Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1986, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1986, Blaðsíða 28
28 DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 1986. Andlát Guðrún Jónsdóttir, Skaftahlíð 25, andaðist á Hrafaistu í Reykjavík laugardaginn 21. júní. Sigurlaug Guðmundsdóttir, Bar- ónsstíg 43, andaðist í Borgarspítal- anum laugardaginn 21. júní. Eggert Hannah úrsmíðameistari, Glaðheimum 4, andaðist í Landa- kotsspítala 21. júní. Guðmundur Benediktsson, hús- gagnasmiður, Barmahlíð 46, Reykja- vík, andaðist 22. júní í sjúkrahúsi Akraness. Sigurbjartur Sigurbjörnsson lést á heimili sínu í Flórída, Bandaríkj- unum, þann 20. júní. Útför Flosa Jónssonar, Bústaða- vegi 75, fer fram frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 25. júní kl. 13.30. Guðjón Sigurðsson bakarameist- ari, Aðalgötu 5, Sauðárkróki, verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju, fimmtudaginn 26. júní kl. 14. Útför Guðmundar Þórðarsonar, fyrrverandi skipstjóra, Hringbraut 111, fer fram frá Fríkirkjunni á morg- un, miðvikudaginn 25. júní, kl. 13.30. Útför Péturs Axelssonar garð- yrkjumanns, er lést á heimili sínu í Odense í Danmörku þann 29. maí 1986, fer fram í dag, 24. júní, kl. 13.30 í Fossvogskapellu. Ymislegt 11. bindi Árbókar Nemendasambands Samvinnuskólans Út er komið 11. bindi Árbókar Nemenda- sambands Samvinnuskólans. Þetta er lokabindi verksins, en I. bindi kom út árið 1972 undir ritstjóm Sigurðar Hreiðars blaðamanns. Ellefta bindið er þeirra stærst, 283 bls. í því segir Jón Sigurðsson skólastjóri frá fyrirhuguðum breytingum á Samvinnu- skólanum sem gerðar verða nú í haust. Svavar Lárusson ritar um framhaldsdeild Samvinnuskólans sem tók til starfa 1973 og birtar eru myndir af öllum stúdentum þaðan. Þá er myndasyrpa úr lífi og stafi Jónasar Jónssonar sem var skólastjóri Samvinnuskólans 1918-1955. Eru mynd- imar fengnar að láni úr sýningu sem haldin var í Hamragörðum, félagsheimili samvinnumanna, á síðasta ári í tilefni þess að 1. maí 1985 voru 100 ár frá fæð- ingu Jónasar. Ýmislegt fleira efni er í bókinni, m.a. upplýsingar um nokkra nem- endur sem fallið hafa niður í fyrri bókum auk leiðréttinga. En meginhluti bókarinn- ar er nafnaskrá yfir öll bindin. Þar hafa komið upplýsingar og myndir af þeim 2.124 nemendum sem stunduðu nám við Sam- vinnuskólann 1918-1979. Einnig er nafna- skrá yfir alla þá einstaklinga sem nefndir hafa verið í bókunum, alls um 14 þúsund manns og er því með viðamestu nafna- skrám sem birst hafa við einstakt ritverk. Árbækur Nemendasambands Sam- vinnuskólans eru mikil heimild um nemendur skólans um sextíu ára skeið og líka um ýmsa þætti í starfi skólans á þess- um tíma en ýmislegt efni hefur komið í Árbókunum og hafa þar margir lagt hönd á plóginn. Verkið var hafíð af mikilli bjartsýni og hefur gengið með samvinnu margra eins og vikið er að í formála ritstjóra fyrir síð- Utvarp_____________ Sjónvarp ^ Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir leikari: íslenskt sjónvarps- efhi vantar Mér finnst rás 1 alveg frábær. Vinnu minnar vegna hef ég ekki tækifæri til að hlusta á útvarpið á daginn en kvölddagskráin í gær samanstóð af úrvalsdagskrárliðum sem mig hefði langað til að hlusta á alla. Ég hlustaði á þáttinn þeirra Hallgríms og Guðlaugar, í loftinu, og fannst mjög góður. Um kvöldið komu síðan stórgóðir þættir hver á eftir öðrum, Þreifeð á Þrymskviðu, Njálssaga, sem mér finnst alveg ynd- islegt að hlusta á, og ég hafði líka áhuga á að hlusta á þáttinn um málefiú fatlaðra. Þvi miður hafði ég ekki tíma til að hlusta á allt þetta. Sjónvarpsdagskráin var líka ágæt í gærkvöldi, við vorum t.d. blessun- arlega laus við fótboltann. Ég verð að segja að mér finnst alveg furðu- legt hvað opinber stofriun eins og sjónvarpið getur bókstaflega hliðrað til öllum sínum áætltmum fyrir fót- boltann. Vissulega finnst mér ágætt að horfa á fótbolta við og við en þrír leikir á dag er of mikið af því góða. Mér verður bara hugsað til gamla fólksins eða sjúklinga sem eiga ekki kost á neinu öðru en þess- um fótbolta meira en helminginn af sjónvarpsdagskránni. Ég vona að það verði komin ný rás fyrir næstu heimsmeistarakeppni. Sjónvarpið er annars alveg ágætt, ég horfi alltaf á fréttir og þætti eins og Kastljós. Kastljósið er mjög góður þáttur, betri en fréttimar sem eru of stuttaralegar. Það sem vantar þó í íslenska sjón- varpið er meira af íslensku efiú. Okkur þyrstir í eitthvað íslenskt, maður sér það bara þegar þeir sýna íslenskar myndir eða leikrit, fólk gerir sér far um að horfa á það. Ég vona að hann Hrafri fari nú að gera eitthvað í þessum málum eins og hann var búinn að lofa. -BTH Stjórn Apple gefur Hásknla Islands tölvur Hinn 24. október sl. var undirritaður samningur milli Háskóla Islands og Radíó- búðarinnar hf., fyrir hönd Apple Comput- er, um sérstök kjör á Macintosh tölvubúnaði til skólans. kennara og stúd- enta. Samningur sá er gerður var við Háskóla íslands felur m.a. í sér að Háskól- inn tekur að sér að hanna til'ekið forrit, en aðrir háskólar sem að þessu samstarfi standa geta fengið afnotarétt af hug- búnaðinum. Á sama hátt felst í samkomu- lagi þessu að Háskóli Islands fær aðgang að forritinn og upplýsingum frá erlendum háskólum. Nú hafa stúdentar, kennarar og Háskólinn keypt nær 300 Macintosh tölvrn- samkvæmt samningi þessum og ákvað stjóm Apple af því tilefni að gefa Háskóla íslands fimm Macintosh plus tölvur. Vélar þessar verða notaðar við kennslu í tölvunarfræði. Grímur Laxdal, framkvæmdastjóri Radíóbúðarinnar, af- henti gjöfina sl. fimmtudag en við tóku, fyrir hönd Háskóla íslands, Sigmundur Guðbjarnarson háskólarektor og Dr. Jó- hann P. Malmquist, prófessor í tölvunar- fræði. Afmælisplakat Jafnréttisnefnd Reykjavíkur, sem hefur starfað frá 1982, lýkur störfum með útgáfu veggspjalds tileinkuðu Reykvíkingum á 200 ára afmæli höfuðstaðarins. Vegg- spjaldið er í gulum, appelsínurauðum og hvítum litum. Myndin byggir á útfærslu tölunnar 200 sem er i forgrunni. Núllin - tvær jafngildar stærðir - tákna lífmerki karls og konu og undir er áletrunin: Reykjavíkurdætur og -synir. Jafnan rétt. Frumhugmyndina á Elísabeth Coc- hran hönnuður en útfærslu hennar sá Ragnheiður Sigurðardóttir um, höfundur textans er Ólöf Þorvaldsdóttir. Prent- smiðjan Grafik hf. annaðist litgreiningu og prentun. Veggspjaldinu er dreift á flest- ar borgarstofnanir og aðra staði fjölsótta af borgarbúum. Björg Einarsdóttir hefur verið formaður Jafnréttisnefndar borgar- innar og aðrir nefndarmenn Ásdís J. Rafnar, Guðrún Sigríður Vilhjálmsdóttir, Gylfi öm Guðmundsson og Þorbjöm Broddason. ustu bókinni. Öll bindin ellefu em nú til sölu í einum pakka á kr. 4.000 sem telja má lágt verð fyrir jafnfróðlegar bækur. Bækurnar em seldar í Hamragörðum, félagsheimili sam- vinnumanna, að Hávallagötu 24, sími er 91-21944. Þessi síðasta bók er sett og prentuð í prentsmiðjunni Odda en innbundin í bók- bandsstofunni Arnarfelli. Ritstjóri er Guðmundur R. Jóhannsson. Ferðalög Sumarferð Húnvetninga- félagsins Hin árlega sumarferð Húnvetningafélags- ins verður farin laugardaginn 28. júní nk. Að þessu sinni liggur leiðin um Þjórsárdal og uppsveitir Ámessýslu, virkjunarsvæði skoðuð og helstu sögustaðir, fararstjóri Guðmundur Guðbrandsson. Á heimleið verður sameiginleg máltíð snædd á Flúð- um og er verð hennar innifalið í fargjald- inu sem er kr. 1.500 fyrir fullorðna en kr. 700 fyrir böm yngri en 12 ára. Lagt verður af stað kl. 8 f.h. frá félagsheimilinu Skeif- unni 17. Þátttaka tilkynnist fyrir 26. júní til Brynhildar s. 75211, Bjarna s. 74732 eða Aðalsteins s. 19863. Breiðfirðingafélagið Árleg sumarferð Breiðfirðingafélagsins verður farin 4.-6. júli. Ferðinni er heitið í Landmannalaugar. Gist 1 tjöldum. Brott- för frá Umferðamiðstöðinni kl. 19. Upplýs- ingar og skráning í símum 685771 Haraldur, 51531 Gyða og 30773 Finnur. Útivistarferðir Sigling um sundin blá - Viðey. Nýjung á afmælisárinu. Ferðir næstu kvöld. Brottför frá Komhlöðunni Sundahöfn kl. 20 á þriðjudags- miðvikudags og fimmtu- dagskvöld. Verð 250 kr. og frítt fyrir böm með foreldrum sínum. Rútuferðir verða Málverkasýninqar Málverkasýning í Þrastalundi Jörundur Jóhannesson sýnir um þessar mundir olíumálverk í veitingastofunni Þrastalundi í Grímsnesi. Á sýningunni eru 12 verk og eru þau öll til sölu. Sýningin stendur til 13. júlí. Tapað - Fundið Seðlaveski tapaðist. Svart karlmannsseðlaveski með skilríkj- um tapaðist við Melaskóla sl. sunnudag.' Finnandi vinsamlegast hringi í síma 610983. úr Grófinni (bílastæðinu milli Vesturgötu 2 og 4) kl. 19.30 öll kvöldin, fyrir þá sem ekki hafa bíl til umráða. Verð 50 kr. Fyrst verður siglt í Viðey og að nýja skálanum, Viðeyjarnausti, (hægt að fá, kaffiveitingar, ekki innifalið) síðan verður boðið upp á siglingu um sundin blá (milli eyjanna) eft- ir því sem aðstæður layfa. Skoðið borgina ykkar frá sjó. Sjáumst. Kvenfélag Neskirkju Kvöldferðin verður farin þriðjudaginn 24. júní kl. 18 frá Neskirkju. Farið verður um Suðurnes og kirkjan í Grindavík skoðuð. Drukkið kvöldkaífí við Bláa lónið. Heim verður komið um miðnætti. Kvenfélags- konum er heimilt að taka með sér gesti. Tilkynnið þátttöku fyrir sunnudagskvöld í síma 13726, Hrefna, og 13119, Hildigunn- ur. Fríkirkjusöfnuöurinn í Reykjavík Hin árlega sumarferð safnaðarfólks verð- ur farin sunnudaginn 29. júní 1986. Lagt verður af stað frá Fríkirkjunni kl. 9 f.h. Miðar verða seldir í versluninni Brynju, Laugavegi 29. Upplýsingar í síma 26606 á daginn og síma 30027 á kvöldin. Ymislegt AA-samtökin. Skrifstofa opin frá kl. 13-17. Símavakt kl. 17-20 alla daga vikunnar í síma 16373. Jón G. Haukssan, DV, Akuieyri: Flutningaskipið Suðurland tók niðri við höfhina í Hrísey um fimmleytið í gærdag. Skipveijum tókst að losa skipið. Ekki er vitað til þess að skemmdir hafi orðið á skipinu eða bryggjunni við óhappið. Sá kvittur hefur komið upp í Vest- mannaeyjum að stórfellt smáfiskadráp eigi sér stað á miðum rétt undan eyj- unum og hafi aflanum verið skipað upp í gáma að næturlagi. Að beiðni Hafrannsóknarstofiiunarinnar var veiðieftirlitsmaður sendur til Eyja og á hann að fylgjast með róðri og upp- skipun afla í dag. Veiðieftirlitsmaður er að öllu jöfnu í Eyjum, en þá um- ræddu nótt sem uppskipunin á að hafa átt sér stað var hann sofandi. Bjöm Jónsson, fiskmatsmaður í Reykjavík, sagði í samtali við DV að honum þættu þessar fregnir fremur ósennilegar. „Við vitum ekkert um sannleiksgildi þessara frétta, en ef satt reynist mun verða gripið til skyndilok- unar á svæðinu. Það er einnig útilok- Kvenfélagið Seltjörn, Seltjarnarnesi minnir á gróðursetningu trjáplantna í kvöld, 24. júni, kl. 20 við Valhúsarskóla. Kafari kannaði í gærkvöld hugsan- legar skemmdir á bryggjunni. „Hann sagði að skrúfa skipsins hefði grafið nokkuð frá bryggjunni þegar það los- aði sig. En hann fann engar skemmd- ir,“ sagði Guðjón Bjömsson, sveitar- stjóri í Hrísey. Suðurlandið var að lesta saltfisk í Hrísey í gær þegar óhappið varð. að að slíkt smáfiskadróp færi fram hjá matsmönnum í Eyjum.“ Að sögn Bjöms mun veiðieftirlitsmaður fylgj- ast með veiðum og löndun í dag og nótt og því er niðurstöðu ekki að vænta fyrr en á morgun. „Það er hugsanlegt að smáfiskum sé hent í sjóinn, en þeim er ekki land- að hér svo ég viti til,“ sagði Ágúst Helgason, ferskfiskmatsmaður í Vest> mannaeyjum. Hann hefúr eftirlit með þeim gámum sem bátamir landa í og sagði nánast útilokað að hægt væri að landa smáfiski án sinnar vitundar. „Ég tel að þetta hafi verið úr lausu lofti gripið, enda óvíða jafnlítið af smáfiski og á miðunum hér við eyjam- ar.“ -S.Konn. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta i írabakka 28, þingl. eign Hallgríms Bergssonar og Ástu Mikaelsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Garðars Garðarssonar hdl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 26. júní 1986 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 132., 139. og 146. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1985 á eigninni Mosabarði 6, n.h., Hafnarfirði, þingl. eign Sigurðar Bjömssonar, fer fram eftir kröfu Einars S. Ingólfssonar hdl., Bjarna Ásgeirssonar hdl., Gísla Kjartanssonar hdl. og Landsbanka íslands á eigninni sjálfri föstudaginn 27. júni 1986 kl. 13.30. ______________________Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Kafari kannar skemmdir í Hrísey i gærkvöldi. DV-mynd JGH Hrísey: Suðuriand tók niðri Smáfiskur í gáma frá Eyjum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.