Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Síða 7
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986. 7 Fréttir Verðlaunatillaga Sigurðar Einarssonar. Á myndinni er séð beint framan á nýbygginguna, frá norðurhlið. Nýbygging Alþingis: „Lagði mig allan fram við verkefnið“ - sagði Sigurður Einarsson sem hlaut 1. verðlaun „Kemur fyrsta sæti ekki alltaf á óvart? Ég þorði a.m.k. varla að gera mér vonir um þetta og er auðvitað alveg uppi í skýjunum yfir að hafa unnið,“ sagði hinn 29 ára gamli Hafn- firðingur, Sigurður Einarsson arki- tekt, sem fékk fyrstu verðlaun í samkeppni um teikningar að nýbygg- ingu Alþingis, eftir að úrslit höfðu verið kynnt. 25 tillögur bárust. í umsögn dómnefndar um tillögu Sigurðar segir að byggingin falli vel að Alþingishúsinu og húsalínu Kirkjustrætis og glertuminn, sem varðar innganginn, styðji virðuleika Alþingishússins á áþekkan hátt og tum Dómkirkjunnar. Meginkostur til- lögunnar sé þó hin sterka hugmynd sem hún byggir á og rökfesta hennar. „Ég fékk hugmyndina strax þegar útboðsgögn lágu fýrir í febrúar á þessu ári. Þá kynnti ég mér aðstæður og útfærði svo hugmyndina með aðstoð samstarfemanna úti í Kaupmannahöfh en þm hef ég starfað frá því ég útskrif- aðist u. arkitektúr í Listakademíunni á síðasta ári. Ég hef áður tekið þátt í samkeppni um tillögur að hjónagörð- unum fyrir nokkrum árum, en nú lagði ég mig enn meira fram en þá. Enda til mikils að vinna,“ sagði Sigurður sem hlaut eina og hálfa milljón ís- lenskra króna í verðlaun. í dómnefhd vom Þorvaldur Garðar Kristjánsson formaður, Salome Þor- kelsdóttir, Helgi Hjálmarsson, Lngvar Gíslason, Hilmar Þór Bjömsson, Þor- valdur S. Þorvaldsson og Stefán Benediktsson. Auk annarra verð- launa, sem Manfreð Vilhjálmsson arkitekt hlaut, og þriðju verðlauna, sem arkitektamir Hróbjartur Hró- biartsson, Richard Ólafur Briem, Sigriður Sigþórsdóttir og Sigurður Björgvinsson hlutu, vom fimm tillögur keyptar til viðbótar. Sýning á tillögunum var opnuð um leið og verðlaunaveiting fór fram og verður hún opin frá kl. 14-22 daglega til 20. ágúst í Listasafhi Háskóla Is- lands í Ódda. -BTH Sigurður tekur við verðlaununum úr hendi Þorvaldar Garðars Kristjánssonar, formanns dómnefndarinnar, við dynjandi lófaklapp fjölda gesta sem viöstadd- ir vom verðlaunaveitinguna og opnun sýningarinnar. DV-mynd KAE Jafntefli í London Jón L. Amasan, Landan; Eins og við var búist sömdu Karpov og Kasparov um jafntefli í sjöundu einvígisskákinni sem fór í bið á mið- vikudag án þess að tefla skákina áfram. Um ellefuleytið í gærmorgun hafði Karpov samband símleiðis við Kasparov og þeir sættust ó skiptan hlut. Að loknum skákunum sjö er staðan jöfn í einvíginu, hvor hefur hlotið þrjá og hálfan vinning. Kasparov þóttist sleppa með skrekkinn í sjöundu ská- kinni og stendur nú öllu betur að vígi því honum nægir jafhtefli í einvíginu, 12-12, til þess að halda heimsmeistarat- itlinum. Áttunda skákin verður tefld á föstu- dag og þá hefur Kasparov hvítt. TÖSKU-OG HANZKABÚÐiN HF SENDUM I POSTKROFU Skjalataska í skólann 3450- STÓRÚTSALA Í FULLUM GANGI 20-70% AFSLATTUR MEIRIHÁTTAR VERÐLÆKKUN Opið til kl. 21 í kvöld og frá 10-16 á laugardögum. Smiðjuvegi 4e, c-götu Símar á horni Skemmuvegar. 79866 og 79494. Laugavegi 28 Stóragarði 7, Húsavík Mánagötu 1, ísafirði Egilsbraut 7, Neskaupstað Hafnarstræti, Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.