Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1986, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1986, Qupperneq 7
FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1986. 7 Atviimumál Hundruð opin- berra starfs- manna undirbúa hópuppsagnir Þegar hafa nokkrir starfshópar í opinberum störfum ákveðið að grípa til fjöldauppsagna til að knýja fram launahækkanir. Aðrir eru i starthol- unum þessa stundina. Ljóst er að ef til uppsagna kemur mun heilsugæsla lamast þvi flestir hinna óánægðu starfa á því sviði. Hér er um starfs- hópa að ræða bæði úr BSRB og BHMR. Ekki er hægt að slá föstu hversu margir þetta verða en ekki ólíklegt að þeir verði á annað þúsund. Sjúkraliðar hafa ákveðið að beita hópuppsögnum og ætlunin er að segja upp frá og með 1. október. Þegar hafa tæplega 300 sjúkraliðar skilað inn uppsögnum til Sjúkraliðafélagsins. Ekki er talið ólíklegt að uppsagir verði um 500. „Samstaðan hefur verið mjög góð og sýnir best hversu mikil óánægj- an er með kjörin," sagði Hulda Ólafsdóttir, formaður Sjúkraliðafé- lagsins, og upplýsti að byijunarlaun eftir þriggja mánaða nám væru 24.200 krónur. Fóstrur, sem starfa hjá Reykjavíkur- borg og ríkinu, hafa einnig ákveðið að fara út í hópuppsagnir. Þar er óán- ægja með launin sú sama og hjá sjúkraliðum og byijunarlaun þau sömu eftir þriggja ára nám. í skoðana- könnun meðal félagsmanna kom fram að 80 af hundraði töldu að vænsti kosturinn væri að beita uppsögnum til að knýja á um betri kjör. Stefrit er að því að uppsagnimar taki gildi frá og með 1. nóvember. Margrét Pála Ólafsdóttir fóstra bendir á að raun- verulega hafi þegar átt sér stað hópuppsagnir innan stéttarinnar því flótti ríki nú þar. „Þetta hefur gert rekstur dagvistunarstofnana mjög þungan. Ekki hefúr tekist að manna þær og draga hefur þurft úr rekstri. Eina leiðin er að bæta kjörin til að hægt verði að byggja þessa starfsgrein upp hér á landi,“ segir Margrét Pála. Ymsir hópar innan vébanda BHMR eru einnig að velta fyrir sér uppsögn- um. Hjúkrunarfræðingar hafa þegar tekið ákvörðun en ekki er enn ákveð- ið hvenær uppsagnimar taka gildi. Þá em iðjuþjálfar, sjúkraþjálfarar, fé- lagsráðgjafar, sálfræðingar og nátt- úrufræðingar þeir hópar sem taldir em líklegastir til að fara út í hópuppsagn- ir. -APH Skiptaráðendafundur í þrotabúi Hafskips: Afstaða tekin tii mótmæla Annar skiptaráðendafundurinn í þrotabúi Hafskips var haldinn í gær og þar tekin afstaða til þeirra mót- mæla sem bárust gegn úrskurðum bústjóra þrotabúsins til krafha í það. Alls lágu fyrir fundinum 200 slík mót- mæli. Fundinn sátu þeir Markús Sigur- bjömsson skiptaráðandi og bústjór- amir Gestur Jónsson og Jóhann H. Nielsson. Er DV leit inn á fundinn fyrir hádegið höfðu þeir það rólegt því sá tími var fyrir umdeildar erlendar kröfur og aðeins einn fulltrúi erlends kröfuhafa hafði mætt. Að sögn Gests Jónssonar bústjóra vom málin afgreidd með tvennum hætti á fundinum. Annars vegar var umdeildum kröfum vísað til úrskurðar skiptaráðenda og hins vegar leitað eftir fundum með kröfuhafa til að sjá hvort hægt væri að fá niðurstöðu í málinu. -FRl Sérhannaði sendibfllinn fýrir fatlaða: Undrandi á orðum formanns Hreyfils Jón G. Hauksscm, DV, Akureyii „Ég tel tilvalið fyrir einhvem bíl- stjóranna á Bifreiðastöð Akureyrar að fá sér svona sérhannaðan sendibíl fyrir flutning á fötluðum," sagði Vald- imar Pétursson, Akureyringur og stjómarmaður í framkvæmdastjóm Sjálfebjargar, Landssambands fatl- aðra. „Það er ekkert vafamál að það fer mjög vel um fatlaða í þessum bílum, auk þess sem þeir þurfa ekki að fara úr hjólastólnum meðan á akstrinum stendur." Valdimar sagðist mjög undrandi á orðum Ólafe Magnússonar, formanns stjómar Hreyfils, í DV á laugardag vegna sérhannaðs leigubíls Þóris Garðarssonar sem nú ekur fyrir Bæ- jarleiðir. „Það er mjög ofeagt að leigubílstjór- ar hjá Hreyfli geti ekið fötluðum svo framarlega sem þeir séu ekki í vél- hjólastólum. Það hafa komið upp vandræði vegna fólks sem er í venju- legum hjólastólum. Ég get sagt sögu af sjálfúm mér. Ég var næstum búinn að missa í eitt skipti af flugvél til Akureyrar vegna þess að leigubílstjór- inn, sem var eldri maður, treysti sér ekki til að taka hjólastólinn upp úr NY BLOMABUÐ I og ■ ngólfsstræti 6 Sími 2-56-56 skottinu. Málið bjargaðist vegna manns sem átti leið framhjá og hjálp- aði til.“ Valdimar sagði að fatlaðir utan af landi, sem kæmu til Reykjavfkur, yrðu að nota leigubíla mikið. „Ég vona að þeir hjá Hreyfli sjái ástæðu til að bjóða upp á slíkan sérhannaðan sendibíl í framtíðinni og eins stöðin hér á Akur- eyri,“ sagði Valdimar. Opið til kl. 20 í kvöld Leiðin liggur til okkar í verslanamiðstöð vesturbæiar. Matvörumarkaður 1. hæð - Rafdeild 2. hæð - Húsgagnadeild~2. og 3. hæð - Gjafa- og búsáhaldadeild 2. hæð - Ritfangadeild 2. hæð - Munið JL-grillið Sérverslanir í JL-portinu Munið barnagæsluna 2. hæð opið kl. 14-20 föstudaga og 9-16 laugardaga JIS KOBT j|B /a a áa a. a Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 “IlZC'Z; Z3E1UPDL Ej C c C i_lkJ UQQa.í^ l-. L_ _o uuoajiij U«[ÍUUIiUilkl Sími 10600 Óskum eftir öllum geröum af bifreiðum á söluskrá og á staðinn. Bjartur og rúmgóður sýningarsalur. (Erum við hliðina á Hagkaupi.) Verið velkomin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.