Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1986, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1986, Qupperneq 26
38 FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1986. Loðnu- bræðsl- an i fullum gangi Þorgerður Maknquist, DV, Neskaupstað: Loðnubræðslan í Neskaupstað fór í gang 9. september sl. og hefur starf- að óslitið síðan. Að sögn Freysteins Bjamasonar verksmiðjustjóra hafa borist hingað samtals 14000 tonn af loðnu. Af- kastageta bræðslunnar er um það bil 800 tonn á sólarhring. Loðnubræðslan á Neskaupstað hefur starfað óslitið undanfarnar vikur, eins og reykurinn ur strompunum ber greinilega með sér. DV-mynd Þorgerður. Loönuskipin hafa aflað vel. Hér er verið að landa úr Svani RE. DV-mynd Þorgerður Skipin hafa aflað vel Þorgeiður Malmquist, DV, Neskaupslað: Loðnuveiði hefúr gengið vel hjá Norðfjarðarskipunum, að sögn Jó- hanns K. Sigurðssonar, framkvæmda- stjóra Síldarvinnslunnar á Neskaup- stað. Beitir NK hélt til veiða í byijun þessa mánaðar og hefur landað um 5600 tonnum úr fjórum veiðiferðum. Hann var á leiðinni í land er þetta var ritað með fullfermi. Magnús NK hélt til veiða í byrjun ágústmánaðar og hefur honum einnig gengið vel. Hann hefur aðeins landað einu sinni í Nes- kaupstað, 530 tonnum. Börkur NK var á leið til veiða og er undirbúningur hans fyrir loðnu- veiðamar á lokastigi. Til dæmis var settur í hann krani, stór og mikill. Krani þessi nefnist aðdráttarkrani og er með blökk. Á hann að auðvelda og minnka álagið á mannskapnum þegar nótin er dregin um borð.Börkur NK er eitt af fáum skipum i loðnuflotanur,, með þessa nýjung. Að sögn Más Lárussonar, yfirverk- stjóra í frystihúsi Sfldarvinnslunnar, hefur afli smábáta héðan verið tregur i sumar en var ágætur í vetur og vor. Veðrið undanfamar vikur hefúr verið mjög gott, sannkallað gott haustveð- ur, en frekar kalt. Neskaupstaður: Brotist inn á bæiarskrifstofur Þorgerður Malmquist, DV, Neskaiqælað: Brotist var inn á bæjarskrifstofum- ar í Neskaupstað nýlega. Að sögn Sveins Ámasonar fjármálastjóra var engu stolið, aðeins skemmt. Tvær hurðir vom brotnar, þar af önnur lögð í rúst, skrifborð eyðilagt og fleiri skemmdarverk unnin. Hér virðist því skemmdarfýsnin eingöngu hafa ráðið ferðinni hjá hinum óboðnu gestum, því eins og áður sagði var engu stolið. Norðfjorður: Berjaspretta með betra móti Þorgerður Malmquist DV, Neskaupslað: Berjatínslu í Norðfirði lauk fyrir um það bil hálfum mánuði. Fróðir menn segja að sjaldan hafi verið eins mikið af aðalbláberjum. Hins vegar var lítið sem ekkert af blábeijum og krækiber- in rétt í meðallagi. Mikið er búið að tína af berjum og er framleiðslan eftir því, bláberjasulta, hlaup, ber til niðursuðu, í snaps, vín og fleira. Það voru margar hendur á lofti þegar þökur voru lagðar á hinn nýja grasvöll Þróttaranna, enda langþráð takmark i augsýn. DV-mynd Þorgerður. Loksins fengu Þróttaramir grasvöll Þoigeiður Malmquist DV, Neskaupstað: Knattspymudeild Þróttar í Nes- kaupstað hefúr nú loksins fengið eigin grasvöll. Bærinn hafði lagt til land- svæði undir völlinn og efni í hann. Þróttarar unnu svo að þvi hörðum höndum á dögunum að leggja þökur á völlinn. Nutu þeir aðstoðar margra velunnara sem lögðu drjúgan skerf af mörkum. Þróttarar hafa að undanfömu að- eins haft malarvöll til umráða. Með þessum nýja velli, sem er innst í bæn- um, batnar aðstaða þeirra til mikilla muna. Utimarkaðurinn alltaf vinsæll Þorgerður Þ&lmquist DV, Neskaupstað: Útimarkaðir í Neskaupstað hafa notið mikilla vinsælda í sumar. Alls voru haldnir þrír markaðir og vom þeir í senn sölu-, flóa- og prúttmarkað- ir. Síðasti markaðurinn var þó stærst- ur og veigamestur. Þar vom verslanir og fyrirtæki með vörur sínar og einnig komu bændur úr sveitinni og seldu afúrðir sínar, svo sem kartöflur og grænmeti. Nokkrir vom með sölu á fáséðum ávöxtum, alla vega hér í bæ, svo sem kókoshnetum, ananas o.fl. Spáð var í lófa við góðar undirtektir og kvenfé- lagið Nanna seldi kaffi og meðlæti, einnig Sjálfsbjörg. Skátamir vora með skammtanir og Stuðmenn mættu á svæðið en þeir' vom með dansleik um kvöldið í Egils- búð. Útimarkaðinum lauk svo með grillveislu um kvöldið og var fólkið í bænum mjög ánægt með þetta ffamtak enda skemmtileg tilbreyting. Til gamans má geta þess að alla þrjá dagéma, sem útimarkaðurinn var hald- inn, höfðu veðurfræðingar spáð leið- indaveðrí. Þrátt fyrir það var sólskin og skínandi veður svo útimarkaðurinn hefur greinilega haft blessun veður- guðanna yfir sér. Blessuð bömin sváfu í vögnunum í veðurbiiðunni meðan mæöumar, eða feðurnir, gerðu góð kaup. DV-myndir Þorgerður Það kenndi ýmissa grasa á útimarkaðinum sem blómstraði á Neskaupstað i sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.