Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1986, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1986, Blaðsíða 14
14 DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 1986. Hvert er þitt álit á haust- kosningum? Ásgeir Torfason myndskurðar- maður: Ég tel þær ekki fráleitar eins og staðan er í dag. Þóra Kristjánsdóttir, dyra- og gangavörður: Ég er ekki fylgjandi þeim. Ég er ánægð með stjórnina. Sigrún Hermannsdóttir bréfberi: Mér finnst alveg þess virði að prófp. það. Guðrún Erlingsdóttir banka- starfsmaður: Ég hef lítið spáð í þessa hluti. Ég er nýkomin heim að utan. Guðbjartur Ólason skrifstofu- maður: Því ekki það? Allt í lagi að reyna kosningar. Guðrún Friðriksdóttir starfs-' stúlka: Ég held ekkert um þær. Það er mikil deyfð í pólitíkinni núna. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Endursýnið Alexanderplatz Halldór skrifar: Ég vil mælast til þess að sjónvarpið endursýni þýsku framhaldsþættina Berlin Alexanderplatz sem sýndir voru íýrir nokkrum árum. Þessir sápuþætt- ir, Hótel og Dallas, eru alveg að gera út af við mann. Hvað er þetta annað en skrumskæling veruleikans og draumaveröld markaðshyggjunar? Já, þetta er rotin framleiðsla. Ég minnist þess hins vegar að í þátt- um Fassbinders hafi verið dregnar upp trúverðugar myndir úr hinu daglega lífi fólks. Þetta voru raunsæir þættir og mjög vandaðir. Endursýnið þá sem allra fyrst. Spáð í spilin Richardt Ryel stórkaupmaður skrifar: Hver vildi ekki geta spáð í fram- tíðina, svo sem um 15-20 ár? Þetta er ef til vill ekki eins erfitt og virð- ist í fljótu bragði. Svo vel vill til að við höfum hörku spákonu okk- ur til halds og trausts, þar sem er fyrrv. ráðherra og núverandi vara- formaður jafhaðarmanna í Danmörku, grasrótarkonan Ritt Bjerregaard. Hlustandi hringdi: Mig langar að þakka þeim Margréti Blöndal og Vigni Sveinssyni kærlega fyrir skemmtilega næturvakt á rás 2 Frúin, sem talin er tilheyra vinstri væng flokksins og mjög lík- legur arftaki Anker Jörgensens, fyrrv. forsætisráðherra, er ómyrk í máli. í stuttu máli spáir frúin því að óhjákvæmileg söguleg þróun muni alhema allt einkaframtak í atvinnu- og viðskiptalífi Dan- merkur (Hvað um okkur?) fyrir næstu aldamót. Öll fyrirtæki yrðu þá þjóðnýtt eða rekin af bæjar- og sveitaifélögum, segir frúin. Hún spáir því einnig að stéttaskipting eitt laugardagskvöld fyrir stuttu. Lög- in voru frábær, kynningamar skemmtilegar og greinilega heyrðist að þau voru sjálf í góðu skapi. Ég sat heima ásamt nokkrum vinum verði þá komin á. Nokkrar efa- semdir virðist hún þó hafa um að fullkomið jafnræði verði komið á árið 2000. Hér sé við ramman reip að draga, gamlar hefðir og venjur sem þurfi að sigrast á. Það er alltaf fróðlegt að frétta hvað er að gerast rétt utan við túngarðinn hjá manni. Trúlega gætum við lært eitthvað af þessum spádómi, en aðeins tíminn getur leitt í ljós sannleiksgildi hans. og vorum við á leið á ball. Fjörið á rásinni var svo mikið að við ætluðum varla að geta hætt að hlusta. Bestu þakkir fyrir frábæra skemmtun, Margrét og Vignir. Skurð- goða- dýrkun Ólafur hringdi: Hvemig er það? Vorum við ekki hætt að dýrka einhverja ímyndaða guði? Greinilega ekki. Fólk virðist allavega dýrka knattspymuguð- inn eins og þann æðsta um þessar mundir. I guðanna bænum, at- hugið að fótbolti er eins og hvert annað tómstundagaman. Erlendis heyrir maður að menn myrði vini sína og eiginmenn konur sínar vegna þess eins að þau eru ekki sammála um einstök atriði knatt- spymunnar. Þetta er alveg hræði- legt. Þjóðin ætti að minnka dýrkun sína á þessum vonda guði áður en hlutimir snúast til verri vegar. Laugar- dagsopnun verslana Neytandi hringdi: Ég vif þakka þeim kaupmönnum sem hafa verslanir sínar opnar á laugardögum. Það vill nefnilega oft gleymast nokkuð sem heitir þjónusta við neytendur. Slík þjón- usta virðist a.m.k. fátíð hjá ýmsum nkisfyrirtækjum. Sú þýska goð Sjónvarpsáhorfandi hringdi: Mig langar að þakka sjónvarp- inu fyrir þýsku bíómyndina sem var sýnd mánudagskvöldið 9. júní. Þessi mynd lýsti vel aðstæðum í Þýskalandi og var að mínu mati raunsæ. Ég vil mælast til þess að sjónvarpið sýni fleiri slíkar. Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15 eða skrifið. Margrét og Vignir. - Takk fyrir skemmtilega næturvakt, segir útvarpshlustandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.