Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1986, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1986, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1986. Utlönd BorgMdur Arma Jónsdótlir, DV, Paris: Hryðjuverkin í Paris snerta á einn eða annan hátt líf allra borgarbúa. Abdallahfjölskyldan kveðst ekkert viðriðin þau hryðjuverk sem framin hafa verið í París til | til að láta Ibrahim Abdallah skæruliðaforingja lausan. i að fá frönsku stjórnina Aðfaranótt síðastliðins þriðjudags lést lögreglumaðurinn Bertrand Gaut- hies, 29 ára að aldri. Hann slasaðist í sprengingunni sem varð í Renault- salnum á Champs-Elysées án þess að komast til meðvitundar. Félagi hans í lögreglunni, Jean Louis Breteau, 24 ára, fórst samstundis. Þeir eru taldir hafa bjargað fjölmörgum mannslifum þegar þeir báru út tösku með sprengj- um sem fannst í þéttsetnu kaffihúsi. Gauthies er ellefta fómarlambið sem týnir lífi á tíu mánuðum en um tvö hundmð manns liggja meira og minna særðir á sjúkrahúsum. Flestir slösuð- ust í sprengingunni fyrir utan versl- anasamstæðu á Rue de Rennes - sextíu og einn slasaðist en fimm létust. Þar voru fómarlömbin aðallega konur og böm. Síðustu vikumar hafa verið örlaga- ríkastar, löggæsla hefur verið hert til muna og skylda er að bera á sér per- sónuskilríki á almannafæri. Verðir laganna em á öðm hverju götuhomi í miðborginni önnum kafnir við að athuga ferðir borgaranna. í flestum tilvikum em það þó vegfarendur með austurlenskt yfirbragð sem stöðvaðir em af þessum sökum. Leitað er á öllum við inngöngu í stæiri verslanir og samkomuhús. Röskun á lífsmynstri Andrúmsloftið hér í Parísarborg er spennu þmngið. Fólkið á götunum er þungbúið, færri sjást á kaffihúsum og stórmarkaðimir em nánast tómir. Umræðuefnið manna á meðal - númer eitt, tvö og þrjú - er hryðjuverkin sem snerta á einn eða annan máta líf allra borgarbúa og hefur þetta raskað venjubundnu lífsmynstri. Skólamir em undir smásjá og nem- endur hvattir til að dreifa sér strax og skóla lýkur. Eftirlit er með því hveijir fara inn á lóð skólanna og í sumum leikskólum fá foreldrar ekki að stíga inn fyrir dyr. Áður fjdgdu þeir bömunum inn en óttinn við að laumað verði sprengju með einhverju bamanna hefur valdið því að foreldrar em þar ekki aufúsugestir. Þannig hef- ur þetta valdið óróa og ótta, jafhvel meðal yngstu borgaranna. Foreldrasamtök ýmiss konar hafa boðað til fundar til þess að ræða ástandið og hafa menn ekki síst áhyggjur af áhrifum ástandsins á bömin og á skoðanamyndun þeirra. Heimakær fjölskylda „Abdallahfjölskyldan er hætt að sofa,“ segir France Soir sigrihrósandi í fimm dálka fyrirsögn einn daginn. Víst er að fæstir Frakkar hafa áhyggj- ur af svefnleysi þessarar líbönsku fjölskyldu. Töldust þetta þvi með betri tíðindum þann daginn. Annars þykir mál þeirra bræðra allt hið undarlegasta og fátt meira rætt héma þessa dagana. Eftir sprenginguna á Rue de Rennes var lýst eftir tveimur bræðrum foringj- ans Ibrahim Abdallah - þess sem inni situr hér í Frakklandi. Þeir em taldir bera ábyrgð á hryðjuverkunum og 6 miljónum íslenskra króna var heitið hverjum þeim sem veitt gæti upplýs- ingar um dvalarstað þeirra. Þetta er í fyrsta sinn í sögu frönsku lögregl- unnar sem slíkt er gert og strax næsta dag héngu myndir af þeim uppi á öllum helstu lestarstöðvum. Veggspjöld með mynd bræðranna minnti helst á önnur slík frá blóma- skeiði villta vestursins. Síðar meir var lýst eftir þremur meðlimum Abdallah- fjölskyldunnar til viðbótar sem frönsk yfirvöld vildu gjaman ræða við að auki. Ekki leið á löngu þar til bræðumir skutu upp kollinum - einn af öðrum. Ekki reyndar hér í Frakklandi heldur í heimabænum Koubyat í Líbanon. Fjölskyldan virðist fremur lítið til ferðalaga fallin því þeir bræður sögð- ust ekki hafa fæti stigið út fyrir föðurlandið í lengri tíma - töldu dval- arlengd á heimastöðvum reyndar í árum en ekki dögum eða vikum. Undir lokin var fjölskyldan öll sam- einuð í Koubyat þar sem haldinn var blaðamannafundur. Á staðinn mættu bræðumir vel vopnaðir hríðskotariffl- um og skammbyssum - greinilega við öllu búnir. Þar skildu þeir að eigin sögn lítið í brambolti frönsku lögregl- unnar og notuðu tækifærið til að kvarta yfir meðferðinni á gæðablóðinu Ibrahim bróður sem sæti alsaklaus inni í frönsku fangelsi. Fæstir Frakkar trúa einu orði af því sem bræðumir líbönsku hafa til málanna að leggja en allt þykir málið hið undarlegasta. Mótmæli við Óperuna Ástandið hefur orðið vatn á myllu öfgamanna til hægri og Jean Marie Le Pen, leiðtogi Front National, hefur hamrað jámið á meðan heitt er. Aug- lýstur fundur hans og mótmælaganga gegn hryðjuverkum voru bönnuð eins og annað núna en hann lýsti því yfir að fundur yrði samt haldinn fyrir framan Óperuna. ■ Þangað mætti mannfjöldi og Jean Marie Le Pen hélt eina af sínum frægu ræðum þar sem meginkjaminn snerist um ættjarðarást. „Ég sagði ykkur þetta fyrir löngu,“ sagði hann. Þar á hann við hertar reglur um vegabréfsá- ritun og fleira. Hann heimtaði dauðar- efsingu innleidda á ný hér í Frakklandi og mannfjöldinn á torginu æpti slagorð um ættjörðina og dauða- dóma. Foringi ungliðanna Foringi ungliða Front National - Martial Bilt - sagðist í samtali við DV vera sannfærður um að flokkurinn myndi stórauka fylgi sitt í næstu kosn- ingum. Það gerði flokkurinn reyndar í síðustu kosningum og er nú orðinn jafnstór og kommúnistaflokkurinn. Bilt stjómaði slagorðahrópum og hyll- ingunum til foringjans á staðnum - greinilegur áróðursmeistari flokksins. Hann tók að sér myndatöku fyrir DV með glöðú geði; ekkert tækifæri skal ónotað til að koma skoðunum foringjans á framfæri. Fyrir utan stórverslunina á Rue de Renne, þar sem saklaus böm og konur voru fómarlömb, er blómvöndur á gangstéttinni. Hann er frá ýmsum þekktum frönskum borgurum sem lýst hafa yfir andúð á hryðjuverkunum. Vegfarendur standa þögulir og virða fyrir sér blómin og skemmdirnar á næstu byggingum. Karlmaður kemur aðvífandi með blóm í fangi, leggur þau niður á gangstéttina, hristir höfuðið og gengur sína leið. Hver á þennan poka? Taugaveiklun er áberandi og allir pokar og töskur undir smásjá. Ef eng- inn sjáanlegur eigandi er nærri hendast allir nærstaddir í burtu og hverfa á örskotsstundu. Spumingin „hver á þennan poka?“ er að verða nokkuð algeng héma og það er fljót- legasta leiðin til þess rýma lestarvagna og verslanir. Eitt skiptið var plastpoki undir sæti í lestinni til Vincennes kastalans sem hreinlega tæmdi viðkomandi vagn á skammri stundu. Við nánari athugun reyndist pokinn innihalda appelsínur, hýði og bréfarusl. Þama kom þó í ljós að athugun á slíkum poka er sérís- lensk hegðun sem verður vist örugg- lega ekki endurtekin. Daginn áður fannst í hraðlestinni á sömu leið sprengja sem nægt hefði til að eyða kerfinu á stóru svæði og um kvöldið var aðvörun í öllum fréttatím- um sjónvarpsins þar sem fólki var ráðlagt að snerta hvorki poka, töskur eða annað sem það ekki vissi hvað innihéldi og enginn eigandi fyndist að. Skopteiknarar hafa þó ekki getað látið hjá líða að túlka ástandið. í France-Soir hefur teiknarinn Prez meðal annars dundað við að tylla sprengikúlum á topp Eiffeltumsins. Mun mönnum til skiptis grátur og hlátur f huga. Víst er að daglegt líf Parísarbúa hefur tekið talsverðum breytingum þó að allir séu sammála um að lífið verði að hafa sinn vanalega gang. Og varla getur það talist auðvelt hlutskipti að vera Líbani í Parísarborg þessa dag- ana. Fimm mánaða friður? Eftir fyrstu sprengingamar kom Chirac, forsætisráðherra Frakklands, fram í sjónvarpi og lýsti yfir stríði Frakklands á hendur hjyðjuverka- mönnum. Þeir svömðu með því að sprengja í svo að segja næsta húsi við yfirstandandi fund forsætisráðherrans um öryggismál og í síðustu yfirlýsingu sagði að röðin væri komin að forseta- höllinni. Nú segja óstaðfestar fregnir að náðst hafi fimm mánaða vopnahlé við hryðjuverkamennina. Árásimar standi í beinu sambandi við leynilegan samning sem gerður hafi verið um fangaskipti. Líbanir hafi sleppt einum Frakka strax og því átt von á að Ibra- him Abdallah yrði leystur úr haldi í staðinn. Það gerðist ekki og því átti að kenna franska forsætisráðherran- um betri siði í samningum. Vart verður því að vænta tíðinda fyrr en um mán- aðamótin janúar/febrúar ef báðir aðilar standa við gefin loforð sín. Hver á þennan poka? DV upplifir ógnaröld í París

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.