Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1986, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1986, Blaðsíða 27
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 1986. 27 Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Sviðsljós Bill Cosby er sannur fyrirmyndarfaðir Einn af vinsælli þáttum sjónvarps- ins í dag er þátturinn Fyrirmyndar- faðir. Þættir þessir hafa farið sigurför um hinn vestræna heim og slegið bæði Dallas og Dynasty við. Aðalleikarinn heitir Bill Cosby, 48 ára Bandaríkjamaður. Þegar hann er spurður um hvernig hann geti allt- af búið til svona líflega og skemmti- lega þætti vill Cosby tileinka konu sinni, Camille, allan heiðurinn. „Hún er falleg í útliti en hefur enn fallegri innri mann og það er hún sem hvetur mig og styður," segir leikar- inn. Þau hafa verið gift í 22 ár og eiga 5 börn. Fjórar dætur og einn son. Börnin eru á aldrinum 9-21 árs og nöfn þeirra byrja öll á bókstafnum E. Þegar Cosby talar við blaðamenn á sinn frjálsa og opinskáa hátt held- ur konan sig í bakgrunninum og segist ekki alltaf kunna vel við allt glysið sem fylgi velgengninni. Cam- ille var aðeins 19 ára þegar hún og Cosby, sem er 7 árum eldri, urðu ástfangin. Fljótlega komu börnin, peningarnir og velgengnin. Nú eiga þau 4 hús, í Massachusetts, New York, Kalíforníu og Fíladelfíu. Höf- uðstöðvarnar eru í Massachusetts en Fíladelfía er fæðingarbær beggja. Camille vinnur við að berjast fyrir réttindum blökkumanna en hún tek- ur einnig ríkan þátt í viðskipta- umsvifum eiginmannsins. Mestan hluta tíma síns notar hún þó í þágu fjölskyldunnar enda eru börn þeirra óvenjulega vel upp alin. Bill Cosby segist ekki hegða sér eins við sín eigin böm og hann gerir í sjónvarps- þáttunum. Hann segist vera ákveðn- ari og gera meiri kröfur til þeirra. Hann er samt fyrirmyndarfaðir og segist líða best heima í faðmi fjöl- skyldunnar. Eftir 22 ára hjónaband eru þau ennþá jafnástfangin og segj- ast sífellt verða ástfangnari. Cosby hefur þó ekki í hyggju að setjást í helgan stein a.m.k. ekki á meðan Camille heldur áfram að hvetja hann til dáða. Því getum við átt von á enn fleiri þáttum frá Bill Cosby i framtíð- inni, okkur til ánægju og yndisauka. ■ Fyrirmyndartaðirinn ásamt börnum sinum. Eru þeir aö fá’ann? Það munu sjálfsagt fáir trúa þess- um veiðimönnum þegar þeir segja fiskveiðisögur sínar í framtíðinni um þann stóra. En hvort sem menn vilja trúa eða ekki þá er þessi mynd dag- sönn. Fiskur þessi veiddist við ströndina í Máretaníu sem liggur við Sahara eyðimörkina. Hann kallast I konungsfiskur og vegur 65 kg. Þeir heppnu ætluðu aðeins að renna sér til gamans en fengu heldur betur að reyna á sig. Ei1 víst haft fyrir satt að fiskveiðiáhugamenn streymi nú til Máretaníu og þarf ekki að skoða myndina lengi til að skilja af hverju. Þekkir einhver svipinn? Jú. revndar - þetta er sú fræga MM eöa Marilvn Monroe. Á þessum árum hét hún einfaldlega Norma Jean Baker en átti sér frægðardrauma sem svo margir aðrir á þessum árum. Myndina tók André de Dienes árið 1945 og staöurinn er ein hraðbraut- anna í Hollvwood. Marilvn er nítján ára gömul og ljósnwndarinn sagði smástjörnurnar í pilsinu hennar sýna að einn góðan veðurdag yrði hún heimsfræg - stórstjarna í kvik- myndum. Veginn valdi hann sem mótíf vegna þeirrar skoðunar sinnar að fyrirsætan ætti langa leið fyrir höndum. Þegar heim kom skrifaði hann þetta niður í minnisbók og spá- dómur Andrés rættist bæði fvrr og rækilegar en þau gat með nokkru móti rennt í grun á þeirri stundu. Ólyginn sagði... Stevie Wonder blindi söngvarinn sem hefur gert það svo gott, vonast nú til að geta séð einhvern timann í fram- tíðinni. Amerískur laeknir segist nú vera vongóður um að hafa fundið meðferð sem geri ef til vill fólki, sem hefur verið blint frá fæðingu, mögulegt að sjá. Stevie er einn þeirra fyrstu sem segist ætla að reyna meðferðina. Hann segist ekki hafa neinu að tapa og vill meira að segja leika tilrauna- kanínu ef það getur fært honum sjónina. Thompson Twins söngtríóið þónokkuð vinsæla, hefur nú endanlega splundrast. Vitað var að innan triósins ríkti einhver togstreita en nú hefur hún endanlega komið upp á yfirborð- ið. Það er Joe Leeway sem hætti i hljómsveitinni og ætlar hann nú að hefja sólóferil. Alannah Currie og Tom Bailey, hinn helmingur Tvíburanna, ætla að halda sam- vinnu sinni áfram en hvort það verður undir sarna nafni eða nýju hefur enn ekki verið ákveðið. George Hamilton bauð víst elskunni sinni, Elizabeth Taylor, og nokkrum öðrum út- völdum i háloftaveislu þegar hann tók sig til og leigði eitt stykki Boing 727 flugvél. Um borð var heill her af þjónum og öðru fram- reiðsluliði og matarkræsingar þær sem boðið var upp á minntu helst á veislurnar hjá Astríki og Stein- riki. Það má með sanni segja að allir hafi verið i sjöunda himni og segist Hamilton ætla að endur- taka þetta við fyrsta tækifæri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.