Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1986. Spumingin Ertu hlynnt(ur) kjarn- orkuvopnalausum Norðurlöndum? Anna Antonsdóttir verkakona: Já, hiklaust. Sigrún Bjarnadóttir bóndi: Já, það er ég svo sannarlega. Hjalti Gunnarsson bóndi: Já, það er ég eindregið. Þröstur Magnússon teiknari: Já, frekar. Nína Reynisdóttir bamfóstra: Já, það er ég. Lesendur DV ,Bitlamir voru, eru og verða númer eitt“ Afar poppsins Konráð Friðfinnsson skrifar: Menn hafa oft haft tilhneigingu til að útn- efna þennan eða hinn afa poppsins. Poppið hefur enn ekki slitið sínum bamsskóm og er þar af leiðandi ófert að tala um afa í því sambandi. , Ekki eru böm afar og ömmur, eða hvað? En það verða þau ef guð leyfir. Framtíðin býður poppinu brosandi faðminn. Ef'tir kannski tvö til þijú hundmð ár verður tímabært að titla einhvem sem afa eða ömmu. Að mínu mati eru það Bítlamir sem ættu þann heiður skihnn. Sú stórkostlega og sí- vinsæla hljómsveit sló í gegn víða um heim á sinn eftirminnilega hátt sem líkast til aldrei aftur verður endurtek- ið. Margt breyttist með tilkomu þeirra, ekki bara tónlistin heldur og líka klæðaburðurinn. Það vom Bítlamir sem skópu þetta myndarlega afkvæmi sem poppið er. Það vom þeir sem öfluðu því vin- sælda, eins og svo mörgum er í fersku minni, og það verða Bítlamir sem halda uppi merki poppsins, ásamt að sjálfsögðu einhveijum öðrum. Bítlam- ir vom, em og verða númer eitt. Þeir em meistaramir sem aldrei gleymast, frekar en Mozart eða Bach. Á Listahátíð 1986 var poppið í háveg- um haft og ber að fagna því. Þar mættu til leiks allgóðar grúppur sem að vísu höfðuðu mest til ungu kynslóð- arinnar en henni þarf að sjálfsögðu að sinna sem öðrum. Klassísku verk- unum þarf einnig að sinna en þeim hafa reyndar ætíð verið gerð góð skil á listahátíðum og er ekki nema gott eitt um það að segja, listahátíð er fyr- ir alla, ekki satt? Mig langar til að benda á eitt atriði sem mér hefur fundist vanta á þessa ágætu hátið en það er að fá til lands- ins hljómsveitir sem ekki endilega tróna í efstu sætum vinsældalistans en eiga sér samt tryggan hlustenda- hóp. Ég get nefht til dæmis Little river band, Supertramp, Eric Clapton, Lou Reed, að ég tali nú ekki um stórsveit- ir á borð við Rolling Stones, David Bowie og fleira og fleira. Ég hefði til dæmis ekkert á móti því að fá að sjá og heyra í Moody Blues á Listahátíð 1987. „Akureyri ætti að vera höfuðborgin Akureyringur hringdi: Með allri virð- ingu fyrir Reykjavík og án allrar öfundsýki langar mig til þess að koma með þá tillögu að Akureyri verði höf- uðborg íslands. Hér á Akureyri er nær alltaf gott og stillt veður, því fyndist mér æskilegt að hún yrði höfuðborg landsins. Akureyri er fallegur staður og allt umhverfið í grennd við Akureyri. Þetta hefur nú sitt að segja til dæmis í sambandi við að laða að útlendinga og auðvitað fælir veðrið ekki frá eins og það getur oft gert í Reykjavík. Mér fyndist ekkert vitlaust að þetta yrði tekið til athugunar. Eins og ég segi, Akureyri ætti að vera höfuð- borgin. Buit meo þulumar Sparsamur glápari skrifar: Nú á tímum spamaðar og félags- hyggju hef ég fundið mig knúinn til að koma upp með ágætis spamaðar- hugmynd fyrir Ríkisútvarpið, sjón- varp. Þar á ég við þulumar í sjónvarpinu sem em engum til góðs nema þeim sem vilja tefia fyrir dagskrá kvölds- ins. Maður les dagskrá sjónvarpsins þrisvar á dag í blöðunum og síðan heyrir maður þetta allt endurtekið hjá þulum sjónvarpsins um kvöldið. Væri ekki nær að hafa texta á undan hveijum dagskrárlið fyrir sig. Þá myndi sjónvarpið spara svo mik- inn pening að þeir gætu hafið útsendingar á fimmtudögum. Ég vona að útvarpsráð taki þessa tillögu mína til gaumgæfilegrar athugunar. ,M gista á Eddu- hótelf er ekki dýrt“ Pétur Magnússon hringdi: Ég hef heyrt marga segja að það sé dýrt að gista á Edduhótelum og að þjónust- an hjá þeim sé ekki góð. Ég mótmæli þessu harðlega þvi ég hef ekki rekið mig á annað en þjón- ustan hjá þeim sé góð og verðið sanngjamt. í sumar gisti ég á Hrafiiagili í Eyjafirði og hef ekki yfir neinu að kvarta, það er svo langt í frá. Ég dvaldi þar í vikutíma og allan tímann varð ég aðnjótandi góðrar þjónustu og fyrir hana borg- aði ég ekki mikið, að mínu mati. Ég vil svo í lokin þakka starfs- fólkinu á Hrafhagili fyrir hina góðu þjónustu sem ég fékk þar í sumar. Ur tapaðist í Broadway Rós Hauksdóttir skrifar: Ég týndi úrinu mínu í Broadway laugardags- kvöldið þann 16. ágúst. Skífan er svört en ólin gulllituð. Ég hef senniléga verið á dansgólfinu þeg- ar ég týndi því. Ef einhver veit um það er hann eða hún vinsamlega beðin að hringja í síma 685302 eða 83157. Með fyrirfram þökk. Svarið er að sjálfsögðu nei Konráð Friðfinnsson skrifar: Viljum við búa í moldarkofum til eilífðar? var spurt á lesendasíðu DV um daginn. Svarið við spumingunni er að sjálf- sögðu nei enda býr enginn í þvílíkum kofum í dag. Jú, kartöflur, þeim líkar vistin vel að ég tel. Óeðlið í þessum jarðeplum er með ólíkindum. En áfram með framfarimar, framfarasinnar. Skilaðu skónum! Sundlaugargestur hringdi: Ég fór í Laugardalslaugina fimmtudaginn 21, ágúst og var í nýjum skóm en þeim var stolið frá mér og er ég að sjálf- sögðu mjög svekktur yfir því. Þetta em hvítir öklaháir Hummel karlmannsskór og keypti ég þá þennan sama dag. Ég vona að sá sem tók skóna sjái að sér og skili þeim aftur í Laugardals- laugina, svo að ég þurfi ekki að ganga á sokkaleistunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.