Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1986, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1986, Blaðsíða 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 1986. Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÖSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALLSTEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur. auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLT111, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- ogplötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLT111 Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 450 kr. Verð I lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr. Hin hraða leið til heljar Ríkisstjórn hvítra manna í Suður-Afríku er farin á taugum. Hún sigar stjórnlausri lögreglu á svart fólk, lokar það inni hundruðum saman og setur bann á frétta- flutning hvítra blaðamanna í landinu. Hún flýtir óhjákvæmilegri valdatöku svarta meirihlutans. Atburðarásin í Suður-Afríku hefur verið nákvæmlega eins og spáð var í leiðara þessa blaðs fyrir rúmlega hálfu ári. Hvíti minnihlutinn í Suður-Afríku er ófær um að sjá, að boðskapur er letraður á vegginn. Ríkis- stjórnin hagar sér eins og sært og tryllt villidýr. Hinn óttaslegni forseti Suður-Afríku er drýgindaleg- ur og segist sýna heiminum, að hvítu mennirnir þar í landi séu engir aumingjar. Röksemdafærsla af því tagi ber dauðann í sér, því að önnur atriði ráða framtíð hvítra manna í þessu volaða landi. Til eru hvítir menn í Suður-Afríku, sem skilja, að hinn fjölmenni svarti meirihluti hlýtur að taka völdin í landinu með góðu eða illu. Þeir eru þó fáir og áhrifa- lausir með öllu. Botha forseti hefur meiri vanda af fasistum í hópi stjórnarandstæðinga. Blóðbaðið í Suður-Afríku hefur til þessa eingöngu kostað svarta menn lífið. Fyrr eða síðar kemur að því, að þeir grípa til vopna og færa hryðjuverkin inn í hverfi hvítra manna. Borgarastyrjöldin getur hæglega endað með, að hvítu fólki verði útrýmt í landinu. Stefna ríkisstjórnar hvítra manna leiðir eindregið til þeirrar niðurstöðu. Stjórnin tekur ekki mark á neinum góðum ráðum. Hún hefur gróflega hunzað tilraunir ráðamanna brezka samveldisins til að koma á samtali milli hvítra og svartra manna í Suður-Afríku. Um þessar mundir líta Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, og Reagan, forseti Bandaríkjamanna, út eins og kjánar, sem skilja ekki lögmál lífsins. Tilraunir þeirra til að styðja ríkjandi ástand í Suður-Afríku eru örugglega dæmdar til að mistakast með öllu. Að vísu skiptir litlu, hvort vestrænar þjóðir setja Suður-Afríku í algert viðskiptabann eða halda áfram hinu hálfgerða banni, sem gilt hefur um nokkurt skeið. Örlög fólks í Suður-Afríku ráðast ekki af ákvörðunum, sem teknar eru í útlöndum. Þau ráðast heima. Efnahagur Suður-Afríku stendur og fellur með sex milljónum svartra verkamanna. Þeir ákváðu um daginn að sitja heima til að minnast þess, að tíu ár eru liðin frá hryðjuverki ríkisstjórnarinnar í Soweto. Það verður ekki síðasta atlaga þeirra að efnahagskerfinu. Fráleitt er, að öflugustu ríki Vesturlanda óhreinki sig á stuðningi við hina trylltu ógnarstjórn hvítra manna í Suður-Afríku. Framkoma Thatchers og Reag- ans hjálpar ekki hvítu fólki í Suður-Afríku. Hún skaðar málstað Vesturlanda, þegar hinir svörtu taka völdin. Sigraðar eru kenningar úm, að Vesturlönd verði að halda stjómmála- og viðskiptatengslum við Suður- Afríku til að sefa hvíta minnihlutann og ná fram umbótum. Hvíti minnihlutinn tekur ekki mark á slíku og stefnir óafvitandi að blóðugum úrslitum. Hörmulegt er að horfa á þessa atburðarás. í Suður- Afríku er skynsemin á undanhaldi. Áhrif hvítra fasista fara vaxandi og sáttasinnar sæta aðkasti sem ræflar og föðurlandssvikarar. Þetta er atburðarás, sem stefnir eindregið að tortímingu ríkjandi valdakerfis. Verst er, að ekkert er hægt að gera. Viðskiptaþving- anir skipta engu. Við verðum að sætta okkur við að vera aðeins áhorfendur að hinum hrikalega harmleik. Jónas Kristjánsson .Ríkisstofnunin Náttúruvemdarráð myndi gjama vilja ráða miklu um óbyggðaterðir Njótum lands- ins saman Umgengni við landið. í fyrri greinum mínum fyallaði ég einkum um hversu ólíkir hagsmunir eru ó ferðinni, hvað snertir um- géngni við landið og var þá einkum rætt um óbyggðir. Minnst var á hversu erfitt væri fyrir venjulega ferðamenn að vita hver ætti landið. Hver á að eiga landið? Það er mín skoðun að harla litlu máli skipti hver á hvað ef hægt er að tryggja fólki þann afnotarétt sem það þarf ó að halda og hef ég í þess- um greinum einkum haft í huga þarfir þéttbýlisbúa. Á sl. hálfum öðrum áratug hafa komið fram margar tillögur og frum- vörp á Alþingi um eignarrétt á landi. í frumvarpi fró Alþýðuflokknum á Alþingi 1976 var lagt til að allar óbyggðir og afréttir yrðu ríkiseign. Sama ár lögðu nokkrir þingmenn Alþýðubandalagsins til að við 67. grein stjómarskrárinnar bættust greinar þar sem m.a. var lagt til að „Öll verðmæti í sjó og á sjávarbotni innan efnahagslögsögu, svo og al- menningar, afréttir og önnur óbyggð lönd utan heimalanda, [skuli] teljast sameign allrar þjóðarinnar, einnig námur í jörðu, orka í rennandi vatni og jarðhiti neðan við 100 metra dýpi“ (leturbreyting mín, tekið úr bók Gunnars F. Guðmundssonar, Eignarhald á afréttum og almenn- ingum). Eg get heils hugar tekið undir Ingólfur Á. Jóhannesson landvöröur í Skaftafelli hugmyndina um þjóðareign en vara aftur á móti sterklega við ríkiseign. Ég geri greinarmun á ríkiseign og þjóðareign þótt ríkisstjómin sé talin stjóma í umboði þjóðarinnar skv. leikreglum þess þjóðskipulags sem ríkir hér á landi. Hins vegar verður Alþingi að hlut- ast til um að samdar verði reglur þar sem reynt verði að samrýma þau sjónarmið um notkun sem reifuð vom í fyrri greinum. Hafa þarf í huga að sem minnst verði gengið á fom réttindi en náttúrufriðun og hvers konar umgengni tryggð sem frekast má verða. Slíkar reglur þarf að prófa rækilega áður en þær verða lögfestar eða einum aðila falin umsjá þjóðareignarinnar. Óbyggðanefnd Ég býst við að margir myndu telja sig kallaða til að stjóma óbyggðun- um. Ríkisstofnunin Náttúruvemdar- ráð myndi gjama vilja ráða miklu um óbyggðaferðir og er að mínu mati best treystandi til þess af þeim aðilum sem til em í landinu. Að auki hefur róðið lagaskyldur í þess- um efnum, svo sem að setja reglur um akstur. 1 náttúmvemdarlögum em líka ákvæði um rétt almennings til að umgangast landið. Ég tel þó farsælla að beint lýðræði allra notenda sé viðhafl; tilnefridir verði fulltrúar af bændasamtökum, ökumönnum, nóttúrufriðunarsinn- um, skotveiðimönnum, ferðafélögum og þar fram eftir götunum. Þessir fulltrúar myndi óbyggðanefnd og geti hvaða félagsskapur sem minnstu hagsmuna á að gæta fengið aðgang að henni. Eg hugsa mér að ríkissjóður greiði kostnað af starfi þessarar nefndar enda er það hlutverk hans að veija skatttekjunum til hagsbóta fyrir þjóðina. Gagnkvæmt traust Eitt brýnasta viðfangsefiiið í þessu sambandi er að eyða tortryggni milli hagsmunaaðila og tel ég slíka „óháða“ nefhd mun betur til þess fallna en Náttúruvemdarróð sem fer með vissa hagsmuni. E.t.v. yrði þessi nefnd bara silki- húfa. En tortryggnin er til og henni þarf að eyða. Það dugar ekki að for- dæma rjúpnaskyttur fyrir að drepa fallegan fugl eða vera gáttaður á heimskulegu fjallaklifri svo að ég nefiii það sem ég get síst hugsað mér að gera. Gagnkvæmt traust og til- litssemi við landið og aðra notendur á að vera fyrsta boðorð allra. „Á sl. hálfum öðrum áratug hafa komið fram margar tillögur og frumvörp á Al- þingi um eignarrétt á landi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.