Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Side 27
FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1986.
39
Lottó ÍSÍ og Öryrkjabandalagsins fer af stað í nóvember:
Enginn stofnkostnaður
Knattspymugetraunimar em nú
að fá harðan keppinaut hérlendis
sem er svokallað lottó. Lottó þetta
fer nú sem eldur í sinu um Evrópu
og Bandaríkin og á flestum stöðum
hefur það tekið getraununum langt
fram um vinsældir.
Lottó er eins konar bingó. Gefnir
em út talnaseðlar með mismörgum
tölum, til dæmis 25 talna seðlar, 36
talna seðlar og svo framvegis. Við-
komandi velur sér einhverjar tölur
sem hann telur líklegar til vinn-
ings. Á 25 talna seðlunum til dæmis
má velja sér 6 tölur og svo fram-
vegis. Síðan verður dregið einu
sinni í viku og tölumar birtar.
Vinningshafar em svo þeir sem hafa
valið sér sömu tölur og þær sem
dregnar hafa verið út.
Það em Öryrkjabandalagið og
Iþróttasamband íslands sem standa
fyrir þessari nýjung hér á landi. Það
fyrmefhda mun eiga 40% í fyrirtæk-
inu og það síðamefnda 60%.
Samkvæmt upplýsingum DV verður
stofnkostnaður þessara sambanda
lítill sem enginn þar sem þau munu
gera 5 ára leigusamning um tækin
við bandarískt fyrirtæki sem þannig
mun taka þátt í áhættunni. Það fyr-
irtæki mun fá ákveðna prósentu af
veltunni þessi fimm ár en að þeim
liðnum munu Öryrkjabandalagið og
íþróttasambandið eignast tækin.
Tæki þessi verða mjög fullkomin
enda öll tölvuvædd. Úti um allt land
verður komið upp sölukössum þar
sem fólk getur keypt sér
talnaseðlana. Líklega mun seðill
með 25 talna röð kosta 25 krónur.
Sennilega verður svo dregið á laug-
ardögum og úrslit birt i sjónvarpi
eins og oftast er gert í þeim löndum
þar sem þessar getraunir eru. Vinn-
ingar verða í formi peningaverð-
launa og verða þau að minnsta kosti
40% af seldum seðlum í hverri viku.
Áformað er að fara af stað með
þennan talnaleik um miðjan nóv-
ember. -KÞ
Fiðlaramótið á Akureyri:
Kópavogsbúi hélt norður og sigraði
Jón G. Haukssan, DV, Akuieyii
Böðvar Þórisson, 19 ára siglinga-
maður úr Kópavogi, kom, sá og
sigraði á siglingamóti veitingastað-
arins Fiðlarans á Akureyri. Böðvar
dreif sig norður með seglbrettið sitt
og vann glæsilega, fékk ekkert refsi-
stig en þess í stað glæsilegan bikar
og málsverð í Fiðlaranum.
I öðru sæti varð Sigurgeir Einars-
son og Eggert Sigtryggsson í því
þriðja, báðir heimamenn á Akur-
eyri. Þetta var í fyrsta skipti sem
Fiðlaramót í siglingum er haldið og
verður það haldið árlega héðan í frá.
Friðjón Árnason, einn eigenda Fiðlarans, afhendir sigurvegaranum, Böðvari
Þórissyni úr Kópavogi, bikar fyrir sigurinn. Til hægri við þá eru Sigurgeir Ein-
arsson og Eggert Sigtryggsson, báðir frá Akureyri.
Nú stendur yfir átak i að fraesa götur borgarinnar og verða um 40.000
fermetrar fræsaöir en það nemur um 4.000 tonnum af malbiki. Þetta
malbik er siðan endurnýtt til að malbika úr. Verða fjölmargar götur
fræsaðar og reynt að vinna við þær fjölförnustu á nóttunni. Stendur
átakið fram í miðjan september en fræsarinn er leigður af íslenskum
aðalverktökum.
JFJ/DV-mynd S
Austfjarða-
bátar sam-
bandslausir
„Þetta er alvarlegt mál. Nokkrir
bátar, sem fóm út snemma um morg-
uninn, gátu ekki látið vita af sér
fyrr en Nesradíó var opnað klukkan
átta um morguninn," sagði Ámi Sig-
urbjömsson, starfemaður Tilkynn-
ingaskyldu íslenskra skipa.
Smærri bátar á Austurlandsmiðum
vom sambandslausir við land í þrjár
til fjórar klukkustundir á morgni
þriðjudags. Virðist sem símasam-
band milli Nesradíós og Gufuness
hafi rofnað.
Bátar með örbylgjutalstöð ein-
göngu gátu ekki náð sambandi við
land. Stærri skip með miðbylgju
hefðu getað náð sambandi um aðrar
loftskeytastöðvar, til dæmis Siglu-
fjarðarradíó, að sögn Guðmundar
Höskuldssonar, starfsmanns
Nesradíós.
Nesradíói er þessa dagana fjarstýrt
frá Gufimesi frá miðnætti til klukk-
an átta að morgni. Hefur þessi
tilhögun valdið óánægju á Aust-
fjörðum.
„Það em allir aJveg sjóðandi út
af þessu,“ sagði Gunnar Hjaltason á
Reyðarfirði, stjórnarmaður Slysa-
vamafélagsins á Austurlandi. Taldi
hann sambandsleysið á þriðjudags-
morgun það annað eða þriðja á
skömmura tíma.
-KMU
Ný klæðning
á bama-
skólann
Eegína Thorarensen, DV, Gjögii
Um þessar mundir em þrír trésmið-
ir að vinna við að setja nýja klæðningu
á bamaskólann að Finnbogastöðum.
Er þetta mikil fjárfesting og stórar
framkvæmdir fyrir snautt Jireppsfélag
eins og Ámeshrepp en þó ekki óyfir-
stíganlegt fyrir ötula stjómendur.
Smiðimir em þrír eins og áður sagði.
Er einn þeirra úr Skagafirði og bundu
ungir hestamenn í Ámeshreppi vonir
við að þar væri mikill hestamaður á
ferð. En sú von brást eins og svo margt
annað í þessu jarðneska lífi því að
smiðurinn vill ekki tala um neitt ann-
að en nýja bíla.
Margir undrast hversu miklar fram-
kvæmdir eiga sér stað í þessum
fámenna hreppi. I fyrra hófu t.d. ung
hjón í Kjörvogi byggingu nýs íbúðar-
húss. Flytja þau í húsið í haust.
Heyskap
lokið á
Ströndum
Regína Thoiaransen, Gjögii;
Heyskap er víðast hvar lokið í Ár-
neslireppi. Spretta var talsvert minni
en í fyira, allt upp í 40 vögnum minni
á sumum bæjum. Fáir bændur þurfa
þó að kaupa hey.
Heyskapur gekk fljótt og vel enda
tíðarfar gott. Gátu bændur ekið heyj-
um sínum grasþurrum í flatgryfjur.
Það er hvergi betra kjöt að fá en
hér enda kindum gefið eingöngu súr-
hey og svo lifa lömbin og mæður þeirra
á háfjallagrösum á sumrin. Kjötið er
ekki feitt og fer mikið í stjömuflokk
liéma.
VIKAN
AUGLÝSINGADEILD
Þverholti 11, sími 27022
F YRIRTÆKI -
ATVINNUREKENDUR!
VIKAN
selst jafnt og þétt, í dreifbýli og þéttbýli.
Þess vegna geta auglýsendur treyst því að auglýs-
ing í VIKUNNI skilar sér.
VIKAN
Síminner
27022
SMÁAUGLÝSINGAR EV
MARKAÐSTORG
TÆKIFÆRANNA
Þú átt kost á aö kaupa og selja
allt sem gengur kaupum og sölum.
Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV,
hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna.
Markaöstorgiö teygir sig víöa, Þaö er sunnanlands
sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug-
vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö.
Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu,
en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins.
Sumir borga meö fínpressuöum seölum.
Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera.
Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur.
Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt.
Þar er allt sneisafullt af tækifærum.
Þaö er bara aö grípa pau.
Þú hringir...27022
Viö birtum...
Það ber áranguri
Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11.
Opið: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00
o ER SMÁAUGLÝSINGABLACHD