Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1986, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1986, Blaðsíða 32
FRÉTTASKOTIÐ S Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafirþú ábendingu eða vitneskju umfrétt- hringdu þá í síma 62-25-25 Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 3.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNi 1986. Hafskipsmálið: Albert vill fá rann- sókn flýtt Þingflokkur sjálfstæðismanna ræddi Hafekipsmálið á fundi sínum í gær. Að sögn Ólafe G. Einarssonar, for- manns þingflokksins, gerði Albert Guðmundsson iðnaðarráðherra þing- mönnum grein fyrir þeim atriðum sem að honum lúta í Hafekipsmálinu. Einnig lýsti Albert því yfir að hann myndi kanna alla möguleika á að fá flýtt rannsókn á þeim atriðum málsins sem varða hann sérstaklega. Iðnaðarráðherra mun einkum hafa rætt um fjögur atriði Hafekipsmálsins á fúndinum í gær. I fyrsta lagi fjallaði hann um stjómarformennsku sína í Hafskip á sama tíma og hann var for- maður bankaráðs Útvegsbankans. I öðm lagi gerði hann grein fyrir ferða- lögum sínum til útlanda á vegum Hafekips. í þriðja lagi talaði Albert um greiðslur þær sem hann þáði frá Hafekip vegna vöruflutninga fyrir- tækis síns. Og í fjórða lagi útskýrði hann þátt sinn í að koma peninga- greiðslum til Guðmundar J. Guð- mundssonar alþingismanns. Ólafúr G. Einarsson vildi ekki greina nánar frá viðræðum þingmanna um Hafskipsmálið en sagði að á fundinum hefði einnig verið rætt um húsnæðis- og bankamál auk þess sem hafinn hefði verið undirbúningur fjárlaga fyr- ir næsta ár. Ólafur sagði að ákveðið hefði verið að halda tvo fimdi í þing- flokknum í júlí til þess að ræða fjárlög- in sérstaklega. -EA Skemmdir á Þórunni Bakkgírinn virkaði ekki þegar átti að snúa Laxfossinum og hann skall því á Þórunni," sagði Sigurður Þór Jónsson um þann atburð er skip Eim- skipafélagsins sigldi á togara í Vestmannaeyjahöfh um klukkan sex í gærmorgun. Þórunn dæfdaðist nokkuð bak- borðsmegin, þar sem Laxfoss lenti á henni, án þess að gat opnaðist. Talið er að viðgerð geti tekið viku til hálfan mánuð. Laxfoss er lítið sem ekkert skemmdur. - ás ALLAR GERÐIR SENDIBÍLA Skemmuvegur 50 LOKI Hann flýgur ekki langt núna, fiskurinn sá! Uppboð á fásteign Flugfisks hf. á Flateyri: Hálf milljón fékkst í 15 milljóna skuld Sýslumaðunnn á ísafirði hefúr ónir kr. hafamir í þrotabúið. um sem tilheyrðu bátasmíði fyrir- haldið uppboð a fasteignum 1 þrota- Eigmn sem slegin var a uppboðmu Eignin sem ekkert tilboð kom í er tækisins “ sagði Pétur Hafetein búi Flugfisks hf. á Flateyri. Um var er lýsistankur og iðnaðarhúsnæði á vélsmiðja áfóst íbúðarhúsnæði að sýslumaður á ísafirði í samtali við að ræða tvær fasteignir og var önnur Sólbakka á Flateyri og var sú eign Hafimrbakka 27b á Flateyri. DV Ef það tekst ekki munum við þeirra slegin á 500 þúsund kr en slegin Iðnlánasjóði en sá sjóður „Þetta mál er enn í gangi hjá okk- halda annað uppboð á þessum lausa- ekkert tilboð kom í hma. Skuldir asamt Byggðasjoði og sparisjoðnum ur og munum við á næstunm leita fjármunum Flugfisks í haust “ þrotabúsins eru á bilinu 15-20 millj- á Þingeyri voru stærstu kröfu- eftir kaupendum að vélum og tækj- B -FRI Lenti undir hlassi í grjót- mulnings- vél Vinnuslys varð i Garðabæ er maður sem var að vinna við grjót- mulningsvél lenti undir hlassi ofan í vélinni. Að sögn lögreglunnar í Hafnar- firði mun maðurinn hafa farið ofan í vélina til að losa grjóthnullung úr henni sem vélin réð ekki við. Er hann var að þessu kom Paylo- ader-grafa að og sturtaði grjót- hlassi ofan í vélina og á manninn en ökumaður gröfunnar hafði enga hugmynd um að félagi hans væri ofan í mulningsvélinni. Atburður þessi átti sér stað rétt fyrir ofan steypustöðina Ós en þar er Hagvirki að mylja grjót í nýju Reykjanesbrautina. Maðurinn, sem varð fyrir hlassinu, meiddist töluvert á fótum en er ekki talinn alvarlega slasaður. -FRI Bruninn við Tjömina: „Húsið verði byggt upp“ „Það er mín skoðun að húsið verði byggt upp. Það stendur á mjög við- kvæmum stað í borginni og það verður ekkert betra gert við þessa lóð en varð- veita þau verðmæti er á henni standa nú. Ég held að það hafi ekki hvarflað að neinum manni að rífa bygging- una,“ sagði Magnús L. Sveinsson, forseti borgarstjómar, í samtali við DV í morgun. Davíð Oddsson borgar- stjóri hefur tekið í sama streng og búast má við að ákvörðun um up]> byggingu gamla Iðnskólans verði tekin á borgarráðsfundi í dag. Niðurstöður rannsóknar á upptök- um brunans við Tjömina síðastliðið laugardagskvöld benda eindregið til að kviknað hafi í gömlu rafeindatæki á annarri hæð hússins. Þaðan hafi eldurinn teygt sig upp í ris er var al- elda er slökkvilið kom á staðinn. -EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.