Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1986, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1986, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 1986. 46 Sviðsljós " Christina Onassis Ölyginn sagði. . . A-HA tríóið norska er ekki eins vin- sælt meðal kolleganna og meðal almennings. Margir enskir tónlistarmenn og popparar bera þeim slæma söguna og láta það ganga meðal manna að A-HA eigi ekki langt eftir. Einungis sex mánuðum eftir að Christina og Thierry eigimaður hennar eignuðust dótturina Athinu Christina og Thierry um það bil sem Christina var ennþá nokkrum kilóum of þung. En nú eru aukakílóin á bak og burt. Hún lagðist inn á megrun- arhæli á Spáni. varð Thierry faðir að enn öðru barni, sem sænsk kona fæddi í þennan heim. En Christina vill ekki missa Thierry og berst um á hæl og hnakka til þess að halda honum. Hún borgar alla hans eyðslu og ekki bara það, hún ýtir undir kjaftasögumar um framhjáhald hans. Hjónaband í tvísýnu Þegar Christina Onassis giftist Thierry Roussel trúðu fáir að hjóna- bandið mundi vara. Þrátt fyrir að Christina væri bæði ung og rík hafði rugluð fortíð markað spor í persónu- leika hennar. Hún er skilnaðarbarn og þegar hún var 34 ára átti hún þrjú hjónabönd að baki. Þetta leit ekki vel út. Thierry var heldur enginn engill. Þótt hann hefði aldrei gifst átti hann ótal ástarsambönd að baki. En hann fékk Christinu til að geisla. Hafði lífshamingjan loks barið að dyrum hjá þessari ríku stúlku? Sænska fyrirsætan Thierry tókst að gera Christinu vanfæra. Hana hafði lengi langað til að eignast dóttur og erfingja. En Adam var ekki lengi í Paradís, frétt- ir hófu að berast af sænsku fyrir- sætunni, hinni fögru Gabi Marianne Landhage, sem síðan fæddi Thierry sonin Eric, aðeins sex mánuðum eft- ir að Christina átti. Thierry og Gabi höfðu þekkst í mörg ár, en Gabi vann í París, og auk þess voru þau í sambandi löngu áður en Thierry og Christina'kynnt- ust. Sögur herma að Thierry hafi heim- sótt soninn, sem nú býr með móður sinni í Malmö. Christina 30 kílóum léttari En Christina ákvað að láta þessi tengsl eiginmannsins við Gabi ekki á sig fá og hrista af sér afbrýðisemina og tilfinningastríðið. Hjónabands- erfiðleikarnir eru nú horfnir út í veður og vind í bili, Thierry fluttur heim aftur og þau hjónin ganga arm í arm á landareign sinni í Sviss. Með stuðningi Thierrys ákvað Christina að fara enn einu sinni á megrunarhæli. Og frá Buchinger- meðferðarheimilinu á Marbella á Spáni kom hún 30 kílóum léttari. Nú langar Christinu að eignast ann- að barn. Christina hefur nú lést um 30 kíló. Hún er ekki lengur 96 kiló heidur 66 kíló. Christina gerir lýðum Ijóst hver er gift Thierry. "f Agnetha Fáltskog er nú aftur á lausu. í hálft ár var hún í allgóðu sam- bandi við plötuupptöku- stjórann Benny Hedlund sem er þó nokkuð yngri en Agnetha. Hann flutti inn til Agnethu og varð stjúpfaðir tveggja barna hennar. En þessi líflegi maður átti erfitt með að setja sig í hlutverk ástríks heimilisföður og gat ekki lifað samkvæmt vænt- ingum fjölskyldunnar. Jock Ewing í Dallas, sem Jim Davis lék en hætti því er hann dó fyrir nokkrum árum, mun brátt birtast aftur í framhalds- myndaflokknum. Að vísu geta höfundar Dallas ekki vakið fólk upp frá dauðum, a.m.k. ekki ennþá. Þess vegna hafa þeir fengið leik- arann Steve Forrest til að leika Jock. En auðvitað eru notaðar hókus-pókus að- ferðir til þess að gera þetta allt trúverðugt. Þar koma plastskurðaðgerðir að góð- um notum. H*

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.