Dagblaðið Vísir - DV - 03.09.1986, Page 10
10
MIÐVIKUDAGUR 3. SEPTEMBER 1986.
Uflönd
Maós enn minnst
í Shaoshan
Tíu ár liðin frá andláti fyrrum formanns kínverska kommúnistaflokksins
Minjasafiiið í kínverska þorpinu
Shaoshan var eitt sinn tileinkað
besta syni borgarinnar, Maó Tse-
tung, byltingarleiðtoga og formanni
kínverska kommúnistaflokksins.
Nú, tíu árum eftir andlát formanns-
ins og hugmyndafræðilega útlegð
kenninga hans i kínverskum stjóm-
málum, setja poppstjömur frá Hong
Kong mestan svip á minjasafnið í
Shaoshan en ekki svipmiklar vegg-
myndir af formanninum fallna og
tilvitnanir í bókmenntaleg verk
hans.
Verksmiðja ein í útjaðri Shaoshan,
er eitt sinn framleiddi tugþúsundir
barmmerkja með mynd af Maó for-
manni, syni borgarinnar og helsta
átrúnaðargoði tugþúsunda er heim-
sóttu fæðingarbæ formannsins á
hveijum degi, framleiðir nú tekönn-
ur og önnur búsáhöld.
Forvitnum ferðamönnum gefst þó
enn kostur á að kaupa sér barm-
merki af foringjanum hjá götusölum
í borginni, er selja merkið á fimm
krónur stykkið.
Þrátt fyrir að stjama Maós sem
stjómmálaleiðtoga í Kína fari stöð-
ugt lækkandi og harðari gagnrýni
núverandi valdhafa á valdaferil
hans, heimsækja að meðaltali eitt
þúsund manns þorpið þar sem Maó
formaður fæddist og ólst upp.
En þrátt fyrir það ætla bæjaryfir-
völd í Shaoshan ekki að minnast
þess sérstaklega að þann níunda
september næstkomandi em liðin tíu
ár frá andláti Maós.
Maó yfirgaf Shaoshan árið 1910,
skömmu áður en hann gekk til liðs
við sveitir kínverskra kommúnista,
Þrátt fyrir harða gagnrýni og almenna fordæmingu núverandi stjómvalda í Kína á stefnu Maó Tse-tung skipar
fyrrverandi formaður kínverska kommúnistaflokksins enn háan sess í hugmyndafræði flokksins og sögu alþýöulýð-
veldisins.
er hann síðar leiddi til sigurs yfir
þjóðemissinnum eftir blóðugt borg-
arastríð árið 1949.
„Maó áorkaði miklu fyrir árið
1949. Án hans hefði nýtt Kína aldrei
orðið að veruleika," er haft eftir
verkamanni í gömlu barmmerkja-
verksmiðjunni í Shaoshan, „en eftir
1949 urðu honum á alvarleg mistök
er leiddu til efriahagsöngþveitis og
gífurlegs tjóns fyrir landið."
Ummæli verkamannsins em í svip-
uðum dúr og stefria stjómvalda, er
imdanfarin tíu ár hafa reynt að
draga úr guðlegri ímynd formanns-
ins fyrrverandi á meðal ríflega
þúsund milljóna íbúa landsins.
Núverandi leiðtogar kínverska
kommúnistaflokksins hafa numið úr
gildi ýmis helstu grundvallaratriði í
stefnu flokksins er fylgt var í tíð
Maós. Þar má helst nefha áætlanir
um samyrkjubú, bann við einka-
framtaki hvers konar, strangt verð-
lagseftirlit og þá grundvallarstefriu
flokksins að hefja hugmyndafræði
og flokkspólitík ofar hagstjóm og
efhahagslegum staðreyndum.
Haft er eftir vestrænum stjómarer-
indrekum í Peking að þrátt fyrir
fordæmingu og óhefta gagnrýni njóti
ímynd Maós enn virðingar í hug-
myndafræði kommúnistaflokksins
og sögu alþýðulýðveldisins.
„Sovétmenn gátu útskúfað Stalín
af því að þeir gátu enn viðhaldið
persónudýrkun Leníns, en Kínveijar
geta ekki útskúfað Maó algerlega
því að þeir hafa engan annan. Þrátt
fyrir alvarleg mistök skipar Maó enn
stóran sess í huga kínverskra komm-
únista," sagði vestrænn stjómarer-
indreki í Peking.
Fundur óháðra ríkja
Athyglin beinist að Suður-Afriku
Witness Mangawende, utanríkisráðherra i Zimbabwe, býður P Shiv Shan-
ker, utanrikisráðherra Indlands, velkominn á fund samtaka óháðra rikja
sem haldinn er i Zimbabwe þessa dagana.
Á mánudaginn hófst í Zimbabwe
fundur leiðtoga samtaka óháðra
ríkja þar sem 102 ríki taka þátt.
Harare er núna eins og víggirtur
kastali þar sem aragrúi lögreglu-
manna og hermanna er á verði. Þar
sem fúndarhöldin fara fram em
málmleitartæki og röntgentæki á víð
og dreif. Það þarf ekki meira en'
eymalokk eða kúlupenna til þess að
það pípi í tækjunum og verðir ranns-
aka pennana eins og um hugsanleg
morðvopn sé að ræða.
En það er nú ekki að ástæðulausu
sem slíkar varúðarráðstafanir em
viðhafðar. Stjóm Robert Mugabe
ber ábyrgð á lífi gestanna og ná-
granninn fyrir sunnan er til alls vís.
Það em ekki nema þrír mánuðir síð-
an suðurafirískir hryðjuverkamenn
sprengdu aðalbækistöðvar afríska
þjóðarráðsins í miðri Harare.
Mugabe formaður
Robert Mugabe er nú orðinn for-
maður samtaka óháðra ríkja og
gegnir hann því starfi næstu þijú
árin eða þar til næsti aðalfundur
verður haldinn. Tók hann við af
Rajiv Gandhi en áður hafði móðir
hans, Indira Gandhi, gegnt for-
mannsembætti frá 1983 þar til hún
var myrt í október 1984.
Milli aðalfundanna er hlutverk
formannsins og samtakanna tak-
markað en það er þó til nefnd sem
kölluð er saman í neyðartilfellum.
En kaldhæðnar raddir segja að sam-
tökin séu eins og gamall bjöm sem
skríði út úr híði sínu nokkra daga á
þriggja ára fresti.
Gegn heimsvaldastefnu
Fyrsti aðalfundur samtakanna var
haldinn 1961 í Belgrad. I byijun
beittu samtökin sér gegn heims-
valdastefiiu og veittu frelsishreyf-
ingum stuðning sinn í baráttunni
gegn nýlenduveldunum. Var þá gert
ráð fyrir að þau lönd, sem í samtök-
unum væm, stæðu fyrir utan
bandalög stórveldanna. Sem dæmi
um það má nefha Júgóslavíu sem
er eina Evrópuríkið sem er með í
samtökunum.
Slitið hugtak
Smám saman hefur þó „heims-
valdastefna“ orðið slitið hugtak því
að til þess að tryggja einingu er forð-
ast að gagnrýna Bandaríkin og
Sovétríkin harkalega. Þau hafa þó
verið gagnrýnd til skiptis á undan-
fömum fundum. f Havanna árið 1979
var ráðist harkalega að Bandaríkj-
unum. f Nýju Delhí árið 1983 varð
vart við hreyfingu inn að miðju.
Harðar deilur urðu um Afganistan
og sæst á málamiðlun í lokin. Kraf-
ist var þess að „útlendar hersveitir"
hyrfu frá Afganistan.
Tortryggni gætir gagnvart ríkjum
eins og Víetnam og Eþíópíu vegna
náins samstarfs þeirra við Sovétrík-
in. Sama gildir um til dæmis Indó-
nesíu, Saudi-Arabíu og Zaire sem
sögð em vera tengd Bandaríkjunum.
Þannig má segja að „óháð ríki“ sé
orðið jafnslitið hugtak og „heims-
valdastefria".
Máttlausar
Þessi tengsl við stórveldin og vilj-
inn til þess að einhugur ríki á bak
við ákvarðanir leiðir til þess að gefri-
ar em yfirlýsingar sem em svo
máttlausar að þær leiða ekki til
framkvæmda.
Talið er að það hafi verið til þess
að beina athyglinni að Suður-Afríku
að utanríkisráðherrar óháðra ríkja
tóku þá ákvörðun í Luanda í fyrra
að Robert Mugabe yrði formaður og
aðalfundurinn haldinn í Harare.
Eftir það hefur ríkisstjóm hvíta
minnihlutans í Suður-Afríku verið
enn meir í sviðsljósinu. Vopnaðar
árásir hafa verið gerðar frá Suður-
Afríku inn í Botswana, Zambíu og
Zimbabwe og hefur stjómin viður-
kennt þessar árásir.
Suður-Afiíka hefur sent liðssveitir
til Angóla til aðstoðar skæmliðum
þm, vopn hafa verið send til Mosam-
bik og hryðjuverkamenn hafa gert
árásir í Swasilandi og Lesotho. En
stjómin í Suður-Afríku neitar þó
þessum síðastnefndu staðreyndum.
Refsiaðgerðir
Undanfama mánuði hafa verið
harðar umræður um alþjóðlegar
efnahagslegar refsiaðgerðir gegn
Suður-Afríku. Robert Mugabe von-
ast til þess að einhugur ríki varðandi
ákvarðanir sem fordæma ekki bara
stuðning Bandaríkjanna við Suður-
Afríku heldur einnig Bretlands.
Stjómin í Pretoríu veit að mörg
afrísk lönd em háð Suður-Afríku
hvað varðar innflutning. Þess vegna
er þar lítið gert úr þeim orðaflaumi
sem vænst er frá fundinum í Harare.
En það er þó gert ráð fyrir að
ákvarðanir fundarins þrýsti á Bret-
land, Bandaríkin og Vestur-Þýska-
land til þess að þau beiti stjómina í
Suður-Afiíku meiri hörku.
Umsjón: Hannes Heimisson og Ingibjörg Bára Sveinsdóttir