Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Síða 30
42
^iríF^
Smáskffa vlkunnar
Joe Strummer - Love Kills
(CBS)
Hér er maður sem ekki
svíkur uppruna sinn,
gamla Clash sándið ómar
af þessu lagi langar leiðir.
Hér er kraftur, fjölbreytni
og fanta góð laglína. Ómót-
stæðilegt lag. Afram
Strummer.
Önnur lítið síðri
The Smithereens - Blood
and Roses (ENIGMA)
Þetta eru Ameríkumenn
þótt það heyrist ekki
glöggt. Þeir eru ekki með
neitt nútímakjaftæði,
gamla heiðarlega rokkið
blífur hér af mjúkum krafti.
Þeim er ekki alls vamað í
henni Ameríku enn að
minnsta kosti.
Aðrar þónokkuð góðar
Human League - Human
(VIRGIN)
Ég sem hélt að þetta lið
væri dautt úr öllum æðum.
En því fer fjarri, þetta nýja
lag er prýðisgóð ballaða,
nokkuð ólík því sem maður
átti von á frá Human
League. Við bjóðum hana
velkomna aftur.
Huey Lewis & The News
- Stuck With You
(CHRYSALIS)
Og þá er nú óhætt að bjóða
þessa kappa velkomna aft-
ur. Það er alltaf einhver
sjarmi yfir Huey kallinum;
og þetta nýja lag er engin
undantekning frá því,
hressilegt rokk í léttum dúr
með skemmtilegum rödd-
unum og ekki má gleyma
orgelinu.
Glass Tiger -
Don’t Forget (WHEN l’M
GONE) (MANHATTAN)
Þetta er hins vegar kana-
dískt rokk, sver sig í
bandarísku ættina, iðnað-
arrokk í mýkri kantinum
með íburðarmikilli útsetn-
ingu og kraftmiklum söng.
Bassinn áberandi hljóð-
færi.
Mistök vfkunnar
Communards - Don’t leave
me this way (LONDON)
Hér er illa farið með gott
lag. Jimi Sommerville hef-
ur tekið illilega skakkan
pól í hæðina þegar hann
hermir eftir diskóútgáfuna
af þessu gamla lagi sem
Harold Melvin og bláu nót-
umar gerðu frægt fyrir
mörgum árum. Sommer-
ville verður að fara að sýna
eitthvað af sjálfum sér.
Öðruvísi gengur þetta
ekki. -SÞS-
David Lee Roth - Eat ’Em And Smile
Gullkom inná milli
Slagurinn milli Van Halen og fyrr-
um söngvara hljómsveitarinnar David
Lee Roth er með því skrautlegra sem
er að gerast vestur í Ameríku þessa
dagana. Heiftin milli þessara fyrrum
félaga er svo mikil að þeir láta einskis
ófreistað til að koma höggi hver á
krafsinu að fá heilmikið af ókeypis
auglýsingum en hvort það hefur síðan
skilað sér í aukinni plötusölu veit ég
ekki.
Van Halen eða þeir bræðumir frá
Hæli einsog kalla mætti þá á íslensku,
voru fyrri til að gefa út plötu eftir
skilnaðinn við David Lee Roth og
hefur sú plata gert það bærilega gott
vestanhafs í sölu, hefur selst í rúmlega
tveimur milljónum eintaka þegar hér
er komið sögu.
David Lee Roth hefur einnig selt
plötu sína bærilega vel, hún er um
þessar mundir í fjórða sæti bandaríska
breiðskífulistans á uppleið.
Þessar tvær plötur eru keimlíkar um
margt, báðir aðilar róa á svipuð mið,
tónlistin er í þyngri kantinum í heild-
ina en er kiydduð með léttari lögum
inná milli.
Léttara efhið sækir David Lee Roth
gjaman aftur í tímann, tekur gamal-
fræg lög, poppar þau upp og gerir þau
hin líflegustu. Frægasta dæmið um
þetta er lagið vinsæla Just A Gigolo/
Ain’t Got Nobody, sem naut mikilla
vinsælda víða um heim í fyrra og nýt-
ur enn á danshúsum hérlendum.
Á þessari nýju plötu flaggar David
Lee Roth tveimur lögum í þessum
dúr, f’m Easy og gamla Frank Sinatra
laginu That’s Life.
Bæði em hin áheyrilegustu lög,
smekklega útsett og flutningurinn
ekki síðri, húmorinn geislar þar af
hverri nótu.
Önnur lög plötunnar em ósköp
venjulegar þungarokksæfingar með
tilheyrandi dúndri og vælandi gítur-
um.
Þrátt fyrir þetta verður það ekki
skafið af David Lee Roth að hann er
litríkur rokkari sem veit hvað hann
er að gera og hefur þessa líka fanta-
góðu rödd. -SþS-
annan.
Báðir aðilar hafa haft það uppúr
Ýmsir - Enn er von
Kristilegur boðskapur
Enn er von er plata sem innheldur níu
frumsamin lög sem ekki hafa heyrst
áður. Lögin em í heild hin sæmileg-
asta lagasmíð og ættu þess vegna vel
uppá pallin hjá flestum. Textamir aft-
ur á móti em allir trúarlegs eðlis og
því verður að segja að þrátt fyrir ágæt-
ar tónsmíðar og góðar útsetninghar
þá höfðar pfatan til þröngs hóps.
Sá sem virðist aðalmaðurin á bak
við gerð plötunnar er Birgir Jóhann
Birgisson. hefur hann samið sex lag-
anna, syngur, útsetur og spilar á
hljómborð. Birgir er mér að öllu
ókunnugur fyrr en nú. greinilegt er
samt að þar er á ferðinni tónlistarmað-
ur með góða hæfileika. Flest þeirra
sem einnig koma við sögu em sömu-
leiðis ókunn í íslenskum plötubransa.
Aftur á móti hefur hópuyrinn fengið
til liðs við sig ýmsavalinkunna tónlist-
armenn. Má þar nefha Mezzoforte
strákana Kristinn Svavarsson, Jó-
hann Ásmundsson og Friðrik Karls-
son og eins og þeirra er von og vísa
komast þeir vel frá sínu.
Lögin í heild em nokkuð jafngóð.
Þó er eitt lag sem að mínum dómi
sker sig nokkuð úr. Er það Ég var í
eilífð. Virkilega grípandi og vel útsett
lag eftir Loft S. Guðnason. Textinn er
einnig eftir Loft og þrátt fyrir góða
viðleitni er það einmitt textinn sem
gerir það að verkum að þetta ágæta
lag mun aðeins ná til þeirra sem áhuga
hafa á málefninu.
Öll vinna við Enn er von er góð og
í raun er ótrúlegt hversu vel hefur
tekist þegar mið er tekið af því að fólk-
ið sem að henni stendur hefur ekki
mikla reynslu í gerð hljómplatna.
HK.
Ei DeBarge - El DeBarge
Dísætur negrakoss
E1 DeBarge er enn eitt afsprengi
Motown útgáfunnar í Bandaríkjun-
um. Hann fellur ákaflega vel inn í þá
söngelsku fjölskyldu.
Af þessari samnefndu plötu hans
hefúr lagið Who’s Johnny vakið hvað
mesta athygli. Þetta er allra snotrasta
popplag og komst hátt á lista í Banda-
ríkjunum. Who’s Johnny er jafriframt
það lag sem er áberandi frískast á plöt-
unni. E1 DeBarge virðist nefnilega
vera nokkuð hrifinn af ballöðum.
Hann syngur linnulítið um refilstigu
ástarinnar: Ég elska hana, Hún yfirgaf
mig, Ég elska hana fyrir því... Ekki
geta þetta þó verið einlægar tilfinning-
ar því að lögin em öll eftir aðra. Auk
þess að pródúsera plötuna á Peter
Wolf til að mynda topplagið, Who’s
Johnny, og Diane Warren á þátt í að
minnsta kosti ljórum lögum. Platan
er þrátt fyrir þetta merkilega heil-
steypt og ýmsar ballöðumar em bara
snotrar.
E1 er greinilega einstaklega lífs-
glaður maður. Hann þakkar tónlistar-
mönnum, upptökumönnum, fjölskyldu
sinni og guði innilega fyrir aðstoð við
gerð plötunnar. Flestir þessara aðila
hljóta þvi að hafa átt þátt í gerð breið-
skífunnar, beint eða óbeint. Jafnframt
sendir hann hlustendum ástarkveðjur.
Ekki ónýtt fyrir almúgann að vera
settur með almættinu.
Þessi breiðskífa E1 DeBarge er í alla
staði ákaflega þægileg. Sumar dísætu
ballöðumar væm vel brúklegar sem
„rétt fyrir þijú lög“ á dansstöðum.
Ástin fellur aldrei úr gildi. Hins vegar
skal ekki mælt með plötunni að stað-
aldri, nema fyrir afar ástsjúka ein-
staklinga. Þetta er fyrst og fremst
stundargaman.
-ÞJV
FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1986.
r
I " ' SMÆLKI
r Sæl nú!. . Stórir útíhljóm-
leikar ætla seint að losna
við ofbeidi og skrilslæti; fyr-
irnokkru var tildæmis
ungur aðdáandi hl jómsveit-
arinnar Queen stunginn til
bana á Knebworth hljóm-
leikahátíðinní, skammt frá
sviðinu þar sem Queen var
að leika. . .Breska popp-
pressan er nú i mikilli lægð
hvað sölu snertir og sam-
kvæmt nýjustu tölum hafa
öll helstu poppblöðin utan
eitt tapað kaupendum svo
þúsundum skiptir. Mesta
hrunið á sér stað hjá blaðinu
No 1, en það hefur á einu
ári tapað hvorkí meira né
minna en 34,4 prósentum af
kaupendum sínum. Hin blöð-
in hafa mínnkað í sölu á
bilinu eitt til 16,7 prósent.
Eina blaðíð sem er í vexti
er Kerrang!, blað þungarokk-
ara sem bætir við sig 5,4
prósentum. Söluhæsta
poppblaðið í Bretlandi er
Smash Hits, en það selst í
rúmlega 522 þúsund eintök-
um vikulega, sem er meira
en helmíngur af allri sölu
poppblaða í Bretlandi...
í fyrsta sinn i sögunni hef-
ur sala á kassettum i Bret-
landi farið framúr sölu á
plötum. Á tirnabilinu apríl
til júní seldust 12,5 milljón-
ir af kassettum á móti 9,5
milljón plötum. Allt bendir
til þess að þetta sé bara
undanfari þess að gömlu
góðu vinilplöturnar hverfi
smám saman af markaön-
um.. .Hans konunglega
ótukt Prince var á hl jóm-
leikaferð i Bretlandi á
dögunum, þeirri fyrstu í
fimm ár. Gestirnir á fyrstu
hljómleikunum voru ekki af
lakari endanum; Phíl Coll-
ins, Elvis Costello, George
Nlichael, Bob Geldof, liös-
menn Duran Duran, Queen,
Sigue Sigue Sputnik og Te-
ars For Fears, svo einhverjir
séu nefndir. Á lokatónleik-
unum smelltu þeir Sting og
Ron Wood sér uppá svið og
tóku undir i laginu Miss
You, sem reyndar er gainall
Stones slagari.. .Páll páfi
annar ætlar að verða fy rstur
páfa til að fara á popptón-
leika. Hann ætlar að sjá
AC/DC. . ,nei reyndar er það
Jean-Michel Jarre sem verð-
ur þess heiðurs aðnjótaudi
að hafa ekta páfa meðal
áheyrenda. Og þessi sögu-
legi viðburður mun eiga sér
stað í Lyons i Suður-Frakk-
landi í október næstkom-
andi. . .Þáerbaraaðdrifa
sig..
"SÞS -