Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1986, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1986, Qupperneq 15
15 STORLEIKUR A H -VALUR JCZXXZXXnDOCEDaCIXXZDOCO Víkingur í efsta sætið Þjálfar Óli Jóns KR næsta vetur? „Tek ákvörðun fljótlega, 4 seglr Ólafur • Olafur Jónsson. „Það eru viðræður í gangi á milli min og forráðamanna hjá Kít. Þeir hafa farið þess á leit við mig að ég taki að mér þjálfun meistaraflokks félagsins á næsta keppnistímabili en það er ekki komið að lokapunkti í þéssu máli,“ sagði Víkingurinn Ólaf- ur Jónsson, fyrrum landsliðsmaður í handknattleik, í samtali við DV í gærkvöldi. „KR-ingar eru búnir að vera á eft- ir mér í einn mánuð en ég hef dregið að gefa þeim ákveðið svar. Það mun ég líklega gera í næstu viku. Ég hef að mörgu leyti áhuga á að taka að mér þjálfun KR-liðsins en viss atriði verða þó að liggja ljós fyrir áður en ég tek endanlega ákvörðun. Ég er búinn að draga það nokkuð að gefa þeim ákveðið svar en reikna sem sagt með því að gera það í næstu viku,“ sagði Ólafur Jónsson en hann var um tíma fyrirliði islenska lands- liðsins og hefur örugglega lært mikið af Bogdan þegar hann var undir hans stjóm hjá Víkingi. Hvort KR- ingar fá að njóta kralla Ólafs næsta vetur kemur í ljós innan fárra daga en hann hefur ekki áður þjálfað meistaraflokk í handknattleik. Haukur Ottesen þjálfaði lið KR á síðasta keppnistímabili -SK Bjami fékk á sig tvö mörk - í Islendingaleik í Bergen Gauti Grétarsson, DV, Noregi. Brann og Vard gerðu jafhtefli, 2-2, í 2. deildinni norsku í Bergen um helg- ina og Bjami Sigurðsson landsliðs- markvörður fékk því á sig jafhmörg mörk í þessum leik og fyrstu níu leikj- um Brann. Þetta var hálfgerður íslendingaslagur, Bjami og Sævar Jónsson leika með Brann, Ágúst Hauksson með Vard. Brann er efst í deildinni með 17 stig, Vidar hefur 15, Djerv 12 eftir 9 leiki en efstu liðin hafa leikið tíu leiki. Síð- an kemur Vard í fjórða sæti með 11 stig. Með Djerv leikur Aðalsteinn Aðalsteinsson, fyrrum landsliðsmaður úr Víkingi, og hann átti að sögn norsku blaðanna ágætan leik þegar Djerv sigraði Steinkier, 2-0, um helg- ina. Aðalsteinn hefur yfirleitt fengið góða dóma í blöðunum. Þá má geta þess að Hlynur Stefánsson, Vest- mannaeyjum, leikur með Nidelv Falken, Þrándheimsliði í 3. deild. Það er í 5.- 9.sæti í sínum riðli 3. deildar með 9 stig eftir 10 umferðir. Hlynur er sagður besti maður liðsins. í 1. deild gerðu Válerengen og Vik- ing jafhtefli, 1-1, í Osló um helgina. Pétur Arnþórsson lék með Viking í síðari hálfleiknum. hsim ÁRMÚLA 38 REYKJAVÍK, SlMI 82166 OG 83830. • Trausti Ómarsson skorar annað mark Vikings gegn Einherja í gærkvöldi. DV-mynd GS - sigraði Einherja, 3-0, í 2. deild í gær STUmm AFGREIÐSLUFRESTUR. DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 1986. Víkingur skaust upp í efsta sætið í 2. deild í gærkvöld eftir auðveldan sig- ur, 3-0, á Einherja frá Vopnafirði á Hallarflötinni. Víkingur hafði tals- verða yfirburði í leiknum, einkum í síðari hálfleiknum, og mörkin hefðu þess vegna getað orðið enn fleiri. Það var skarð fyrir skildi hjá Einherjum því að Njáll Eiðsson, þjálfari og besti maður liðsins, var í leikbanni og gat ekki leikið. Annar tapleikur Einherja í deildinni og liðið er nú í fjórða sæti. í leiknum slasaðist einn leikmaður Einherja, Aðalsteinn Bjömsson, illa eftir samstuð. Vöðvi í fæti rifnaði og var hann í skyndi fluttur á slysavarð- stofuna. Fyrri hálfleikurinn var heldur slak- ur og þá aðeins eitt mark skorað. Jón Bjami Guðmundsson á 36. mín. Eftir að Trausti Ómarsson skoraði annað mark Víkings - mjög fallega að þvi staðið - á 59. mín. sóttu Víkingar mjög. Brotið var á Trausta innan vítateigs á 67. mín. Vítaspyma sem Elías Guð- mundsson skoraði úr og Víkingar fengu færi sem þeir nýttu ekki. Nokkur harka var í leiknum á köfl- um, leikmenn Einherja stórir og sterkir og einn þeirra, Bjami Pálsson, var rekinn af velli á 75. mín. Samleik- ur leikmanna Einherja, án Njáls, hins vegar sáralítill. Víkingar léku oft netta knattspymu, einkum i síðari hálfleik, með þá Trausta Ómarsson, sem átti skínandi leik, og Andra Marteinsson sem bestu menn. Þeir urðu hins vegar báðir að fara af velli vegna meiðsla þegar langt var liðið á leikinn. Þetta var fyrsti leikurinn í sjöundu umferð í 2. deild. í kvöld verða fjónr leikir í deildinni. ísafjörður og Völs- ungur leika á Isafirði, Njarðvík og KS i Njarðvík, Skallagrímur og KA í Borgamesi og Selfoss-Þróttur á Sel- fossi. hsím • Aðalsteinn Björnsson fluttur á slysavarðstofuna eftir meiðslin á Hallarflötinni. DV-mynd Brynjar Gauti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.