Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986. Fréttir „Þetta var rosalegur fiskur“ - sagði Pálmi Gunnarsson. Fréttir úr Hofsá og Selá Það er búið að veiða töluvert í ágætlega, fengið töluvert af laxi og Vopnafirðinum og hefur gengið ætli það séu ekki komnir um 1080 Staðan á toppnum Laxá í Aðaldal efst Nú, þegar fer að síga á seinni hluta veiðitímans og spennan um efstu veiðiána er í algeymingi, birtum við stöðuna á toppnum. Laxá í Aðaldal er efst ennþá en Þverá í Borgarfirði aðeins á eftir. Laxá í Aðaldal Þverá í Borgarfirði Blanda 1540 Langá á Mýrum 1520 Laxá á Ásum 1505 Norðurá í Borgarfirði 1486 Grímsá 1440 Laxá í Dölum 1200 Miðfjarðará 1180 Hofeá 1080 G. Bender 2080 1890 Harrý Harrýsson er einn af mörgum sem veitt hafa lax í Laxá í Aðaldal; þessi gein við spúni í Vitaðsgjafanum. DV-mynd G. Bender. laxar úr Hofsá allri," sagði Pálmi Gunnarsson á Vopnafirði í gær. „Það er ofsagott veður, var að veiða á svæði eitt í dag og missti 3 laxa í beit, fékk 5 laxa. Töluvert hefur sést af nýjum laxi, en það er krökkt af fiski um alla á. Einar mágur minn missti 25 30 punda í Amarhólshyl á spún og stóð viðureignin yfir í stutt- an tíma, rosalegur fiskur. Silungs- veiðin hefur gengið vel og bleikjan er væn, þær stærstu sem komið hafa á land um 9 pund, hef veitt helling af bleikju. Jú, maður hefur fengið nokkra laxa.“ Veiðin í Selá hefur verið góð líka og munu vera komnir um 590 laxar á land og á Rafh Hafhijörð ennþá stærsta laxinn, 20 punda hænginn úr Vaðhyl. „Þetta gekk ekkert ofeavel en það er mikið af laxi um alla á, við veidd- um, hollið, 40 laxa. Þetta er að verða eins og í gamla daga,“ sagði Hörður Óskarsson en hann var að koma úr Selá í Vopnafirði. „Ég veiddi 11 laxa og alla á flugu, maður veiðir ekki á annað nú orðið. Það er orðið viki- lega g;aman að veiða í Selá eftir að fiskurinn er kominn um alla á og það eru komnir 700 í gegnum telja- rann. Hellingur hefur veiðst af bleikju og þær stærstu eru um 3 pund, mikið af henni. Þetta var gam- an og svo tók fiskurinn fluguna mjög grannt og ég missti marga, það er spennan í veiðinni." G. Bender. Breiðdalsáin er svo sannarlega á uppleið og hafa veiöst um 110 laxar og er sá stærsti ennþá 15,5 pund. DV-mynd G. Bender. Laxá og Bæjará í Reykhólasveit Veiddi lax í hjólastól „Ætli það séu ekki komnir um 20 laxar og svo virðist sem bleikjan sé að koma í meira mæli,“ sagði Ámi Baldursson er við spurðum um Laxá og Bæjará í Reykhólasveit. „Síðustu Veiðivon Gunnar Bender veiðimenn fengu 4 laxa og helling af bleikju, þetta veiddist í Laxánni mest.“ Eitthvað óvænt sem gerst hefur fyrir vestan nýlega? „Jú, veiðimaður í hjólastól veiddi lax og það gerðist í Laxá.“ Veiðin í Stóru-Laxá í Hreppum hefur litið glæöst og veiöimenn fá sumir ekki nart. Á myndinni heldur Viðar Egilsson á fallegum laxi. DV-mynd Ámi. „Þetta gekk vonum framar og við veiddum 29 laxa víða í ánni,“ sagði Guðjón Hannesson, veiðimaðurinn sem var að koma úr Flóku. „Það var búið að segja við'okkur áður en við komum að áin væri fisklaus en þetta sýnir nú allt annað. Þetta var virki- lega skemmtilegt og kom okkur á óvart.“ Það hafa veiðst um 200 laxar í Flóku. „Okkur gekk vel og við veiddum nokkra laxa, en frekar voru þeir smáir en lax er víða að finna í ánni,“ sagði veiðimaður sem var að koma úr Gljúfurá í Borgarfirði. „Mest virðist vera af laxi í Eyrarhyl og Geitaberg er gott líka, ætli það séu ekki komnir um 180 laxar." G. Bender. Vísir að íslenskri leyniþjónustu? Ríkisstjómin ákvað um síðustu mánaðamót að láta kanna hvemig auka mætti samstarf þeirra ráðuneyta og stofnana er starfa með einhverjum hætti að öryggismálum ríkisins. Var starfshópi embættismanna falið að gera „tillögur um úrræði er stuðli að markvissu starfi til að vinna gegn og uppræta ólögmæta starfsemi er skaðað gæti íslenska ríkið og öryggi þess“. Einnig var óskað eftir tillögum um hvemig efla mætti innra öryggi í stjómkerfinu og að athugað yrði með hvaða hætti nágrannaþjóðir okkar, einkum Danir og Norðmenn, haga öryggismálum sínum. Starfehópnum var gert að skila niðurstöðum sínum til ríkLsstjómarinnar innan sex mán- aða. Baldur Möller, fyrrum ráðuneytis- stjóri, hefur forystu fyrir þessum starfehópi en þar eiga einnig sæti ráðuneytisstjórar dómsmálaráðuneyt- is og utanríkisráðuneytis, skrifetofu- stjóri vamarmálaskrifstofu og lögreglustjórinn í Reykjavík. Baldur sagði í samtali við DV að starfehópurinn ætti enn eftir að koma saman og hefði þetta verkefiii því ekki verið skilgreint í neinum smáatriðum. Ljóst væri þó að viss vandkvæði hefðu fylgt þeirri verkaskiptingu í öryggis- málum sem ríkt hefur á undanfomum áratugum milli dómsmálaráðuneytis- ins og utanríkisráðuneytisins. Sagði Baldur að höfuðverkefhi starfshópsins yrði því að samræma störf hinna ýmsu deilda og stofhana sem annast hafa ýmiskonar öryggis- mál hér á landi. Mætti nefha sem dæmi að samræma þyrfti aðgerðir til vamar hryðjuverkum, og þá sérstak- lega flugránum, auka þyrfti öryggi æðstu embættismanna þjóðarinnar svo og erlendra ráðamanna sem hér eiga leið um, koma þyrfti í veg fyrir að unnt sé að lama samgöngur og fjar- skipti til og frá landinu og síðast en ekki síst þyrfti að hindra ólögmæta öflun upplýsinga, eða það sem í dag- legu tali kallast njósnir. Áðspurður um hvort hið síðast- nefhda þýddi að koma ætti á fót vísi að íslenskri leyniþjónustu sagðist Baldur ekki halda það. En hann bætti því við, og það í glettni, að þó svo það væri ætlunin þá mætti að sjálfeögðu ekki skýra fhá því eðli máls sam- kvæmt. -EA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.