Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.1986, Síða 33
FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST 1986.
45
V
Enneitt
metið
Enn eitt Islandsmetið var sett ný-
lega þegar hvorki meira né minna
en níu hundruð og sextíu manns luku
keppni í Reykjavíkurmaraþoni.
Þátttakendur voru á öllum aldri og
fjölda þjóðerna en óumdeilanlegur
sigurvegari var Frakkinn Chaibi.
Hann renndi sér vegalengdina á 2:
20,30 og blés lítt úr nös eftir afrekið.
Chaibi var ánægður með tæra loftið
hérlendis, sagðist yfirleitt hlaupa
nokkra tíma á dag og þetta er hans
þrítugasta maraþonhlaup til þessa.
Sjötugur og síungur - Svíinn Sture Hinn franski Chaibi nálgast markið og er þegar farinn að Margur hefur orðið þyrstur af minni ástæðu en einu
Sandwall. DV-myndir Bj.Bj. halla höfðinu svo það smelli í kransinn. maraþonhlaupi.
Fyrrum vandræðaunglingurinn Joe treystir á Ted, föðurbróður sinn, og
Sheilu, eiginkonu sína, sem stuðningsmenn í baráttunni fyrirforsetatitlinum.
Hinn nýi Kennedy
Þegar Joseph Kennedy var sextán
ára bar hann kistu föður síns, Ro-
berts Kennedy, til grafar. Við það
tækifæri sór hann þess eið að koma
aldrei nálægt stjórnmálum.
Næstu árunum eyddi hann þannig
að almenningur kallaði hann vand-
ræðaungling Kennedyfjölskyldunn-
ar. Svarti sauðurinn var annað
vinsælt viðurnefni. Og enginn lét sig
dreyma um að hann yrði arftaki föð-
urins á opinberum vettvangi.
„Það hvílir bölvun yfir Kennedy-
nafninu," sagði Joseph og reyndi að
forðast fjölskylduna sem mest á þess-
um árum. Þegar svo David, bróðir
hans, lést af of stórum kókaín-
skammti á hótelherbergi á Miami
fékk hann enn frekari staðfestingu á
bölvun ættarnafnsins.
En svo breyttust viðhorfin, hann
klóraði sig í gegnum háskólann í
Massachusetts og sneri sér síðan að
hinum ógnvænlegu stjórnmálum. í
þeirri baráttu treystir hann aðallega
á stuðning Teds, föðurbróður síns,
og eiginkonu sinnar, Sheilu Rauch.
Hún er dóttir bankastjóra í Philad-
elphiu og hefur andstyggð á stjóm-
málum. En auðvitað styður hún
eiginmanninn í baráttunni eins og
sannri Kennedykonu sæmir.
Saman eiga þau hjónin tvö börn -
tvíburana Metthew og Joseph. Við
uppeldi þeirra gætir Joe þess að
stríðsleikföng komi hvergi nærri.
Morðin á föður hans og föðurbróður
hafa innrætt honum mikla and-
styggð á vopnum og byssuleikir eru
bannaðir á heimilinu. Joe Kennedy
virðist orðinn staðfastur heimilis-
faðir með sterka konu sér við hlið.
Ekki spillir að hann erfði hið marg-
fræga bros Kennedyanna þannig að
allt þetta saman eykur mjög líkurnar
á að Joe Kennedy verði næstur innan
fjölskyldunnar til þess að verma for-
setastól Bandaríkjanna.
Velferð gæludýra
Andlát, barnsfæðingar, flutningar
og skilnaðir hafa mikil áhrif á sálar-
líf gæludýra og skyldi þeim sérstakur
gaumur gefinn þegar eitthvað slíkt
stendur yfir. Hávær rifrildi særa við-
kvæm eyru dýranna og hin annars
örugga veröld þeirra virðist að hruni
komin. Allt slíkt tilfinningarót er
þeim miður heppilegt. Þetta allt og
meira til um sálarlíf dekurhnoðr-
anna má lesa í nýlegri breskri
rannsókn og bendir allt til að aðgát
skuli sem áður höfð í nærveru sálar
- einkum og sér í lagi gæludýrasálar.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Ted Kennedy
reif ræðuna st'na í þúsund
tætlur og sagðist ekkert hafa
um málið að segja. Þetta var
gullkornasafn sem ætlunin
var að flytja við stúdentsút-
skrift sonarins en sá ágæti
Kennedy hafði það af að
falla í reikningi. Karl faðir
hans sagðist ekki sjá nokkra
ástæðu til þess að fagna
þeim stórmerkilega árangri.
Madonna
lét sig dreyma um ferðalag
um suðurhluta Frans íklædd
sumarbúningunum sínum
óteljandi - reglulega gott og
slakandi leyfi átti að vera
dagskráin. En þá fékk eigin-
maðurinn dyntótti - Sean
Penn - hlutverk í kvikmynd
sem taka átti á Manhattan.
Stöðunni fylgdi sú rúsína að
hann hefði eiginkonuna
með sér í sumar senurnar.
Madonna vildi ekki neita,
því ennþá er hún að reyna
að lappa upp á hjónabandið
og puðar nú við myndatökur
í miðri Nújork og draumur-
inn um hvíldina góðu fokin
út í veður og vind. Vinir
hennar hafa miklar áhyggjur
af framgangi mála og vonast
til að hennar næsti leikstjóri,
James Foley, reyni að
þvinga hjónakornin í slökun
áður en taka filmunnar
Slammer hefst nú í byrjun
vetrar.