Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Qupperneq 2
2
FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986.
Fréttir
Ronald Reagan Bandarikjaforseti stígur út úr flugvél sinni. Forsetinn hneppti frakkanum upp í háls í vörn gegn islenskri veðráttu. DV-mynd Ragnar Th.
Brosandi forseti i
íslenskri rigningu
Ronald Reagan brosti sínu breiðasta
þegar hann sté út úr flugvél sinni og
á íslenska grund klukkan 19.05 í gær-
kvöldi. Úti fyrir beið hans íslensk
sendinefnd með Vigdísi Finnbogadótt-
ur og Steingrím Hermannsson í broddi
fylkingar auk §ölda blaða- og frétta-
manna og löggæslu- og öiyggisvarða.
Það var þrungið spennu loftið á
Keflavíkurflugvelli meðan beðið var
komu Reagans Bandaríkjaforseta og
fylgdarliðs hans. Flugstöðin hafði ver-
ið rýmd nokkru áður og þar var
ótrúlegur fjöldi íslenskra og banda-
rískra öryggisvarða. Þeir blaða- og
fréttamenn, sem leyft hafði verið að
vera viðstaddir, voru merktir sérstak-
lega og þurftu þeir að fara í gegnum
mjög stranga tollleit. Var bæði leitað
mjög nákvæmlega á fólki, svo og í
farteski þeirra. Þurftu ljósmyndarar
meðal annars að smella af vélum sín-
um til að sýna ffam á að þar fór ekki
dulbúin sprengja.
Þegar út á sjálfan völlinn kom var
svæðið þar sem vélin átti að stansa
vandlega girt. Fyrir utan girðinguna
var pallur þar sem blaða- og ffétta-
menn máttu vera og hvert sem litið
var voru öryggisverðir.
Rétt fyrir klukkan 19 lenti þyrla
Landhelgisgæslunnar á flugvellinum.
Þar fór íslenska sendinefadin sem tók
á móti Reagan. Á slaginu sjö lenti vél
forsetans og fimm mínútum seinna
renndi vélin upp að flugstöðvarbygg-
ingunni. Rauður dregill var lagður frá
landgangi vélarinnar og að bíl forset-
ans sem beið hans. Fyrir aftan bílinn
biðu um 30 bflar til viðbótar sem voru
fyrir fylgdarlið forsetans.
Nú röðuðu sér upp við dregilinn
rauða sjö íslenskir lögreglumenn og
stóðu heiðursvörð. íslenska sendi-
nefndin raðaði sér einnig upp á
dreglinum fyrir framan lögreglumenn-
ina. Næst flugvélinni var Vigdís
Finnbogadóttir, forseti íslands, þá
Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráðherra, Matthías Á. Mathiesen
utanríkisráðherra, Guðmundur Bene-
diktsson, ráðuneytisstjóri í forsætis-
ráðuneytinu, Ingvi Ingvason,
ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneyt-
inu, og Halldór Reynisson forsetarit-
ari.
Magnaðist nú spennan meðan beðið
var þess að hurð vélarinnar opnaðist.
Allir mændu á dymar og þær opnuð-
ust. Fyrstir út voru öryggisverðir og
loks kom forsetinn sjálfur. Hann
staldraði við í dyrunum. Honum virt-
ist hálfkalt, en brosti þó, hneppti
hvítum frakkanum upp í háls, setti
hendur í vasana og gekk svo hratt og
örugglega niður landganginn. Hann
heilsaði Vigdísi, svo Steingrími og
öðrum úr sendinefridinni. Þá brá hann
hægri hendi að enninu og heilsaði
heiðursverðinum. Allt í kring voru
öryggisverðir og gutu augunum allt í
kring. Þeir vildu greinilega að forset-
inn flýtti sér inn í bílinn. En hann
virtist þurfa að tala meira við Vigdísi.
Hann gekk aftur til hennar og þau
spjölluðu saman drjúga stund á meðan
þau gengu í átt til bílsins sem beið
hans. Þau létu ekki rigninguna á sig
fá. Svo kvöddust þau með virktum.
Reagan fór inn í bíl sinn ásamt ör-
yggisvörðum. Við bílinn stóðu aðrir
öryggisverðir á meðan beðið var þess
að bílalestin færi af stað. Og þess var
ekki langt að bíða. Öiyggisverðimir,
sem staðið höfðu við bílinn stukku inn
í næsta bíl og haldið var áleiðis til
Reykjavíkur undir blikkandi ljósum
lögreglunnar.
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti
var kominn til íslands í fyrsta sinn.
-KÞ
Islenska sendinefndin sem tók á móti Bandaríkjaforseta. Hér heilsar forsetinn
Steingrími Hermannssyni. Á milli þeirra er Vigdís Finnbogadóttir.
DV-mynd GVA
Matthias A. Mathiesen utanríkisráðherra heilsar Bandarikjaforseta. A
milli þeirra stendur Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra.
DV-mynd GVA
Bandaríkjaforseti heilsar Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands.
DV-mynd Ragnar Th.
Það fór vel á með þeim Vigdísi og Reagan og þau spjolluðu saman drjuga stuna og létu rigning-
una lítt á sig fá. DV-mynd GVA