni. Lið FH - Gunnar Straumland, Viðar Halldórsson, Ólafur Kristjánsson, Ól- afur Jóhannesson, Henning Henn- - sagði Hörður Magnússon sem skoraði þrennu er FH sigraði IBV stórt, 4-1 og vömin er mjög slök. Hörður Páls- ingsson, Guðmimdur Hilmarsson, Ingi son markvörður átti ágætan leik og Bjöm Albertsson, Ólafur Danivalsson, verður ekki sakaður um mörkin, Berg- Hörður Magnússon, Magnús Pálsson, ur Ágústsson eiimig efhilegur fram- Pálmi Jónsson. í Frakka þyrstir í hefnd * - er þeir leika gegn Vestur-Þjóðverjum á morgun „Við em allir mjög ánægðir með að fá tækifæri til að hefna harma okkar gegn V-Þjóðveijum. Sérstak- lega þyrstir þá leikmenn sem léku gegn V-Þjóðverjum á Spáni 1982 í hefnd. Þetta er tækifærið sem við höfum beðið eftir í fjögur ár,“ sagði Henri Michel, þjálfari Frakka, þegar hann var spurður um undanúrslita- leikinn gegn V-Þjóðverjum á mið- vikudaginn. Þessar þjóðir mættust einmitt í undanúrslitum 1982 og þá unnu V-Þjóðverjar eftir vítaspymu- keppni eftir að Frakkar höfðu komist yfir, 3-1, í framlengingunni. • „Þegar við unnum ítali, heims- meistarana sjálfa, vissum við að það erfiðasta væri ekki búið. Við snerum okkur að næsta leik. Þannig höfum við komist áffarn í keppninni með því að taka hvem leik fyrir sig. Við óttumst ekki V-Þjóðverja, við erum tilbúnir að mæta þeim,“ sagði Yannick Stopyra og sagði að þessir erfiðu leikir IVakka gerðu leikmenn enn staðráðnari í því að sigra í keppninnni. • „Ég tel þrjár ástæður fyrir því að við ættum að sigra V-Þjóðverja: í fyrsta lagi hefúr þeim farið aftur síðan 1982. í öðm lagi höfúm við stuðning mexíkanskra áhorfenda vegna þess að V-Þjóðveijar slógu heimamenn út og í þriðja lagi erum við staðráðnir í því að ná fram hefndum," sagði Bmno Bellone, sem skoraði hið umdeilda mark í víta- spymukeppninni. • Þeir Joel Bats og Alain Giresse vom varkárari í spádómum sínum. „V-Þjóðverjar hafa ekki leikið vel hingað til en þeir komast samt alltaf áfram. Og nú em þeir enn einu sinni komnir í úrslitin. Það má ekki van- meta þá,“ sagði Joel Bats. „Ég er sammála því að það megi ekki van- meta V-Þjóðverja. Það er eins og þeir eflist alltaf þegar þeir leika við okkur,“ sagði Giresse. -SMJ Lið IBV - Hörður Pálsson, Þórður Hallgrímsson, Viðar Elíasson, Elías Friðriksson, Jón Amarsson, Jón Atli Gunnarsson (Héðinn Svavarsson, 45. mín.), (Lúðvík Björgvinsson, 83. mín.), Þorsteinn Viktorsson, Jóhann Ge- orgsson, Bergur Ágústsson, Ómar Jóhannesson, Ingi Sigurðsson. Guð spjöld: Ólafur Kristjánsson, Bergur Ágústsson og Ómar Jóhannes- son. Dómari var Friðgeir Hallgrímsson og dæmdi sæmilega og línuverðir þeir Ólafur Lárusson og ðlafúr Ragnars- son. Maður leiksins: Hörður Magnússon, FH. Róbert I I I I I I I I I g meistarana sjálfa, vissum við að það vegna þess aö v-Pjóöveqar stogu okkur," sagði Uiresse. -SMJJ Punktar; fráHM ; _ w Joel Bats, landsliðsmarkvörð- ■ I ur Frakka, skildi við eiginkonu I ■ sína einum mánuði fyrir heims-1 ■ meistarakeppnina í Mexíkó. Bats . I hefur gefið í skyn í blaðaviðtölum | J að hann hafi fyrir vikið fengið | I mun betri tíma til að æfa sig er - Ikellingin var á bak og burt. Eitt | er víst: Hann er í dag einn allra | besti markvörður í heimi og hefur . staðið sig með miklum sóma í I Mexíkó. I • Carlos nálægt meti . | Banks | _ Landsliðsmarkvörður Brasilíu, ■ | Carlos, var nálægt því að setja I Inýtt met í sögu HM í leiknum I gegn Frökkum í 8-liða úrslitun- * Ium. Fyrir leikinn hafði hann ekki I fengið á sig mark í 360 mínútur z I og þegar Frakkar skoruðu sitt | ■ fyrsta mark í leiknum á 41. mín- • I útu hafði Carlos haldið hreinu í I " 401 mínútu. Metið stendur sem . I sagt enn en það á enski landsliðs- | . markvörðurinn fyrrverandi ■ I Gordon Banks. Hann fékk ekki á I sig mark í 442 mínútur í úrslitum | 13 HM í Englandi árið 1966. !• i - „Skytturnarfjórar“ I Brasilíumenn voru ekki yfir sig I Ihrifnir eftir ósigurinn gegn I Frökkum á dögunum en aftur á ■ Imóti áttu þeir ekki orð til að lýsa I snilli frönsku leikmannanna og * I þá sérstaklega miðjuleikmanna I ■ Frakka. Brasilíumenn kölluðu þá . I Platini, Tigana, Fernandes og | J Giresse, „skytturnar fjórar“ og ■ I hafa þá væntan'lega haft í huga I ■ söguna frægu um skyttumar | * þrjár, „De tre musketerere". Tele . | Santana, þjálfari Brasilíu, sagði | I eftir leikinn að þeir fjórmenning- ■ I ar væru snjöllustu miðjuleik- menn í heiminum í dag. I • Pfaff er snjall á túbuna I Einn allra besti ef ekki bestí | ■ markvörður HM-keppninnar í . | Mexíkó, Jean Marie Pfaff, mark- | Ivörður belgíska landsliðsins, ■ kann fleira fyrir sér en að veija I I markið í knattspyrnu. Pfaff kom | ■ mörgum á óvart á dögunum er ■ I hann fékk að reyna sig í lúðra- * I sveit sem varð á vegi hans í I Mexíkó. Túbuleikari hljómsveit- . ■ arinnar lánaði honum hljóðfæri | i sitt og Pfaff stóð sig í stykkinu ■ I og heillaði alla sem sáu og heyrðu I | með uppátæki sínu. I • Sjö hafa hætt | * Þjálfarar 7 landsliða af þeim 24 ■ I sem leika í Mexfkó hafa hætt | Ístörfum. Einn þeirra er Cayetano, I þjálfari Paraguay. Hann sagði að I Ibetra væri að hætta sjálfur enl láta reka sig. Enginn hafði þó ■ I hugsað sér að reka hann. Cayet- I ■ ano er fy'rsti þjálfarinn í 28 ár sem ? 1 kemur Paraguay í úrslitin á HM. I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.