Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986. Neytendur Afmælis- tertan úr 4800 eggium Uppskrift til heimilisnota Það hefur víst ekki farið framhjá neinum að höfuðborgin á 200 ára af- mæli á mánudaginn. Borgarbúum og gestum þeirra verður boðið upp á gríð- armikla tertu sem verður í Lækjargöt- unni. Um miðbik götunnar verður skjaldarmerki Reykjavíkurborgar skorið út úr tertunni, alls 4-5 fermetr- ar á stærð, og síðan verður 100 metra tertulengja út frá því á báðar hliðar. Tertan er í þremur lögum og verður um 8 cm á þykkt. I stóru tertuna fara hvorki meira né minna en 4824 stykki af eggjum, hátt á þriðja hundrað kg af kransaköku- massa, sykri og smjörlíki en ekki nema örlítið af hveiti eða 67 kg. Milli laga í tertunni er fromage sem búið er til úr 2412 eggjum, 100 kg af sykri, 3,3 kg af matarlími, nærri 27 ’ 'l Tim af sérríi, 33,5 kg af makrónum i '100 1 af ijóma. Utan um alla dýrð- in. ur marsípanhjúpur sem er 27 kg: Þijátíu bakarameistarar á öllu Stór-Reykjavíkursvæðinu taka þátt í að baka þessa tertu og verður byijað á því verki í dag. Kakan verður svo sett endanlega saman í Lækjargötunni á mánudaginn. Til heimilisnota Til þess að landsmenn geti gert sér afmælisdagamun og bakað handa sér þessa afrnælistertu fengum við upp- skriftina og sniðum hana niður til venjulegra heimilisnota. Þá er þetta sakleysisleg terta sem tilvalið er að baka í ofhskúfiúnni og kljúfa síðan þannig að úr fáist þrír eða fjónr botn- ar. í kökuna fer: 300 g kransakökumassi 300 g sykur 300 g smjörlíki 6 egg 80 g hveiti Fromage: 3 egg 125 g sykur 5 g matarlím 33 cl sérrí 50 g makrónur Einn peli rjómi Marsípanhjúpur 400-450 g Kransakökumassinn og sykurinn eru hrærðir saman og smjörlíkið út í. Þá eru eggin hrærð saman við, eitt í einu. Gætið þess að hræra deigið ekki alltof mikið. Ef tertan er bökuð í ofnskúfiúnni er gott að baka svona eins og tvær skúfiúr og kljúfa svo botnana. Fromageið er búið til á þann hátt að eggin eru stífþeytt með sykrinum. Matarlímið (þetta eru 5 blöð) er látið í bleyti í kalt vatn smá stund og síðan látið bráðna i velgdu sérríinu. Ma- krónumar eru muldar, ijóminn þeytt- ur og öllu blandað varlega saman. Sett á milli laga á tertunni. Ofan á hana kemur svo marsípanið sem flatt er út þar til það passar á kökuna. Síð- an má auðvitað skreyta kökuna að vild/tilvalið að nota súkkulaði til þess. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði (eða örbylgjuofhi ef hann er fyrir hendi). Búið til kramarhús úr smjörpappír, látið brætt súkkulaðið þar í og spraut- ið að vild. Tilvalið er að nota helgina til þess að búa til afinælistertuna. -A.BJ. Þegar Dagblaðið átti fimm ára afmæli bakaði Ragnar Eðvaldsson, bakarameistari í Keflavík, afmælistertuna sem boð- ið var upp á. Það voru hvorki meira né minna en um átta þúsund manns sem fengu bita af þessari tertu sem var hreinasta lostæti. Þama er verið að leggja siðustu hönd á uppsetningu tertunnar en óhætt er að fullyrða að ekki hefur áður eða síðar verið bökuð stærri terta á íslandi. Kannski metið verði slegið á mánudaginn. DV-mynd Bjarnleifur Bjarnleifsson Sigmundur Dýrfjörð i versluninni Te og kaffi handfjatlar hér hið mánaðarg- amla te sem um ræðir. Þetta er í fyrsta sinn sem svo ferskt te er á markaðnum hérlendis. Ertendis er beðið i ófvæni eftir hverri nýrri upp- skeru. Sannir tedrykkjumenn finna muninn á því hvenær og hvar teið er ræktað. DV-mynd Óskar öm Fyrsta teupp- skera ársins beintfrá Indlandi Það hefúr ekki gerst áður að við íslendingar höfúm getað fengið eins nýtt te og nú er á boðstólum. Hér er um að ræða fyrstu uppskeru árs- ins, mánaðargamla, senda beint frá Indlandi gegnum Þýskaland. Það er í versluninni Te og kaffi sem þetta „Daijeeling-te“ er til sölu, en sú er eina verslunin hérlendis sem pantar te eftir ökrum og uppskeru. Við lögðum leið okkar í verslunina til að forvitnast nánar um teið. Sum- ir vita ekki meira um te en: „Jú, þú setur tepokann í vatn, tilbúið." Sannir tedrykkjumenn líta ekki við tepokum því þar er um að ræða te, gert úr lélegasta hluta laufblaðsins, svokallað „dust“. Teið, sem hér um ræðir, er ræktað á tindum Himalayafjalla á Indlandi, nánar tiltekið í um 3000 metra hæð. Te ræktað í þessari hæð er það besta sem völ er á því jurtin þarf að hafa fyrir þvi að vaxa og vera í stöðugri vöm gegn hita. Það gerir það að verkum að jurtin verður safaríkari og gefur meira bragð en jurt sem ræktuð er á láglendi. Er hellt er upp á þetta nýja og ferska te þarf að passa að gera það ekki of sterkt þar sem minna þarf af því en venjulegu tei og má það aðeins trekkja í 3 mínútur. í haust er svo að vænta annarrar uppskeru ársins sem tekin verður upp í næsta mánuði. -Ró.G.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.