Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1986, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1986, Blaðsíða 31
DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ 1986. 31 Útvarp Sjónvarp Útvarpið, rás 1, kl. 15.20: Á hringveginum • Suðuriand - ekið á útvarpsbíl kringum landið Undir einkunnarorðum stofrnmar- innar, útvarp allra landsmanna, er nú hafið viðamikið samstarfsverkefni deilda og útibúa Ríkisútvarpsins úti um landið. Ætlunin er að aka á út- varpsbílum hringinn í kringum landið með hljóðnemann og senda daglega beint úr bílnum 40 mínútna dagskrá frá kl. 15.20-16.00. Efiiislega er hugmyndin að lýsa fyrir landsmönnum því sem fyrir augu og eyru ber á og við hringveginn; nátt- úru, mannlífi o.fl. Viðtöl við vegfa- rendur og íbúa á hverjum stað verða uppistaðan í hverri útsendingu. Þá verður þáttagerðarmaðurinn Asta R. Jóhannesdóttir í talstofu í Reykjavík og heldur utan um þáttinn, opnar og lokar og skýtur inn tónlistarbútum. Fyrsti þátturinn var í gær og var þá lagt af stað frá Reykjavík og ekið í austurátt. í dag er farið um Suður- land og er ætlunin að sú ferð standi yfir í þáttunum út þessa viku, þangað til að Inga Rósa Þórðardóttir tekur við bíl og hljóðnema og heldur ásamt aðstoðarmanni og tæknimanni norður eftir Austurlandi, þar til annar tekur við af henni. Hér er um að ræða viðamikið út- sendingarefni sem krefst mikillar hálfú starfsmanna Ríkisútvarpsins ef hefúr staðið síðan um áramót, en hug- Jónas Jónasson, fyrrv. deildarstjóri á samhæfingar og skipulagningar af allt á að ganga upp. Undirbúningur myndina að hringvegsþáttunum átti Akureyri. -BTH í þáttunum Á hringveginum er ekið á útvarpsbílum kringum landið með hijóðnema og sent beint út dagiega það sem fyrir augu ber hverju sinni á þeirri ferð. Mafian er búin að koma meginpartinum af vinum og fjölskyldu Corrados í gröfina. Það er ekki skrýtið þótt hann rölti dapur um í kirkjugarðinum og hugsi ráð sitt. Sjónvarpið kl. 21.30: Paraquay - íslensk heimildaimynd um land og þjóð Ekki alls fyrir löngu sýndi íslenska sjónvarpið heimildarmynd um Græn- höfðaeyjar og h'fshætti íbúanna þar. í kvöld verður sýnd önnur íslensk heim- ildarmynd um erlent land og þjóð, en það er heimildarmynd um Suður- Ameríkulandið Paraquay. íslenskir kvikmyndagerðarmenn fóru þangað til lands á liðnum vetri. I myndinni er brugðið upp svipmynd- um af landi og þjóð. Myndvarp og Frétta- og fræðslu- myndaþjónustan eru framleiðendur myndarinnar en umsjón og stjóm með henni hafði Rafn Jónsson. Baldur Hrafnkell Jónsson sá um kvikmynda- töku en Böðvar Guðmundsson um hljóð. -BTH Sjónvarpið, kl. 22.10: Corrado endur- heimtir mannorð sitt Það var ekki svo lítil niðurlæging fyrir lögregluforingjann Corrado Catt- ani, aðalpersónuna í Kolkrabbaþátt- unum ítölsku, að vera settur í fangelsi eins og ótíndur glæpamaður i síðasta þætti. Þriðji þáttur Kolkrabbans er á dag- skrá í kvöld og em þeir sem fylgst hafa með þáttunum eflaust orðnir langeygir eftir þessum, enda hálfur mánuður liðinn frá sýningu annars þáttar. En eins og áður sagði þá blés ekki byrlega fyrir Corrado í þeim þætti, firekar en öðrum, í baráttu hans við mafíuna. Hann var tekinn fastur og settur í fangelsi, grunaður um aðild að morði. Þar var hann ofsóttur af samföngum sínum, enda ekkert vel lið- ið að fá svona sakleysingja inn fyTÍr veggi fangelsisins og ekki batnaði staða hans meðal samfanganna við að vera lögreglustjóri. Honum berst þó óvænt utanaðkomandi hjálp frá vin- konu sinni, Olgu, og Terrasini, lög- fræðingi sem ver mál hans fyrir dómstólum. Nú er Corrado þvi frí og frjáls á nýjan leik og hefúr nú strengt þess heit að gera sitt ýtrasta til að réttlætið nái fram að ganga. Það er nú einu sinni tími til kominn! -BTH Eins og svo mörg Suður-Amerikulönd er Paraquay land andstæðnanna, bæði finnst þar mikili rikidómur en líka gífurieg fátækt. Áhorfendur fá að fræðast um landið frá ýmsum hliðum í islenskri heimildarmynd I kvöld. f dag verður" hæg breytileg átt á landinu og skýjað að mestu, þó verður léttskýjað til landsins á Austurlandi og í innsveitum, annars staðar léttir einnig nokkuð til. Hiti verður 12-17 stig en þó svalara við strendur. Veðrið ísland kl. 6 í morgun. Akureyri alskýjað 8 Egilsstaðir léttskýjað 8 Galtarviti alskýjað 6 Hjarðames alskýjað 8 Keflavíkurflugvöllur súld 9 Raufarhöfn alskýjað 9 Reykjavík súld 10 Sauðárkrókur alskýjað 7 Vestmannaeyjar súld 8 Útlönd kl. 6 í morgun: Bergen léttskýjað 16 Helsinki léttskýjað 13 Ka upmannahöfn léttskýjað 16 Osló skýjað 15 Stokkhólmur léttskýjað 15 Þórshöfn alskýjað 8 Útlönd kl. 18 í gær: Algarve léttskýjað 21 Amsterdam skýjað 26 Aþena léttskýjað 27 Barcelona léttskýjað 25 (Costa Brava) Berlín léttskýjað 20 Chicagó hálfskýjað 27 Feneyjar þokumóða 27 (Rimini/Lignano) Frankfurt hálfskýjað 25 Giasgow skýjað 13 London rigning 16 LosAngeies þokumóða 19 Luxemborg skruggur 16 Madrid heiðskírt 25 Malaga heiðskírt 32 (Costa Del Soi) ■ Maiiorka heiðskírt 26 (Ibiza) Montreal léttskýjað 25 New York skýjað 32 Nuuk alskýjað 3 París léttskýjað 19 Róm léttskýjað 23 Vín léttskýjað 19 Winnipeg skýjað 22 Valencía heiðskírt 29 (Benidorm) Gengið Gengisskráning nr. 115 - 24. júní 1986 kl. 09.15 Eining kl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 41.400 41,520 41.380 Pund 62.578 62.760 62.134 Kan. dollar 29.865 29.951 29.991 Dönsk kr. 5,0086 5.0231 4.9196 Norsk kr. 5.4542 5,4700 5.3863 Sænsk kr. 5.7544 5.7711 5.7111 Fi. mark 8.0077 8.0309 7.9022 Fra.franki 5.8259 5.8427 5.7133 Belg. franki 0.9085 0.9111 0.8912 Sviss. franki 22.5859 22.6514 22.0083 Holl. gyllini 16.4875 16,5352 16.1735 V-þýskt mark 18,5629 18,6167 18.1930 ít. líra 0,02705 0.02713 0.02655 Austurr. sch. 2.6411 2.6488 2.5887 Port. escudo 0.2746 0.2754 0,2731 Spá. peseti 0.2904 0.2912 0.2861 Japansktyen 0.24828 0.24900 0.24522 írskt pund 56.258 56.422 55.321 SDR (sérstök dráttar- réttindi) 48.1915 48.3302 47.7133 Símsvari vegna gengisskráningar 22190. \ MINNISBLAÐ Muna eftir að fá mer eintak af r W “HP Tímarit fyrir alla V Urval

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.