Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Side 9
FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1986. 9 Utlönd Fjölskylda flúði gegn- um Berlínarmúrinn 13 létu Ivfið í felli- Austur-þýsk fjölskylda flúði skömmu eftir miðnætti í nótt gegn- um Berlínarmúrinn við Checkpoint Charlie í skothríð austur-þýskra landamæravarða. Að því er talsmað- ur vestur-þýsku lögreglunnar sagði meiddist hvorki maðurinn, konan né bamið á flóttanum. Óku þau vörubíl, merktum ríkis- eigðu fyrirtæki, á hindranir og komust á síðustu sekúndu gegnum stólhlið sem lokast sjálíkrafa þegar viðvörunarkerfi hefur farið í gang. Vestur-þýskur lögreglumaður, sem var á vakt við Checkpoint Charlie, það hlið sem hermenn, sendifulltrúar og útlendingar fara í gegnum til og frá Austur-Berlín, sagði að flóttinn hefði aðeins tekið fimm til tíu sek- úndur. Eftir flóttann stóðu óeinkennis- klæddir öryggisverðir og sérstaklega útkallaðar sveitir vopnaðar rifflum vörð við hindranirnar, sem keyrt hafði verið á, meðan embættismenn gengu um og könnuðu skemmdimar eftir vömbílinn. Lögreglumaður vestan megin við hliðið reyndi að stoppa vörubílinn sem hélt áfram á fullri ferð inn í borgina þar sem flóttamennimir gáfú sig fram við vestur-þýsk yfir- völd. Var þetta í annað sinn á einum sólarhring sem austur-þýskir landa- mæraverðir skutu á flóttamenn, að ví er vestur-þýska lögreglan segir. fyrra tilfellinu tókst þeim að ná flóttamanninum, sem var einn síns liðs. Á myndsegulbandi, sýndu í vestur-þýska sjónvarpinu, var hann leiddur burt af austur-þýskum landa- mæravörðum sem miðuðu á hann byssu. Virtist hann ómeiddur. Það er orðið tiltölulega sjaldgæft að reynt sé að flýja yfir múrinn í kringum Vestur-Berlín síðan gerðar vom miklar endurbætur á honum. Fyrir sjö mánuðum hljóp símvirki í gegn en hann hafði verið að vinna að endurbótum á öryggiskerfi við Checkpoint Charlie sem gerðar vom í tilefni 25 ára afmælis múrsins. Hann hljóp af stað er hann allt i einu sá ekki lengur landamæraverði þá er stöðugt höfðu gætt hans og beint í fangið á vestur-þýskum toll- verði. Samkvæmt vestur-þýskum skýrsl- um hafa 39.000 manns flúið yfir múrinn eða landamærin síðan múr- inn var reistur 1961, 134 hafa beðið bana og 4.000 særst. byl Að minnsta kosti 13 manns létu h'fið er fellibylurinn Vera fór yfir Kína og Suður-Kóreu í gær. Þús- undir manna em heimilislausar eftir að heimili þeirra eyðilögðust. Hafnargarðar, hafnir og bátar eyðilögðust af stormöldum við ferðamannaeyjuna Cheju þar sem þúsundir ferðamanna vom tepptar vegna veðursins. Saknað er flutningaskips frá Singapore með 25 manna áhöfh. Hemaðarastandi lýstynr Stjóm Bólivíu lýsti í gær yfir hem- aðarástandi í landinu til 90 daga. Haft er eftir vitnum að vopnum búnir skrið- drekar hafi farið á móti göngu 5000 námuverkamanna sem ráðgerðu að koma til La Paz í dag til að hefja hung- urverkfall í kirkjum og skólum. Em þeir að mótmæla spamaðarráðstöfun forsetans, Victor Paz Estenssoro. Embættismenn stjómarinnar sögðu að herliðið hefði fengið skipun um að tvístra göngumönnum sem höfðu gengið 155 kílómetra frá heimkynnum sínum. Samtök verkalýðsfélaga hafa lýst yfir að felld verði niður vinna í einn dag til þess að bjóða göngumenn vel- i Boliviu komna sem óttast uppsagnir vegna spamaðarráðstafana í námuiðnaði. En hjá næststærsta fyrirtækinu í landinu, Comibol, nam rekstrarhall- inn i fyrra 246 milljónum dollara vegna verðfalls á tini. Lögreglan hefur handtekið marga verkalýðsleiðtoga og herflugvélar vom á sveimi yfir höfuðborginni. Á meðan á hemaðarástandi stendur get- ur stjómin sent borgara í útlegð. Þegar hemaðarástandi var síðast lýst yfir í Bólivíu í september 1985 vom um 1000 verkamenn handteknir og 200 verkalýðsleiðtogar sendir í útlegð til afskekktra frumskóga. Norskir hvalveiðimenn í mótmælaaðgerð gegn Bandaríkjunum Norskir hvalveiðimenn ætla að mótmæla stefriu Bandaríkjanna í fisk- veiðum þegar heræfingar Atlantshafs- bandalagsins hefjast í Norður-Noregi í dag. Talsmaður hvalveiðimannanna sagði að milli 20 og 30 skip myndu sigla á móti flugmóðurskipinu Nimitz og beina skutlum sínum að því. Steinar Bastensen, formaður hval- veiðinefhdarinnar í Norður-Noregi, sagði að efnt væri til mótmæla vegna þess að með því að hóta því að hætta innflutningi á norskum fiski hefðu Bandaríkjamenn neytt Noreg til að tilkynna bann við hvalveiðum frá og með næsta ári. Norska stjómin lýsti því yfir í sfð- asta mánuði að hvalveiðum í við- skiptaskyni yrði hætt en þrætti fyrir þrýsting af hálfu Bandaríkjanna. Nunnur og prestar mótmæla við sendiráð Suður-Afríku í Róm Um 75 manns söfnuðust saman fyrir utan sendiráð Suður-Afríku i Róm í gær til þess að mótmæla varðhaldi kaþólsks prests í Suður-Afríku. Flestir mótmælenda voru nunnur og prestar sem mótmæltu varðhaldinu á fóður Smangaliso Mkhatshwa, aðalritara kaþólska biskuparáðsins í Suður-Afr- íku, en hann er blökkumaður. Var hann handtekinn 12. júní síðasb liðinn, sama dag og neyðarástandi var lýst yfir. Fréttir hafa borist af því að honum hafi verið misþyrmt. Peningafalsaiar teknir til fanga Franska lögreglan hefur handtekið fjóra peningafalsara og komist yfir 70 milljónir í fölsuðum 100 franka seðl- um. Einn hinna handteknu er Serge Liv- rozet, höfundur glæpa- og visinda- skáldsagna, en hann stofnaði réttindasamtök fanga árið 1973. Var hann handtekinn ásamt vinkonu sinni í Suður-Frakklandi í fyrradag. Stjórnin í Bólivíu hefur lýst yfir hernaöarástandi um allt landið og eru allar aögerðir stéttarfélaga bannaðar en mörg þúsund námuverkamenn voru i gær i mótmælagöngu á leið til höfuðborgarinnar. SAAB 900, 3 dyra, beinskiptur, 5 gíra, vökvastýri, diskabremsur, 4 strokka vél, 100 hestöfl din við 5500 s/m TÖGGUfí HF. SAAB UMBODIÐ Bíldshöfða 16 - Símar 68-15-30 og 8-31-04 SAAB 900 turbo 16, 4 dyra, beinskiptur, 5 gíra, vökvastýri, litað gler, rafdrifin sóllúga, rafdrifnar rúður, rafdrifnir speglar, rafdrifnar læsingar, cruise control o.fl. 4 strokka vél, 175 hestöfl din við 5300 s/m Við eigum eftirfarandi bíla til á lager af árgerðinni 1986, til afgreiðslu strax.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.