Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986. Frjálst.óháö dagblaö Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plótugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. El País grætur-ísland hlær Blaðamaður E1 País kom af fjöllum á ritstjórn DV á þriðjudag, þegar honum var sagt, að nóg væri af gisti- herbergjum í bænum á 2.000 krónur. Þá hinn sama morgunn hafði blað hans í Madrid birt heilsíðugrein hans um húsnæðisokur í tengslum við toppfundinn. Svo virðist sem menn E1 País hafi ekki frekar en ýmsir aðrir trúað á getu íslendinga til að skipuleggja slík mál. Þeir útveguðu sér ekki húsnæði hjá Ferðaskrif- stofu ríkisins, þótt þeir fengju símanúmer þess hjá blaðafulltrúa íslenzku ríkisstjórnarinnar. í stað þess að nota hvíta markaðinn, sem öllum stóð opinn, kusu þeir að fara á svarta markaðinn og taka á leigu á okurverði íbúð þá illa frágengna, sem lýst var með áhrifamiklum hætti í harmagrein E1 País. Það var þeirra ákvörðun og þeir bera sjálfir ábyrgð á okrinu. Fólk, sem er úti að aka, tapar peningum, hvar sem er í heiminum, bæði í Reykjavík og Madrid. Heppilegast er að fara ekki opinberlega að gráta út af því á heilli síðu, svo að síður verði tilefni aðhláturs annarra. Skyn- samlegra er að reyna næst að vera betur með á nótunum. Erlendir blaðamenn þurfa að vísu langt minni til að muna eftir Heimaeyjargosinu, þegar nærri 6000 manns var flutt á tveimur klukkustundum til meginlandsins og komið þar í húsaskjól. 2500 blaðamenn og 1000 emb- ættismenn eru ekkert flóknara mál fyrir vana reddara. Staðreyndin er, að fátt lætur íslendingum betur en að vinna í skorpum. Bændur rífa upp hey sín á þremur þurrkavikum. Sjómenn leggja nótt við dag í aflahrotum. Hvorir tveggja taka það svo rólega þess á milli. Slík vinnubrögð einkenna líka aðra hópa þjóðfélagsins. Líklega hefði ekki gengið miklu betur að skipuleggja toppfundinn í Reykjavík, þótt fyrirvarinn hefði numið sex mánuðum eða lengri tíma. Menn hefðu látið undir- búning dragast úr hömlu, lent í tímahraki og síðan unnið með sama hætti og gert er þessa dagana. Fjarlægðir milli manna eru ennfremur svo stuttar, bæði í láréttum og lóðréttum skilningi, að hægt er með eins konar handafli forsætisráðherra að brjóta ótal lög og reglugerðir, án þess að nokkur embættismaður eða stjórnarandstæðingur vilji rísa upp til andmæla. Þannig fjúka tollalög, flarskiptalög og útvarpslög eins og ekkert sé, þegar hjálpa þarf erlendum fjölmiðl- um. Ennfremur fjúka lög um útlendinga eins og ekkert sé, þegar hjálpa þarf erlendum öryggisvörðum. Mesta furða er, að bjórbannið skuli ekki hafa fokið líka! Beðið er dögum saman eftir óljósum, þverstæðum og síbreytilegum upplýsingum heimsveldanna um, hvað þau vilji á hinum ýmsu sviðum. Svo einfalt atriði sem það, að hingað komi frá þeim 200 eða 900 menn, vefst fyrir þeim. En okkar menn bjarga öllu. Á núinu. Grát og gífuryrði í fjölmiðlum á borð við E1 País og Bild Zeitung eigum við að láta okkur í léttu rúmi liggja. Þann vanda, sem þeir lentu í og lýst hafa, leystu okkar menn nánast áður en hann varð til. Á svipaðan hátt hefur líka ýmis annar vandi verið snaggaralega leystur. Fjarskipti við umheiminn verða í sæmilegu horfi á toppfundinum, þótt ástandið væri einkar ófulíkomið, þegar tekin var ákvörðun um fundinn. Öryggisvarzla virðist ekki aðeins verða fullnægjandi, heldur töluvert umfram það, íslendingum til nokkurra óþæginda. Flest bendir til, að afskipti íslenzkra aðila af undir- búningi toppfundarins verði til slíks sóma, að útlending- ar telji mega halda hér fleiri mikilvæga fundi. Jónas Kristjánsson „Staðreyndin er auðvitað sú að bæhdur eru stétt, eins og sjómenn og verslunarmenn, sem á fullan rétt á sér.“ Framsóknar- flokkurinn er bændaflokkur en hann er líka.... Sá sem heldur því íram að bændur séu óþarfir íslensku þjóðfélagi, svo ekki sé talað um að þeir standi í vegi íyrir efhahagslegri velferð ís- lendinga, er álíka fjarri raunveru- leikanum og að móðir afheiti bami sínu á þeirri forsendu að hún sé ekki kona. ísland eða Nýja-Sjáland Hver okkar íslendinga hefur ekki drukkið mjólk, borðað ost eða kindakjöt og látið sér líka vel? Það myndi eflaust heyrast hljóð úr homi ef þessar afurðir væm ekki á boð- stólum. Menn geta sagt: við flytjum þær bara inn á mun lægra verði frá Nýja-Sjálandi eða Ástralíu. Jú, það er hægt í dag og kannski á morgun en það er ekkert sem segir að það vari að eilífú og þá er spumingin. Hvers virði er lýðveldið fsland? Hvers virði er það sjálfstæðri þjóð að vera sjálfri sér næg um allar helstu nauðsynjar. Breytingar á neyslu Sveiflur í neysluvenjum hafa verið miklar undanfarið. Við skulum minnast þess að það em ekki nema um 100 ár síðan meginþorri fslend- inga vom bændur og átu ekki annað en sínar afurðir allt árið, nýjar eða súrar. Undanfarin ár hefur sam- keppnin við afurðir bænda sjaldan verið meiri með tilkomu svala og sódastrím, svo eitthvað sé nefht. Það hefur því ekki verið neitt létt verk að sníða stakk eftir vexti, draga sí- fellt úr þannig að ekki verði offram- leiðsla. Það verður þó að segjast að sjaldan eða aldrei hefúr nokkrum ráðherra eða ríkisstjóm tekist að komast nær því marki að framleiðsla sé svipuð og neysla en núverandi ríkisstjóm með framsóknarmanninn Jón Helgason sem landbúnaðarráð- henra. Beint á haugana Við skulum staldra við og huga að hvemig ástatt er um landbúnað nágrannalanda okkar. Þar er ástandið ekki betra og jafhvel miklu verra í formi oflramleiðslu, niður- KjáHaiinn Einar G. Harðarson verslunarmaður greiðslna, jafnvel í formi greiðslna fyrir vinnustundir áður en afurðin er seld og síðast en ekki síst að ríki. kaupi framleiðslu bænda og aki henni síðan beint á haugana. Þannig að niðurgreiðslur og jafhvel útflutn- ingsbætur verða bamaleikfang í samanburði þó ekki sé verið að mæla þeim bót. Upphrópuð skammsýni Þeir skriffinnar, sem séð hafa skrattann í hverju homi þegar minnst hefur verið á landbúnað, hafa unnið landinu meira tjón með skrifum sínum en margur gerir sér grein fyrir. Með skrifunum hafa þeir sannfært margt ungmennið og fl. um að bændur séu hinn mesti óþurftar- lýður, baggi á þjóðfélaginu og þeim beri að útrýma. Þar að auki beri að refsa framsóknarmönnum fyrir að halda þessari stétt uppi með því að standa fyrir greiðslum til þeirra úr ríkissjóði. Það merkilega við þessi skrif og sýnir gmnnhyggni stjóm- málamanna er að þeir og stjóm- málaflokkar skuli taka upp hanskann fyrir þessa menn og halda áfram málflutningnum út í svart- nættið. Þar ber helst að nefha Alþýðuflokk. Framsóknarflokkur er eini flokkurinn sem staðið hefur með bændum gegn áróðrinum. Styrkur samstöðunnar Staðreyndin er auðvitað sú að bændur em stétt, eins og sjómenn eða verslunarmenn, sem á fullan rétt á sér. Munurinn á Framsóknar- flokki og öðrum flokkum er hins vegar sá að Framsóknarflokkurinn stendur ekki gegn neinni stétt heldur metur stöðu stétta landsins af raun- sæi en ekki tískusveiflum og tíma- bundnum tækifærum. Framsóknar- flokkur er auðvitað flokkur bænda en hann er líka flokkur annarra stétta eins og sannast þegar athugað er hverjir fylla raðir framsóknar- manna. Þessi þjóð er of lítil til að hér geti verið stétt gegn stétt. Svo ekki sé talað um að stjórnmálaflokk- ar etji þeim saman. Einar G. Harðarson „Framsóknarflokkur er auðvitað flokkur bænda en hann er líka flokkur annarra stétta eins og sannast þegar athugað er hverjir fylla raðir framsóknarmanna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.