Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1986, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1986, Blaðsíða 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 1986. Fréttir Fréttir Fréttir Fréttir MilUónaviðskipti í vændum: Hjartaskurðlækningar fýrir Grænlendinga og Færeyinga „Ég sé því ekkert til fyrirstöðu að við getum farið að anna hjarta- skurðlækningum fyrir Grænlend- inga og Færeyinga ef svo fer sem horfir," sagði Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna, í samtali við DV. Eins og kunnugt er af frétt- um eru hjartaskurðlækningar hafnar á Landspítalanum og hafa þegar þrjár aðgerðir verið gerðar með góðum árangri. „Við verðum að gera okkur grein fyrir að heilbrigðisþjónusta er orðin heimsmarkaðsvara og við eigum nóg af hæfum læknum, bæði hér heima og erlendis. Þessa menn á að kalla heim og láta vinna hér. Þetta er eins og hver annar iðnaður sem tekur tíma að vinna upp. Grænlenski og færeyski markaðurinn er ekki sér- staklega stór en þar má byrja og færa síðan út kvíamar. Við eigum að vinna markvisst að því að fá hing- að útlendinga í aðgerðir, af því getum við haft gjaldeyristekjur. Þetta er lest sem við höfum ekki efni á að missa af,“ sagði Davíð Á. Gunnarsson. -EIR | Japanska skipið Tokyo Reefer í Hafnarfjarðarhöfn. Verið er að lesta hvalafurðum í skipið. Að sögn Kristjáns Loftssonar er um að ræða fryst hvalkjöt frá síð- asta veiðitímabili. Skipið er nú á leið til Japan með farminn. DV-mynd: PK Hvalamálið: Bandaríkjastjóm hyggst bíða úrskurðar dómstóla „Um þessar mundir er í gangi mál fyrir hæstarétti í Bandaríkjunum sem snertir heimild bandaríkjastjómar til þess að gera samkomulag við Japani um framhald hvalveiða til ársins 1988. Ég býst við að bandaríkjastjóm bíði með aðgerðir gagnvart Japönum þar til niðurstaða dómsins liggur fyrir í lok þessa mánaðar eða byrjun þess næsta,“ sagði Kjartan Júlíusson deild- arstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu. Umhverfismálasamtök í Bandaríkj- unum höfða málið fyrir hæstarétti á þeim rökum að Bandaríkjastjóm hafi ekki haft heimild til þess að gera sam- komulag við Japani um hvalveiðar. Að sögn Kjartans er líklegt að niður- staða dómsins mimi hafa áhrif á það hvemig Bandaríkjastjóm bregst við hvalveiðum Japana og kaupum þeirra á hvalafúrðum en háværar raddir hafa verið uppi um að bandaríkjastjóm ætli sér að banna Japönum veiðar í bandarískri landhelgi hætti þeir ekki að kaupa hvalafúrðir. „Japanir em undir gífurlegu álagi, aflinn í bandarískri landhelgi er mun verðmætari en hvalafurðimar. En ennþá veit enginn hvemig máhnu lyktar. Bandaríkjastjóm hefur engar endanlegar yfirlýsingar gefið. Á þessu stigi er því of snemmt að draga álykt- anir um hver áhrifin verða fyrir okkur íslendinga. Hins vegar hafa Japanir gefið i skyn að þeir neyðist til þess að hætta að kaupa hvalafúrðir ef banda- ríkjastjóm hótar veiðibanni í banda- rískri landhelgi," sagði Kjartan Júlíusson. Kristján Loftsson, framkvæmda- stjóri Hvals h£, sagði að ekkert benti ennþá til annars en að Japanir ætluðu sér að kaupa af okkur hvalafurðir. Það væm engin lög sem bönnuð Japönum slík viðskipti. „Það þýðir ekki að trúa öllu því sem umhverfisvemdunarsam- tök í Bandaríkjunum halda fram. Staðfestingar þess efnis að Japönum verði bannað að veiða í bandarískri landhelgi, kaupi þeir hvalafúrðir, liggja hvergi fyrir. Það er lítil hætta á öðm en að við losnum við hvalafúrð- imar í ár,“ sagði Kristján Loftsson. -KB Alþýðubandalagið; ákveðið um mál Guðmundar Framkvæmdastjóm Verka- mannasambands íslands sam- þykkti á fúndi sínum í gær að verða við tilmælum Guðmundar J. Guðmundssonar um að hann yrði leystur frá störfúm sem for- maður sambandsins á meðan fram færi rannsókn á hvort hann væri á einhvem hátt tengdur gjald- þrotamáli Hafskips hf. í síðustu viku samþykkti stjóm V erkamannafélagsins Dagsbrúnar að verða við ósk Guðmundar um að Halldór Bjömsson, varafor- maður félagsins, tæki að sér störf formanns á meðan á rannsókninni staeði. Ásmundur Stefanson, forseti Al- þýðusambands íslands, sagði í samtali við DV í gær að Guðmund- ur hefði farið þess á leit við stjóm ÁSÍ að honum yrði veitt leyfi frá stjómarstöríúm um ótiltekinn tíma, eða þar til rannsókn fyki í máli hans. Ásmundur sagði að enginn miðstjómarmaður heföi sett fram kröfu um aisögn Guð- mundar og að engar áætlanir hefðu verið uppi um að leysa hann frá störfum. Svavar Gestsson, formaður Al- þýðubandalagsins, sagði í samtali við DV í gær að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um hvemig flokkurinn myndi bregðast við máli Guðmundar J. Guðmunds- sonar. Formaður þingflokksins væri erlendis og því væri erfitt um vik. „Við erum að ræða málin,“ sagði Svavar. „Ég reikna ekki með að við aðhöfúmst neitt næstu daga.“ Þá hefúr Guðmundur J. Guð- mundsson ritað forseta neðri deildar Alþingis bréf og óskað eftár leyfi frá þingstörfúm um ótiltekinn tíma. Þorvaldur Garðar Kristjáns- son, forseti sameinaðs Alþingis, sagði í samtali við DV í gær að beiðni þessi yrði afgreidd á sama hátt og þegar þingmaður óskaði eftir leyfi frá störfúm vegna til dæmis veikinda, ferðalaga eða anna og að varamaður tæki sæti hans á meðan. -EA Gleymska flugvirkja Orsök þess að flugvél Sverris Þór- oddssonar féll á nefið í lendingu á Reykjavíkurflugvelli í ársbyijun 1985 er talin sú að flugvirki gleymdi að festa hjólahurðir nefhjólsins þegar flugvélin var skoðuð nokkru fyrir óhappið. önnur hurðin slóst síðan inn á legg hjólsins þegar leggurinn fór upp eftir flugtak í Reykjavík og festingar leggs- ins brustu. Níu farþegar og flugmaður sluppu ómeiddir. Skemmdir urðu smávægi- legar á nefi, hreyflum og loftskrúfum flugvélarinnar. Flugmaðurinn hafði hætt við lend- ingu í Holti í Önundarfirði sökum þess að aðvörunarljós sýndi að nef- hjólið var ekki fast niðri. Á meðan flugvélin var á leiðinni til Reykjavíkur hafði bjöigimarlið nægan tíma til að búa sig undir nauðlendingu. Frétta- menn gátu einnig stillt upp myndavél- um sínum í tæka tíð. -KMU Svona getur farið þegar flugvirkjar gleyma sér í vinnunni. Farþegum hjálpað úr flugvélinni eftir nauðlendinguna á Reykjavikurflugvelli ■ janúar 1985. DV-mynd GVA.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.