Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Side 8
8
FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1986.
Utlönd
Spænsk löggjöf um fostureyðingar til endurskoðunar:
90.000 spænskar konur eyddu
fóstri eriendis í fyrra
Pétur Pétuisaam, DV, Barodona;
Nú um þessar mundir er eitt ár lið-
ið síðan sett var löggjöf sem leyfði
fóstureyðingar með ákveðnum tak-
mörkunum á Spáni og olli málið
geysilegum deilum á sínum tíma.
Þótt Spánn hafi verið fyrsta Ev-
rópuríkið til að gefa fóstureyðingar
frjálsar árið 1932 fylktu andstæðingar
þeirra liði með kirkjunnar menn í far-
arbroddi. Hart var deilt á þingi og
þrátt fyrir mikinn meirihluta í báðum
deildum náði stjómin ekki að keyra í
gegn frumvarpið sem í upphafi gerði
ráð fyrir mun frjálslyndari löggjöf en
raun ber vitni.
Fyrir utan siðferðislega hlið málsins
er það ljóst að gífurlegir hagsmunir
voru í veði því læknastofur í einkaeign
hafa af því geysimiklar tekjur að fram-
kvæma ólöglegar fóstureyðingar. En
allar tilraunir sósíalista að eiga við
einkageirarm í heilsugæslumálum,
sem blómstrar hér á staðnum sakir
slakrar heilsugæslu sjúkrasamlaga og
sem hefur verið nefndur viðskipti ald-
arinnar, hafa nú farið út um þúfur.
Píslarganga
Löggjöfin var því á endanum aðeins
svipur hjá sjón og var leyfð með allm-
iklum takmörkunum. Og þurfa þær
konur sem sækja um fóstureyðingar á
löglegan hátt að ganga þvílíka píslar-
göngu milli stofhana að ef leyfi fæst
eru oftar en ekki liðnar þær 12 vikur
meðgöngu sem reglugerðin nær til.
En á þrettándu viku er talið að fóstrið
sé orðið það mikil manneskja að sið-
ferðislega sé ekki réttlætanlegt að
eyða því.
Þó leyfi fáist er ekki þar með sagt
að læknirinn sem á í hlut taki það í
mál að eyða fóstrinu því læknar þurfa
líka að stríða gegn taugaspennu.
Á haustvikum 1985 hófu kvenrétt-
indakonur mikla baráttu gegn lögun-
um sem að þeirra mati eru hjóm eitt
og geta aldrei staðist. Þær gripu til
harðra aðgerða til að vekja athygli á
málstaðnum. 1 nóvember lokuðu þús-
undir þeirra sig inni í leikhúsi einu í
Barcelona og framkvæmdu þar nokkr-
ar fóstureyðingar sem voru teknar upp
á myndsegulband. Því næst kærðu
þær sig allar fyrir glæpinn til að sýna
að löggjöfin virkar ekki sem skyldi.
Eyða fóstri erlendis
Löglegar fóstureyðingar hér voru
aðeins 200 síðastliðið ár á meðan 90.
000 spænskar konur létu eyða fóstri
erlendis, aðallega í London og Amst-
erdam. Enginn leið er til að komast
að því hve mikill fjöldi lét eyða fóstri
á ólöglegum læknastofum, oft undir
hroðalegum kringumstæðum.
Kvensjúkdómalæknir nokkur í Lon-
don, Timothy Rutter að nafni, hefur
vakið málið á nýjan leik. Hann hefur
eytt 8.000 fóstrum spænskra kvenna
síðastliðið ár. Hann hefur nú lýst því
yfir að hann muni ekki framkvæma
aðgerðir á fleiri spænskum konum fyrr
en lögin verði endurskoðuð eða að
minnsta kosti breytt á annan hátt því
að ensku lögin séu mjög svipuð, það
er að segja aðeins er leyft að eyða
fóstri ef hægt er að sýna fram á að
það geti stofnað lífi móður í hættu,
fæðist vangefið eða vanskapað á ein-
hvem hátt eða um nauðgun hafi verið
að ræða.
Rutter segir það ekki vera í sínum
verkahring að leyna ástandinu og
hvetur stjómina til aðgerða. Hann
hefur nú látið gera leiðbeiningablað
er auðveldi konum leiðina gegnum
lagafrumskóg þann er fara þarf um til
að láta eyða fóstri á löglegan hátt hér
á Spáni auk þess sem hann hefur látið
þýða ensku lögin yfir á spænsku og
sent ásamt afriti af þeim spænsku
helstu stofhunum í landinu til saman-
burðar.
Fjaðrafok
Umfjöllun hans hefur valdið svo
miklu fjaðrafoki hér að á dögunum
lýsti Alfonso Guerra, varaforseti ríkis-
stjómarinnar, því yfir að stjómin væri
með til athugunar tillögur ýmissa
kvennasamtaka til breytinga á lögun-
um þar sem ljóst væri að þau virkuðu
ekki sem skyldi.
Tillögur kvennasamtaka em flestar
á einn veg, að fóstureyðingar verði
gefnar algjörlega fijálsar og að þær
verði öllum að kostnaðarlausu. Þetta
sé eina leiðin til þess að koma á kné
þeim neðanjarðarlæknastöðvum sem
nú séu starfandi með vitneskju og
samþykki allra meðan núverandi lög
em við lýði og ekki sé við það ástand
unandi.
BreUand:
Verða veiðihundar atvinnulausir?
Breskur aðall sá rautt í gær er
Verkamannaflokkurinn gerði kunna
áætlun sína um að banna refaveiðar.
Háværar raddir sögðu þetta vera af-
skiptasemi og að það myndi ekki bæta
hlutskipti refsins. Var Verkamanna-
flokkurinn ásakaður fyrir að heyja
gamaldags stéttabaráttu, það væri
rangt að líta á refaveiðar eingöngu
sem íþrótt heldri manna ríðandi á
hestbaki í rauðum jökkum. Þetta væri
íþrótt stunduð af öllum þjóðfélags-
hópum úti á landsbyggðinni.
Verkamannaflokkurinn segist munu
leggja til að allar veiðar með blóð-
hundum verði bannaðar ef hann kemst
til valda. Það mundi hafa í for með
sér að 400 hópar veiðihunda missa
atvinnuna.
Á hverju ári fara um 50.000 Bretar
ríðandi á veiðar og veiða 40.000 refi
með hunda sér til liðs.
Loforði flokksins var vel fagnað
meðal dýravina og þeirra sem árum
saman hafa barist gegn því sem þeir
álíta grimma og ómannúðlega íþrótt.
r
Spænska stjómin er nú meö til athugunar tillögur frá kvennasamtökum
um breytingar á fóstureyöingalöggjöfinni þar sem hún virkar ekki sem
skyldi.
Bam tekið með valdi
frá fósturforeldmm sínum
Málaferii vegna umráðaréttar yfir bami vekja athygli í Noregi
Gauti Grétarsaan, DV, Þiándheimi:
Norska sjónvarpið sýndi nýverið
fréttaþátt er vakið hefúr mikla at-
hygli hér í Noregi. Þar var skýrt frá
sögu fimm ára gamallar stúlku er
tekin var frá fósturforeldrum sínum
er alið höfðu hana upp í fimm ár.
Bamið var grátandi tekið með valdi
fógeta og bamavemdamefndar og
afhent foður sínum og stjúpmóður.
Litla stúlkan hafði alist upp hjá
afa sínum og ömmu í fimm ár. Móð-
irin hafði fengið krabbamein stuttu
eftir að stúlkan fæddist. Bjó móðirin
ásamt dóttur sinni í foreldrahúsum
þar til hún lést tveim árum eftir
bamsburðinn.
Var hún þá að fullu skilin frá eigin-
manni sínum. Faðirínn fékk for-
eldraréttinn árið 1983 en stúlkan
átti að búa áfram hjá afa sínum og
ömmu.
Faðirinn stundaði nám þessi ár og
vann að auki fjarri heimili sínu á
olíusvæðum Norðmanna í Norð-
ursjó, svo takmarkaðir möguleikar
vom fyrir hann að hitta dóttur sína.
í fyrravor hófst deilan.
Faðirinn krafðist umráðaréttar
yfir baminu en fósturforeldramir
töldu baminu fyrir bestu að vera
áfram hjá sér. Faðirinn flutti málið
sjálfur fyrir dómstólnum og féll dóm-
ur á þann veg að hann fékk
umráðarétt yfir dótturinni.
Fógeti og bamavemdamefnd
komu síðan síðastliðinn fostudag og
tóku stúlkuna frá fósturforeldrum
sínum. Norskir fjölmiðlar hafa fjall-
að mikið um þetta mál að undan-
fömu og vilja ýmsir sérfræðingar
meina að ekki hafi verið rétt að
þessu staðið hjá dómstólum og
bamavemdamefrid.
„Að þetta skuli gerast í Noregi er
ótrúlegt," sagði fólk er hringdi til
norskra fjölmiðla eftir að útsendingu
lauk á föstudag.
Enn ber mikið á milli í frásögn fóst-
urforeldra fimm ára stúlkubamsins
og flölskyldu hins raunverulega foð-
ur um samband föður og dóttur.
Faðirinn sjálfúr hefur ekki viljað
tjá sig um málið í fjölmiðlum en syst-
ir hans segir að fósturforeldramir
hafi gert allt er hægt hafi verið til
að auka á fjarlægðina á milli dóttur-
innar og foðurins.
Eðlileg aðlögun í samskiptum föð-
ur og dóttur hafi verið mjög erfið
vegna afstöðu fósturforeldranna. Til
dæmis hafi þau ferðast til sólarlanda
þegar faðirinn hafi ætlað að heim-
sækja dóttur sína. Það hafi verið
erfitt að venja dótturina við náið
samband við föðurinn sökum ýmissa
uppátækja fósturforeldranna.
Fósturforeldramir halda því hins-
vegar fram að faðirinn hafi ekki
haft áhuga á að nýta sér möguleika
sína til að heimsækja dótturina.
Hann hafi verið velkominn hvenær
sem er og hafi þau reynt allt er á
þeirra valdi var til að viðhalda eðli-
legu sambandi dóttur við föður.