Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1986, Side 2
2
FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1986.
Fréttir
SeHjamames:
Blindur maður rekinn
af bæjarstjómarfundi
Sá atburður átti sér stað á bæjar-
stjómarfundi á Seltjamamesi í
fyrradag að blindur maður var rek-
inn af fundinum fyrir að hljóðrita
umræður er þar fóm fram.
Hinn blindi, Amþór Helgason,
mætti á fundinn með segulbandstæki
þar sem hann hafði áhuga á að hljóð-
rita umræður á fundinum um 20%
hækkun dagvistargjalda. Er forseti
bæjarstjómar tók eftir því að Amþór
var að hljóðrita það sem fram fór á
fundinum gerði hann hlé á honum
og spurði Amþór um þetta. Hann
fékk þau svör að Arnþór hefði spurt
þann bæjarfulltrúa, sem hann náði
í fyrir fundinn, Guðrúnu Þorbergs-
dóttur frá Alþýðubandalaginu, um
hvort þetta væri í lagi og fengið þau
svör að svo væri. Guðrún staðfesti
þetta.
Forseti bæjarstjómar, Guðmar
Magnússon, bað Amþór að hætta
hljóðrituninni þar sem hann hefði
ekki leyfi frá bæjarstjóm til þessa.
Síðan hélt fundurinn áfram.
Skömmu síðar spyr Guðmar aflur
hvort Amþór sé að hljóðrita og fær
að vita að svo sé. Segir hann þá að
annaðhvort hætti Amþór því eða
honum verði vísað á dyr. Stóð Am-
þór þá upp og fór af fundinum.
„Hann hafði ekki leyfi fyrir þessu
og mér fannst ekki hægt að taka
málið fyrir á miðjum fúndinum
þannig að ég bað hann að hætta
hljóðrituninni og hann gerði það.
Þegar ég tók svo eftir því að hann
hafði byrjað aftur að hljóðrita tók
ég það sem beina ögrun við mig og
vísaði honum af fúndinum," sagði
Guðmar Magnússon, forseti bæjar-
stjómar, í samtali við DV.
Aðspurður hvort ekki væri eðlilegt
að Amþór tæki niður efni fundarins
á þennan hátt þar sem hann væri
blindur sagði Guðmar: „Amþór er
slíkur yfirburðamaður að maður
gleymir yfirleitt fötlun hans. Ég hef
átt góð samskipti við hann og tel
að hann vilji að maður meðhöndli
hann eins og um hvem annan væri
að ræða.“
Amþór Helgason sagði í samtali
við DV að þar sem um opinn fimd
hefði verið að ræða og umræður fyr-
ir opnum tjöldum hefði hann ekki
séð neitt athugavert við að hljóðrita
umræðumar.
„Forseti bæjarstjómar vitnaði í 10.
grein bæjarmálasamþykktarinnar
sem kveður á um að sá sem truflar
fúnd skuli vísað út. Ég tel mig ekki
hafa verið að trufla fúndinn og ef
einhveijum hefði átt að vísa út sam-
kvæmt þessari grein var það forset-
inn sjálfum. I hvert sinn sem
fúlltrúar minnihlutans tóku til máls
fór hann að hvískra og pískra við
samílokksmenn sina og truflaði
þannig fúndinn," sagði Amþór.
Amþór taldi að harkaleg viðbrögð
bæjarstjómarforsetans í þessu máli
væm einkum tilkomin vegna þéss
að hann og flokkur hans ættu slæm-
an málstað að veija í máli því sem
hann vildi hljóðrita.
-FRI
Seltjamames:
Dagvistunargjöld
hækkuð um 20%
Bæjarstjóm Seltjamamess hefur
ákveðið að hækka dagvistunargjöld á
bamaheimilum um 20 prósent. Frá 1.
október verður mánaðargjaldið 6400
krónur.
Sigurgeir Sigurðsson bæjarstjóri
sagði að gripið hefði verið til þessarar
hækkunar vegna hallarekstrar á dag-
vistunarstofiiunum bæjarins. Það sem
af væri árinu væri áætlun þeirra kom-
in 750 þúsund krónur fram yfir. Með
þessari hækkun væri ekki ætlunin að
ná upp þessum halla en stefiit að þvi
að stöðva hann.
Sigurgeir vildi jafnframt benda á að
nýlega hefði verið opnaður nýr leik-
skóli á Seltjamamesi. Hann gerði það
að verkum að nú uppfyllti bærinn
þörfina fyrir dagvistun bama og eng-
inn biðlisti væri eftir plássum.
-APH
Sigurvegarinn í Borgarmyndasamkeppni DV:
Keypti myndavél
fyrir verðlaunin
„Ég hef hingað til notast við gamla
Konica C 35 myndavél sem pabbi
á. Þessi verðlaun nægðu til að ég
keypti mér strax nýja vél,“ sagði
Unnar Eiríksson sem vann fyrstu
verðlaun í Borgarmyndasamkeppni
DV. Fyrir bestu myndina í sam-
keppninni fékk hann 20.000 krónur
sem hann hefur þegar varið til að
„eignast almennilegt verkfæri", eins
og hann sagði í samtali við DV.
Verðlaunamynd Unnars er af lög-
regluþjóni þar sem hann er að
bijótast út úr þrönginni miklu sem
myndaðist við afinælistertu borgar-
innar. „Ég var búinn að ákveða
þegar ég fór niður í Lækjargötu að
ná góðri mynd,“ segir Unnar um
aðdraganda þess að óskastund ljós-
myndarans rann upp. „Ég lenti inn
í þrönginni og komst hvorki aftur á
bak né áfram. Það var því nógur tími
til að úthugsa myndina.
Lögregluþjónninn á myndinni var
að hjálpa gamalli konu þótt það líti
út fyrir að hann hafi verið að svíkj-
ast undan skyldustörfum. Ég sá
strax að þetta var gott myndefhi og
smellti af.“
Unnar hefur fengist við ljósmynd-
un síðan á menntaskólaárunum.
Hann er nú 26 ára, kennari að
mennt. Kunnáttu sína í Ijósmyndun
hefúr hann aðallega úr ljósmynda-
blöðum og bókum.
Eins og svo margir aðrir sem unn-
ið hafa til verðlauna í tilefrii af
afinæli borgarinnar þá er Unnar ut-
an af landi. Hann er frá Egilsstöðum
en hefur í sumar unnið að viðgerð
kirkjunnar í Viðey. GK
Unnar Eiríksson með nýju myndavélina og þá gömlu sem hann tók verð-
launamyndina á.
Danadrottning
og dýralæknir
- meðal 2o nýrra heidursdoktora við Háskóla íslands
Tuttugu einstaklingar munu taka
við heiðursdoktorsnafnbót við Há-
skóla íslands á háskólahátíð er hefst
4. október. Er hátíðin haldin í tilefni
af 75 ára afinæli skólans. Sex af níu
deildum háskólans útnefna heiðurs-
doktora og meðal þeirra má nefna
drottningu og dýralækni.
Heiðursdoktorar við læknadeild
verða eftirtaldir:
Benedikt Tómasson, fyrrum skóla-
yfirlæknir, Júlíus Sigurjónsson pró-
fessor, Ófeigur J. Ófeigsson læknir og
Páll A. Pálsson yfirdýralæknir.
Heimspekideild:
Margrét Danadrottning, Snorri
Hjartarson skáld, Anna Sigurðardótt-
ir, forstöðukona Kvennasögusafhs,
Ásgeir Blöndal Magnússon, fyrrum
orðabókarstjóri, Gösta Holm, prófess-
or í Lundi, Ludvig Holm-Olsen, pró-
fessor í Bergen, Jón Steffensen
prófessor og Bruno Kress, prófessor í
Greifswald í A-Þýskalandi.
Verkfræðideild:
Christian H. Gudnason, prófessor í
Kaupmannahöfn, Jakob Gíslason,
fyrrum orkumálastjóri, og Konrad
Zuse, verkfræAingur frá V-Þýskalandi.
Raunvísindadeild:
Bjami Jónsson, prófessor í Nash-
ville, Sigurður Helgason, prófessor í
Boston, og Þorbjöm Sigurgeirsson,
prófessor í Reykjavík.
Guðfræðideild:
Eugene A. Nida, formaður ameríska
Biblíufélagsins í New York.
Viðskiptadeild:
Ólafúr Bjömsson prófessor.
Þijár deildir Háskóla Islands út-
nefhdu enga heiðursdoktora af þessu
tilefni, tannlæknadeild, lagadeild og
félagsvísindadeild.
-EIR
Hallvarður Einvarðsson fluttí fyrr í vikunni sitt fyrsta mál fyrir Hæstarétti
sem rikissaksóknari. Hann er ekki ókunnur réttinum því að á árunum fyrir
1977 fiutti hann þar mörg mál sem vararíkissaksóknari. Hér sést Hallvarður
í ræðupúlti Hæstaréttar. DV-mynd BG
Ríkið greiðir bænd-
um fullt verð
Undirritaður hefúr verið samningur
milli Stéttarsambands bænda og ríkis-
ins um hversu mikið magn af mjólk
og kindakjöti ríkið ábyrgist að greiða
bændum fyrir verðlagsárið 1987 til ’88.
Gert er ráð fyrir að fúllt verð verði
greitt fyrir 11.800 tonn af kindakjöti.
Þetta er sama magn og greitt er fullt
verð fyrir á þessu verðlagsári. Á móti
kemur að bændur ætla ekki að hækka
afúrðir sínar umfram almennar verð-
hækkanir. Að sögn Inga Tryggvason-
ar, formanns Stéttarsambandsins,
hefúr komið fram í könnun Hagstof-
unnar að bændur eigi rétt á hækkun-
um í samræmi við verðlagsþróun.
Þá er gert ráð fyrir að kúabændur
fái fullt verð fyrir 105 milljónir lítra
af mjólk, sem er einni milljón lítrum
minna en á þessu verðlagsári. Fram-
leiðsla þeirra var nokkuð yfir fullvirð-
ismagn á síðasta verðlagsári eða um
3 til 4 milljónum lítrum.
Þá er jafhframt gert ráð fyrir að
Framleiðnisjóður greiði bændum fyrir
að draga úr eða hætta búskap og
styðji þá til að taka upp nýjar búgrein-
ar. Uppkeyptur framleiðsluréttur
dregst siðan frá heildarverðábyrgð
ríkisins. Framleiðnisjóður hefur meira
að spila úr þegar útflutningsbætumar
minnka. Á næsta án er gert ráð fyrir
að hann hafi um 200 til 250 milljónir
króna.
Ingi Tryggvason sagði að þessi
samningur hefði verið gerður svo
snemma til að bændur vissu betur
hversu mikið fé þeir ættu að setja á í
vetur. „Ég tel að miðað við aðstæður
sé þetta skynsamlegur samningur.
Hann hlýtur samt að verða nokkuð
umdeildur," sagði Ingi Tryggvason.
-APH
„Eyðni“ er að sigra
„Mér þykir merkilegt rannsóknar-
efni fyrir málfræðinga hvemig orð
ryðja sér til rúms í málinu," sagði
Páll Bergþórsson veðurfræðingur,
höfúndur orðsins eyðni sem DV hefúr
einvörðungu notað í umfjöllun sinni
um sjúkdóminn AIDS. „Þetta er því
merkilegra þegar haft er í huga að tvö
önnur orð vom þegar í notkun er
eyðni kom fram, alnæmi og ónæmi-
stæring."
Orðið eyðni virðist nú smám saman
vera að ryðja keppinautum sínum,
ónæmistæringu og alnæmi, úr vegi
enda um flest betra orð. Verður þess
æ oftar vart í umfjöllun fjölmiðla, jafiit
sem í munni almennings, að gripið sé
til þessa orðs þegar vágesturinn er til
umræðu. Ríkisútvarpið hefúr lengst
af notað orðið ónæmistæring en það
virðist nú vera að víkja fyrir eyðni.
Einnig hefúr eyðni sést á síðum Morg-
unblaðsins sem annars var búið að
ákveða að AIDS héti alnæmi á ís-
lensku. I öðrum dagblöðum hafa
nöfhin verið á reiki nema í DV sem
hefúr haldið tryggð við eyðni frá upp-
hafi.
„Annars er það skoðun mín að rúm
sé fyrir bæði eyðni og alnæmi í þess-
ari umræðu. Eyðni myndi þá merkja
sjúkdóminn á byijunarstigi en alnæmi
lokastig hans þegar ónæmiskerfi lík-
amans er hrunið. Það eru þess dæmi
að fólk hafi fengið alnæmi án þess að
hafa nokkru sinni sýkst af eyðni, til
dæmis nýfædd böm sem em næm fyr-
ir öllum sjúkdómum, alnæm,“ sagði
Páll Bergþórsson.
-EIR