Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1986, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1986, Blaðsíða 24
24 DV. ÞRIÐJUDAGUR 24. JUNÍ 1986. Rainbow málið: Viðræður í vikunni „í þessari viku mun Hans G. Ander- sen, sendiherra í Washington, eiga viðræður við fulltrúa utanríkisráðu- neytisins og varnarmálaráðuneytisins í Bandaríkjunum um það hvemig og með hvaða hætti þeir hafi hugsað sér að breyta reglunum um vöruflutninga til vamarliðsins," sagði Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra. Georg Schultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Matthías hittust á utanríkisráðherrafimdi Atlantshafs- bandalagsins í vor, þar sem Schultz sagðist mundu ræða við Weinberger utanríkisráðherra um breyttar reglur í deilunni um flutninga Rainbow Na- vigation á vamingi fyrir vamarliðið á Keflavíkurflugvelli. Að sögn Matthíasar hafa einhveijar viðræður milli Schultz og Weinbergers farið fram. „Hans G. Andersen mun kynna sér hvemig málið stendur og meta það hvort forsendur séu fyrir frekari viðræðum milli fulltrúa ríkis- stjómanna," sagði Matthías. Um setningu íslenskra laga vegna vöruflutninganna sagði Matthías að það væm bara hugmyndir sem ekki hefðu komið til skoðunar. „Slíkar hug- myndir verða ekki skoðaðar á meðan verið er að reyna samkomulagsleið.“ -KB Sigurbjöm Stefánsson á Létti sem kosinn var fallegasti hesturinn á 17. júní mótinu. DV-mynd Ægir. Steinunn Traustadóttir í verðlaunagarði sínum á Hofsósi. Fyrsta kúlugróðurhúsið, sem reist var á landinu, er fyrir aft- an hana. En það var einmitt reist i garðinum hennar Sfeinunnar. DV á Hofsósí: Plönturnar þrrfast innan um drunurnar Jcn G. Haukssan, DV, Akureyri; Fyrsta kúlugróðurhúsið, sem reist var á landinu, er á Hofsósi, í verð- launagarðinum við húsið Bergland. Sérlega fallegur garður og alveg sneisafullur af plöntum. „Kúluhúsið er það eina sem dugir, það tekur ekki vind á sig en hér á Hofsósi er suðvestanáttin mjög slæm á sumrin. Hún getur lagt allan gróður í rúst,“ sagði Steinunn Traustadóttir, húsfreyja í Berglandi. Hún eyðir öllum frístundum sínum á sumrin í garðinum. Fjöldi plantna hjá henni er áberandi, þær eru langt yfir hundraðið. „Við ræktum plönt- umar sjálf og trén mikið til líka.“ Hljóðkútaverksmiðjan Stuðlaberg er sambyggð íbúðarhúsinu Berglandi. Það er eiginmaður Steinunnar sem rekur verksmiðjuna. „Jú, jú, plöntum- ar þrífast vel innan um drunumar," sagði Steinunn. Léttir fékk bikarinn - á kappreiðum hjá Goða á Fáskmðsfirði Ægir KrisBrescti, DV, FáskrúösfirðL- 17. júní kappreiðar hestamannafélags- ins Goða á Fáskrúðsfirði hófúst með mótssetningu Friðmars Gunnarsson- ar, hreppstjóra í Tungu. Síðan var hópreið hestamanna um svæðið, ávarp flutti Berglind Agnarsdóttir og áhorf- endur völdu fegursta hest mótsins. Sigurvegari í þeirri keppni varð Léttir Sigurbjöms Stefánssonar frá Hólag- erði og hlaut hann farandbikar í verðlaun. Næst var sýning á sigur- vegurum í A- og B-flokki gæðinga. í A-flokki varð efst Glóblesa með eink. 7,80, eigandi Sverrir Reynisson, í öðm sæti Silfri, eink. 7,79, eigandi Reynir ^ Guðjónsson, og í 3. sæti Grikkur, eink. 7,65, eigandi Páll Gunnarsson. I B- flokki gæðinga sigraði Strákur, eink. 8,42, eigandi Ólafur Reynisson, í 2. sæti Gosi, eink. 8,06, eigandi Karl Knudsen, og í 3. sæti Prins, eink. 7,95, eigandi Bjöm Kr. Bjamason. Efstu hestar í A- og B-flokki hlutu farand- bikara sem gefhir em af Verkalýðs- og sjómannafélagi Fáskrúðsfjarðar. í flokki unglinga sigraði Esther Her- mannsdóttir á Emi með eink. 7,86 og í 2. sæti varð María Sigurbjömsdóttir á Nótt., eink. 7,46. Síðan var keppt í brokki, skeiði, unghrossahlaupi, stökki og naglaboðreið. Hestamenn buðu bömum á hestbak og höfðu þau gaman af. Um kvöldið var dansleikur á skólavellinum og lék hljómsveitin Fiff fyrir dansi. s» mmt iignr' < - -af r*. Þessi torfbær er ekta, hlaðinn samkvæmt kúnstarinnar reglum og prýðir verðlaunagarðinn á Hofsósi. DV-myndir JGH 1 Einar Guðmundsson rennir í Austurá I Miðfirði, en fiskurinn var tregur j)ó margir væru. Miðfjarðará hefur gefið 115 laxa. DV-mynd G. Bender Laxá í Dölum: Glæsileg byrjun „Þetta var frábært og við fengum 75 laxa á 6 stangir og hann var 19,5 punda sá stærsti," sagði Pétur Bjömsson er við náðum í hann í Laxá í Dölum í gær. „Helgi Eyjólfs- son veiddi 19,5 punda laxinn í Dumbsfljóti að maðk og svo veidd- ust Qórir 17 punda laxar. Megnið af fiskinum var 10 punda og yfir, þetta var frábært. Við erum búnir að vera við veiðar í ánni í þrjá daga. Fiskur Veiðivon GunnarBender er mest efst og neðst í ánni og í Sólheimafossi veiddist á sunnudag- inn lax með lús. Það er létt yfir mönnum og veður gott, dumbung- „Það veiddust 14 laxar í opnuninni og ég veiddi sjálfúr 4 þeirra, vorum tveir saman við veiðar og veiddum einn dag,“ sagði Ingvar Ingvarsson á Múlastöðum er við spurðum frétta af Flókadalsá. „Náði einum 13 punda í Lundarhólma á maðk. Þetta er þokkaleg byrjun og reytingur af fiski í ánni.“ Við hittum veiðimenn við Flókadalsá á sunnudaginn og þeir höfðu fengið einn lax, 4 punda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.