Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1986, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1986, Qupperneq 26
26 DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. JtJNÍ 1986. Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Ólyginn sagði... Bruce Springsteen rokksöngvarinn kröftugi, mun eiga von á erfingja seinni hlutann í september. Söngvarinn og kona hans, Julianne, voru á veitinga- stað um daginn að halda upp á gleðitíðindin. Fregnin hefur þó ekki enn verið gerð opinber en Julianne er hætt að vinna og lét meira að segja fjarlægja nafn sitt úr módelbókum til að verða alveg örugglega ekki fyrir ónæði. Einnig hefur sést til hennar I New York þar sem hún var i óða önn að skoða barnaföt og föt fyrir þung- aðar konur. Virðist því á öllu að „Brúsi" karlinn verði að umgang- ast pelann, bleiurnar, gítarinn og hljóðnemann jöfnum höndum. er leikur hinn illa skurk, J.R. Ew- ing, er farinn að fá skalla. Þetta er að vísu aðeins smáblettur, sem er vart sjáanlegur, en hefur þó orðið sýnilegri með timanum. Hagman er mjög annt um hár sitt og útlit eins og fleiri leikurum og hefur mikið reynt að leyna þessari óþægilegu staðreynd. Á hverjum degi kemur hárgreiðslumeistari heim til hans og kembir honum vel og vandlega, spreyjar hárið og leggur það af mikilli natni. Svo vel sinnir hárgreiðslumeistarinn starfi sínu að leikarinn gæti geng- ið út í hávaðarok án þess hár bærðist á höfði hans. Robert Mitchum hafnaði í fyrstu tilboði um að leika Pug Henry sjóliðsforinga í fram- haldsþáttaröð, Winds of War, sem sýnd var hér á landi í vetur. Þegar svar Mitchums lá fyrir reyndu framleiðendur nýju þáttanna, en þeir nefnast War and Rem- embrance, að fá Paul Newman, Gene Hackman og James Co- burn til að taka hlutverkið að sér en þeir neituðu allir. Ástæðan fyr- ir neitun Mitchums var að honum fannst útliti sínu eitthvað ábóta- vant' á skerminum. Mitchum fór síðan í fegrunaraðgerð og lét m.a. fjarlægja baugana undir augun- um. Eftir aðgerðina var hann svo ánægður með útkomuna að hann var æstur í að leika Pug Henry. Fékk hann hlutverkið undireins og nú eru allir ánægðir. Gígja Birgisdóttir, fegurðardrottning íslands, tók sig vel út í skautbúningi. Fjölmennt var á Akureyri en strákarnir dóu ekki ráðalausir og náðu sér í stúkusæti. Kara- mellu- slagur og Icy- söngur Selfyssingar hafa löngum verið þekktir fyrir skemmtileg og sérstök uppát;eki og ekki brugðu þeir út af vananum 17. júni frekar en fyrri dag- inn. Mikil þátttaka var í hátíðar- höldunum enda veður gott. Skrúðgangan var fjölmennari en oft- ast áður og dagurinn að öllu leyti vel heppnaður. Mesta kátínu vakti þegar flugvél sveif yfir bæinn og dreifði karamellum yfir knatt- spyrnuvöllinn. Hljóp þá hver sem betur gat og reyndi að krækja sér í sætindi. Voru sumir forsjálli en aðrir og höfðu haft poka í vasanum. Söfn- uðu þeir í mal sinn meðan aðrir áttu fullt í fangi með að tína upp í sig eða fylla vasa sína. Á Akureyri var einnig margt sér til gamans gert. ICY-hópurinn, sem varla þarf frekari kynningar við, skemmti, kominn beint úr höfuð- borginni. Þrátt fyrir þetta lands- hornaflakk voru engin þreytumerki að sjá á þeim krökkum í tríóinu. Fjöldi Akureyringa safnaðist saman og skemmti sér vel. Þar í bæ var einnig slegið upp sýningu á bílum, bæði gömlum og nýjum , og lögðu fjölmargir leið sína þangað að líta á draumabílinn. Hátíðarhöldin heppn- uðust vel um allt land enda eru allir ávallt staðráðnir í því að gera daginn að sönnum hátíðisdegi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.