Dagblaðið Vísir - DV - 10.10.1986, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1986.
39
Fréttir
Púlsinn óbreyttur
hjá lögreglustjóranum
- er fórsetaflugvélin tók stefnuna á Keflavík
Þegar flugvél Bandaríkjaforseta, Air
Force One, hóf sig á loft í Washington
með stefnu á Islands sat Þorgeir Þor-
steinsson, lögreglustjóri á Keflavíkur-
flugvelli, og drakk kaffi í kafíistofu
flugstöðvarbyggingarinnar á Vellin-
um: „Hér er allt undir efti.liti. Púlsinn
hefur ekkert hækkað hjá mér.“
800 milljónir
Á næsta borði sat Rúnar Gunnars-
son, útsendingarstjóri hjá ríkissjón-
varpinu, sem átti það verk fyrir
höndum að velja myndfleti í beina
sjónvarpsútsendingu í gegnum gervi-
tungl um gervalla jarðarkringluna
fyrir 800 milljónir áhorfenda. Honum
virtist ekki brugðið frekar en lögreglu-
stjóranum. Þeir voru með sama púls.
Frosið logn
Andrúmsloftið í flugstöðvarbygging-
unni var hins vegar frosið. Það hefði
mátt heyra saumnál detta. Þetta var
lognið á undan storminum. Vélknúinn
götusópari hringsólaði um flugvöllinn
og sópaði rigningu af asfaltinu í allar
áttir. Reyndar var von á tveimur áætl-
Þorgeir Þorsteinsson, lögreglustjóri á
Keflavíkurflugvelli: - Allt undir eftirliti.
DV-myndir GVA.
Kindurnar burt
Eini íbúinn við Keflavíkurveginn,
Theódór Guðlaugsson íjárvörður, sem
býr í kofa í nokkurra metra fjarlægð
frá vegarkantinum á móts við Voga,
hafði fengið fyrirskipanir um að reka
allt fé frá veginum áður en bílalestin
birtist: „Ég skil nú ekki hvaða gagn
það á að gera. Mennimir ætla að aka
héma fram hjá á 150 kílómetra hraða
þannig að það tæki nú enginn eftir
því þó ein kind eða tvær stæðu á veg-
inum,“ sagði Theódór.
Tvær amerískar
Þær Jeanet Tracey og Chaterin Cor-
bitt vom hins vegar hvorki að hugsa
um kindur né hámarkshraða er DV
hitti þær í innkaupaferð á Keflavíkur-
flugvelli. Þær hlökkuðu báðar mikið
til að fá að sjá forseta sinn augliti til
auglitis þótt þær drægju í efa að þeim
yrði að ósk sinni:
„Hann stoppar vist ekkert héma á
leið sinni til Reykjavíkur þannig að
við verðum að vona að hann gefi sér
tima til að heilsa upp á okkur á leið-
inni heim. Það hefur eitthvað verið
Runar Gunnarsson, ábyrgðarmaður á
óbrenglaðri mynd til 800 milljóna
áhorfenda.
unarflugvélum fyrir klukkan 17 en
eftir það átti að loka flugvellinum fyr-
ir allri umferð. Þá mættu öryggisverð-
ir Bandaríkjaforseta og fóm síðustu
yfirferð fyrir lendingu Air Force One.
Rauði dregillinn beið eftir að honum
yrði rúllað út.
rætt um að forsetinn ætli að hitta
okkur í flugskýli héma fyrir ofan á
sunnudaginn áður en hann heldur
heim,“ sagði Jeanet Tracey sem búið
hefur á Keflavíkurflugvelli frá því í
vor.
Með riffil í hrauninu
Bílstjórar á leið um Keflavíkurveg-
inn veittu athygli þyrlu er flaug
meðfram endilangri vegarbrúninni.
Þar um borð vom öryggisverðir að
skima eftir hugsanlegum skyttum sem
gætu leynst í hrauninu, liggjandi á
maganum með riffil eins og refaskytt-
ur á greni. f hrauninu var hins vegar
enga hræðu að sjá nema hreinsunar-
menn sem vom að tína rusl úr vegar-
kantinum. Hraunið átti að vera hreint
þegar bílalest Bandaríkjaforseta rynni
þar í gegn.
Okkar maður
Chaterin Corbitt tók undir orð vin-
konu sinnar og sagðist aldrei hafa séð
Reagan í eigin persónu: „Ég sá Jimmy
Carter hins vegar einu sinni á Hawaii
og ég er búin að sjá allar kvikmyndim-
ar sem Reagan hefur leikið í.“
Frú Tracey og frú Corbitt sögðust
svo sannarlega ætla að standa við
vegarbrúnina þegar Reagan æki hjá
og veifa honum af lífs og sálar kröft-
um. Forsetinn væri þeirra maður: „The
president is our man.“
-EIR
jeanet Tracey og Chaterin Corbitt, húsmæður á Keflavíkurflugvelli: - Forsetinn
er okkar maður. .......... ........ —
tilefnl Tölvusýningar í Borgarlelkhúsinu 8.-12. okt. verður
10% afsláttur frá auglýstu verðil
Tllboðlð gildlr tll 15. okt.
EIIM MEST SELDA HEIMIUS-
TÖLtAN Á A/IARKAÐNUMI
Það er engin tilviljun að AMSTRAD er ein vinsælasta tölvan í heiminum í dag. Síðastliðin tvö ár
hafa yflr 1 mllljón AMSTRAD tölvur verið seldar. Með hverjum degi sem líður fá tölvukaupendur
meira og meira fyrir peningana sína. í þeirri þróun er AMSTRAD tvímælalaust í fremstu röð.
AMSTRAD CPC 6128 og CPC 464 sameina frábæra hönnun, afl og hraða, einstaklega góða liti í
skjá, gott hjjóð og geysispennandi notkunarmöguleika. - Tvær afburðatölvur sem færa þig nær
framtíðinni.
CPC 6128
• TÖLVA • DISKSTÖÐ • LflASKJÁR
128 K RAM örtölva Z80A 4MHz meö innbyggöu Basic,
hátalara og tengjum fyrir prentara, segulband og aukadiskstöö.
640x200 teiknipunktar á skjá. 27 litir.
20. 40 eða 80 stafir í Ifnu, (slenskir stafir.
CP/M PLUS stýrikerfi og DR.LOGO forritunarmál
Verð aðeins
35.980,— kr. stgr.
CPC 464
• TÖLVA • SEGULBAIMD • LÍTASKJÁR
64 K RAM örtölva Z80A MHz meö innbyggðu Basic. hátalara
og tengjum fyrir prentara og diskstöö.
640x 200 teiknipunktar á skjá, 27 litir.
20, 40 eöa 80 stafir í línu, íslenskir stafir.
Verð aðeins
26.980- kr. stgr.
ÞUSUNDIR FORRITA!
Urval af forritum, bókum og tímaritum fyrir AMSTRAD.
Aukahlutir: Diskdrif - stýripinnar - teiknipenni - stereohátalarar - mús o.fl. o.fl.
,..25%
utborqun
eftirstöðvar allt*cið 6 mán.i
(^[^Biraga
v/Hlemm, símar 2931! & 62II22.
Umboðsmenn útl á landl: Akranes: Bókaskemman, Akureyrl: Bókabóöin Edda, Blðnduós: Kaupfélag Húnvetninga, OJúplvogur: Verslunin
Djúpið, Grlndavfk: Bókabúð Grindavíkur, Hafnarfjörður: Kaupfélag Hafnfiröinga, Húsavfk: Bókaverslun Þórarins Stefánssonar. Isafjórður:
Hljómborg, Keflavfk: Bókabúð Keflavlkur, Vestmannaeyjar: Vfdeóleiga G.S.
Öil wsð miöuö viö gengi i. otó. 1966 og staögreiöslu
TÖLVULAND HF., SÍMI 17850