Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1986, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1986, Blaðsíða 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 1986. 9 Utlönd Utlönd Utlönd Utlönd Ovenjulegt lyfja- próf í Wimbledon- keppninni í Wimbledon-keppmnni, sem hófet í gær, verður haft eftirlit með því hvort þátttakendur og starfemenn keppn- innar hafi notað lyf. Ekki verður um hefðbundið lyfiapróf að ræða heldur verður athugað hvort viðkomandi hafi neytt amfetamíns, heróíns eða kóka- íns. Þetta er gert í þeim tilgangi að sýna að tennis sé „hrein“ íþróttagrein. „Við erum að leita að amfetamíni, heróíni og kókaíni vegna þess að talið er að þetta séu hættulegustu lyfin. Þetta er ekki próf til að finna lyf sem hafa áhrif á getu manna í keppn- inni,“ sagði Ron Bookman, talsmaður keppninnar. „Það lyf er ekki til sem getur gefið þér betri bakhönd eða betri uppgjöf." Enda þótt hormónalyf eins og Ana- bohc Steroid hafi verið notuð í frjáls- um íþróttum og jafnvel í hjólreiðum eru þess engin dæmi að slík lyf hafi verið notuð í tennis. Ástæða þess að þetta próf er núna notað er sú að gífurleg aukning hefur verið á notkun framangreindra eitur- lyfla í homabolta, körfubolta og fótbolta í Bandaríkjunum. Ivan Lendl, sem talinn er besti tenn- isleikari heims um þessar mundir, segist vera fylgjandi ströngu eftirliti. „Ef okkar íþróttagrein á við vandamál að stríða, sem ég held að sé ekki raun- in, þá er best að takast á við vandamál- ið,“ sagði hann við fréttamenn. Ef niðurstöður verða jákvæðar hjá einhverjum íþróttamanni verður hann látinn fara í meðferð. Ef hann fæst ekki til þess verður honum bannað að taka þátt í keppni atvinnumanna í tennis um alla framtíð. Þvagprufur verða númeraðar og ef jákvæð niðurstaða fæst úr einstökum prufum fá einungis viðkomandi þátt- takendur að vita um það. Boeing breytir júmbóþotum sínum Boeing verksmiðjumar hafa til- kynnt japanska flugfélaginu, JAL, að það hafi í hyggju að breyta hönnun á Boeing 747, breiðþotum sínum, að því er haft var eftir talsmanni JAL í gær. Hann sagði að búast mætti við því að Boeing verksmiðjumar tilkynntu þetta opinberlaga innan tíðar. Hann sagði að breytingamar myndu meðal annars felast í því að skilrúm, sem aðskilur þrýstijafiiað farþegaiým- ið og óþrýstijafnað rýmið í stélinu, yrði styrkt. Rannsóknamefnd samgönguráðu- neytisins japanska er enn að reyna að komast að því hvað olli slysinu á síðasta ári er júmbóþota fórst með 524 manns innanborðs. Ein tilgáta er sú að vélin hafi orðið stjómlaus er skil- rúm þetta brást og eyðilagði jafii- vægistæki í þotunni. Talsmaðurinn sagði að aðrar breyt- ingar væm meðal annars þær að aukið yrði öryggi við vökvadælukerfi vél- anna. Verksmiðjumar munu einnig fylgj- ast oftar með því, hér eftir, hvort málmþreytu verður vart í stélhluta vélanna. McEnroe ætlar að keppa aftur Filippseyjar. Corazon Aquino og Shultz ftinda Filippseyingar hafa gert Banda- ríkjamönnum það ljóst að þeir ætlast til að fá meiri efnahagsaðstoð frá þeim en þeir njóta nú, þegar George Shultz, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, er á leið þangað til að eiga viðræður við Corazon Aquinó for- seta. Embættismenn í forsetahöllinni lýstu þvi yfir að 200 milljón dollar- ar, sem Filippseyingar fá nú á næstu dögum frá Bandaríkjastjóm, væm aðeins innáborgun fyrir notkun bandarískra herstöðva á Filippseyj- um. „Áður en við förum að hoppa um eins og apar í gleði okkar er rétt fyrir okkur að átta okkur á þvi að peningar þeir sem Shultz kemur með em aðeins leigupeningar," sagði Jo- ker Arroyo, talsmaður forsetans. „Þetta er ekki efnahagsaðstoð eins og flestir virðast álíta,“ sagði hann á fundi með fréttamönnum. Ríkisstjómin virðist telja að pen- ingamir séu reiddir af hendi sem aðstoð sem ríkisstjómin hefur mjög sóst eftir til að auðvelda greiðslu- byrði á erlendum lánum og í barátt- unni við önnur efnahagsvandamál. Arroyo lagði áherslu á að pening- amir væm ekki til að hjálpa Aquino sem komst til valda í febrúar er Marcos, fyrrverandi forseti, hraktist í útlegð. „Þetta em leigupeningar sem hafa verið færðir á fjárlög en Bandaríkja- menn hafa ekki enn borgað fyrir árin 1985 og 1986,“ sagði Arroyo sem er einn af nánustu ráðgjöfúm Aqu- ino. Shultz, sem kemur frá Singapore, og Salvador Laurel, varaforseti Filippseyja, munu skrifa undir samning um efhahagsaðstoð á morg- un. Bandaríska sendiráðið sagði að peningamir væm hluti af500 milljón dollara „pakka" sem stjómin hefði fengið Bandaríkjaþing til að sam- þykkja í maí. Búast má við að stjóm Filippseyja reyni að setja einhvem þrýsting á Bandaríkjastjóm til að fa hækkaða þá 900 milljóna dollara greiðslu sem Filippseyingar eiga að fá fyrir her- stöðvar Bandaríkjamanna á næstu 5 árum. Corazon Aquino, forseti Filippseyja, hittir George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. Búast má við að hún reyni að sannfæra hann um gildi aukinnar efnahagsaðstoðar Bandaríkjanna við Filippseyjar. LEH31N LIGGDR í LÆKJARKOT - LEIÐIN LIGGDR í LÆKJARKOT - LEIÐIN LIGGUR í LÆKJÆRKOT - LEIÐIN LIGGUR t LÆKJARKOT Hvað er að ske í Hafnarfirði? Nú hefur frést að John McEnroe muni sjást aftur á tennisvellinum í ágúst. Þá mun hann taka þátt í sterku móti í Vermont ríki í Bandaríkjunum, að sögn Jim Westhall mótshaldara. McEnroe, sem meðal annars hefur það á afrekaskránni að hafa sigrað í Wimbledon keppninni, hefur ekki keppt síðan hann tók þátt í móti í New York í janúar. WesthaU sagðist hafa fengið skila- boð frá föður McEnroes um að hann væri ákveðinn í að keppa í ágúst. Unnusta McEnroes, leikkonan Tat- um O’Neal, fæddi frumburð þeirra skötuhjúanná í síðasta mánuði en það var sonur sem nefndur hefur verið Kevin. Stacy Keach í það heilaga Leikarinn kunni, Stacy Keach, gekk í gær í það heilaga í fjórða skipti er hann giftist pólsku leikkonunni Mal- gosia Tomassi sem reyndist honum mikil hjálparhella er hann sat í fang- elsi í sex mánuði fyrir kókaínsmygl. Keach, sem er 44 ára, var í hvítum smóking og brúðurin var í hvítum kjól er þau voru gefin saman í kirkju einni í Los Angeles. Meðal gesta voru Eddie Albert, Cat- hy Lee Cosby, Barbara Rush og bræðumir David og Keith Carradine. Þau hjónakomin hittust fyrir einu og hálfu ári er Keach var við leik í framhaldsmyndaflokki sem hann leik- ur aðalhlutverkið í. Síðan Keach sat inni 1984-1985 í fangelsi nálægt London hefúr hann unnið ötullega að forvamarstarfi fyrir unglinga vegna eiturlyfja. Stacy Keach gekk í gær í það heilaga í fjórða skipti HEILDSOLUVERÐ TIL 30. JUNI!!!! LÆKJARKOT býður Útitex + Rex þakmálningu/þakgrunn og önnur útiefni frá Málningarverksmiðjunni Sjöfn - á verði sem enginn lætur framhjá sér fara LITRINN FRA AÐEINS 153 í 10 ltr. pak ATH.: Opið til kl. 7 á föstudögum og alla laugardaga í sumar frá kl. 9-12 Nú á enginn lengur erindi í málningar- verksmiðjumar til að kaupa þar á hærra verði! Mikið úrval af öðrum byggingavörum l 55 Ukui LEIÐIN LIGGUR I IIJAIUiOT LÆKJARGATA 32 PÓSTH.53 ■ HAFNARFIRÐI • SlMI 50449 LEIÐIN LIGGUR í LÆKJARKOT - LEIÐIN LIGGUR í LÆKJARKOT - LEIÐIN LIGGUR f LÆKJARKOT - LEIÐIN LIGGUR í LÆKJARKOT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.