Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1986, Page 17
FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986. 17 Lesendur HRIISTOIÐ í SÍMA 27022 MILLIKL. 13 OG 15 EÐASKRIFIÐ Af hverju sést Sonja Diego ekki á skjánum? G.Þ. hringdi: Ég hef ekki séð Sonju Diego á skján- um í heillangan tíma og sakna ég hennar mikið þvi hún er með afbrigð- um góður fréttaþulur. Mig langar til þess að vita hvað orðið hefur um hana, ætlar hún ekki að koma aftur á skjá- inn? Ég vildi gjaman fá hana aftur. DV hafði samband við fréttastofu sjónvarpsins og var tjáð að Sonja Di- ego hefði hætt sem fréttaþulur sjón- varpsins í janúar síðastliðnum og ekki væri á döfinni að hún komi aftur til starfa, allavega ekki í bráð. Sonja rek- ur sitt eigið fyrirtæki og er með þýðingar á sinni könnu, svo að lítill tími gefst til annarra efha. BEARGRIP DRAGHNOD ÁL & STÁL RYÐFRITT &VENJULEGT o MARKAÐSÞJÓNUSTAN SKIPHOLTI19-105-REYKJAVÍK-S 26911 Á hátíðinni í fyrra komu 7. milljónir manna víðsvegar að úr heiminum saman, drukku 5 XA milljón lítra af þýskum gæðabjór, átu meðal annars 629.520 kjúklinga og skemmtu sér hreint stórkostlega vel. í ár gefst þér kostur á að slást í hópinn undir leiðsögn hinns kunna útvarpsmanns Arthúrs Björgvins Bollasonar, sem er öllum hnútum kunnugur á þessum slóðum. Verð aðeins krónur 29.700 með hóteli og morgunmat. Athugið takmarkað sætaframboð Tekiðámótipöntunum í síma 28388 tilkl. 19.30 íkvöld. md(VTK( FERÐASKRIFSTOFA, HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 - 28580 (......... Umboð a Islandi tyrir DINERS CLUB INTERNATIONAL „Niðursoðið hvalkjöt“ iigur ■ Islei Allir sannir íslendingar eru gátt- aðir á afskiptasemi Bandaríkja- manna í hvalveiðimálum íslend- inga. Eg vona að okkar ágætu vinir í Bandaríkjunum viti og skilji að innan 200 mílna lögsögu erum það við sem munum nýta allt þar er að fá. Ég trúi því ekki að Banda- ríkjamenn leggist svo lágt að skipta sér af því sem okkur er lífs- spursmál, það er að segja nýta allt sem er innan 200 mílna. Við erum í bandalagi með Bandaríkjamönnum, það er að segja NATO, og tel ég það vera báðum til góðs, vonandi spillir Reagan því ekki. En hvalkjöt á að nýta betur, til dæmis ætti að sjóða það niður í dósir, litlar og stórar og til útflutnings. Vonandi getur Hvalur hf. eða aðrir aðilar athugað þessi mál, ég held þetta gæti orðið úrvals vara, bæði til útflutnings og á okkar markaði. Við munum veiða hval um alla framtíð, en óþarfi er að tala um að það sé í vísindaskyni, öðrum kemur það ekki við hvers vegna við veiðum hval. Sonja Diego hætti sem fréttaþulur sjónvarpsins i janúar síðastliðnum og hefur snúið sér að öðrum efnum. í MUNCHEN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.