Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1986, Page 9
FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1986.
9
Bólivískir kókaínbændur á leið með uppskeru sina til dreifingaraðila í nánd
við höfuðborgina La Paz. Bólivískir og bandarískir embættismenn segja
að sameiginlegar aðgerðir ríkjanna gegn kókaínframleiðendum í sumar
hafi borið verulegan árangur og truflað eiturlyfjaframleiðslu i landinu
Bandarískar her-
sveitir til Perú,
Kólumbíu og Ecuador?
Bandaríska blaðið New York Times
skýrir frá því í dag að bandarísk yfir-
völd eigi nú í viðræðum við stjómvöld
í Perú, Kólumbíu og Ecuador um að
senda sérþjálfaða bandaríska hermenn
á vettvang í þessum ríkjum til aðstoð-
ar í baráttumii gegn ræktendum
eiturlyfja.
Bandarískar sérsveitir búnar þyrlum
nutu fyrir skömmu aðstoðar yfirvalda
í Bólivíu við að komast yfir og eyði-
leggja uppskem kókaínbænda viðs
vegar um Bólivíu. Haft er eftir banda-
rískum embættismönnum að aðgerð-
imar í Bóliviu hafi heppnast vel og
því sé ekkert til fyrirstöðu að reyna
svipaðar aðgerðir í öðrum ríkjum
Rómönsku Ameríku.
Wall Street Journal
bannað í Malaysíu
Stjómvöld i Malaysíu hafa bannað
sölu og dreifingu á Asíuútgáfú fjár-
málablaðsins Wall Street Joumal i
landinu í þrjá mánuði og saka út-
gefendur dagblaðsins um að hafa
brotið hefðir í útgáfústarfsemi með of
miklu frjálslyndi í efni blaðsins.
Asíuútgáfa Wall Street Joumal er
systurútgáfa bandarísks blaðs er gefið
er út í New York og fjallar um efna-
hags- og fjármál.
Stjómvöld í Malaysíu hafa áður
kvartað yfir umfjöllun blaðsins á mál-
efnum landsins og þótt hún helst til
of gagnrýnin.
1 tilkynningu innanríkisráðuneytis
landsins í morgun segir að stjómvöld
í Malaysíu muni i framtíðinni ekki
hika við að beita svipuðum aðferðum
gegn hverjum þeim fjölmiðli er uppvís
yrði að því að grafa undan áliti og
ímynd þjóðarinnar með efnislegum
rangtúlkunum er brytu gegn löggjöf
landsins og stefndu hagsmunum
landsins í voða.
Klofningur í sænsku
launþegasamtökunum
Hörð átök eiga sér stað á þingi
sænsku launþegasamtakanna sem nú
stendur yfir. Blossað hafa upp deilur
á milli fúlltrúa opinberra starfsmanna
og fúlltrúa starfsmanna einkafyrir-
tækja.
„Opinberir starfsmenn hafa rofið
samstöðuna," sagði til dæmis Andeis
Stendalen, .formaður félags námu-
manna. Stig Malm, formaður laun-
þegasamtakanna, hefur nú viðurkennt
að samtökunum hefúr mistekist. í nótt
beið Malm mikinn persónulegan ósig-
ur á þinginu. 23 af 24 ræðumönnum á
þinginu létu í ljósi eindregna andstöðu
við tillögur hans um að lögð verði
niður skylduaðild félaga launþega-
samtakanna að jafnaðarmanna-
flokknum. Það atriði hefur lengi verið
mjög umdeilt og jafiiaðarmannaflokk-
urinn harðlega gagmýndur fyrir að
misnota launþegahreyfingima á þann
hátt.
Fjarlægðu handsprengju
úr öxl sovésks hermanns
Sovéskir skurðlæknar fjarlægðu
handsprengju úr öxl hermanns sem
særst hafði í Afganistan. Að því er
sagði í Pravda, málgagni sovéska
kommúnistaflokksins, hafði hermað-
urinn þegar gengist undir skurðaðgerð
á vígstöðvunum þar sem fjarlægð voru
sprengjubrot úr líkama hans.
Þegar hann hafði verið sendur til
Tadzhikistan til hvíldar uppgötvaðist
við röntgenmyndatöku að hand-
sprengja var í vöðvum hægri axlar.
Voru læknamir í sérstökum hlífðar-
fötum þegar handsprengjan var fjíir-
lægð og stóðu aðrir læknar viðbúnir
þar hjá ef allt liðið skyldi nú springa
í loft upp. Handsprengjan var síðan
gerð óvirk og hermanninum heilsaðist
vel eftir aðgerðina.
Andstaðan gegn Banda-
ríkjunum aldrei meiri
Höfúðandstæðingur stjómarinnar í
Pakistan, Rasul Buksh Palejo, sagði í
viðtali við Reuter fréttastofúna í
morgun að andstaðan gegn Bandaríkj-
unum í Pakistan hefði aldrei verið
meiri í sögu landsins. Telur hann að
hætta sé á því að leiðtogi stjómarand-
stöðunnar, Benazir Bhutto, tapi
baráttunni nema Bandaríkin komi
henni til aðstoðar.
Palejo sat átta ár í fangelsi undir
stjóm Zia ul-Haq en var sleppt fyrir
tilstilli Amnesty Intemational.
Útlönd
Franskar hersveitir
á leið til Togo
Skothríð hefur hafist að nýju í
Lome i Togo eftir misheppnaða árás
á herbúðir Gnassingbe Eyadema,
forseta landsins. Þykir það vísbend-
ing um að ástandið sé alvarlegra en
fyrst var talið og eimtig sú staðreynd
að Frakkland hefúr ákveðið að
senda hersveitir til landsins. Toga
var áður frönsk nýlenda og 1963 var
gerður vamarsamningur milli land-
anna.
Að sögn yfirvalda í Togo tóku 50
manns þátt í árásinni á herbúðimar
og aðrar mikilvægar byggingar að-
faranótt þriðjudagsins. Var ætlunin
að grípa eða ráða af dögum forseta
landsins að því er heryfirvöld segja.
Ríkisútvarpið í Togo skýrði frá því
að tíu árásarmenn hafi verið hand-
teknir í gær og er þá tala handtek-
inna orðin 29. Tilkynnt var að 7
árásarmenn hafi látið lífið í upphafi
átakanna. Benti einn sendifulltrúi á
að þá gætu ekki margir af þeim 50
sem sagt var að hefðu tekið þátt í
árásinni leikið lausum hala og samt
hafi þótt ástæða til að kalla á fransk-
ar hersveitir til aðstoðar.
Yfirvöld hafa lýst því yfir að um
sé að ræða hryðjuverkastarfsemi en
ekki tilraun til að kollvarpa stjóm-
inni. En nýjar skothríðir og sú
staðreynd að engin gagnrýni beind-
ist að Ghana, þaðan sem hryðju-
verkamennirnir em sagðir koma,
studdi þá skoðun sendifulltrúanna
að um innanríkisvandamál væri að
ræða.
Eyadema hefur stýrt Togo með
jámhendi frá því að hann hrifsaði
til sín völdin fyrir 19 árum. Flestir
andstæðingar . stjómarinnar em í
útlegð í Frakklandi og Ghana en
stjómin í Accra segist ekki eiga
hlutdeild í árásinni.
Tveir óbreyttir borgarar í Ghana
urðu fyrir skotum í upphafi árásar-
innar og vom uppi vangaveltur um
það í útvarpinu í Accra hvort stjóm-
in í Ghana myndi ekki loka landa-
mærum landanna.
Sigursæl engisprettu-
herferð í Henanhéraði
Þúsundir kínverskra bænda í Hen-
an héraði hafa undanfama daga háð
mikla orrustu við engisprettur er heij-
að hafa á héraðið að undanfömu.
Er haft eftir fréttástofu Nýja Kína
að hér sé um mesta engisprettufarald-
ur að ræða er hrjáð hafi Mið-Kína i
fjörutíu og fjögur ár.
Miklir þurrkar hafa geisað í Mið-
Kína í sumar og hafa þeir orðið til að
auka enn á engisprettufaraldurinn.
Er haft eftir fréttastofunni að sextán
þúsund bændum í héraðinu hafi að
mestu tekist að þagga niður í engi-
sprettunum með skordýraeitri er dreift
hafi verið á skipulegan hátt í Henan
héraði og hafi herferðin staðið yfir í
tuttugu daga. Segir fréttastofan ár-
angurinn hafa verið svo góðan að víða
sjáist ekki í auða jörð fyrir dauðum
engisprettum og sé landið víða sem
svart yfir að líta.
Mfkiö úrval af CASIO hljómborðum, synthesizerum og fylgihlutum (RZ-1 trommuheili,
SZ-1 sequencer) í okkar rúmgóðu nýju verslun að Laugavegi 26.
1 “ umboðið, Laugavegi 26. Sími 91-21615.