Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1986. Uflönd Bandarikjamenn segjast ekki vera með áform um nýjar árásir á Líbýu heldur ætli þeir aðeins að vara Líbýumenn við með þvi að beita þá refsiaðgerðum. Myndin er af franska sendiráðinu í Tripólí sem eyðilagðist i loftárás Bandaríkjamanna á Libýu 15. apríl síðastliðinn. Bandaríkin vara Líbýu við Embættismenn Hvíta hússins gáfú í skyn á mánudaginn að Líbýumenn íhuguðu ný hryðjuverk. Nú lýsa embættismennimir hins vegar áhyggjum sínum yfir því að slíkar vangaveltur geti dregið úr árangri nýrra diplómatiskra aðgerða sem Bandaríkjamenn reyna nú að beina gegn Gaddafi Líbýuleiðtoga. Embættismennimir sögðu að Bandaríkin heföu engar sannanir fyrir því að Líbýa væri með áform um ný hryðjuverk og þeir neituðu algerlega fréttum um að Bandaríkin íhuguðu nú nýjar hemaðaraðgerðir gegn Líbýu. Auknar refsiaðgerðir Sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Vemon Walters, mun væntanlega fara til Evrópu í næstu viku til þess að ræða auknar refsiaðgerðir, bæði efna- hagslegar og pólitískar, gegn Líbýumönnum. Embættismenn em áhyggjufúllir um að hann verði beð- inn um að sýna fram á sannanir fyrir því að Líbýumenn séu með áform um ný hryðjuverk. En Bandaríkin hafa ekki slíkar sannanir undir höndum. Hvíta húsið, utanríkisráðuneytið og vamarmálaráðuneytið hafe sagt að grunur sé um að Líbýumenn séu með ný hiyðjuverk gegn Bandaríkj- unum á pijónunum. Lögð var þó áhersla á að engar sannanir væm til fyrir því. Mótsögn Yfirlýsingamar á miðvikudaginn vom í mótsögn við yfirlýsingar sem Lany Speakes, formælandi Hvíta hússins, lét hafa eftir sér á mánudag- inn er hann sagði að Bandaríkja- menn hefðu vissulega ástæðu til að ætla að Líbýa hefði ekki látið af áformum sínum um að standa fyrir hiyðjuverkum úti um allan heim. Annar embættismaður lét hafa eftir sér um Gaddafi: „Það em sannanir fyrir því að hann sé byijaður á sínum gömlu brellum aftur. Það er greini- legt að Gaddafi er ekki hættur.“ Þessar síðustu yfirlýsingar virðast gefnar með það markmið í huga að draga úr vangaveltum manna og undirbúa ferð sendiherrans. Emb- ættismenn sögðu á miðvikudaginn að fréttimar i Wall Street Joumal á mánudag um ný merki um hermdar- verk Líbýumanna væm á misskiln- ingi byggðar. I upphafi virtist sem Hvíta húsið legði blessun sína yfir fréttir blaðsins og teldi hagstætt að fá slíkar fréttir samtímis því sem heræfingar Banda- ríkjamanna og Egypta em í fullum gangi nálægt Líbýu. Á mánudaginn virtist Speakes gefe undir fótinn vangaveltum um að Bandaríkin hefðu nýjar sannanir fyrir árásum Líbýumanna og að Bandaríkjamenn hefðu vissulega á pijónunum áform um að gera nýja árás á Líbýu. Á miðvikudaginn var það hins vegar svo að Speakes og aðrir emb- ættismenn, sem em með Reagan í Kaliformu, vildu ekkert frekar tjá sig um málið. Telja menn hér að þetta sé gert til þess að flækja ekki stöðu sendiherrans sem er vissulega nógu flókin fyrir er hann nú fer til Evrópu til að reyna að vinna mál- stað Bandaríkjanna fylgi. Tröllasögur Embættismenn lýstu þessari ferð sendiherrans sem aðalmarkmiði Bandaríkjastjómar á þessari stundu. „Við óttumst að þessar tröllasögur muni draga úr árangri af ferð sendi- herrans,“ sagði háttsettur embættis- maður. „Evrópumenn munu biðja okkur um sönnunargögn og við höf- um engin. Það mun líta út eins og við séum að öskra úlfúr, úlfur á nýj- an leik.“ Allir embættismenn, sem samband náðist við, sögðu að þeir sæju þess merki að Gaddafi væri á nýjan leik að setja í gang arabíska útsendara sína í Evrópu og annars staðar. Þeir lögðu áherslu á að þrátt fyrir að ýmislegt benti til Líbýa væri á bak við þessar nýju aðgerðir þá hefðu upplýsingar ekki sannað að líbýskir Greinarhöfundur: Ólafur Arnarson, DV, New York diplómatar og líbýskir útsendarar væru tengdir þessu. Embættismennimir sögðu að upp- lýsingar sýndu að Gaddafi ætti nú samvinnu við menn sem venjulega hafe ekki verið beint tengdir Líbýu. Ný aðferð Lejmiþjónustumenn hér í Banda- ríkjunum segja að þetta sé ný aðferð hjá Gaddafi.og þeir telja að þessa aðferð hafi hann tekið upp síðastlið- ið vor eftir að hann komst að því að Bandaríkjamenn hafa náð skeytasendingum milli Trípólí og Líbýumanna erlendis og geta ráðið dulmálið sem þær em á. Þessar yfirlýsingar stjómvalda hér og fréttir birtust eftir sprengjuárás í diskóteki í Vestur-Berlin þann 5. apríl síðastliðinn þar sem þrír biðu bana og 230 slösuðust. Yfirlýsingunum var ætlað að sannfæra almenning um það að Líbýumenn hefðu átt þátt í árásinni og stjómvöld notuðu þær sem afsök- un og skýringu á því að ráðist var á Líbýu þann 15. apríl síðastliðinn. Lögreglan i Vestur-Berlín handtók Jórdaníumann í kjölfer sprengingar- innar en hann neitaði öllum ásökun- um. Grunaðir í haldi Yfirvöld í Vestur-Þýskalandi sögðu á miðvikudaginn að lögreglan í Vestur-Berlín hefði nú í haldi þrjá araba sem væm grunaðir um sam- særi um að koma fyrir sprengjum í bandarískum stofnunum og fyrir- tækjum i borginni og væri þess fjórða leitað. Vestur-þýskur leyniþjónustumað- ur sagði að það væri ýmislegt sem benti sterklega til þess að arabar væm nú með í undirbúningi í um- boði Líbýumanna árásir í Vestur- Þýskalandi og Vestur-Berlín. Hann tók það fram að hann efeðist um að það væm nægilegar sannanir fyrir hendi til að hægt væri að sækja nokkum til saka fyrir þetta. Embættismenn stjómarinnar í Bandaríkjunum segja að þeir hafi engin sönnunargögn sem tengi Líbýumenn við væntanlegar árásir í Vestur-Berlín. Þeir segja einnig að þeir geti ekki staðfest líbýska þátt- töku í árás á breskan herflugvöll á Kýpur þann 3. ágúst síðastliðinn eða þátttöku þeirra í áætlun um að ráð- ast á bandaríska sendiráðið í Vestur-Afríkuríkinu Togo í júlí síð- astliðnum. Beita öllum ráðum Embættismenn sögðu að ef ný hiyðjuverk yrðu framin gegn Bandaríkjamönnum og ef þátttaka Líbýu yrði sönnuð myndu Banda- ríkjamenn ekki hika við að grípa til hemaðaraðgerða á móti. Þeir sögðu að þetta hefði verið markmiðið með yfirlýsingu Larry Speakes á mánu- daginn: „Við munum beita öllum hæfilegum ráðum til að þvinga Líbýumenn til að hætta hiyðju- verkastefnu sinni.“ Egypskar og bandarískar hersveit- ir em nú við heræfingar á Miðjarð- arhafi. Embættismenn vamarmála- ráðuneytisins segja að þær séu ekki í neinum tengslum við árás Banda- ríkjanna á Líbýu í vor, þessar æfingar hafi verið ákveðnar í apríl síðastliðnum. En ljóst er að vera bandarískra hersveita á þessu svæði er í samhengi við fréttir um það að Líbýumenn séu nú að íhuga frekari hryðjuverk gegn Bandaríkjamönn- um, að því er embættismennimir segja. Tilkynningin um að Vemon Walt- ers sendiherra væri nú á leið til Evrópu jók mjög á vangaveltur í þessa átt. Yfirlýstur tilgangur ferð- arinnar var að ræða og er að ræða nýjar refsiaðgerðir gegn Líbýu en menn minnast þess nú að Walter flaug með leynd til Evrópu skömmu fyrir árás Bandaríkjamanna á Líbýu. Þá var tilgangur ferðar hans að fá bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu til þess að leggja blessun sína yfir væntanlega árás Bandaríkjanna og fékk hann leyfi breskra stjómvalda fyrir því að bandarískar sprengju- flugvélar, sem staðsettar vom í Bretlandi, mættu fljúga þaðan og gera árásir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.