Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986.
Fréttir
Leiðtogafundurinn:
Mat-
seðillinn
var
tilbúinn
„Ég var búinn að semja matseðil-
inn og tilbúinn að leggja hann
fram hjá viðkomandi aðilum en svo
allt í einu var hœtt við veisluhöld-
in og það verður því ekkert úr því
að ég eldi fyrir þá Reagan og Gor-
batsjov en óneitanlega hefði það
verið gaman.“
Þetta sagði sá frægi matreiðslu-
meistari, Hilmar B. Jónsson, í
samtali við DV en hann hafði ve-
rið fenginn til að annast um
matseldina fyrir þjóðarleiðtogana
í veislu sem fyrirhuguð var en nú
hefur verið hsett við.
Hvað skyldi svo Hilmar hafa
ætlað að bjóða stórmennunum?
„Matseðillinn, sem ég hafði sa-
mið, var þannig að í forrétt ætlaði
ég að hafa melónu með hráu
hangikjöti. Þá humarhala í saffr-
ansósu, síðan rjúpukjötseyði og á
eftir agúrkuískrap. Aðalrétturinn
átti að vera lambamedalíur og í
eftirrétt ætlaði ég að hafa rabar-
baraeftirrétt. En svona fór þetta
nú og ekkert við því að segja,“
sagði Hilmar B. Jónsson.
S.dór
Peningamarkaöur
VEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækur óbundnar S-9 Lb
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 8.5-10 Ab.Lb.Vb
6 mán. uppsögn 9,5-13,5 Vb
12 mán. uppsögn 11-14 Ab
Sparnaður - Lánsréttur
Sparað i 3-5 mán. 8-13 Ab
Sp. Í6mán. ogm. 5-13 Ab
Ávisanareikningar 3-7 Ab
Hiaupareikningar 3-4 Lb.Sb
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1 Allir
6 mán. uppsögn 2,5-3,5 Lb
Innlán með sérkjörum 8-16
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalur 5-7 Ab
Sterlingspund 8,75-10,5 Ab.Vb
Vestur-þýsk mörk 3,5-4 Ab
Oanskar krónur 7-9 Ib
lltlán óverðtryggð
Almennir vixlarfforv.) 15,25 Allir
Viöskiptavixlar(forv.)(1) kge Allir
Almenn skuldabréf(2) 15,5 Allir
Viðskiptaskuldabréf(1) kge Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 15.25 Allir
Utlán verðtryggð Skuldabréf
AÖ2.5 árum 4 Allir
Til lengri tíma 5 Allir
(Jtlán til framieiðslu
isl. krónur 15
SDR 7,75
Bandarikjadalir 7.5
Sterlingspund 11,25
Vestur-þýsk mörk 6
Spariskirteíní
3ja ára 7
4ra ára 8,5
6ára 9
Með vaxtmiðum(4 ár) 8,16
Gengistryggö(5 ár) 8.5
Húsnæðislán 3.5
Lifeyrissjóðslán 5
Dráttarvextir 27
VlSITÖLUR
Lánskjaravísitala 1509 stig
Byggingavísitala 281 stig
Húsaleiguvisitala Hækkaði 9% 1. okt.
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnverðs:
Almennar tryggingar 111 kr.
Eimskip 216 kr.
Flugleiðír 152 kr.
Hampiðjan 131 kr.
Iðnaðarbankinn 98 kr.
Verslunarbankinn 97 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. (2) Vaxtaálag á skuldabréf til upp-
gjörs vanskilalána er 2% bæði á verð-
tryggð og óverðtryggð lán. Skammstaf-
anir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbank-
inn, Vb = Verslunarbankinn,
Sp=Sparisjóðimir.
Nánari upplýsingar um peninga-
markaðinn birtast í DV á fimmtudög-
um.
Frida Lemberg og Vanda Osnis með myndir af börnum sinum. Myndin var
tekin fyrir framan fréttamiðstöðina í Hagaskóla í gær.
DV-mynd Brynjar Gauti.
Við erum
fulltrúar
tvö hundruð
mæðra
- sem bíða þess að fá böm sín ffá Sovétríkjunum
„Við erum hingað komnar frá ísra-
el sem fúlltrúar 200 mæðra þar í
landi sem flust hafa frá Sovétríkjun-
um en ekki fengið að taka böm sín
með sér. Við erum að gera okkur
vonir um að þessi fundur þeirra Re-
agans og Gorbatsjovs verði til þess
að við fáum bömin okkar og því
erum við hér að minna á þetta mál,“
sögðu þær Frida Lemberg og Vanda
Osnis þar sem þær stóðu fyrir framan
fréttamiðstöðina í Hagaskóla í gær
með mynd af sonum sínum.
Frida Lemberg hafði orð fyrir þeim
og sagði hún að þær 200 mæður, sem
þær væm fulltrúar fyrir, væm á
aldrinum 17 til 88 ára og væm sum-
ar þessara mæðra búnar að bíða í
12-15 ár eftir því að fá bömin til sín.
„Þessi leiðtogafundur er okkar
eina von. Takist ekki að semja um
þetta mál nú erum við svartsýnar á
að það takist nokkum tímann,"
sagði Frida Lemberg og bætti við:
„Viltu vera svo elskulegur að segja
sem flestum frá þessu.“ S.dór
Friðarhlaupiö:
Kyndillinn kemur í dag
Friðarhlaupið mikla, sem hófst 16.
september sl. og stendur fram til 11.
desember og fer um heimsálfumar
allar, tekur nú smálykkju og kynd-
illinn, sem er merki hlaupsins,
kemur til íslands síðdegis í dag með
Flugleiðavél frá London.
Á morgun verður svo hlaupið með
kyndilinn frá Keflavík til Reykjavík-
ur og munu 40 íslenskir íþróttamenn
hlaupa með hann þessa 40 km. Um
kl. 12 á hádegi verður svo mikil at-
höfn í Hljómskálagarðinum þar sem
pau Vigdís Finnbogadóttir forseti og
Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráðherra taka á móti friðarkyndlin-
um.
Þess má geta að Friðarhlaupið er
á vegum Bamahjálpar SÞ undir
merkinu: Gefum börnunum tækifæri
- bömin þarfnast friðar. Báðir þjóð-
arleiðtogamir, Reagan og Gor-
batsjov, hafa sent aðstandendum
hlaupsins bréf þar sem þeir lýsa yfir
velþóknun sinni á hlaupinu.
S.dór
Talað á tíu tungumálum
Það er mjög svo alþjóðlegt and-
rúmsloft í alþjóðlegu fréttamiðstöð-
inni í Hagaskóla þessa dagana.
Hvers konar skilaboð eru kölluð um
hátalarakerfi hússins og munu ís-
lenskir starfsmenn þar hafa tíu
tungumál á takteinum.
Einn starfsmaður hefur fullt vald
á fjórum erlendum tungumálum.
Það veitir svo sem ekki af þessu þar
sem í fréttamiðstöðinni em frétta-
menn frá öllum heimsálfum og mikið
um uppköll til hinna ýmsu frétta-
manna. S.dór
Vitum af Helga
„Starf lögreglunnar við setningu
Alþingis í dag verður með hefð-
bundnum hætti. Það verður staðinn
heiðursvörður en ef til vill verða eitt-
hvað fleiri lögregluþjónar viðstaddir
en venjulega," sagði Bjcu-ki Elíasson
yfirlögregluþjónn í samtali við DV
þegar hann var spurður hvort meiri
löggæsla yrði við Alþingishúsið en
venjulega við þingsetningu.
Oft hefur komið til mótmæla við
setningu Alþingis og minnast menn
þess eflaust enn þegar Helgi Hóseas-
son trésmiður sletti skyrinu um árið.
„Já, Helgi hefur stundum mótmælt
við þetta tækifæri og við vitum af
honum og erum viðbúnir," sagði
Bjarki.
En-ætlar Helgi að mótmæla í dag?
„Ég sé enga ástæðu til að greina
ykkur frá því fyrirfram," sagði Helgi
og vildi ekki ræða það mál meira.
Talið er víst að löggæslan verði
meiri við þingsetninguna í dag, þótt
lögreglan geri ekki mikið úr því, þó
ekki væri nema vegna þess ástands
sem ríkir í Reykjavík vegna leið-
togafundarins. S.dór
Klaufaskapur
- segir Bnar Sigurðsson um riffilauglysinguna á Bylgjunni
„Þetta var klaufaskapur hjá okk-
ur, sem stafar af reynsluleysi, en við
getum auðveldlega stoppað svona. I
þessum þætti hefur einstaka sinnum
hringt fólk sem hefur viljað kaupa
eða selja hluti tengda gæsa- og
ijúpnaskyttiríi. Við áttuðum okkur
ekki á því fyrr en of seint að þama
var grínari á línunni,“ sagði Einar
Sigurðsson útvarpsstjóri í samtali
við DV.
í þættinum Á flóamarkaði um há-
degisbilið í gær hringdi maður, sem
kallaði sig Harald, og auglýsti eftir
riffli. Hann átti að vera af stærðinni
234 eða stærri með langdrægum kíki,
hljóðdeyfi og helst óskráður. Það
fylgdi með að riffillinn yrði að fást
fyrir helgi. Gaf Haraldur þessi upp
símanúmer sem fólk, er ætti slíkan
riffil, gæti hringt í.
DV hringdi í númerið. Karlmaður
svaraði en sagðist hvorki heita Har-
aldur né hafa auglýst eftir riffli.
Sagði hann reyndar að þegar hefðu
nokkrir hringt til sín vegna þessa,
en hann kannaðist ekki við neitt.
„Þetta er í annað skiptið síðan
Bylgjan hóf göngu sína sem svona
gerist og við munum vera meira
vakandi fjrir þessu í framtíðinni, “
sagði Einar Sigurðsson. -KÞ
Steingrímur
Helgi Ágústsson, starfsmaður utan-
ríkisþjónustunnar, er höfuðpaurinn í
fréttamiðstöðinni alþjóðlegu í Haga-
skóla og hefúr vægast sagt í miklu að
snúast. Allir þurfa að ná í Helga en
hann er að sjálfsögðu mjög upptekinn.
f gær gerðist það að erlendir frétta-
í stað Helga
menn þurftu nauðsynlega að ná tali
af Helga en hann var þá svo upptekinn
að hann gat ekki sinnt þeim á stund-
inni. Fréttamönnunum var sagt þetta
en þeim var jafnframt bent á að þeir
gætu náð tali af Steingrími Hermanns-
syni ef þeir vildu. S.dór
Pósturtil Reagans
og Gorbatsjovs
Um miðjan dag í gær barst mikið
magn af pósti til þeirra Reagans og
Gorbatsjovs og var hann sendur í
fréttamiðstöðina í Hagaskóla. Jón
Hákon Magnússon, starfsmaður í
fréttamiðstöðinni, tók við póstinum
og sundurgreindi hann. Sum bréfin
voru merkt þeim leiðtogunum saman
en önnur hvorum um sig.
Þessi póstur kom allur frá bömum
á Norðurlöndum og sagði Jón Hákon
að bréfunum yrði komið til fulltrúa
leiðtoganna en taldi ótrúlegt að þeir
fengju bréfin persónulega afhent.
Þama mun vera um að ræða óskir frá
bömunum um að þeir Reagan og Gor-
batsjov semji um frið.
Búist er við að bréf svipuð þessum
berist mun víðar að úr veröldinni en
sfðast þegar leiðtogamir hittust barst
einmitt mikið af bréfum frá bömum
og raunar fullorðnum lika þar sem
beðið var um friðarsamninga.
S.dór
Jón Hákon Magnússon með póstinn til leiðtoga heimsveldanna.
DV-mynd Brynjar Gauti