Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986.
6
Fréttir
Jón Ottar Ragnarsson sjónvarpsstjóri í upphafsávarpi sínu í gær.
DV-mynd KAE.
Fyrsta
útsendingin
„Frelsi í íslenskri íjölmiðlun er loks-
ins orðið staðreynd. Einokun ríkisins
á öldum ljósvakans hefur verið afhum-
in. Stöð tvö er að hefja göngu sína.
Ég óska öllum landsmönnum, fjær og
nær, til hamingju á þessum tímamót-
um.“
Með þessum orðum Jóns Óttars
Ragnarssonar hófst útsending Stöðvar
tvö, fyrstu einkasjónvarpsstöðvarinn-
ar hérlendís, klukkan 18.4ð í gær. Eftir
fimm mínútna ávarp sjónvarpsstjórans
átti bein útsending frá Keflavíkui
flugvelli að hefjast, en hún misfórst
vegna tæknilegra örðugleika.-KMU
Flugkennsla
fellur
„Okkur líst eðlilega ekki vel á þetta.
Það er alveg víst að flugkennsla fellur
niður um helgina. Hér verður ekkert
hreyft fyrr en klukkan þrjú á mánu-
dag,“ sagði Hafsteinn Pálsson, flug-
kennari og framkvæmdastjóri daglegs
reksturs hjá Flugskólanum Flugtaki á
Reykjavíkurflugvelli, um takmarkanir
á flugi.
„Mér finnst fulllangt að láta þetta
gilda til klukkan þrjú á mánudag.
Reagan og Gorbatsjov fara báðir á
sunnudag," sagði Hafsteinn.
niður
„Það fer nokkuð eftir veðri og vind-
um. Ef það verður sterk norðanátt
gæti orðið vandamál," sagði Albert
Baldursson, flugmaður hjá Flugleigu
Sverris Þóroddssonar, er DV spurði
hvaða áhrif takmarkanir á flugumferð
hefðu á starfsemi félagsins.
„Menn þurfa að sækja um undan-
þágu með þriggja klukkustunda fyrir-
vara. Ég sé enga ástæða til að ætla
að undanþágur verði ekki veittar,"
sagði Albert.
-KMU
„Fiskurmn héma
miklu betri en heima“
- segir Nicholas Horrock frá Chicago Tribune
„Það sem mér hefur fundist ánægju-
legast við dvölina hér er fiskurinn sem
ég hef fengið á veitingahúsunum.
Hann er miklu betri en heima en ég
er fiskæta og vil helst ekki borða
kjöt,“ sagði Nicholas Horrock, yfir-
maður Washingtonskrifstofu banda-
ríska stórblaðsins Chicago Tribune, í
samtali við DV er við hittum hann í
alþjóðlegu blaðamannamiðstöðinni
^ úti í Hagaskóla.
Horrock hefúr dvalið hérlendis und-
anfama fjóra daga ásamt þremur
öðrum frá blaðinu en alls verða blaða-
menn Tribune fimm vegna leiðtoga-
fundarins. Sá fimmti kom með
forsetavél Reagans í gær.
Aðspurður hvað þeir hefðu gert
þessa daga míeðan ekkert var að ger-
ast sagði Horrock að þeir hefðu sent
tvær fréttir, aðra um undirbúning fs-
lendinga, sem hann taldi furðu góðan
miðað við aðstæður, og hina um hlut-
verk íslands í stríðsáætlunum NATO
og Bandaríkjanna með tilliti til Kefla-
víkurstöðvarinnar
„Aðaltilgangur okkar með að koma
svona snemma til landsins er að hafa
allt á hreinu þegar leiðtogamir loksins
koma. Við vorum hræddir við smæð
landsins og hnökra í undirbúningi en
þetta hefur blessast," sagði Horrock.
Að öðm leyti sagðist hann vera mik-
ill skokkari og hefði eytt töluverðum
tíma í að skokka umhverfis höfiiina
auk þess sem þeir félagar hefðu átt
nokkra huggulega kvöldverði á veit-
ingahúsum hérlendis.
„Ég hef borðað lax, lúðu og ýsu hér.
Þar sem ég bý í Washington fæ ég
stundum íslenskan fisk en hann er
frosinn og miklu síðri vara. Hér fékk
ég bækling með fiskréttauppskriftum
sem ég ætla að gefa konunni minni
er ég kem heim.“ -FRI
Þrettán jarð-
stöðvar leyfðar
Póstur og sími hefúr veitt leyfi fyrir
notkun 13 jarðstöðva á meðan á leið-
togafúndinum stendur. Tíu þeirra eru
á vegum sjónvarpsstöðva og er CBS
með 4 stöðvar, eina stóra og þrjár litl-
ar. NBC er með tvær stöðvar, ABC
og CNN með eina hvor og EBU er
með tvær stöðvar sem eru við Mela-
skóla.
Fréttamiðstöð Hvíta hússins og að-
almiðstöð Hvíta hússins í gamla
verslunarskólahúsinu við Grundarstíg
eru með eina stöð hvor og loks hafa
bandarísku útvarpsstöðvamar tekið
eina jarðstöð sameiginlega til útvarps-
sendinga. -SJ
SJÁLFSTÆÐISMENN
Veljum
Guðmund H.
Garðarsson
í O sæti
Kosningaskrifstofan er á jarðhæð Húss
verslunarinnar, gengið inn Miklubraut-
ar megin.
Skrifstofan er opin frá 9.00-22.00 og
simar eru 681841 og 681845.
Stuðningsmenn.
22" Dicfivision 3476 HiFi stereo. Tölvustýring á
myndlarhpa, HiFi tuner, 99 Canal og fl. og fl.
Tæki með öllu. Verð aðeins kr. 49.920,-stgr.
22" 3425 með fjarstýringu. Av inngangur, 29 rás-
ir og fl. og fl. Verð aðeins kr. 44.920,- stgr.
VESTUR-ÞÝSK
GÆÐAVARA
3906 mytpdbandstæki, hæð 9,5 cm, framhlaðið,
3 möguleikar á upptöku, 14 daga minni, 12 rás-
ir, scart tengi. Vestur-þýsk - japönsk gæðavara.
Verð aðeins kr. 39.990,- stgr.
14" 3106, 8 rásir, 3 vatta hátalari. Verð aðeins
kr. 24.990,- stgr
Umboðsmenn um land allt.
Hjá Óla Keflavik
Raleindavirkinn Grindavik
Árvirkinn Selfossi
Kaupf. Rangæinga Hvolsvelli
Neisti Vestmeyjum
Hátiöni Höfn, Hornaf.
Rafvirkinn Esklfirði
Kaupl. Héraösbúa Egilsstöðum
Kaupf. Þingeyinga Húsavik
KEA Akureyri
Radíóþjónustan Olafsfirði
Kaupf. Skagfirðinga Sauöárkróki
Oddur Sigurðsson Hvammstanga
Póllinn hf. ísafirði
Kaupf. Stykkishólms Stykkishólmi
Verslunin Blómsturvellir Hellissandi
Húsprýði Borgarnesi
Skagavideó Akranesi
JL-húsið Reykjavík
Skipholti 7 - Simar 20080 og 26800.