Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Side 9
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986. 9 Utlönd Aðstoðarkona Nancy Reagan í stórfelldu vopnasmygli? Ólafur Amaiaan, DV, New York: Persónuleg aðstaðarkona Nancy Re- agan forsetafrúar hefur verið sökuð um að hafa aðstoðað við ólöglegan vopna- útílutning frá Bandaríkjunum að því er segir í frétt frá Hvíta húsinu í gær. Aðstoðarkonan, Anita Costello, hefúr löngum verið í aðstoðarmannaliði Nancy Reagan. Á ferðalögum forset- afrúarinnar erlendis er það hlutverk Costello meðal annars að sjá um og hafa eftirlit með fataskáp frú Reagan. Haft er eftir embættismanni í Hvíta húsinu, er ekki vildi láta nafns síns getið, að Costello hafi þegið rúmlega 17 þúsund dollara á ári fyrir vinnu sína í Hvíta húsinu. Hún er 45 ára gömul, upprunalega frá Paraguay, og hefur verið í þjónustuliði forsetahjón- anna frá 1981. I yfirlýsingu Hvíta hússins kom fram að starfsmannastjóri forsetans hafði fengið upplýsingar frá lögreglu- yfirvöldum í borginni Richmond í Virgimuríki um að Costello hefði veitt ólöglega aðstoð við útflutning vopna til Paraguay. Heimildir New York Times sögðu í gær að ekki væri enn fullljóst hvers konar vopn væri hér um að ræða, en talið að vopnasendingamar hefðu aðallega verið í formi skotfæra, og hefðu þiggjendur verið skæruliðar vinstri manna í Paraguay. Rehnquist samþykktur Ólafur Amaisan, DV, New Yoik Dómsmálanefhd öldungadeildar Bandaríkjaþings samþykkti, eftir miklar deilur og málalengingar á fundi sínum í gær, að William Rehnquist væri hæfur til að gegna embætti for- seta hæstaréttar Bandaríkjanna. Atkvæði fóru þannig að þrettán voru samþykkir útnefningu Rehnquists, en fimm andvígir, og allir demókratar. Meðal þeirra er andvigir voru var Edward Kennedy, öldungadeildar- þingmaður frá Massachussetts og lét hann hörð orð falla um William Rehn- quist. Sagði Kennedy að hann væri ekki hæfur til að gæta jafhréttis kynjanna í hæstarétti og þar af leiðandi ekki hæfur til að framfylgja bandarísku stjórnarskránni. Fyrr um daginn hafði dómsmála- nefndin samþykkt samhljóða að Antonin Scalia dómari væri hæfur til að taka sæti Rehnquists í hæstarétti Bandaríkjanna sem óbreyttur dómari. Öldungadeild Bandaríkjaþings Dómsmálanefnd Bandaríkjaþings samþykkti i gær útnefningu William Rehnquist í stöðu forseta hæstaréttar Bandarikjanna. gengur síðan til lokaatkvæðagreiðslu um tilnefningu nýrra manna í hæsta- rétt þann áttunda september næst- komandi og talið er næsta víst að hún muni fylgja samþykkt dómsmála- nefhdarinnar og staðfesta skipan Rehnquist og Scalia. Reagan forseti. Tutu biskup. Blökkumanna- leiðtogar hlynntir refsiaðgerðum - segir Reagan um Suður-Afriku HaDdór Valdimaissan, DV, DaDas: „Eg er ekki fylgjandi beinum refsi- aðgerðum gegn Suður-Afríku,“ sagði Ronald Reagan Bandaríkjaforseti á fundi með blaðamönnum í Chicago í gær. „Refsiaðgerðir af þvi tagi sem um er rætt myndu ekki aðeins valda efha- hagserfiðleikum í nágrannaríkjum Suður-Afríku, heldur erfiðleikum á meðal þeirra er við þurfum að hjálpa," sagði forsetinn. Aðspurður sagði forsetinn að þeir einu í Suður-Afríku er fylgjandi væru refsiaðgerðum að hálfu Bandaríkj- anna væru þeir öfgamenn til vinstri er hygðust geta nýtt sér atvinnuleysið, hungur og aðra erfiðleika til pólitískra ávinninga. Kvaðst forsetinn hafa vitneskju um að leiðtogar blökkumanna í Suður- Afríku væru flestir mótfallnir refsiað- gerðum. Síðar á fundinum dró forsetinn ofur- lítið til baka, þegar hann var minntur á að Tutu biskup gæti varla talist til öfgasinnaðra vinstrimanna, en hann væri fylgjandi refsiaðgerðum. I mmm IAKAHLUTIR OPIÐ A MORGUN LAUGARDAG KL, 9-2 Svortu . .. leöurskolatoskurnar eru nú loksins komnarl - FRABÆRT VERÐ -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.