Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Page 14
14
FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1986.
Frjálst.óháö dagblaö
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverö á mánuði 450 kr.
Verð i lausasölu virka daga 45 kr. - Helgarblað 50 kr.
Báðir gefi eftir
Fjárhagur Sovétríkjanna versnaði mjög í vetur, þegar
olía hrundi í verði. Þetta bættist við hinn árvissa upp-
skerubrest þar í landi. Er reiknað með, að ríkið verði
að taka sem svarar þúsund milljörðum króna að láni á
næstu fimm árum og tvöfaldi erlendar skuldir sínar.
Þetta er líklegasta skýringin á, að Sovétríkin hafa í
sumar lagt fram ýmis tilboð, sem leitt geta til slökunar
í samskiptum austurs og vesturs. Þau hafa nefnilega
tæpast lengur ráð á að taka eins virkan þátt í víg-
búnaðarkapphlaupinu og þau hafa hingað til gert.
Mestu máli skiptir, að Sovétríkin hafa linazt í and-
stöðunni við margs konar eftirlit með efndum á
samningum. Ekki er enn ljóst, hvort þessar eftirgjafir
nægja til samkomulags við Vesturlönd, sem hafa ástæðu
til að telja undirskriftir Sovétmanna marklausar.
Á fundunum í Stokkhólmi um traustvekjandi aðgerð-
ir hafa Sovétríkin og fylgiríki þeirra tregðazt við að
samþykkja eftirlit á svokölluðum lokuðum svæðum, sem
eru víðáttumikil í þeim heimshluta. Sem dæmi má nefna,
að tveir þriðju hlutar Austur-Þýzkalands eru lokaðir.
Hins vegar hafa Bandaríkin nú síðast fallizt á að
láta Sovétríkin vita í hvert sinn sem herafli er færður
frá Bandaríkjunum til Evrópu. Það er sáttaskref, sem
þrýstir á samsvarandi eftirgjafir Sovétríkjanna og eykur
vonir um samkomulag í lok fundanna, 19. september.
Fleiri eftirgjafa er þörf af beggja hálfu. Kominn er
tími til, að Bandaríkjastjórn viðurkenni, að núverandi
tækni skjálftamælinga nægi til virks eftirlits með, að
fylgt sé væntanlegu samkomulagi um bann við kjarn-
orkuvopnatilraunum eða um takmörkun þeirra.
Sex manna hópur ráðamanna Indlands, Svíþjóðar,
Grikklands, Tanzaníu, Mexíkó og Argentínu hefur lagt
fram freistandi boð um að koma á fót alþjóðlegri vís-
inda- og skrásetningarstöð, sem vaki yfir, að fylgt sé
samkomulagi um bann við kjarnorkuvopnatilraunum.
Ráðamenn Sovétríkjanna hafa tekið tillögu þessari
vinsamlega, en ráðamenn Bandaríkjanna hafa hunzað
hana. Ósennilegt er, að þeir komist lengi upp með það,
því að eftirlit tiltölulega lítt háðra og óháðra aðila
ætti að geta orðið eins óumdeilt og veðurfréttirnar.
Þá er kominn tími til, að Sovétstjórnin láti af ein-
hliða þróun eiturvopna og átta ára andstöðu sinni við
virkt eftirlit með, að slíkum vopnum verði eytt og að
fylgt verði væntanlegu banni við söfnun slíkra vopna.
Um það hefur löngum verið þjarkað á fundum í Genf.
í almenningsálitinu á Vesturlöndum hefur farið
minna fyrir andstöðu við eiturvopn en andstöðu við
kjarnorkuvopn, þótt þau séu ekki minna ógnvænleg.
Heimsveldin hafast ólíkt að á því sviði, Sovétríkimí
einkakapphlaupi, en Bandaríkin stikkfrí síðan 1969.
Loks er athyglisvert, að fimm fyrrverandi ráðherrar
Nixons, Fords og Carters hafa hvátt Reagan opinber-
lega til að fallast á tíu ára bann við tilraunum með
svokölluð stjömustríðsvopn, sem margir vísindamenn
telja raunar vera draumóra forsetans.
Hér hefur verið bent á nokkur atriði, sem heimsveld-
in tvö ættu að gefa eftir til að auka líkur á virku
samkomulagi um minnkaða stríðshættu í heiminum.
Þau eru þess eðlis, að erfitt er að hafna þeim án þess
að vera talinn áhugalaus um framtíð mannkyns.
Sem betur fer hafa aðstæður leitt til, að á þessu ári
em meiri líkur en lengi hafa verið á samkomulagi, sem
byrji að vinda ofan af vígbúnaðarkapphlaupinu.
Jónas Kristjánsson.
„Var ekki veðrið ekki eins og best verður á kosið, kakan bragðgóð, hljómburðurinn úr nýju græjunum frábær,
skreytingarnar fallegar, flugeldasýningin flott, fjöldinn til fyrirmyndar og stemmningin stórkostleg?"
Hvaða læti eru þetta?
Það er undarlegt hvað íhalds-
menn af ýmsum toga eru uppteknir
af því að vara almenning við hverri
þeirri rödd, sem vogar sér að setja
gagnrýni á afinælishald borgarinn-
ar í orð. Þetta er enn undarlegra í
ljósi þess að slíkar raddir hafa tæp-
ast heyrst. Hvernig stendur á því
að Óskar Magnússon, fréttastjóri
DV, sér draug í hverju homi? Af
hverju er honum svo mikið í mun
að kveða allar gagnrýnisraddir
niður fýrirfram? Hvað rekur hann
til að skrifa:.úrtölumennimir á
sauðskinnsskónum hafa látið í sér
heyra. Þeir em háværari en fótatak
þeirra gefur til kynna. Orð þeirra
hljóma nú víða í fjölmiðlum...
úrtölumennimir, þeir öfundsjúku
og fólkið á sauðskinnsskónum, sem
vill hverfa aftur í moldarkofana,
er alls staðar.“ Hvaða læti em
þetta?
Nafnlaus höfundur Reykjavíkur-
bréfs Morgunblaðsins sl. sunnudag
lætur ekki sitt eftir liggja. Til að
almenningur megi vita hvernig
nefna á hlutina sínum „réttu“
nöfnum segir hann: „Jafnvel ann-
álaðar nöldurskjóður, sem sjaldan
sjá í heiðan himinn fyrir vandlæt-
ingu hvers konar, fara með veggj-
um í gagnrýni sinni." Vei þeim sem
gagnrýnir. Vei þeim sem hróflar
við glansmynd borgarinnar.
Hjáróma raddir
En af hverju öll þessi vamaðar-
orð? Em þeir sem halda um
pennann ekki lausir við alla timb-
urmenn og samviskan silfurtær?
Er eitthvað að gagnrýna? Var ekki
veðrið eins og best verður á kosið,
kakan bragðgóð, hljómburðurinn
úr nýju græjunum frábær, skreyt-
ingamar fallegar, flugeldasýningin
flott, fjöldinn til fyrirmyndar og
stemmningin stórkostleg? Hvað
vill fólk meira? „Reikninginn
takk“, hvísla hjáróma raddir ein-
hverra útsvarsgreiðenda og fara
hálf hjá sér fyrir að vera svona
púkalegar. En þessar nöldurskjóð-
ur mega auðvitað éta það sem úti
fiýs og greiða reikninginn þegar
kemur að skuldadögum.
Það er ljóst að seint verður kom-
ist til botns í reikningum vegna
afinælishaldsins. Borgarstjóri
sagði í pólitískri prédikun í Nes-
kirkju að „ekkert hefði verið til
sparað, hvorki í tíma né pening-
um“ og fer þar ekki með neitt
fleipur. Það gerði hann hins vegar
í sjónvarpinu fyrir nokkrum dögum
þegar hann sagði að afinælishaldið
kostaði 50-60 milljónir, en þar til
KjaUaiinn
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
borgarfulltrúi Kvennalistans
frádráttar kæmu síðan ca 15 millj-
ón króna tekjur af úthaldinu.
Fréttamaður sjónvarps tók þessi
svör borgarstjórans góð og gild og
lét málið niður falla. Hver sá sem
kynnir sér afmælishaldið í heild
sinni og fjárveitingar til þess á fjár-
hagsáætlunum borgarinnar fær
fljótlega út hærri tölu en borgar-
stjórinn. En það er auðvitað hin
mesta ósvinna að vera ósammála
borgarstjóranum, hvað þá að
rengja hann á opinberum vett-
vangi. Ég ætla samt að taka
áhættuna þó ég sé einn af fulltrúum
„gjörsigraðs minnihluta" og þ.a.l.
hvorki „marktæk né dómbær" að
mati fréttastjórans á frjálsa og
óháða dagblaðinu. Enn má ég þó
mæla.
Hvað kostaði afmælið?
Undirbúningur og aðdragandi
afinælisins hefur í raun staðið í
nokkur ár og sem dæmi má nefiia
að Reykjavíkurmynd Hrafns
Gunnlaugssonar hefur verið á fjár-
hagsáætlun allt frá árinu 1982 og
það sama er að segja um ritun sögu
Reykjavíkur. Hefur kvikmyndin
kostað borgarsjóð um 10 milljónir
króna og 6-7 milljónir hafa farið í
að rita söguna, hvort tveggja
reiknað á núvirði. Þetta eru þó
ekki stórar upphæðir miðað við
sjálfa afmælishátíðina sem fékk 19
milljónir á fjárhagsáætlun og
greiðslustaða borgarsjóðs þann 31.
júlí sl. gefur vísbendingu um að
þær milljónir hafi fjölgað sér í
meðförum. Hljómflutningstækin
og fánastangir kostuðu ekki undir
26 milljónum króna (í borgarráði
hefur ekkert heyrst um niðurfeil-
ingu tolla), tæknisýningin var
áætluð á 24-30 milljónir, sýning á
Heilsuvemdarstöðinni fyrr á þessu
ári fékk 800 þúsund, risna borgar-
innar hækkaði um ca 10 milljónir
umfram það sem eðlilegt hefði tal-
ist í venjulegu árfari, auk þess sem
10 milljónir fóru í ýmsan undir-
búning fyrir afmælið á síðasta ári.
Þá má nefna liði eins og auglýsing-
ar vegna fegrunarátaks upp á 1,3
milljónir.
Þær upphæðir, sem þama hafa
verið tíundaðar, nema samtals
107-114 milljónum króna og þá er
ýmislegt ótalið og annað óljóst.
Ótalinn er kostnaður við auglýs-
ingar og bæklingaútgáfu, fram-
kvæmdir við Borgarleikhús
umfram það sem áætlað var á ár-
inu, kostnaður við fegrun borgar-
innar, gjöf borgarinnar til barna í
formi nýrra leiktækja o.fl. Þá er
óljóst hvar öll eftir- og næturvinna
borgarstarfsmanna, i tengslum við
afmælishaldið, færist til gjalda.
Það er því alls ekki ofsagt þegar
því er haldið fram að beinn og
óbeinn kostnaður af afmælishald-
inu nemi á annað hundrað milljón-
um eins og Þjóðviljinn gerði nú
fyrir skömmu. Fréttastjórinn á DV
segir reyndar að „svoleiðis dellu-
tölur hlusti enginn á“ en það er
auðvitað allt annar handleggur.
Eitt er að vita, annað að trúa.
Hafa skal það sem sannara
reynist
Þetta eru auðvitað gífurlegar
upphæðir en það er ekki þar með
sagt að öllum þessum peningum
hafi verið illa varið. Síður en svo.
Það er eðlilegt að minnast þessara
tímamóta í sögu borgarinnar á veg-
legan hátt en það hefði hins vegar
að ósekju mátt spara eitthvað í
umbúnaðinum og leggja meira í
varanleg verðmæti. Verðmæti sem
gera þessa borg betri til búsetu.
Hefði t.d. ekki mátt draga eitthvað
úr tækjaflippinu á senunni við
Arnarhól án þess að Reykvíkingar
biðu skaða af? Var nauðsynlegt að
leggja alla þessa fjármuni í tækni-
sýningu þegar eins hefði mátt opna
allar þær stofnanir, sem þar sýna,
fyrir almenningi? Hvað segir sýn-
ingin okkur umfram það sem fá
má út úr þeim ágætu fræðslumynd-
um sem gerðar voru í tengslum við
hana? Þurftu borgaryfirvöld að
halda sér og öðrum útvöldum millj-
ón króna veislu á Broadway til
viðbótar öðrum veisluhöldum á
þeirra vegum?
Kvennaframboðið var þeirrar
skoðunar á síðasta kjörtímabili að
alltof miklum fjármunum ætti að
verja í alltof forgengilega hluti á
afmælisárinu. Vegna ágreinings
um þessa meðferð fjármuna sagði
fulltrúi okkar sig úr afmælisnefnd-
inni. Það er því ekki rétt sem haldið
hefur verið fram af forsprökkum
Sjálfstæðisflokksins í borgarstjóm
að einhugur hafi ríkt um afmælis-
haldið á þeim vettvangi. Áróðurs-
menn freistast hins vegar stundum
til þess að skrifa söguna eins og
þeir vilja að hún sé. Slíkri viðleitni
verður að verjast og því ekki annað
ráð vænna en að skella sér í sauð-
skinnsskóna og segja eins og Ari
fróði forðum: Hafa skal það sem
sannara reynist.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
„Það er því alls ekki ofsagt þegar því er
haldið fram að beinn og óbeinn kostnað-
ur af afmælishaldinu nemi á annað
hundrað milljónum eins og Þjóðviljinn
gerði nú fyrir skömmu.“